Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 29 Karl Guðmundsson í hlutverki sínu í Saumastofunni. Saumastofan í síðasta sinn LEIKRITIÐ Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson, sem nú hefur verið sýnt í þrjú ár á sviði Iðnós, verður sýnt á föstudags- kvöld í tvö hundruðasta og jafnframt síðasta sinn. Saumastofan hefur notið ein- stakra vinsælda og söngvar úr leikritinu hafa verið gefnir út á plötu. Auk sýninga á Sauma- stofunni í Iðnó, hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt Saumastof- una tvö undanfarin sumur í leikferðum úti á landi. Og í fréttatilkynningu frá Leikfé- lagi Reykjavíkur segir, að verið sé að undirbúa sýningu á leikritinu hjá Sjónleikarhúsinu í Færeyjum. Orkustofnun um Kröfluframkvæmdir: á Þrír Finnar sýna í Eden ÞRÍR finnskir málarar opna föstudaginn málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Málararnir eru Elína 0. Sandström, Juhani Taivai- jarvi og Liisa Urholin-Taivaljarvi. Sýna þeir um 90 olíumálverk, landslags og blómamyndir. Sandström hefur haídið fjölmarg- ar sýningar hér á landi og er þetta í fjórða sinn sem hún sýnir í Eden er Islendingum einnig kunnur en hann sýndi m.a. í Norræna húsinu 1971. Kona Juhani, Liisa, sýnir hér í annað sinn, en hún á um 20 blómamyndir á sýningunni. Sýning- unni lýkur á sunnudaginn 21. maí. © INNLENT Fjárvöntun um áramót 228 milljónir króna RÉTT fyrir þinglausnir. sendi Orkustofnun alþingismönnum bréí, í tilefni umræðna. sem urðu á Alþingi hinn 2. mai um fjármál stofnunarinnar. Bréf þetta fer hér á eftiri 3Varðari Fjármál Orkustofnunar I tilefni af umræðum á Alþingi um fjármál stofnunarinnar í gær, 2. maí, þykir Orkustofnun nauð- synlegt að upplýsa háttvirta al- þingismenn um eftirfarandi: 1. Rannsóknir Orkustofnuiíar Á fjárlögum hvers árs er Orku- stofnun veitt viss fjárhæð til rannsókna þeirra og annarar starfsemi, sem stofnuninni er ætlað að sinna samkvæmt Orku- lögum. Á fjárlögum ársins 1977 nam þessi fjárhæð 543,5 milljón- um króna. Svo sem meðfylgjandi yfirlit úr reikningum stofnunar- innar fyrir árið 1977 ber með sér var á árinu varið í þessu skyni 546,1 milljónum króna, sem er 2,6 milljónum kr. meira en fjárlaga- talan eða 0,5%. Verður þetta að teljast eins nálægt farið og með sanngirni verður krafist í landi með 30—40% verðbólgu á ári. Iðnaðarráðuneyti og Fjármála- ráðuneyti voru sendir reikningar stofnunarinnar fyrir 1977 í mars s.l. 2. Kröfluframkvæmdir Orkustofnunar Með bréfi dags. 21. júní 1974 fól Iðnaðarráðuneytið Orkustofnun að „undirbúa mannvirki til vinnslu jarðgufu handa jarðgufuaflsstöð við Kröflu eða Námafjall Undirbúningur þessi skal unninn í samráði við ráðuneytið eftir nán- ari ákvörðun þess.“ Hér er um sérstakt, tímabundið verkefni að ræða, sem Orkustofn- un er sérstaklega falið af Iðnaðar- ráðuneytinu, og er alveg óviðkom- andi hinum almennu rannsóknum hennar, enda ekki kostað eins og þær af framlagi á fjárlögum skv. ákvörðun Alþingis, heldur með lánsfé á sama hátt og hluti Kröflunefndar í Kröfluvirkjun. Stofnunin hefur ávallt látið Iðnað- arráðuneytið fylgjast nákvæmlega með þessu verki og fjármálum þess. Með bréfi frá 10. des. 1977 gerði Orkustofnun Iðnaðarráðu- neytinu ítarlega grein fyrir fjár- hagsstöðu þessara framkvæmda. Fylgir ljósrit af því bréfi hjálagt. Samkvæmt því var fjárvöntun vegna framkvæmda Orkustofnun- ar við Kröflu 228 milljónir króna um s.l. áramót. Ekkert fé hefur síðan verið útvegað til að mæta þessari fjárvöntun. Svo sem lýst er í bréfinu hefur Orkustofnun gætt þess að fylgja fyrirmælum Iðnað- arráðune.vtisins í Kröflufram- kvæmdum sínum, svo sem fyrir er mælt í ofangreindu bréfi frá 21. júní 1974. 3. Óheimilaðar stöður Samkvæmt starfsmannaskrá ríkisins 1. janúar 1978, sem nú er fullgerð hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun voru þann dag engar óheimilaðar stöður hjá Orkustofnun. 4. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar 11. apríl 1978 Með bréfi dags. 11. apríl 1978 tilkynnti Iðnaðarráðuneytið Orku- stofnun að ríkisstjórnin hefði þann dag ákveðið að „taka 150 millj. kr. af fjárveitingu Orku- stofnunar á síðari hluta þessa árs til að greiða skuldir þær, sem nú eru í vanskilum. Jafnframt var ákveðið að skipa nefnd er kanna skal fjárhagslegan starfsgrundvöll Orkustofnunar. Nefndin geri til- lögur til úrbóta innan eins mánað- Hinn 13. apríl ritaði Orkustofn- un Iðnaðarráðuneytinu bréf þar sem lýst er því áliti stofnunarinn- ar að „framangreindar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar séu algerar bráðabirgðaráðstafanir, meðan leitað er varanlegri úrlausna. Hún lítur svo á að eina varanlega úrlausnin sé öflun lánsfjár til þessa hluta af stofnkostnaði virkj- unarinnar alveg eins og gert hefur verið til Kröfluframkvænda yfir- leitt. Að taka þetta fé til frambúð- ar af fjárveitingu Orkustofnunar kemur því ekki til álita að dómi stofnunarinnar, enda samrýmist það ekki tilgangi Alþingis með þeirri fjárveitingu, sem er ætluð til rannsóknarverkefna stofnunar- innar. Orkustofnun hlýtur því að telja það meginverkefni væntanlegrar úttektarnefndar að leita varan- legrar úrlausnar skuldavandans með lántöku, í samræmi við framangreind sjónarmið. Hún leyfir sér að vænta þess að hið háa ráðuneyti sé sammála þessu sjón- armiði og að fulltrúi þess í nefndinni leggi áherslu á það innan hennar þegar þar að kem- ur.“ Virðingarfyllst, Jakob Björnsson. orkumálastjóri. Fjármálaráðuneytið um Kröfluframkvæmdir Orkustofnunar: TJtgjöld 250 miUjónir um- fram heimild fjárlaga MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu, sem er svar við bréfi Orkustofnunar til alþingismanna frá 3. maí síðastliðnum. Bréf ráðuneytisins er svohljóðandii Vegna þeirra umræðna, sem fram hafa farið á opinberum vettvangi nú að undanförnu um fjármál og starfsemi Orkustofnun- ar, vill fjármálaráðuneytið taka fram eftirfarandi: Fjármál Orkustofnunar Á fjárlögum ársins 1978 eru heildargjöld Orkustofnunar 832 milljónir kr., en þessari fjárhæð hefur Alþingi ákveðið að stofnunin verji til þeirrar starfsemi sem orkulög kveða á um að Orkustofn- un sinni og til viðfangsefna á sviði rannsókna. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1978 var samþykkt á Alþingi að draga skyldi úr um- fangi starfsemi Orkustofnunar á þessu ári og voru áætlanir frá frumvarpi lækkaðar um 50 millj- ónir kr. við lokaafgreiðslu fjár- laga. Samkvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun Orkustofnunar fyrir árið 1978, dags. 14. mars s.l., gerir stofnunin ráð fyrir heildargjöldum að fjárhæð 1.000 milljónir kr., sem er um 170 milljónum kr. hærri fjárhæð en fram kemur á fjárlögum. I þessum tölum eru ekki hækkanir sem til falla á árinu vegna verðbóta launa. Af framan- sögðu er ljóst, að áætlanir Orku- stofnunar á þessu ári gefa ekki til kynna, að stofnunin hyggist draga saman starfsemi sína, eins og Alþingi ákvað við afgreiðslu fjár- laga, heldur þvert á móti eru uppi áform um aukna starfsemi. Fjár- málaráðuneytið hefur óskað eftir því, að Orkustofnun geri grein fyrir hvaða viðfangsefnum stofn- unin ætli að sinna, miðað við endurskoðaðar áætlanir, þannig að hægt sé að bera þessar fyrirætlan- ir saman við þær verkefnaáætlan- Bandarískír dómarar halda hér ráðstefnu Á FIMMTUDAGINN eru væntan- legir til landsins bandarískir dómarar ásamt mökum. 32 manna hópur. Dómararnir eru allir meðlimir í handaríska dóm- arasambandinu, „American Judges Association." Erindi þeirra hingað til lands er að halda áfram 4. alþjóðlegu ráð- stefnunni. sem þeir gangast fyrir, en þessi ráðstefna hófst 6. maí s.l. í Luxembourg. Á föstudag munu dómararnir heimsækja Hæstarétt og hlýða þar á ávarp dr. Ármanns Snævarrs hæstaréttardómara. Þá um kvöld- ið munu þeir sitja boð dómsmála- ráðherra í Ráðherrabústaðnum. Á laugardagsmorgun fara dómar- arnir til Þingvalla ásamt mökum undir leiðsögn Sigurðar Líndals prófessors. Heim heldur hópurinn síðdegis á laugardag. Bandarísku dómararnir leituðu til Dómarafélags íslands varðandi fyrirgreiðslu hér á landi, en formaður félagsins er dr. Ármann Snævarr. Stjórn Dómarafélagsins skipaði þriggja manna undirbún- ingsnefnd og eiga sæti í henni Magnús Thoroddsen borgardóm- ari, sem er formaður, Ásgeir Pétursson sýslumaður og Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. ir sem lagðar voru til grundvallar við afgreiðslu fjárlaga, og tryggja, að stofnunin starfi innan þess ramma sem Alþingi og ríkisstjórn hefur ákveðið.* Á miðju ári 1974 fól iðnaðar- ráðuneytið Orkustofnun að undir- búa mannvirki til vinnslu jarðgufu vegna Kröfluvirkjunar. Fjármála- ráðuneytið telur ekki ástæðu til að rekja sögu þessa máls hér, þar sem miklar og almennar umræður um málefni Kröfluvirkjunar hafa átt sér stað á opinberum vettvangi, en ljóst er að Orkustofnun hefur stofnað til útgjalda vegna þessa verkefnis við Kröflu sem nemur um 250 milljónum kr. umfram heimildir fjárlaga og lánsfjáráætl- ana. Ennfremur á stofnunin við að glima fjárhagsvandamál að fjár- hæð 75 milljónir kr. vegna rekstr- ar B-hluta stofnana í umsjá Orkustofnunar. Hinn 11. apríl s.l. ákvað ríkis- stjórnin að skipa nefnd sem kanna skuli fjárhagslegan starfsgrund- völl Orkustofnunar og gera tillög- ur til úrbóta. Fjármálaráðuneytið telur ekki rétt, þar sem hin stjórnskipaða nefnd hefur ekki ennþá skilað niðurstöðu, að gera grein fyrir á hvern hátt ráðuneytið telur að leysa beri fjárhagsvanda nefndra aðila, en telur þó rétt að benda á, við við úrlausnir þessara vanda- mála komi fleiri leiðir til greina en öflun lánsfjár. Starfsmannamál Orkustofnunar í bréfi Orkustofnunar 3. maí s.l. til alþingismanna segir m.a., „að samkvæmt starfsmannaskrá ríkis- ins 1. janúar 1978, sem nú er fullgerð hjá fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, voru þann dag engar óheimilar stöður hjá Orkustofn- un“. Samkvæmt starfsmannaskrá 1. janúar 1978 voru 113,2 stöðugildi hjá Orkustofnun, þar af voru 32 stöður setnar samkvæmt sérstakri fjárveitingu og fastar stöður því 81,2. Fjöldi heimilla staða við Orkustofnun er 90, þannig að um síðustu áramót voru við Orku- stofnun 23,2 stöðugildi samkvæmt sérstakri fjárveitingu, en 8,8 fastar stöður voru nýttar af lausráðnum starfsmönnum. Um starfsmannahald Orku- stofnunar um síðustu áramót er enginn ágreiningur á milli fjár- málaráðuneytisins og Orkustofnunar. Ágreiningurinn er um fyrirhugað starfsmanna- hald á árinu 1978. Samkvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun Orkustofnunar dags. 14. niars s.l. er gert ráð fyrir, að starfandi verði við stofnunina 128 starfsmenn á árinu 1978, sem er fjölgun unt 15 starfsmenn frá niðurstöðu starfsmannaskrár 1. jan. s.l. M.t.t. þess að dregið var úr fjárveitingum til Orkustofnunar á fjárlögum 1978, var að öllu óbreyttu gert ráð fyrir fækkun þeirra starfsmanna er starfa skv. sérstakri fjárveitingu. Þegar Orkustofnun aftur á móti lagði til fjölgun starfsmanna, óskaði fjár- málaráðunevtið eftir greinargerð stofnunarinnar um það með hvaða hætti þessi starfsmannafjöldi rúmaðist innan fjárveitinga. Þar sem Orkustofnun hefur enn ekki skilað untbeðinni greinargerð hef- ur fjármálaráðuneytið ekki getað staðfest ráðningarsamninga við- komandi starfsmanna. Þó hefur fjármálaráðuneytið boðið að gera ráðningarsamning við viðkomandi starfsmenn til þriggja mánaða. Fjármálaráðuneytið, 9. maí 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.