Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Guðjón F. Teitsson: Framhald sögu til næsta bæjar Er ég ritaði grein mína, sem birtist í Morgunblaðinu 4. april sl. um strandferðaþjónustu Skipaút- gerðar ríkisins, var tilefnið ekki sízt það, að fram hafði verið lögð á Alþingi tillaga til þingsályktunar nr. 344, mál nr. 178 (í Sþ.) „um endurnýjun og uppbyggingu strand- ferðaþjónustunnar", þar sem ég taldi koma fram óviðfelldinn skort skilnings á málefninu, enda í þýðingarmiklum atriðum byggt á röngum og villandi forsendum sam- kvæmt upplýsingum og tillögum frá binum reynslusnauða nýja forstjóra Skipaútgerðar ríkisins með meint- um stuðningi þriggja álíka reynslu- snauðra meðstjórnenda. Samkvæmt aðaltexta nefndrar tillögu til þingsályktunar er mark- mið flutningsmanna: a. að auka og bæta strandferða- þjónustuna við dreifbýli landsins og b. stuðla að hallalausum rekstri Skipaútgerðar ríkisins. Eg er fyllilega sammála fyrri lið tillögunnar, en vil benda á, að séu óskir samkvæmt honum uppfylltar, mun það hindra að slíkt geti orðið án meðgjafar af almannafé nema áhrifaríkar hliðarráðstafanir verði gerðar, sem ég þó dreg í efa að flutningsmenn hafi haft í huga eða gert sér nánari grein fyrir, enda er þess ekki getið. Vil ég í þessu sambandi benda á eftirgreind atriði: 1. Strandferðaþjónustan hefir aldrei lotið lögmáli venjulegra við- skipta, sem ætlast er til að beri sig fjárhagslega, nema e.t.v. á óbeinan hátt. Þjónustunni hefir beinlínis verið ætiað að jafna nokkuð aðstöðu til lífsframfæris í hinum dreifðu byggðum landsins. 2. Af nefndri ástæðu hafa farm- gjöld með strandferðaskipunum frá upphafi verið að mestu leyti án tillits til vegalengda, t.d. sama farmgjaid milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Þórshafnar á Langanesi, og lang- leiðafargjöld fyrir farþega milli innlendra hafna einnig verið reiknuð með tiltölulega mun vægara verði en á stuttum leiðum. 3. Þrátt fyrir það, sem sagt er í 1. og 2. lið hafa strandferðaskip ríkisins aldrei haft neitt sérleyfi. Skip í millilandasiglingum hafa mátt skila öllum farmsendingum, sem útgerðastjórnum þeirra hefir þótt borga sig að skila til ákvörðun- arhafna og bæta við sig hreinum millihafnaflutningum, sem til hafa fallið. Á sama hátt hafa bílar getað keppt við strandferðaskipin, auð- vitað mest á hinum styttri leiðum, m.a. vegna vörugjalda til hafna, sem bætast við flutningskostnað sjóleiðina, en allir þekkja að flestum höfnum er fjár vant, og skapa þær þó þýðingarmikil skilyrði fyrir því að greiðslugeta sé fyrir hvers konar flutninga á sjó, landi eða í lofti. Afgangsrými í flugvélum veldur einnig nokkurri flutningasamkeppni við strandferðaskipin, einkum þar sem farmgjald, þótt hátt sé, hefir tiltölulega lítil áhrif á verð vöru. 4. Strandferðaþjónustan hér á landi gegnir svipuðu hlutverki og járnbrautasamgöngur í nálægum löndum, og er þó hlutverk strand- ferðanna hér sérstaklega erfitt í þessum samanburði vegna landslags, veðurfars og strjálbýlis. Ekki er kunnugt. að járnbrauta- samgöngur í heild bcri sig fjárhags- iega í nokkru landi, og er þó viðskiptalega víða hlynnt mun meira að þeim en strandferða- skipum hér. Skal t.d. nefna, að fyrir nokkrum árum ákvað stjórn Vestur-Þýzkalands að banna lang- leiðaflutning ýmiss konar þunga- varnings með bílum um þjóðvegi landsins, og skyldi sú ákvörðun létta umferð um þjóðvegina og hlífa þeim við hóflausu sliti og skemmdum, jafnframt því að beina þungavöru- flutningunum í auknum mæli yfir til ríkisjárnbrautanna. — Þá hefir vörubílum í Vestur-Þýzkalandi yfir- leitt verið bannað að aka lengra en 50 km. út frá sínum skráningarstað nema með sérstökum leyfum, sem verið hafa mestum takmörkunum háð fyrir þá, sem óskað hafa að taka að sér flutninga fyrir ýmsa aðila. Á árinu 1976 var í Noregi um það bil þrefaldur vegaskattur af stórum vörubílum, sem aka álíka marga km á ári og hliðstæðir bílar í langleiða- flutningum hér á landi, og í viðbót við þá hagstjórnun, sem í þessu felst, sá ég í tírruyitsgrein á s.l. ári, að Norðmenn væru að taka upp í líkingu við Þjóðverja frekari hömlur á langleiðaflutningi með . stórum vörubílum um þjóðvegina til þess að hlífa þeim og beina flutningunum yfir á ríkisjárnbrautirnar og sjó- leiðir. 5. Þótf gífurleg verðbólga hafi ríkt hér á landi að undanförnu, hafa ríkisstjórnir þó jafnan haft nokkra tilburði að halda henni í skefjum, og hafa flutningsgjöld með strand- ferðaskipum verið meðal þeirra atriða, sem haldið hefir verið niðri. Er því fráleitt að ræða um erfiða rekstrarstiiðu strandferðaskipanna að undanfiirnu, eins og gert er í greinargcrð með nefndri tillögu til þingsályktunar, án þess að geta nefndra afskipta af flutnings- gjöldum skipanna. Til þess að skýra þetta nánar vil ég geta þess, að á árunum 1930—39 var algengast að reikna farmgjöld í shillingum milli Islands og landa í Norðvestur-Evrópu, og var þá farm- gjald í svonefndum 1. fl. farmgjalda- skrár (asfalt, tjara, smjörlíkisefni, smurolíur, baðlyf, gólfpappi, járn- keðjur, naglar, vír, gaddavír, þak- hellur, sykur, kaffibætisefni, hafrar, haframjöl, sagógrjón, smíðajárn, steypustyrktarjárn, járnbitar, járn- plötur o. fl. o.fl. ) 45 shillingar (þá 50 kr.) á 1000 kg. en strandferða- farmgjaldið var á sama tíma 30 kr. á 1000 kg. og samsvaraði því 60% af millilandafarmgjaldinu. Utgerðir millilandaskipa hafa ákveðið lægra farmgjald fyrir sumar vörur, sem áður voru í nefndum 1. fl.- farmgjalda, svo sem fyrir steypu- styrktarjárn og vatnsleiðslupípur o.fl., en hærra farmgjald (2. flokk) fyrir aðrar svo sem húsaeiningajárn- bita, járnkeðjur o.fl., og er ekki kunnugt hvaða meðaltal myndi koma út, ef reiknað yrði, en fjöldi vörutegunda er samt enn í sínum gamla 1. fl. farmgjalda hjá útgerðum millilandaskipa og allar áður greind- ar vörur eru enn í þeim flokki farmgjalda hjá Skipaútgerðinni. Seint í marz s.I. reiknaðist mér meðalfarmgjald millilandaskipa frá Vestur-Evrópu fyrir vörur í 1. farmgjaldaflokki miðað við sölu- gengi að viðbættum 1,5% kr. 22,746,15 á 1000 kg., en strandferða- farmgjaldið frá 21. jan. 1978 er hins vegar aðeins kr. 5645 og mætti því hækka um 141,762% til að ná sínu gamla 60% hlutfalli (sem myndi nú vera kr. 13,647,69) miðað við milli- landafarmgjald. 6. Spyrja má hvort millilanda- siglingar hinna íslenzku kaupskipa séu ekki nú orðið tiltölulega dýrari eri áður borið saman við innanlands- siglingar, en ólíklegt sýnist að svo sé. T.d. hafa vinnureglur hér á landi í sambandi við lágmarksútkallstíma til sjós og lands og lágmarkshvílðar- tíma farmanna milli útkalla, breyzt til mikils óhagræðis furir strand- ferðaskipin og olíukostnaður þeirra orðið hlutfallslega miklu meiri en áður. Sé reiknað með að Esja og Hekla noti samtals 1,800,000 lítra gasolíu á ári með núgildandi verðlagi 47 kr. á lítra, kemúr notkunin samtals upp á 84,6 millj. kr. á ári. En væru sömu skip í utanlandssiglingum til Norð- vestur-Evrópu, myndu þau væntan- lega nota Marine Diesel Medium olíu á ca. kr. 27.687 hverja 1000 lítra eða fyrir samtals 49,8 millj. kr., mismun- ur 34,8 millj. kr. til óhagræðis strandferðaskipunum. 7. Það á erindi í umræður um nefnt viðfangsefni, að í Tímanum 2. apríl s.l. birtist viðtal við unga sænska stúlku, Britt Eklund, sem annaðist héraðslæknisþjónustu með aðsetri á Þórshöfn á Langanesi í tvo mánuði á líðandi vetri, og segir m.a. í viðtalinu: „Það er einnig stórt vandamál að á Þórshöfn er enginn tannlæknir. Að vísu kemur tannlæknir einu sinni á ári, hann hefir reyndar ekki sézt nú í tvö ár á Þórshöfn. Og þegar hann kemur dregur hann eingöngu út skemmdar tennur. Ég var í skóla- Guðjón F. Teitsson. skoðun í skólanum og í einum 20 manna bekk, var aðeins einn nemandi með heilar tennur, hinir voru allir með gríðarlega stórar holur, og oft voru tennurnar gjör- samlega ónýtar. Ég á ekki von á að þetta fólk hafi margar tennur heilar um tvítugt, og það er ekki skemmtileg tilhugsun." Varla mun nokkur halda þvi fram. að fólk á norðausturhorni landsins sé almennt hirðulausara um heilbrigði sína eða verr gefið en fólk annars staðar á landinu og verður þvi' að leita annarra orsaka fyrir því óheillaástandi, sem læknir- inn lýsir og mun vafalítið ná til fleiri sviða heilsugæzlu og menningarlífs. Auðvitað er hægt að ráða bót á umræddum vandræðum fólks í dreifbýlinu á ýmsan hátt, en eins og málið liggur fyrir, sýnast ótryggar og dýrar fólksflutningasamgöngur vera mest til baga. 8. Við sölu farþegaskipa frá hinum meiriháttar strandsiglingum hér við land hafa íbúar hinna dreifðu byggða orðið æ háðari flugferða- þjónustu, enda eru langleiðasam- göngur ýmissa byggða um þjóðvegi oft stopular eða engar mánuðum saman á ári hverju. Bagaleg úrföll geta þó oft orðið á flugþjónustu, og kom það m.a. glöggt fram um páskana í vor samkvæmt upplýsing- um fjölmiðla. Flugþjónustan mun að margra dómi vera óskarekstur að því leyti að hún beri sig án beinna ríkisstyrkja að undanskildum framlögum til flugvalla og yfirstjórnar flugmála. I nokkru samræmi við tilkostnað eru flugfargjöld mismunandi eftir vcgalengdum og fela því ekki í sér að jafna aðstöðu og lífskjör með sama hætti og flutningsgjöld, sem tíðkast hafa með strandferðaskip- um í hinum lengri strandferðum. Fer hér á eftir yfirlit um kostnað vegna flugferða milli Rvíkur og nokkurra annarra staða á landinu, en af margþættum ástæðum verður að líta á höfuðborgina sem nokkurs konar allsherjarmiðstöð landsins. Flugfar frá 25/4 1978 aðra leiðina milli eftirgreindra staða, 200 kr. skattur meðtalinn. Milli Rvíkur og Neskaupstaðar er sögð aðeins ein áætlunarflugferð á viku á vegum FÍ, en endranær nota Norðfirðingar flugvöllinn á Egils- stöðum. Mun sætisfar í áætlunarbíl Neskaupstaður — Egilsstaðir vera kr. 1500, eins og milli Seyðisfjarðar — Egilsstaða. Vetrartaxtinn var kr. 2000 jafnt fyrir báðar nefndar leiðir. Sætisfar í póstflutningaflugvél milli Egilsstaða og Vopnafjarðar er nú kr. 5070. Ástæða þykir til að sýna nefndan almennan kostnað af tengingu flug- vallarins á Egilsstöðum við helztu þéttbýlisstaði á Austurlandi, og er þó ótalin tímaeyðsla og oft mikill aukakostnaður vegna óvissu um flug og vegna biðar og flugforfalla, sem þarna leggst á fjölda manns umfram þá, sem hafa flugvöll við bæjardyrn- ar. Svo sem sjá má, er verulegur munur á ofangreindum flugfargjöld- um, og eru t.d. flugfargjöld milli Austurlands og Reykjavíkur meira en helmingi hærri en milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur og minni tíðni í áætlunarferðum vetur og sumar. En til viðbótar því misræmi og raunar misrétti, sem í þessu felst, kemur það, að festar hafa verið með framlögum og ábyrgð af hálfu ríkisins yfir 1000 millj. kr. með núverandi verðlagi í ferjuskipi til Vestmannaeyjasiglinga ásamt sér- stökum hafnamannvirkjum, m.a. til þess að fólk (lystiferðafólk sem heimafólkið í Ve) geti ferðast milli lands og Eyja fyrir miklu minna en nemur flugfari á þeirri leið. Far í sal á Herjólfi milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar er sagt hækka úr kr. 2000 í kr. 2500 frá 1. maí 1978, en bílfar Þorlákshöfn — Rvík er kr. 700, þannig að þetta nemur samtals 58,5% flugfars, en það fylgir nefndum fríðindum í farkostnaði miðað við flug, að sennilega lendir á ríkinu 200—300 millj. kr. meðgjöf á ári, ef allt er reiknað. Athyglisvert er, að þótt fest væri fé í 2400 hestafla aðalvél í VE-ferju, þá mun nánast bannað vegna kr. 1500 kr. 900 kr. 1100 kr. 1900 kr. 2300 olíukostnaðar að nota nema hálft álag (þ.e. helming nefnds vélarafls), og verður því að spyrja, hvers konar fyrirhyggja var í þessari fjárfest- ingu og í fjárfestingu í hóflausan hjálparvélabúnað (3 dísilvélar sam- tals 1050 hö og 4 rafalar samtals 1900 hö.) m.a. til að knýja 2 hliðarskrúfur (báðar skiptiskrúfur) upp á samtals 600 eða 650 hestöfl fyrst og fremst til þess að stytta einstöku sinnum í stormi, um örfáar mínútur, tíma til að koma eða fara úr höfn í sambandi við skip, sem yfirleitt er ætlað að liggja í höfnum 75—80% af tilverutíma sínum. Þá er athyglisvert að í skipi, sem fyrirhugað var frá upphafi að sigla skyldi yfirleitt aðeins eina ferð á dag, á hreinum dagtíma, milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á 2,5 klst. (ferðatími nú vegna sjálf- sagðs olíusparnaðar lengdur í 3—3,25 klst.) skuli hafa verið kostað til 38—40 svefnrúma í 2-ja manna farþegaklefum. En meðan framan-itað gerist í stjórnarkerfinu, skera nýir stjórn- endur Skipaútgerðarinnar niður um hclming áður vikurlegar ferðir strandferðaskipa ríkisins til Þórs- hafnar o.fl. hafna og stinga upp á að flytja farþega í gámum í lest f hinum lengri strandfcrðum. — Er ekki undarlegt þótt flutningsmenn áðurnefndrar tillögu til þingsálykt- unar f greinargerö sinni tali um „allróttækar og mjög athyglisverð- ar tillögur um endurskipulagningu Skipaútgcrðar rfkisins og rekstrar hennar1*!! 9. Ekki er úr vegi að geta þess, að samkvæmt lögum um Skipaútgerð ríkisins, nr.40 29. apríl 1967, er gert ráð fyrir þrem mönnum í stjórnar- nefnd útgerðarinnar, og var haldið þeirri tölu meðan ég var formaður frá gildistöku laganna til loka marz 1977. En nú skilst mér, að samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra séu orðnir 4 launþegar í nefndinni (yfir aðeins tveim vöruflutningaskipum, en fleiri skip voru áður) og hafi nefndarlaunin hækkað um 246% frá marz 1977, samtímis því sem venju- leg embættislaun, t.d. formanns nefndarinnar, hafa hækkað um aðeins 64%. — Mun þetta vera einn þáttur þeirrar hagræðingar, sem nú á sér stað í Skipaútgerð ríkisins undir handleiðslu samgöngu- ráðherra. Kökubasar Dómkirkju- kvenna Á MORGUN, fimmtudaginn 11. maí, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með kökubazar í Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 5 siðdegis. Allir, sem til þekkja í safnaðar- lífi við Dómkirkjuna, vita hvern skerf konurnar hafa lagt hinni öldnu kirkju, en ótrúlega mikið af búnaði hennar á rætur sínar að rekja til hins fórnfúsa starfs, sem í kvenfélaginu er unnið. Konurnar gáfu eina milljón króna í söfnun- ina til viðgerðar Dómkirkjunni, á sama ári gáfu þær m.a. ný messu klæði og í upphafi þessa árs afhentu þær um 600 þúsundir króna til kaupa á húsgögnum í skrúðhús kirkjunnar. Margt fleira mætti telja. Verkefni safnaðanna eru óþrjót- andi, og kvenfélögin hafa sýnt mikinn áhuga öllu jákvæðu starfi. Þær félgskonur f Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar hafa unn- ið merkilegt menningarstarf allt frá því félag þeirra var stofnað 1930. Þær stefna enn að sama marki — að fegra og prýða hinn ástsæla helgidóm og efla safnaðarlífið. Til slíkra hluta rennur ágóðinn af bazarnum á morgun. Þar verða að vanda fyrsta flokks kökur á boðstólum, og ég veit, að margir munu vilja kaupa sér þar með kaffinu til hvítasunnunnar og styrkja um leið gott málefni. Þórir Stephensen. Reykjavík — Patreksíjörður kr. 6940 “ ísafjörður kr. 7630 M Sauðárkrókur kr. 7360 ** Akureyri kr. 8190 ** Húsavík kr. 9150 ** Þórshöfn um Akureyri kr. 12330 M Þórshöfn um Egilsstaði kr. 14870 ** Vopnafjörður um Akureyri kr. 12330 M Vopnafjörður um Egilsstaði kr. 13080 ** Neskaupstaður kr. 11390 ** Egilsstaðir kr. 11000 ** Ilöfn/Hornafirði kr. 9750 M Vestmannaeyjar kr. 5470 Sætisfar í áætlunarbílum (sumartaxti 1978) milli Egilsstaða og nokkurra annarra staða á Austurlandi Egilsstaðir — Seyðisfjörður Reyðarfjörður Eskifjörður / Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.