Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 23 Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: „Vegna frumkvæSs Reykjavikur- borgar í raforkumálum er hún öruggasta orkusvæði landsins” Borgarstjórn samþykkir lántöku vegna Hrauneyjarfoss- virkjunar og aukningu eigin fjár borgarinnar í Landsvirkjun Á FUNDI borgarstjórnar 27. apríl varð Landsvirkjun mönnum nokk- uð umræðuefni. Fyrstur _ kvaddi borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson sér hljóðs og hóf mál sitt með því að vitna í bréf, sem Landsvirkjun sendi iðnaðarráð- herra vegna virkjunar Hrauneyja- foss. Borgarstjóra var sent afrit af bréfinu. Þar segir m.a. „Eins og kunnugt er hafa nú verið opnuð tilboð í vélar og rafbúnað fyrir þá 140MW virkjun við Hrauneyja- foss, sem Landsvirkjun hefur fengið heimild fyrir. Lægstu til- boðin, sem öll eru frá traustum og góðum fyrirtækjum eru fyrir neðan áaetlun, en það gefur nokkurt svigrúm að því er bygg- ingarhlutann snertir." Síðan segir: „samhliða tæknilegum undirbún- ingi Hrauneyjafossvirkjunar hef ur að sjálfsögðu verið unnið að áætlunum um fjármögnun og endurskoðun allra fyrri áætlana um rekstur og arðsemi virkjunar- innar. Til þess að skýra þessi mál nánar hefur verið tekin saman heildarskýrsla sú um virkjunina, sem fylgir bréfi þessu. Meginþætt- ir hennar eru þessir: A. Yfirlit um þau gögn og áætlanir, sem voru fyrir hendi, þegar ákvörðun um Hrauneyja- fossvirkjun var tekin. B. Skýrsla um orkumarkað og tímasetningu virkjunarinnar eins og hún er talin heppilegust miðað við aðstæður og horfur í dag. C. Áætlanir um fjármál og rekstur Landsvirkjunar fram í tímann ogfjármögnun Hrauneyja- fossvirkjunar. Nauðsynlegt er, að eignaraðilar taki nú á næstunni afstöu til ýmissa atriða varðandi fjármögnun hinnar nýju virkjunar og skal í því sambandi bent á eftirfarandi: Að meðtöldum nokkrum verðhækkunum á bygg- ingartíma áætlast Hrauneyjafoss- virkjun nú kosta um 107 milljónir dollara án vaxta á byggingartíma, en allt að 130 milljónum dollara, að þeim meðtöldum. Landsvirkjun hefur áætlað, að þessi upphæð yrði fjármögnuð að rúmlega 18% með fé úr rekstri, rúmlega 4% með framlögum frá eigendum og af- gangurinn með lántökum. Ljóst er, að hér er um miklar lántökur að ræða, en jafnframt má benda á, að á byggingartímanum þ.e.a.s. árun- um 1978—1983, er reiknað með að Landsvirkjun endurgreiði um 65 milljónir dollara af eldri lánum þannig að nettó-aukning á skulda- byrði fyrirtækisins með tilkomu Hrauneyjafossvirkjunar verður ekki nema 45 milljónir dollarar. Þó að gert sé ráð fyrir fremur lítilli byggingarvinnu á þessu ári, er nauðsynlegt að Landsvirkjun tryggi sér þegar í upphafi nægilegt lánsfé til að sæmilega sé tryggt, að unnt verði að ljúka verkinu. Er slíkt yfirleitt talið nauðsynlegt, þegar ráðist er í stórframkvæmdir sem þessa. í þessu skyni er fyrirhugað, að Landsvirkjun taki nú þegar lán að upphæð 60 milljónir dollara til tíu ára eða svo, sem síðar verði breytt í lengri lán. Auk þessa er svo lántaka allt að 25 milljónum dollurum, sem Landsvirkjun reiknar með að fá í tengslum við vélakaupin. Ráðgert er að taka þau lán sem þá vantar á síðar á byggingartímanum. Með hliðsjón af framansögðu leyfum við okkur að fara fram á, að eigendur leggi ekki minna fram en sem svarar jafngildi sex milljón- um dollara til virkjunarinnar sem eigið fé, og verði þau framlög greidd á árunum 1979—1982, en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir, að framvegis verði greiddur arður af framlögum eigenda eftir vissum reglum. Landsvirkjun er ljóst, að það fé sem reiknað er með að fáist úr rekstri er ekki til ákvörðunar- töku á þessu stigi málsins, þar sem gjaldskrá Landsvirkjunar er í raun háð ákvörðunum yfirvalda á hverjum tíma. Við viljum hins vegar benda á, að vandfundið er lægra heildsöluverð á orku til almenningsveitna í Vestur-Evrópu en hjá Landsvirkjun og væntum við þess, að þetta verði haft í huga þegar þar að kemur. Með tilboðun- um í vélarnar fyrir Hrauneyjafoss fylgdi tilboð í þriðju vél sam- kvæmt ósk Landsvirkjunar. Þetta tilboð er án allra skuldbindinga af hennar hálfu og aðeins um það beðið, ef síðar þætti hentugt að stækka virkjunina upp í 210 MW, en eins og eigendum Lands- virkjunar er kunnugt, er virkjunin hönnuð fyrir það afl“. Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson sagði síðan, að Borgarráð hefði samþykkt svo- fellda bókun með 4 atkvæðum gegn 1: „Borgarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til Lands- virkjunar til lántöku allt að 25 milljónir dollara vegna vélakaupa og allt að 60 milljónir dollara vegna annarra byggingarfram- kvæmda við virkjunina með þeim kjörum og skilmálum, sem stjórn Landsvirkjunar samþykkir. Borg- arráð samþykkir enn fremur fyrir sitt leyti aukningu á eigin fé borgarinnar í Landsvirkjun á árunum 1979—1983 um 3 milljónir dollara." Borgarstjóri rakti nokkuð sögu Landsvirkjunar og minnti á, að Reykjavíkurborg hefði byggt fyrstu stórvirkjun á landinu á þeirra tíma mælikvarða þ.e. Elliðaárvirkjunina. Síðan hefðu Sogsvirkjanir verið byggðar. Landsvirkjun hefði síðár verið stofnuð með helmingsaðild ríkis og borgar. Þetta frumkvæði borgar- innar gerði það að verkum, að Reykjavík væri nú öruggasta orkusvæði á landinu. Þeir sem treyst hefðu á ríkið í þessum efnum væru með orkumál sín í ólestri nú. Birgir ísleifur Gunnarsson kvaðst vilja vara eindregið við því, að borgin dragi úr eignaraðild sinni að Lands- virkjun, en þær raddir hefðu verið uppi. Áður hefði verið rætt um, að sveitarfélög á suðvesturhorninu fengju eignaraðild, en þegar þau hefðu áttað sig á hversu gífurlegir fjármunir væru þarna á ferðinni hefði afstaða þeirra breytzt. Nú væru hins vegar uppi hugmyndir um að stofna orkudreififyrirtæki á Suðurlandi. Borgarstjóri sagði, að ef hug- myndir Alþýðubandalagsins yrðu að veruleika varðandi minnkun á eignaraðild að Landsvirkjun þá myndi það setja stein í götu Hrauneyjafossvirkjunar. Lands- virkjun væri traust fyrirtæki og vel rekið. Helzti talsmaður Alþýðubandalagsins í orkumálum, fyrrverandi orkuráðherra, hefði í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Bandalagi íslenzkra skáta, segir, að í sumar, eins og morg undan- farin sumur, bjóði B.I.S. upp á ferðir á skátamót erlendis. Árlega berist íslenzkum skátum fjölmörg borð um þátttöku á slík mót og nú hafi verið ákveðið að þiggja þrjú þeirra: frá Grænlandi, en þar verður mót haldið seinni hluta ritað grein þar sem segði efnislega m.a., að hlægilegt væri, að Reykja- víkurborg talaði um eign að Landsvirkjun. Slíkur málflutning- ur um eignaraðild borgarinnar er fjarstæðukenndur, sagði borgar- stjóri. Hann sagðist síðan vilja ítreka, a að borgin ætti og ræki þarna gott og traust fyrirtæki og hlutur borgarinnar mætti ekki I glatast. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagðist sammála um, að Lands- virkjun væri gott fyrirtæki. Hún vitnaði síðan í bókun, sem Sigur- jón Pétursson (Abl)^gerði í borgar- ráði, en þar segir: „Eg tel með öllu óeðlilegt, að Reykjavíkurborg ein sveitarfélaga sé helmings eignar- aðili að Landsvirkjun, sem er raforkuframleiðandi fyrir veruleg- an hluta landsins. Ég tel, að nú eigi önnur sveitarfélög að gerast aðilar að Landsvirkjun og að Reykjavík eigi að eftirláta þeim sinn hlut af væntanlegri aukningu f.vrirtækisins." Adda Bára sagði, að meðan enn væri ekki til eitt orkudreififyrir- tæki fyrir allt landið gætum við átt von á mörgum Kröfluævintýr- um og það væri ekki gott. Hún sagðist ekki sjá, að við í Reykjavík stofnuðum okkur í háska þó önnur sveitarfélög kæmu sem eignaraðil- ar. Helzta hættan varðandi raf- orkumál á Islandi væri, að erlend stóriðja fengi orkuna. Hún sagðist því myndu greiða atkvæði gegn bókun borgarráðs. Kristján Benediktsson (F) sagð- ist ekki vilja_ ljá samþykki sitt fyrir lántökum, ef það væri í hugum landsfeðranna að gera nýja orkusölusamninga við stóriðjufyr- irtæki. Enn hefðum við ekki haft ábata af orkusölu til fyrirhugaðr- ar stóriðju á Grundartanga. Kristján Benediktsson kvaðst þeirrar skoðunar, að Reykjavíkur- borg ætti áfram að halda sínum eignarhluta í Landsvirkjun. Hann sagðist undrandi, að borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins væru á torg minnkaða eignaraðild borgar- innar að Landsvirkjun. Nú benti margt til, að gengið yrði á hlut Reykjavíkur í eignaraðildinni og þá fyrst kæmi til kasta að semja, en fráleitt væri að bjóða eignarað- ild Reykjavíkurborgar til sölu. Borgarstjórn samþykkti síðan með tólf atkvæðum gegn þremur heim- ild til lántöku eins og kemur fram í bókun borgarráðs og svo aukn- ingu- eigin fjár borgarinnar í Landsvirkjun. júlí, frá Skotlandi, þar verður mót 18.—28. júlí og frá íriandi, en þar verður mót 1.—10. ágúst. Þátttakan á tvö fyrstnefndu mótin er miðuð við 15 skáta, en til írlands er reiknað með að fari 70 manna hópur frá Islandi. Segir í fréttatilkynningunni að ferðirnar taki um 3 vikur hver og kostnaði sé stillt mjög í hóf, og að aldurslágmark sé 14 ár. Skátar á þrjú mót erlendis Stálvír Sama tegund og áöur frá Norsk Staaltaugfabrik, Þrándheimi. Stærðir V« “—3“. Fleiri gerðir Togvír 1“, 1V4“, 1Vi“, 1%“, 2“, 21/4“, 2Vi“, 2%“, 3“, í 120 fm rl. 11/4“, 1'/j“, iy«“, 2“, 2V« “, 2Vj“, í 300 fm rl. Dragnótavír 1“ og 1Vj“ í 480 fm rl. Vinstra og hægra snúnir Snurpuvír 2V«“, 3“400 og 450 fm rl. HÁLFLÁSAVÍR BENSLAVÍR SLAGVÍR VÍRMANILLA Withecross: Kranavír 2 tegundir fyrir: jarðýtur, vélskóflur, skurð- gröfur, krana og fleira. GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR HEYHRÍFUR GIRDINGAVÍR, SLÉTTUR GARÐKÖNNUR HANDSLÁTTUVÉLAR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR SLÖNGUKLEMMUR nota hinir vandlátu Stærðir frá 1/«„—12“. Einnig ryðfríar GARÐSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI VÆNGJADÆLUR TJÖRUHAMPUR VIÐARKOL FERNISOLÍA KARBÓLÍN VIÐAROLÍUR TJÖRUR FÚAVARNAREFNI RYÐEYOIR — ryðvörn HANDF/BIAVINDUR HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐAÖNGLAR GRÁSLEPPUNET SILUNGANET NETAFL0T Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.