Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Frá Grænlandi. Landbúnaður á Græn- landi — Sauðf járrækt Þrátt fyrir aö suðuroddi Græn- lands liggi á sömu breiddargráðu og Ósló ríkir þar heimsskautslofts- lag og er gróðri því rammar skorður reistar. Heimskautslofts- lag leyfir ekki umtalsverða jarð- rækt og korn nær þar ekki að þroskast. Grasvöxtur er þó á svæði þessu og rækta má grænmeti í gróðurhúsum í suðurhlutanum. Af villtum gróðri má nefna kjarrvöxt. Víðast hvar má finna lággróðu* og mosa, sem gerir kleift að ræ*,ca þunnan grassvörð. Þegar rætt er um landbúnað á Grænlandi kemur sauðfjárrækt fyrst upp í hugann. Það var fyrst á öldinni, sem er að líða, að íbúar á Grænlandi tóku að leggja fyrir sig sauðfjárbúskap. Arið 1915 setti danska ríkið á stofn sauðfjárrækt- arstöð hjá Julianeháb/ Quaqortoq, þar sem sauðfjárbændum var veitt tilsögn. Er það aðeins á syðstu svæðunum að loftslag og íbúa- fjöldi leyfa sauðfjárrækt. Nú eru um 80—90 sjálfstæðir sauðfjárbændur á Grænlandi. Ef reiknað er með fjölskyldum þeirra og ráðsmönnum, sem starfa að þessum atvinnuvegi á einn eða annan hátt, má fullyrða að um 500 manns hafi hann að lifibrauði, en það er um 1% af fólksfjölda Grænlands. Þeir staðir, sem eink- um er um að ræða, eru eins og áður er getið Julianeháb, Nanorta- lik og Narssaq. Þó er við ýmsa erfiðleika að etja á þessum stöðum eftir Henrik Lund í Qaqortoq (Julianehaab) hvað varðar loftslag. Er tíðin oft umhleypingasöm og skiptist á frost og bleytutíð með þeim afleiðingum að hafa þarf fé á gjöf. Þá er ennfremur vandkvæðum háð að afla heyja fyrir veturinn. A seinni árum hefur ákveðinnar óvissu gætt með tilliti til sauðfjár- ræktar, bæði vegna óstöðugrar veðráttu og vegna þess hve upp- bygging atvinnuvegarins er skammt á veg komin. Hafa báðar þessar ástæður komið við sögu, þar sem minniháttar búhöldar hafa orðið frá að hverfa. Þannig hefur sauðfjárbændum fækkað um helming frá árinu 1970. Vetrarhörkur árið 1975/1976 gerðu að verkum að sauðfé fækk- aði um fjórðung, þannig að heild- artala sauðfjár var ekki nema um 14,400 við lok ársins 1976 saman- borið við 19,550 við lok ársins 1975. 1970 voru 30.000 sauðfjár á Grænlandi, 48.000 árið 1966 en hafði fækkað í 20000 1967 sökum harðæris. Ljóst er að af þessum ástæðum hafa sprottið vangaveltur í röðum, sauðfjárbænda og stjórnmála- manna. Landsstjórnin á Græn- landi kom á fót starfshópi um vandamál sauðfjárræktar þar í landi. Hópurinn hefur þegar skilað áliti með þeim árangri að nú er unnið markvissar að uppbyggingu sauðfjárræktar. Gætir nú bjart- sýni meðal sauðfjárbænda í fyrsta skipti. Arið 1977 var hagstætt með tilliti til sauðfjárræktar. Veturinn var frekar mildur og grasspretta með betra móti. Voru sláturhúsinu í Narssaq seld um 6.500 lönd og 200 fjár og gaf það um 1.9 milljónir danskra króna í aðra hönd. Sjálfir slátruðu bændur um 3.500 fjár og fengu um 1.4 milljónir danskra króna fyrir söluna. 5.500 gimbrar voru settar á. Miðað við síðustu gengisskráningu högnuðust íbúar á Grænlandi á sauðfjárrækt um u.þ.b. 4,7 milljón- ir danskra króna 1977. Hinn tiítölulega mikla heimaslátrun stafar af hærra verði, sem fá má með því að selja beint. Eftir að uppbygging sauðfjár- ræktar fór að horfa til betri vegar fékk menntun sauðfjárræktar- bænda einnig á sig traustari mynd. Tekur skólinn nú þrjú ár og samanstendur af þremur eins árs námskeiðum. Hefst námið í land- búnaðarstöðinni í Qaqortoq, síðan vinna nemar eitt ár með sauðfjár- ræktarbændum og ljúka svo með eins árs dvöl á íslandi. Tilraunastöðin í Upernaviarssuk í Quaqortoq er þungamiðjan í grænlenzkri sauðfjárrækt. Stöðin var framan af ríkisrekin en er nú í einkaeign. Við stöðina vinnur landbúnaðarráðunautur og er stjórnandi gróðrarstöðvarinnar einnig yfirmaður stofnunarinnar. Þar fyrir utan þjónar dýralæknir- inn í Qaqortoq sem ráðgjafi við stöðina. Sumarið 1976 tókst íslenzkur grasafræðingur, Ingvi Þorsteins- son, á hendur ferð til sauðfjár- ræktarsvæðanna á Grænlandi. Að henni lokinni lét hann í ljós bjartsýni varðandi sumargras- vöxtinn. Ekki er þó, unnt að segja til um landræktarmöguleika fyrr en rannsóknir hafa farið fram og svæði kortlögð. Rannsóknir hófust sumarið 1977 og mun þeim verða haldið áfram á næstu árum. Ýmis vandamál, sem lúta að sauðfjár- rækt á Grænlandi, liggja rann- sókninni til grundvallar ásamt ósk Grænlendinga um stækkun þess- ara svæða við öruggari skilyrði en hingað til. í tengslum við sauðfjárræktina er algengt að menn rækti græn- meti. Algengasta tegundin er næpan, svokölluð maínæpa. Rækta margir bændur næpur í stórum stíl með það fyrir augum að selja enda skilar það oft góðum arði. Af öðrum tegundum má nefna kart- öflur og rabarbara og eru eftir- stöðvarnar af birgðunum seldar til bæja. Þá eru einnig ræktaðar Próftónleikar Tónlistarskólans Guðríður St. Sigurðardóttir I KVÖLD kl. 7.30 verða tónleik- ar í Austurbæjarbíói á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Eru þetta píanótónleikar Guðríðar St. Sigurðardóttur, sem er að ljúka burtfararprófi frá skólanum. A efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Ravel og Mendelssohn. Síðustu tónleikar skólans á þessu vori verða svo miðviku- daginn 17. maí. Eru það píanó- tónleikar Önnu Þorgrímsdóttur, sem einnig er að ljúka burtfar- arprófi frá skólanum. Á efnis- skrá þeirra tónleika verða verk eftir J.S. Bach, - Beethoven, Prokofieff og Chopin. Hefjast þeir eins og hinir fyrri kl. 7.30. Anna Þorgrímsdóttir radísur, salat, gulrætur og mis- munandi káltegundir. Allar þessar tegundir má rækta úti undir beru lofti. Uppskeran er algerlega háð legu garðanna. I landbúnaðarstöð- inni í Upernaviarssuk fara á hverju ári fram tilraunir og rannsóknir með mismunandi garð- plöntur, bæði úti og í gróðurhúsi. Þrátt fyrir að grænmetisrækt sé skorinn þröngur stakkur hafa margir af henni nokkur búdryg- indi. Þá hafa margir sauðfjár- bændur not af ræktinni yfir veturinn, þar sem geyma má kartöflur, rófur og gulrætur. Margir bændur hafa einnig tekjur af grænmetissölu. Því fer þó fjarri að þetta þýði að menn geti verið sjálfum sér nægir með landbúnað- arvörur. Það er engum vafa undirorpið að við gætum aukið framleiðsluna verulega, en hæpið að við gætum nokkurn tíma orðið sjálfum okkur nægir. Með tilliti til kartöfluræktar eru möguleikarnir slíkir að fræðilega séð er hugsan- legt að við þyrftum ekki að leita til annarra. En til þess að svo megi verða þyrfti að vinna ný ræktun- arsvæði og það kostar gífurlegt átak við að undirbúa hinn grýtta og ósnortna grænlenzka jarðveg. Með öðrum orðum má segja að við munum í náinni framtíð verða áfram háðir dönskum landbúnað- arafurðum. Meirihluti Grænlend- inga getur ekki án danskrar landbúnaðarvöru verið. Ef við erum ekki færir um að útvega hana sjálfir, neyðumst við til að flytja hana inn. Það gerum við nú í ríkum mæli. Eina leiðin til að gera okkur sjálfstæðari er að styrkja stoðir sauðfjárræktar í okkar eigin landi. Reynt er nú með öllum tiltækum ráðum að auka landbúnaðarfram- leiðsluna. Við höfum leitað eftir liðsinni eftir öllum leiðum, póli- tískum, tæknilegum, vísindalegum og með almenningsáliti. Þótt við höfum engin ráð til að breyta heimskautaloftslaginu, má koma miklu til leiðar með tæknilegri og vísindalegri þekkingu. Stjórn- málastefnan er skýrt mörkuð og miklu hefur verið komið til leiðar með því að upplýsa almenning um ræktunarmöguleika á Grænlandi. Komast mætti hjá að flytja inn danska kjötvöru með því að auka neyzlu lamba- og kindakjöts. Hér er einnig um efnahagslegt atriði að ræða. Er pólitískur grundvöllur fyrir því að leggja skatt á allt innflutt kjöt til að gera græn- lenzkar afurðir samkeppnisfær- ari? Ekki verður nánar farið út í þessa sálma hér. Þeir eiga betur heima í innbyrðis þrætum heima- fyrir. Ef hugmyndin er að gera land- búnað einn af aðalatvinnuvegum Grænlendinga verður að skýr- greina markmiðin og eru eftirfar- andi atriði án efa til þess fallin að örva og festa hann í sessi: Auka verður tilraunir og rann- sóknir. Gæta verður hreinlætis í hví- vetna. Efnahagsleg skilyrði batna eftir að gert hefur verið sveigjanlegra stuðningsskipulag. Árangursríkari og nútímalegri menntun bænda. Gera verður börnum bænda kleift að sitja við sama borð og bæjarbörn með tilliti til menntun- armöguleika. Skapa þarf grundvöil fyrir betri samskipti og aðstöðu með því að taka upp nútímaaðferðir. Nánari samvinnu þarf að hafa við íslendinga. Leita þarf eftir stjórnmálalegri samstöðu til að auðvelda bein samskipti milli landanna og væri þá e.t.v. hægt að útvega vetrarforða með fljótlegri og ódýrari hætti. Ber að aðgæta að náttúruskilyrði á íslandi og á Grænlandi eru að miklu leyti hin sömu þannig að íslenzk tækni- kunnátta gæti nýtzt mjög vel við grænlenzkar aðstæður. Við erum ennþá þróunarland með tilliti til landbúnaðar. Ef tillit er tekið til þessara sjónarmiða er það skoðun mín að full ástæða sé til að vera bjart- sýnn. Það er einnig skoðun mín að yngri kynslóð sauðfjárbænda sé vongóð og trúi á framtíðina. Henrik Lund, Quaqortoq.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.