Morgunblaðið - 13.05.1978, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Monn af íiafrannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni fóru um b«rð í tvo spærlingsbáta að veiðum á Hávadýpi austan Vestmannaeyja á fimmtudatí «K var svæðinu lokað vegna síldar í aflanum. Þórunn I>órð- ardóttir sjávarlíffræðinKur, sem var leiðanKursstjóri á Árna Friðrikssyni. sanði Mbl. að annar báturinn hefði verið að veiðum á 60—70 faðma dýpi og hefði verið mikið af síld í aflanum. Síldin var á bilinu 20—30 sm. en þó mest 20—25 sm. í afla hins bátsins. sem var á veiðum á 90—100 föðmum var engin síld. — Ljósm. Óskar Sæmundsson. Leiguhúsnæðið flýt- ir heilsugæzlustöð „ÖLLUM borgarfulltrúum, þar á meðal Öddu Báru Sigfúsdóttur, er kunnugt um það, að sú ákvörðun var tekin í borgarstjórn að láta heilsugæzlustöð í Asparfelli ganga fyrir heilsugæzlustöð í Mjóddinni. Ástæða þessa er sú, að í Asparfelli fékkst leiguhúsnæði, þannig að fjárfestingarkostnaður borgarinn- ar er mun minni fyrir vikið, en ef um byggingu heilsugæzlustöðvar væri að ræða,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, er Mbl. spurði hann í gær um heilsugæzlustöðvarmál í Breið- holti en í Þjóðviljanum í gær skrifar Adda Bára Sigfúsdóttir grein: Heilsugæzlustöð í Breið- holti — hvað varð um hana? „Heilsugæzlustöðin í Asparfelli er nú tilbúin," sagði borgarstjóri, „læknar hefja störf 1. júní og nú á næstu dögum verður auglýst og byrjað að skrá væntanlega sjúkl- inga. Heilsugæzlustöð í Mjóddinni er hins vegar næsta stöð, sem á dagskrá verður og er til fé, sem á að nýtast á þessu ári til að ganga endanlega frá teikningum og útboðslýsingum að fengnu sam- þykki heilbrigðisráðuneytisins. Fyrir 4 árum, þegar heilsu- gæzlústöð í Mjóddinni var mest á dagskrá, hafði þessi möguleiki á leiguhúsnæði í Asparfelli ekki Framhald á bls. 18 'Addu Báru Siftfúsdóttir, borgarfuUtrúi: eilsugæslustöði Breiðholti Uvað varó um hana? Reykvfkingar aframhaldand vinstri stjðrn að þmgkosningur loknum’’' Hættir sem skattstjóri Skattstjórinn í Reykjavík, Halldór Sigfússon, hefur nú sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst að telja. Fjármála- ráðherra hefur fallist á lausnar- beiðnina. Halldór Sigfússon, skattstjóri, varð sjötugur 2. maí s.l. Hann hefur gegnt embætti skattstjóra síðan 1934 og mun væntanlega leggja fram skattskrá Reykjavíkur í 45. sinn áður en hann lætur af embætti. Morgunn í maí Ný Ijóðabók eftir Matthías Johannessen í GÆR kom út ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen. Er það níunda ljóðabók hans og nefn- ist Morgunn f maf. I bókinni eru 25 litmyndir eftir Erró. I fréttatilkynningu um út- gáfu bókarinnar, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá Al- menna bókafélaginu segir. MATTIIÍAS ERRÓ MATTHÍAS JÖHANNESSEN rmongunn í maí „Út er komin ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen, 9. ljóða- bók skáldsins. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin heitir Morgunn í maí og er ljóðaflokkur — sviðið er æska skáldsins og stríðsárin hér í Reykjavík. „ ... ég á ekki von á því að ég verði svo gamall að styrjöldin fylgi mér ekki. I raun og veru horfðumst við drengirnir í augu við dauða og harmleik á hverj- um degi... Á þessum árum hrundi veröldin í kringum okk- ur. Það gamla stóðst ekki þau átök sem þarna urðu og fæðing- arhríðirnar urðu meiri en áður þegar nýr tími hefur fæðzt.“ Þannig farast skáldinu orð um andrúm bókarinnar í blaða- viðtali 1977. Og það er ekki einungis efni ljóðanna, heldur MYNDIR ERRÖ og einnig form þeirra, sem ber svip þessa upplausnartíma. „Ég gat hvorki ort hana í hefð- bundnu íslenzku Ijóðformi né óbundnu formi," segir skáldið í umræddu viðtali. Listamaðurinn Erró hefur gert í bókina 25 litmyndir í sínum sérstæða stíl — reykvískt yfirbragð stríðsins og upplausn- arinnar. Morgunn í maí er 82 bls. að stærð og í sams konar broti og búningi og síðasta ljóðabók Matthíasar, Dagur ei meir, sem Erró myndskreytti einnig og er löngu uppseld. Útlit og umbrot bókarinnar hafa Myndamót annazt, en að öðru leyti er hún unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbancjin jinu. (Úr fréttatilkynninKu). Byrjað á laugarhúsi í Laugardal á næsta ári C=J C=J C=3 <~ OROMO- v ' VfMR- RfóWN Wsú... 00 F/Á0N6\b VF/R ■dí-H (X'fLOÍÁíMöS-. mm t/l. SotTf? at\G$ úTSKÚ Vví... VflUo ÁRV £> INNLENT „Á NÆSTA ári er ætlunin að byrja á laugarhúsi við Sundlaug- arnar í Laugardal og einnig gufubiiðum við Sundlaug Vestur- bæjar. í framhaldi af þeirri framkvæmd er svo ætlunin að laga Sundhöllina og koma þar m.a. upp gufuböðum. Þá ættu framkvæmdir við knattspyrnu- völl í Suður-Mjódd í Breiðholti að geta hafizt á næsta ári, en þar cr ætlunin að koma upp miklu íþróttasva'ði," sagði Sveinn Björnsson varaborgarfulltrúi, er Mbl. spurði hann í gær hvaða framkvæmdir við íþróttamann- virki væru á döfinni í Reykjavík. „Núverandi búningsaðstaða í sundlaugunum í Laugardal er aðeins bráðabirgðaaðstaða," sagði Sveinn. „í nýja laugarhúsinu, sem á að rísa í króknum hægra megin, þegar komið er inn frá núverandi anddyri, verða búningsklefar og böð, gufuböð, hvíldarherbergi, Yfirlýsing frá D-listanum í Kópavogi: Þeir höfnuðu öllum samningaviðræðum — S-listafólkið segir ekki satt Morgunblaðinu hefur borizt eftir farandi yfirlýsing frá D-listanum í Kópavogii I Mbl. miðvikudaginn 10. þ.m. er birt yfirlýsing frá S-Iistanum í Kópavogi undir fyrirsögninni: „Samningaviðræðum var ekki hafn- að“. Vegna þess, að þarna er vísvitandi. farið með rangt mál í nokkrum veigamiklum atriðum, verður ekki hjá því komist að leiðrétta þau helztu. Af hálfu D-listans var 10. apríl s.l. óskað eftir viðræðum við aðstand- endur hins væntanlega framboðs- lista. Það var og er skoðun okkar, að til þéss að samkomulag næðist í þessu máli, og reyndar flestum málum, sé frumskilyrði að aðilar, sem deila, ræðist við. Þessum tilmælum um viðræður var ekki sinnt. S-listamenn vildu ekki ræða við fulltrúa D-listans. Fyrir forgöngu formanns Sjálf- stæðisflokksins boðaði Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri flokks- ins, aðila frá báðum listum á sinn fund í Valhöll að kvöldi þriðjudags- ins 18. apríl. Á þessu tímabili frá 10.—18. apríl hafði formaður flokks- ins einnig rætt við fulltrúa frá báðum aðilum. Á þessum fundi 18. apríl var ætlun Sigurðar að ræða þessi framboðsmál við báða aðila og koma á viðræðum milli þeirra. Til fundarins mættu af hálfu D-listans þrír efstu menn hans. Er við komum í Valhöll á tilsettum tíma voru S-listamenn mættir og á tali við Sigurð. Við biðum þar síðan drykk- langa stund, en siðan kom Sigurður Hafstein til okkar og tjáði okkur, að Framhald ð bls. 18 aðstaða fyrir nudd og ljós og veitingaaðstaða. Þetta verður tveggja ára framkvæmd og kostn- aðurinn verður ekki undir 200 milljónum króna. Nýju gufuböðin við Sundlaug Vesturbæjar eiga að koma þar sem gömlu búningsherbergin og gufu- böðin voru og í kjall^ra Sundhall- arinnar, þar sem var þvottaher- bergi, verða sett gufuböð og hvíldaraðstaða. Einnig þarf að laga Sundhöllina. Borgarráð hefur nú samþykkt tillögu íþróttaráðs um að gefa ÍR kost á landssvæði í Suður-Mjódd- inni, en þar á að öðru leyti að koma fjölbreytt íþróttaaðstaða fyrir Breiðholtshverfin. Skipu- lagningu svæðisins lýkur á næsta ári og verður þá væntanlega byrjað á að gera svæðið fram- kvæmdahæft og ætlunin er að hefja framkvæmdir við stóran knattspyrnuvöll, en einnig er ráðgert stórt íþróttahús, 50x70 metrar, sem á að hýsa 3 hand- boltavelli og sundlaug. Loks er að geta um aðstoð borgarinnar við gömlu félögin, KR, Val, Fram, Víking, Þrótt og Ármann, sem öll standa í ein- hverjum framkvæmdum, en á þessu ári nemur framlag borgar- innar til ÍBR 82,5 milljónum króna, en ÍBR sér um tillögugerð varðandi styrkveitingar borgar- sjóðs til íþróttafélaganna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.