Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 7 HUG- f “ VEKJA Jon Auðuns í dag heldur kristin kirkja heilaga hátíö andans. Flettum því upp í heimildum um þá tíma, þegar heilagur andi, var kristn- um mönnum meira en marklítiö orö, meöan hann var þeim ótvíræö guöleg leiðsögn, meö undrum og stórmerkjum yfirskil- vitlegra krafta. í 10. kap. Post. sögunnar segir frá einni af feröum Péturs: „Og allir hinir trúuöu (kristnu) uröu forviöa, aö gjöf heilags anda skyldi einnig vera úthellt yfir heiðingjana". Aö heilagur andi, meö undrum hans og táknum, skyldi einnig veitast óskíröum, óveröugum heiöingjum, geröi Pétur og samherja hans forviöa. Svipaöa undrun vakti þaö á liðinni öld þeim lærdómsmönn- um sem fyrstir tóku fræöilega aö rannsaka heiðna trúarheiminn, aö fyrir þeim varö auöur margs konar trúarhugmynda og trúar- reynslu, sem menn höföu á Vesturlöndum talið hvergi til nema í kristindómi. En þaö sem fyrir þessum ágætu vísinda- mönnum varö þegar á liöinni öld og þó fremur á okkar öld, og geröi Pétur og samherja hans undrandi í Sesareu, er ótrúlega fyrirferöarlítiö í kristinni trúfræöi og boöun, og sitthvaö síendurtekiö einkennandi fyrir kristindóminn einan, sem þó er miklu eldra en hann á rætur í forkristnum heimi Trúarheimurinn, trúararfleifö kynslóöanna er furöuleg, fjöl- skrúöug veröld. Henni má líkja við volduga risaeik. Greinar eru margar, en á einum stofni spretta þær allar af einni rót. Og sú eina rót er hin eilffa þrá mannshjartans yfir fjötra dufts og foldar, sem mannkyni hefur fylgt svo lengi sem sögur endast til. Þegar ég kynntist fyrst hinu mikla höfuöriti kennara míns í Þýzkalandi, próf. Fr. Heilers, um bænina, svo merkilegu afreki að engu verulegu hefir síðan veriö viö þaö bætt t meira en hálfa öld, læröi ég aö kynnast svo háleitu bænalífi ekki-kristinna manna og ég haföi ekki vitað um áöur, aö ég varö kannski engu síður forviöa en kristnu mennirnir í Sesareu uröu yfir því aö finna heilagan anda hjá heiöingjum. Einingin aö baki fjölbreytninnar í bænalífinu er undursamleg. Þú gætir tekið saman hina fegurstu kristilegu bænabók meö bænum ekki-kristinna manna ef þú skiptir aðeins um nöfn guödóm- anna, sem dýrkaðir eru. Hvers vegna hafnar ekki aö- eins fávís almúgi í ekki-kristnum löndum, heldur gáfaöir og göf- ugir menn kristna trúboöinu? Lítum til merkustu Indverja síöustu tíma. Horfiö á Gandhi (ekki frúna, sem ber sama nafn), horfum á próf. Radhakrishnan, hinn hálæröa mann einnig í kristnum verömætum vestrænn- ar menningar, fyrrum forseta Indlands. Þaö var ekki af blindri fastheldni viö trúarsiöi feðranna, aö þessir göfugu, vitru menn tóku aldrei kristna trú. Þeir blátt áfram næröust svo af verömæt- um sinnar trúar, aö þeim nægöi. Sælir eru þeir, sem í Krists nafni kunna aö ganga sinn veg, en vegir Guös kunna aö liggja á leiöum, sem viö þekkjum ekki, þú né ég, og viö erum ekki sjálfráðir um veginn. Heföi ég fæözt suöur á Shri Lanca (Ceylon), væri ég vafalaust Búddhatrúarmaöur, en ég er fæddur í kristnu samfélagi, sem valdi veginn fyrir mig, og ég er Guöi þakklátur fyrir þaö. Eftir því sem frjálshuga menn kynnast betur ekki-kristna trúarheimin- um frá beztu hliðum hans, veröur lotning þeirra meiri fyrir undraveröri einingu aö baki fjölbreytninnar. Marteinn Lúther var dýriegur maöur, sannleikshetja sterkari, stærri en flestallir aörir, sem hans þyrniveg hafa gengiö. En fyrirlitning hans á öörum trúar- brögöum, sem stafaöi af því, aö hann þekkti þau ekki, hafa mörgu illu valdiö í kirkju hans, magnaö einstrengingsháttinn, skilningsleysið, hrokann. Þegar svissneski siöbótarmaöurinn Zwingli, sem í meginatriöum var samherji Lúters, lét uppi þá skoðun sína, aö gríski heim- spekingurinn Aristoteles muni hafa oröiö hólpinn maöur, þótt heiöinn væri, reis Lúter upp meö sterkum andmælum og lýsti yfir efa sínum um þaö, aö Zwingli sjálfur gæti oröið sáluhólpinn meö svo ofboöslegar hugmynd- ir! Hvers vegna vakna meö mér þessar hugsanir á hvítasunnu? Vegna þess, aö hún er hátíö andans, en hver er hann? Mér skilst aö hann sé „sannleiksand- inn“, sem guöspjall Jóhannesar túlkar sem hiö leiöbeinandi guödómsafl, sem kynslóðum lýsir í leit þeirra aö Ijósi og sannleika. Hiö marga, sem sameiginlegt er hinum æöri trúarbrögðum þótt margvíslegan ytri búning beri, og jafnvel má finna í frumstæöum trúarbrögö- um falið á bak viö búning og siöi, sem okkur finnast fáránlegir, er af einni rót spunnið, frá einni uppsprettu, andanum heilaga, sem Pétur og samherjar hans undruöust, aö „einnig var úthellt yfir heiöna menn“ í Sesareu. Þótt ein sé uppsprettan, einn sé andinn, ein handleiðslan, sem eilífur Alfaöir hefur öllum þjóöum gefiö, túlka menn reynslu sína meö ýmsu og ólíku móti, austur í álfu, í vestrænum heimi og suöur í álfum meö hinum svarta kynstofni. Mér veröa sannindi kristninnar hjartfólgnari, þegar ég hugsa um þaö, sem Pétur furðaöi sig mest á forðum, aö gjöf andans var ekki veitt kristnum mönnum einum. Lindir hafa veriö margar, en tærasta uppsprettan sú, sem spratt upp í jötunni í Betlehem, hvergi tær eins og þar, hvergi hrein eins og þar, þótt misjafn- lega tærir lækir hafi síðan inn í farveg hennar falliö. Gleöilega hátíö. Einnig yfir heiðingjana Sýnir 50 myndir í Hamragörðum SNORRI D. Halldórsson opnar málverkasýninKu á morgun í Ilamragöröum við Hávallagötu. Á sýningunni cru 50 verk máluð í olíu og vatnslitum. Snorri var einn af stofnendum Frístundamálarafélags íslands á fjórða áratugnum en sá félags- skapur setti á laggirnar mynd- listaskóla á Laugavegi 166 og réð til kennslustarfa þekktan, skozkan málara, dr. Weitzel. Síðan hefur Snorri haldið marg- ar einkasýningar í Reykjavík og Vestmannaeyjum. íslenzkt lands- lag er aðalviðfangsefni Snorra. Sýningin verður opin til 19. maí, daglega frá kl. 16.00 til 22.00. Sjá messur á bls. 8 Bderf AL-GROÐURHUS fyrir heimagarða. Fyrsta sending uppseld en önnur sending kemur eftir nokkra daga. Pöntunum veitt móttaka. 8x10 fet Kr. 138 pús. m/gleri 8x12 fet Kr. 154 pús. m/gleri 10x12 fet Kr. 217 pús. m/gleri. Sjálfvirkir hitablás- arar. Stæröir 2500 og 3000 wött. Ál-sólreitir Blómakassar Stæröir 122x70 cm. Kr. 15.900- Eigum á lager sjálfvirka gluggaopnara og borö fyrir gróöurhús. Klif h.f. Vesturgötu 2, Reykjavík sími 2-33-00 Pósthólf 249. ALKYD ALKYD WINSOR FAST GREEN ALKYD .C(:<LOURfi69 WINSORFAST YELLOW ki\i PfCA^NT ALKYD — nýir litir frá Winsor og Newton. ALKYD — algjör nýjung í listmálun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.