Morgunblaðið - 13.05.1978, Page 15

Morgunblaðið - 13.05.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 15 Nýtt leikrit eftir Jónas Árnason frumsýnt: Afskekktur staður þar sem alþjóða- hyggjan blómstrar Sex piltar í vélhjóla- og hjólreiðakeppni ytra NÆSTA föstudag veröur frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur nýtt ís- lenzkt leikrit, „Valmúinn springur út á nóttunni," eftir Jónas Árnason. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson, en leikmynd gerði Steinpór Sigurðs- son. Alls eru hlutverk í leiknum 11 og fara sjö leikarar með Þau. Þar af fer einn leikari, Sigurður Karlsson, með Þrjú hlutverk og pau Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson með tvö hlutverk hvort. Á blaðamannafundi sem Leikfélag Reykjavíkur boðaði til í tilefni af hinu nýja leikriti kom fram að Jónas lauk við að skrifa leikritið fyrr á árinu og hófust æfingar á því í marz. Sagði Jónas, aö þá hefðu þeir Þorsteinn og Jón Sigurbjörnsson lesið yfir leikritið saman og breytt því lítillega. Æfingar hófust síðan upp úr miðjum mánuöin- um og hafa þær staðið linnulaust síðan. Um verkið sagði höfundurinn, að þaö ætti að gerast á afskekktum stað þar sem alþjóðahyggjan blómstraði. „Þetta er einlægt verk, sem ekki er of mikil tilgerð í,“ sagði Jónas. Hann bætti við, að ýmiss konar tilgerð í þjóðfélaginu hefði oröið sér kveikja að ýmsu í verkinu. „Aðalpersónurnar eru fólk af minni kynslóð, geðfetldar manneskjur og ærlegar," sagði Jónas. „í bókmennt- um nútímans hefur minni kynslóð oft veriö gerð ómakleg skil og má því segja að leikritið sé hugsað sem nokkurs konar varnarræða fyrir mína kynslóð.“ Jónas sagði, aö leikurinn færi að mestu fram í kirkjugarði, en inn á milli væri rifjuð upp fyrri tíð í lífi persón- anna (flashback). Sagði hann að leikritiö skiptist ekki í þætti heldur væri miklu fremur um fjölda atriða að ræða. Eru atriðin í leiknum tvenns konar, annars vegar venjuleg „sviðs- atriði" og hins vegar „sjónvarpsatriði." Að sögn Jónasar hæfir Iðnó hinu nýja leikriti mjög vel, en Jónas hefur að eigin sögn tekiö miklu ástfóstri við leikhúsiö. Nokkuö er um tónlist í „Valmúinn springur út á nóttunni" og er hún eftir Svavar Benediktsson. Meöal annars Or „Valmúinn springur út á nótt- unni“ eftir Jónas Árnason sem Leikfélag Reykjavíkur tekur til sýninga í næstu viku. er flutt Ijóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Þórður sjóari,“ en annars er tónlistin í verkinu afar fjölbreytileg. Verkið er þó ekki söngleikur. Um titil verksins sagöi Jónas, að hann væri fenginn að láni úr kínversku Ijóði eftir Ting Sjú Ló, en Ijóð þetta er að finna í bókinni „Þýdd Ijóð frá Austurlöndum.“ Þetta er í fimmta sinn sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir verk eftir Jónas Árnason, síðast var frumsýnt leikritið „Skjaldhamrar", en sýningar á því hafa gengiö vel og eru alls orðnar 187. Hafa sýningar aldrei orðiö jafnmargar á nokkru verki sem Leikfélagið hefur sýnt. DAGANA 17. —18. maí n.k. taka sex piltar þátt í hinni árlegu alþjóðlegu vélhjóla- og hjólreiðakeppni, sem að þessu sinni er haldin í Lissabon í Portúgal. Keppnin er að venju þríþætt. Fyrst fer fram spurninga- keppni um umferðarreglur, síðan keppni í góðakstri og loks keppni í hjólaþrautum. Keppendur frá 20 þjóðum verða meðal þátttakenda. íslensku piltarnir hafa verið í þjálfun undanfarið undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar, nám- stjóra í umferðarfræðslu, og Baldvins Ottóssonar, lögregluvarðstjóra, en þeir munu stjórna drengjunum í keppninni í Lissabon. Ennfremur hefur Björn Mikaelson, lögregluþjónn á Akureyri, annast þjálfun Akureyr- ingsins Gústafs Jóhannssonar. Baldvin Ottósson, Guðmundur Þorsteinsson, Árni Guömundsson, Reykjavík og Kristján Helgason, Akranesi, en Þeir keppa á vélhjólum. Gústaf Jóhannsson frá Akureyri, Hrafnkell Sigtryggsson, Kópavogi, Þór Eiríksson, Hafnarfirði, og Þórarinn Sturla Halldórsson, Reykjr' " Kristaltær hlj ómur -<C ROW N> HLJÓMFLUTNINGSTÆKJANNA SVÍKUR ENGAN MESTSELDU HLJÓMTÆKI LANDSINS! “<c ROW N> SHC 3150 Verð Kr. 159.980 CROWN -<C ROW N> SHC 5300 Verð Kr. 298.675 MAGNARI: 5-IC. 47, transistorar. 23 díóður 80 musikwött. (2x25 RMS) Með loudness. ÚTVARP: FM. LW. MW. SW. HÁTALARAR: 20 cm bassahátalari af kónískri gerö. Miö- og hátíðnihátalari 7,6 cm af kónískri gerð. Tíðnisvörun 50—20.000Hz 4 Ohm. PLOTUSPILARI: Full stærð, 33 og 45 snúninga hraðar. Belt-drifinn. DC-rafeindastýrður mótor. Hálf- sjálfvirkur. Mótskautun og magnetískur tón- haus. SEGULBAND: Hraði 4,75 cm/sek. Dolby System. Bias filterar. Tíönisvörun venjul. kasettu er 40-10.000Hz. Tíðnisvörun Cr02 kasettu er 40-12.000Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2-rása sterio. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. MAGNARI: 1-IC 38, transistorar. 32 dióður, 25 Musikwött. (2x7,5 RMS) ÚTVARP Fm. LW. MW. SEGULBAND Hraði 4,75 cm/sek. Tíðnisvörun venjul. kasettu er 100-10.000Hz. Tíðnissvörun Cr02 kasettu er 100-12.000Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. HÁTALARAR: 16 cm kónískur með tíðnisvörun 60-20.000Hz 8 Ohm. PLÖTUSPILARI: Full stærð, allir hraðar, sjálfvirkur og handstýrður. Mótskautun og keramik tónhaus. ungsanleitung MAGNARI: 6—IC, 33, transistorar. 23 díóður, 70 músik- wött. (2x23 RMS) ÚTVARP: Fm. LW. MW. SW. SEGULBAND: Hraði 4,75 cm/sek. Tíönisvörun venjul. kasettu er 40—8.000 Hz. Tíðnisvörun Cr02 kasettu er 40—12.000Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2 rása sterio. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. HÁTALARAR: 20 cm bassahátalari af kónískri gerð. Mið og hátíðinihátalari 7,7 cm af kónískri gerð. Tíðnisvörun 40—20.000Hz PLÖTUSPILARI: Full stærð, allir harðar, sjálfvirkur og handstýrður. Mótskautun og magnetískur tónhaus. AUKAHLUTIR: Tveir hljóðnemar. FM-loftnet. SW-loftnet. Ein Cr02 kasetta. ---------í BUÐIN Skipholti 19. Rvk., sími 29800 27 ár í fararbroddi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.