Morgunblaðið - 13.05.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 17 1 Útgefandi ttlilafeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnartulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Viðbrögð verkalýðsforystu Viðbrögð forystumanna láglaunafólks við yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, á dögunum benda ótvírætt til þess, að forsætisráðherra hafi með þessari yfirlýsingu opnað leið til samkomulags, sátta og vinnufriðar. í viðtali við Morgunblaðið í gær, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, að hann fagnaði yfirlýsingu forsætisráðherra og teldi hana vott um stefnubreytingu, jafnframt því sem hún væri hvatning til aðila um að ganga frá samningum á vettvangi Verkamannasambands- ins. Formaður þess bætti við: „Það er ekki hugsjón verkamanna að skaða atvinnurekstur í landinu.“ Magnús L. Sveinsson, varaformaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem er stærsta launþegafélag landsins og hefur innan sinna vébanda stóran hóp láglaunafólks, sagði af sama tilefni: „Eg fagna þessari stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar og tel, að þetta sé spor í rétta átt. Ég hef haldið því stöðugt fram frá því að lögin voru sett, að enda þótt nauðsyn hafi verið að gera ráðstafanir í efnahagsmálum, þá réttlæti það ekki, að vegið væri að þeim launatöxtum, sem almennu verkalýðsfélögin sömdu um 22. júní.“ Þessi jákvæðu viðbrögð tveggja forystumanna launþegafélaga sem hafa innan sinna vébanda stærsta hópa láglaunafólks eru fagnaðarefni. Ummíeli þeirra sýna, að nú er að skapast grundvöllur til sátta og vinnufriðar, sem öllum er til hagsbóta, bæði launþegum og atvinnurekendum. Forsætisráðherra hefur með yfirlýsingu sinni, eins og Guðmundur J. Guðmundsson segir réttilega, hvatt aðila vinnumarkaðar til þess að komast að samkomulagi, og verður ekki dregið í efa, að bæði fulltrúar láglaunafólksins og vinnuveitendur munu leggja sig fram um að finna þá lausn, sem allir geta við unað og jafnframt stuðlað að því að verðbólgunni verði haldið í skefjum. Hér í Morgunblaðinu hefur á undanförnum vikum verið lögð áherzla á að þær deilur, sem staðið hafa yfir að undanförnu verði settar niður, m.a. til þess að forsendur skapist fyrir því, að þeir heildarkjarasamningar, sem væntanlega verða gerðir í lok ársins, verði með þeim hætti, að verulegur árangur geti náðst í viðureign við verðbólguna á næstu misserum. Vonandi láta aðilar hendur standa fram úr ermum á næstunni, svo að þessi deilumál verði úr sögunni. Framkvæmdir í heilbrigðismálum Aundanförnum árum hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á sviði heilbrigðismála í Reykjavík. Slysadeild Borgar- spítalans mun á þessu ári flytja að nokkru leyti í nýja þjónustuálmu spítalans og er þar með bætt úr brýnni þörf. Tvær heilsugæzlustöðvar hafa tekið til starfaj Arbæ og Domus Medica, og sú þriðja er tilbúin í Breiðholti. Á síðasta ári var hafin bygging B-álmu Borgarspítalans og ennfremur var nýtt vistmannahús byggt í Arnarholti og í Hafnarbúðum er um þessar mundir að hefjast rekstur dagspítala fyrir. aldraða. Göngudeild Borgarspítalans og heilsugæzlustöð munu einnig fá inni í nýrri þjónustuálmu við Borgarspítalann. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Páll Gíslason, einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að megináherzlan á næstunni yrði lögð á að auka þjónustu við sjúklinga utan sjúkrahúsa með stækkun og aukningu á slysadeild Borgarspítal- ans, fjölgun heilsugæzlustöðva og aukinni göngudeildarstarf- semi. Heilsugæzlustöðvar eru nýjung í heilbrigðismálum Reykvík- inga, en núverandi borgarstjóri hefur beitt sér sérstaklega fyrir bættri heimilislæknaþjónustu. Að því er Páll Gíslason upplýsir í Morgunblaðinu í gær verður næsta heilsugæzlustöð í þjónustuálmu Borgarspítalans og stefnt að því, að hún verði tekin í notkun á árinu 1980 og þjóni 12.000 manns. Á næsta ári eiga að hefjast framkvæmdir við heilsugæzlustöð í Mjóddinni, sem einnig mun þjóna 12.000 manns og er gert ráð fyrir, að byggingartími hennar verði 2—3 ár. Er þessar tvær stöðvar hafa verið teknar í notkun munu um 44.000 Reykvíkingar geta notið þjónustu heilsugæzlustöðva. Ennfremur upplýsti Páll Gíslason, að viðræður færu fram við Seltirninga, sem hafa hafið '"ramkvæmdir við heilsugæzlustöð, um samvinnu, þannig að sú cöð yrði stærri og fjölbreyttari og yrði sameiginleg fyrir ^eltirninga og íbúa Vesturbæjar og er það skynsamleg íiagræðing á þessu sviði. Hér fer á eftir ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands fyrr í vikunnii Iðnríki Vesturlanda hafa á síðustu árum átt við að stríða umfangsmesta efnahagsvanda síðan 4 fjórða áratug þessarar aldar, þegar heimskreppan stóð yfir. Um fimm af hundraði af mannaflanum, eða meira en 15 milljónir manna hafa gengið atvinnulausir í löndum peim, er eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Það er þó enn alvarlegra, að menn búast við því, að atvinnuleysi í þessum löndum verði enn um langa framtíð útbreitt. Á sama tíma og þetta ófremdarástand ríkir víða um lönd, hefur tekist að halda hér á landi fullri atvinnu, jafnframt því sem við nálgumst viðunandi jöfnuð í viðskiptum okkar við önnur lönd. En þetta hefur ekki tekist án þess að önnur vandamál hafi komið upp á öðrum sviðum. Ríkisstjórnin hefur lagt megináherslu á það að tryggja næga atvinnu um allt land. Sú stefna í atvinnumálum að halda fullri atvinnu gerir miklar kröfur til efnahagsaðgerða hins opinbera og samstarfsvilja launþega og vinnuveitendasamtaka. Ekki sízt vegna þess, að efnahagsástandið í heiminum er ótryggt og á ýmsan hátt öndvert. var ákveðið að bankavextir skyldu að hluta fylgja verðlagsþróun og hafa vextir tvívegis verið hækkaðir almennt, samkvæmt þessum reglum, um 3% í hvort skipti, fyrst í nóvember 1977 og síðan í febrúar s.l. Er þess að vænta að þessar vaxtaákvarðanir Seðlabankans muni stuðla að betra jafnvægi á lánamarkaði og að auknum peningasparnaði, sem hiklaust mun draga úr verðþenslu. Ríkisstjórnin stefnir einnig, með fjárlaga- ákvörðunum sínum og lánsfjáráætlun fyrir árið 1978, að því að draga úr opinberum framkvæmdum um 8—9%, í kjölfar verulegs, eða 16% samdráttar 1977, í þessum efnum. Og hún stefnir að því að halda þeirri lækkun á hlutfalli ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu, sem náðst hefur á síðustu tveimur árum, eða úr 31% í 27%. Jafnframt fer fjárfestingar- hlutfallið lækkandi enn og hefur lækkað úr 34% í 27% af þjóðarframleiðslu á stjórnar- tíma þessarar ríkisstjórnar. Þannig hefur ótvírætt stefnt í jafnvægisátt í þjóðarbú- skapnum á undanförnum árum á ýmsum sviðum. Þrír kostir En betur má ef duga skal, og eins og alkunna er, eru ráðstafanir á sviði peninga- og fjármála ófullnægjandi einar sér til þess takmarka beinlínis víxlhækkun launa og verðlags með takmörkun verðbóta, jafnframt gengislækkun, sem miðuð væri við allra brýnustu þarfir atvinnuveganna. Og það var þessi kostur, sem ríkisstjórnin valdi, þótt fleiri atriði kæmu við sögu í aðgeÆunum, sem ákveðnar voru í febrúar s.l. og ég skal ekki rekja hér, eins og t.d. hækkun á bótum almannatrygginga, hækkun barnafrádráttar í skattalögum, lækkun vörugjalds og auknar niðurgreiðslur um 1.300 milljónir króna. Það er sannfæring mín, að þessar ráðstaf- anir hafi verið óumflýjanlegar og við ríkjandi aðstæður hafi ekki verið um annað að ræða en að lækka gengið og hamla um leið gegn víxlhækkun verðlags og launa með takmörkun verðbóta á laun. Það þurfti raunar engum að koma á óvart, að ríkisstjórnin teldi sér rétt og skylt að freista þess að hefta nokkuð þá hækkun peningatekna í krónutölu, sem að var stefnt á þessu ári, því hætta var á, að laun hækkuðu meir en 40% í krónutölu á sama tíma og þjóðarframleiðsla var talin geta vaxið í mesta lagi um 4%. í slíku misræmi felst engin kjarabót. Við framhaldi slíkrar þróunar varð að stemma stigu, og sætir ekki furðu, þegar litið er til nálægra landa eins og Danmerkur, Bretlands, Noregs og Svíþjóðar, og skyggnst í kjaramálaákvarðanir í þessum löndum og afskiptum hins opinbera af þeim. árinu, ekki síst útflutningsatvinnuveganna. Takist okkur þetta, væri óneitanlega um mikilvægan árangur að ræða, ekki síst þegar litið er til nálægra landa, sem flest glíma við vanda atvinnuleysis og verða að sætta sig við óbreytt eða versnandi lífskjör annað og sum þriðja árið í röð. En allt er þetta undir því komið, að sundurlyndi á vinnumarkaðnum valdi ekki vinnustöðvun eða framleiðsluröskun. Þar með er ég enn kominn að vettvangi samtaka ykkar og launþega, en á þeim hvílir mikil ábyrgð. Því að ákvörðun launa er einn mikilvægasti þátturinn í mótun efnahagsmála þjóðarinnar á hverjum tíma. Setja verður það markmið að draga verulega úr verðbólgu efst í stjórn íslenskra efnahagsmála. Til þess þarf liðsinni samtakanna á vinnumarkaðnum, auk umbóta í hagstjórnarmálum. Tekju og launa- ákvarðanir Á sviði tekju- og launaákvarðana er mikilvægt að efla söfnun gagna og upplýs- ingamiðlun bæði um þjóðarhag og um þróun launa og atvinnutekna í ýmsum starfsgrein- um, og gera gögnin sem sambærilegust. Á þessu sviði hefur okkur miðað nokkuð á leið. Hér verður og að safna haldbetri'upplýsingum kjarabóta. En á hinn bóginn var á móti þessu haft með þeim rökum, að ríkisvaldið gæti með samspili óbeinna skatta og niðurgreiðslna afnumið kjarasamninga eða kjarabætur. Því er auðvitað til að svara, að niðurgreiðslur vöruverðs af hálfu hins opinbera eru neikvæður óbeinn skattur og ber auðvitað ekki að taka tillit til niðurgreiðslna við útreikning verðbótavísitölu fremur en annarra óbeinna skatta. En allir þeir gallar, sem bundnir eru verðbótavísitölu og sú tortryggni, sem ríkir þegar breytingar eru ræddar eða þær gerðar, leiða hugann að því, hvort ekki beri fyrst og fremst að haga svo grunnkaupshækkunum í áföngum, að þær hvort tveggja tryggi kaupmátt launa og auki hann, eftir því sem skilyrði eru til á hverjum tíma. Hér er að sjálfsögðu ekki um einfalda hluti að ræða, og í sjálfu sér hefðu breytingar af þessu tagi því aðeins gildi, að góð tök séu á stjórn eftirspurnar á vinnumarkaðnum og í landinu í heild. Atvinnutekjur 100% hærri Þá virðist einkar mikilvægt að skipulega verði að því unnið að einfalda og samræma fengið hlutfallslega meiri launahækkun en hinir lægst launuðu. I þessu sambandi vildi ég nefna sérstaklega 2. grein laga um ráðstafanir í efnahagsmálum frá því í vetur. Þrátt fyrir helmingun verðbóta á árinu 1978 er með henni tryggt að þessi frádráttur komi ekki fram með fullum þunga gagnvart hinum tekjulægri í hópi launþeganna. Með ákvæðum laganna og reglugerð samkvæmt þeim um verðbótavið- auka er tryggt, að verðbætur nemi aldrei lægri fjárhæð en 880 krónum á mánuði fyrir hvert 1%, sem verðlagið hækkar. Þetta er mikilvægt ákvæði fyrir þá, sem hafa eingöngu dagvinnutekjur samkvæmt lægstu kauptöxt- um. Frá upphafi var ljóst, að hér væri um vandasama framkvæmd að ræða og kappkost- að að setja um þetta skýrar reglur, enda er hér um mikið sanngirnismál að ræða. Ekki hefur orðið vart alvarlegra vandkvæða enn sem komið er við framkvæmd þessara ákvæða. Sumir segja þá skýringu vera á því, að svo fáir falli undir þetta ákvæði. Svo fáir hafi í raun svo lágar tekjur, sem þetta ákvæði tekur til. En þarna er óneitanlega um hina lægst launuðu í þjóðfélaginu að ræða, eða þann tekjuhóp, sem við ættum öll að vera sammála um, að nauðsynlegt er að vernda. Hins vegar hefur þetta tiltekna form, sem um greinir í 2. grein, fyrir verðtryggingu allra lægstu launa, aldrei verið sérstakt kappsmál Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: MIKILVÆGT AÐ 0KKUR AUÐNIST AÐ HALDA VINNUFRIÐINN Af ríkisins hálfu er það e.t.v. mikilvægast að freista þess að stýra heildareftirspurninni þannig, að atvinnuástandið sé tryggt, án þess að eftirspurnarþensla valdi verðlags- og launahækkunum. Samtökin á vinnumarkaðn- um verða að sínu leyti að bera ábyrgð á því að full atvinna og hátt eftirspurnarstig valdi ckkí launaskriði eða hækkandi verðlagi, sem keyrir kostnaðinn við framleiðsluna hér á landi fram úr því, sem annars staðar gerist. Fari svo, er samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega og þar með atvinnan í hættu. Breyting til hins verra Við höfum að undanförnu einmitt glímt við slíkan vanda. Þótt hagþróun síðastliðins árs væri á ýmsan hátt hagstæð og sýndi ótvíræðan bata í framleiðslustarfsemi og viðskiptajöfnuði eftir erfiðleika áranna 1974 og 1975, náðist því miður ekki samsvarandi árangur í viðureigninni við verðbólguna. Um mitt árið 1977 hafði tekist að koma hraða verðbólgunnar niður í 26% miðað við 12 mánaða tímabil, en þá varð snögg breyting til hins verra. Ekki bætti úr skák, að um líkt leyti hægði mjög á hækkun útflutningsverðlags í erlendri mynt, svo að útflutningsatvinnuveg- irnir gátu ekki lengur tekið á sig teljandi kostnaðarhækkanir án gengisbreytingar. Eftir samdrátt í kaupmætti tekna, einka- neyslu og þjóðarútgjöldum á árunum 1975 og 1976, mátti raunar við því búast, að þensla vaknaði á ný þegar ytri skilyrði þjóðarbúsins bötnuðu. En þessi umskipti keyrðu langt úr hófi þannig að verðbólga innanlands jókst óðfluga og þar með allur framleiðslukostnaður og þótt við nytum batnandi viðskiptakjara, var svo komið um síðustu áramót, að við blasti 11 — 12 milljarða króna halli á rekstri sjávarútvegsins í heild, að óbreyttu gengi og öðrum rekstrarskilyrðum, áður en fiskverð var ákveðið. Jafnframt var með öllu ljóst, að þörf var hækkunar fiskverðs, bæði til þess að hagur útvegsins væri viðunandi, en þó fyrst og fremst til þess að tekjur sjómanna héldu í við tekjur annarra hópa í þjóðfélaginu. Eftir að ákveðin var 13% hækkun fiskverðs í lok janúar, varð að grípa til áhrifaríkra ráða til þess að jafna það mikla misræmi, sem myndast hafði milli innlends kostnaðar og útflutningstekna. Jafnframt var einnig ljóst, að hætta var á, að verðbólga færðist í aukana á árinu. Sá mikilvægi árangur, sem náðst hafði á árunum 1976 og 1977 til þess að draga úr viðskiptahalla og verðbólgu, án þess að til atvinnuleysis kæmi, var nú í verulegri hættu. Ríkisstjórnin snérist með ýmsum hætti við þessum nýju viðhorfum og aðdraganda þeirra á síðasta ári. Á síðustu mánuðum ársins var aðhald í peningamálum og fjármálum aukið með ráðstöfunum, sem þó munu flestar einkum hafa áhrif á þessu ári. í júlí-mánuði að hemja þá verðbólguöldu, sem reis á síðasta ári. Við þessar aðstæður var um þrjá meginkosti að velja í stjórn efnahagsmála, eins og raunar var lýst rækilega í áliti verðbóigunefndar, eða þess hluta hennar, sem að nefndarálitinu öllu stóð. í fyrsta lagi að láta skeika að sköpuðu um víxlhækkanir launa og verðlags, en halda atvinnuvegunum gangandi með sílækkandi gengi. Afleiðing þessa hlaut að vera vaxandi verðbólga með öllum þeim vanda, sem henni fylgir. Eg taldi, og samstarfsmenn mínir, að ekki kæmi til greina að velja þennan kost. Ef þessi kostur hefði verið valinn, hefði verið um algjöra uppgjöf að ræða. Allur sá árangur, sem hafði orðið af efnahagsstefnu og starfi ríkisstjórnarinnar, hefði orðið að engu. Og við hefðum verið í verri stöðu að hefja nýja sókn gegn verðbólgunni, hefði verið látið skeika að sköpuðu. Því kom það ekki til greina. Annar kosturinn var að andæfa á móti eftirspurnaraukningunni og verðbólgunni með samdrætti í lánveitingum, fjárfestingu og ríkisútgjöldum, og hækkun vaxta. Þessum kosti fylgdi vitaskuld hætta á atvinnuleysi. Þetta er e.t.v. sá kostur, sem sumir höfðu á orði að hefði átt að taka. En við skulum athuga nánar hvað felst í þessum kosti og með hvaða hætti þau meðul sem hann felur í sér hefðu þurft að takast inn, ef áhrifa hefði átt að gæta. Við hefðum þurft að koma á skömmtunarkerfi í lánveitingum. Við hefðum þurft að hækka vexti umfram það, sem við höfum þó gert og þykir þó mörgum nóg um. Og við hefðum þurft að draga úr opinberum útgjöldum sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu meira en gert var. Nú kann ýmsum að þykja að draga hefði mátt meira úr opinberri fjárfestingu og útgjöldum. En ég vil taka það fram, að það var engin samstaða á þingi um slíkar aðgerðir. Ég segi þetta ekki til þess að kenna öðrum um. Ég tel það ekki raunsætt viðhorf að halda því fram, að á tveim til þrem árum sé unnt að lækka ríkisútgjöld í hlutfalli við þjóðarfram- leiðsluna um meira en úr 31% í 27%. Ég held ekki að það sé unnt að draga meira úr opinberri fjárfestingu í landinu en gert hefur verið síðustu 2 árin, 16% fyrra árið og 9% seinna árið. Við þurfum á þessu sviði sem öðrum ákveðna aðlögun, en að vissu marki hægfara aðlögun að breyttum aðstæðum, til þess að slíkar ráðstafanir beri árangur. Um hitt þarf ég ekki að fjölyrða frekar, hvort unnt hafi veriö að beita lánsfjár- skömmtun, eða hækkun vaxta meir en við höfum gert. Ég býst við, að við séum öll sammála um, að það hafi ekki komið til mála. Og enginn hefði viljað taka afleiðingum af þessari leið, þ.e. atvinnuleysinu. Þriðji kosturinn var síðan að freista þess að stilla verðbólguölduganginn með því að Árangurinn Það eru margir, sem vilja halda því fram, að árangur af efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar sé minni en skyldi og svo lítill, að þær hafi í rauninni ekki borgað sig. Ég vil af því tilefni ítreka og endurtaka það, sem ég hef áður látið í ljós. Að óbreyttu blasti við hallarekstur og rekstrarstöðvun í fiskiðnaðinum og útflutn- ingsiðnaði. Ráðstafanirnar tryggja viðunandi rekstrargrundvöll allra helstu atvinnuvega, þótt við svæðisbundinn vanda sé að glíma á nokkrum stöðum. Ég held að það fari ekki á milli mála, að hefðu þessar efnahagsráðstaf- anir ekki verið gerðar, þá hefði atvinnurekst- urinn stöðvast á yfirstandandi vertíð. Að óbreyttu hefði verðbólguhraðinn á árinu orðið meiri en 40% að meðaltali, en 36% frá upphafi árs til loka þess. Ráðstafanir þessar þoka þessari tölu niður í 36—37%, að því er ársmeðaltal varðar, en niður undir 30% frá upphafi til ársloka. Það getur vel verið, að ýmsum finnist ekki muna um þessi prósentu- tölustig. En það munar um minna, og mestu munar þó, hvort við erum á réttri leið eða rangri. Hvort við nálgumst markmiðið eða fjarlægjumst það, Að óbreyttu hefði stefnt í a.m.k. um fjóra til fimm milljarða króna viðskiptahalla á árinu og aukna skuldasöfnun. Ráðstafanir þessar bæta viðskiptajöfnuð verulega á þessu ári, og í stað halla er gert ráð fyrir hagstæðum viðskiptajöfnuði ef útflutningur verður með eðlilegum hætti. Hér skiptir sköpum hvort menn eru trúir þeim ásetningi sínum að stöðva erlendar lántökur. Ef við erum það, þa er einsýnt að til þess þurfti ráðstafanir og menn þurfa að sætta sig við þær ráðstafanir, ef þær eiga að bera árangur. Þessi árangur og hallalaus ríkisbúskapur, sem aðgerðirnar tryggja, er mikilvægur og þeim mun meira er um vert, að með þeim er á raunhæfan hátt leitast við að tryggja þann kaupmátt, sem náðist á árinu 1977, og leggja þannig traustan grundvöll að kjarabótum síóar. Óvisst útlit Þegar litið er fram á árið, sem nú er að þriðjungi liðið, er útlitið óvisst um marga hluti, eins og oft áður. Ef ytri skilyrði snúast ekki til verri vegar á árinu, virðast þó horfur á því, að sæmilegt jafnvægi geti náðst í utanríkisviðskiptum. Að þjóðarframleiðsla og kaupmáttur geti aukist um 3% að raunveru- legu verðgildi, og að aftur dragi úr verðbólgu þegar á árið líður. Þannig virðumst við eiga þess kost að bæta lífskjörin nokkuð frá fyrra ári en halda þó fullri atvinnu. Þessi spá um þjóðarhag er vitaskuld á því reist, að ekki verði truflanir í rekstri atvinnuveganna á Geir Hallgrímsson en fram hafa komið um laun í nágrannalönd- um, launakerfi, þjóðartekjur og lífskjör almennt. Nauðsynlegt er að koma á betra samræmi í launamálum en nú er með því að sem flestir kjarasamningar fari fram á líkum tíma og byggi þar með á svipuðum forsendum. Þá er alkunna, að verðtrygging launa og verðbótakerfi er ennþá óleyst vandamál. Flestir virðast sammála um galla þess verðbótakerfis, sem notað er nú, en hika og snúast á móti, þegar breytingar eru fyrirhug- aðar. I vetur hafði ríkisstjórnin í huga að fella óbeina skatta úr vísitölunni. Lágu til þess ýmis rök, m.a. að ekki væri ástæða til að hafa óbeina skatta fremur en beina skatta í vísitölunni. Slíkt hefði óheppileg áhrif á val skattlagningarleiða. Þá væru óbeinir skattar gjarnan álagðir til að bæta þjónustu við almenning, t.d. efla heilbrigðisþjónustu, og tæpast lægju rök til þess að menn fengju sjálfkrafa launahækkun í kjölfar slíkra fyrirkomulag ákvæða í kjarasamningum, í því skyni að sem mest af kaupgjaldsákvæðum sé byggt á skýrum viðmiðunum við dagvinnu- tíma í hverju starfi, en myndist ekki með flóknu kerfi álagsgreiðslna. Einnig virðist æskilegt að stefna að því að kjarasamningar taki með skipulegum hætti tillit til launa- skriðs milli samninga, þannig að ekki myndist óhæfilegt bil milli raunverulegra greiðslna og samningsbundinna taxta. í nýlegri greinargerð Kjararannsókna- nefndar kemur fram, að atvinnutekjur kvæntra verkamanna í Reykjavík eru 100% hærri en árslaun dagvinnu samkvæmt næstlægsta Dagsbrúnartaxta. Að þessum verkum þyrfti að vinna milli kjarasamninga, ekki síður en í kjarasamningum. Og ég held einnig, að í kjarasamningum þurfi að koma fram það kaup, sem raunverulega er um samið. En aðilar eiga ekki að leyna þeim kauphækkunum, sem um er samið, eins og báðir aðilar vinnumarkaðarins hafa gert. Það hefur með einhverjum hætti oft á tíðum átt sér stað, bæði af hálfu vinnuveitenda og launþega, að einstakar greinar hafa séð sér hag í því að leyna raunverulegum kauphækk- unum til þess að þær væru ekki notaðar sem fordæmi af hálfu annarra atvinnugreina eða þá til þess að ná meiri kjarabótum sjálfum sér eða sínum starfsmönnum til handa. Ég hygg að þetta séu óeðlilegir starfshættir og þess vegna beri af þeim að láta. Það á að koma fram, hreint og klárt, hvað um er samið í samningum milli vinnuveitenda og launþega. Og það á einnig fremur að miða við það, eftir því sem ég met aðstæður, að kjarabætur komi fram í kauphækkunum frekar en ýmiskonar fríðindum, sem eru jafndýr fyrir atvinnu- reksturinn í heild. Því ég hygg, að reynslan sýni, að kauphækkun í krónutölu er metin meira en ýmiskonar fríðindi. Það sem menn fá í vasann vita þeir um, en hitt sem kemur með óbeinum hætti er síður metið. Aðalatriðið er þó að launakerfið sé þannig uppbyggt, að laun komi launþegum raunveru- lega til góða og verði til þess að atvinnurekst- urinn sé rekinn með hagkvæmara hætti. í þessu sambandi er rétt að nefna þann vanda, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt við að glíma þegar um það hefur verið að ræða, að því er virðist sammála álit þeirra, að bæta beri kjör hinna lægst launuðu. Kjör hinna lægst launuðu Það er mjög sjaldan að tekist hefur í samningum aðila vinnumarkaðarins að bæta sérstaklega laun hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Venjulega hefur sú launahækk- un gengið í gegnum allt kerfið, og hefur oft jafnvel leitt til þess, að hinir launahærri hafa ríkisstjórnarinnar, ef tilganginum er náð, þ.e.a.s. að náð verði til hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Ef aðilar vinnumarkaðarins geta fundið betri aðferð til þess að ná til þessa tekjuhóps, mun ekki standa á ríkisstjórn að verða við beiðni aðila vinnumarkaðarins um breytingu svo að náð verði til hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Það er vissulega göfugt verkefni á sviði kjaramála að leita leiða til að leysa vanda hinna lægst launuðu án þess að hækkanir breiðist út um allt launakerfið. Að þessu verki þurfa menn að einbeita sér við lausn yfirstandandi kjaradeilu. Samræmd efnahagsstefna I skýrslu verðbólgunefndar, sem lauk störfum í febrúar s.l. er að finna bæði rækilega könnun á þróun verðbólgunnar á Islandi undanfarna áratugi, og tillögur um margvíslegar umbætur í hagstjórn, er dregið geti úr verðbólgu. Meðal þessara tillagna og ábendinga má nefna virkari notkun verðjöfn- unar- og tekjujöfnunarsjóða til að draga úr sveiflum í útflutningstekjum, virkari fjár- mála- og peningalega stjórn til sveiflujöfnun- ar í eftirspurn við breytilegar ytri aðstæður, raunhæfa notkun vaxta og verðtryggingar til að vernda peningalegan sparnað og koma í veg fyrir verðbólgufjárfestingu og markvissari stefnu í verðlags- og launamálum. Þótt fátt af þessu sé nýtt, verður aldrei of rík áhersla á það lögð, að einungis með sívakandi og virkri hagstjórn eru líkur til þess að hægt sé í þjóðfélagi, sem svo mjög er háð breytilegum ytri skilyrðum, að tryggja hvort tveggja í senn, hóflega verðlagsþróun og viðunandi atvinnuástand. I skýrslu verðbólgunefndar er sérstaklega bent á þörfina á samræmdri efnahagsstefnu, sem ekki styðjist aðeins við þingfylgi ríkisstjörnar, heldur njóti einnig viðurkenn- ingar og skilnings hagsmunasamtaka almenn- ings. Er hér stuðst við reynslu margra nágrannaþjóða íslendinga þar sem verulegur árangur hefur náðst í viðureigninni við verðbólguna með stefnu í launamálum, sem ríkisstjórnir hafa átt mikinn þátt í að marka, en á móti hefur komið samráð við hagsmuna- samtök um aðra þætti hagstjórnar. Takist ekki að marka samræmda efna- hagsstefnu með þessum hætti, er hætt við að stjórnvöld neyðist til þess fyrr eða síðar að reyna að ná tökum á verðbólgunni með harðvítugum samdráttaraðgerðum á sviði fjárfestingar og opinberra útgjalda, sem dregið gætu mjög úr atvinnu. Þetta tel ég að forðast beri í lengstu lög. Þörf er áframhaldandi endurbóta á hag- stjórninni, togstreytu hagsmunasamtaka og stjórnvalda verður að linna, grundvöllur Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.