Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978 — Vilja leita ráða Framhald af bls. 32. aö etja eins og fram hefur komið. Fyrir liggur veruleg launahækkun 1. júní, bæði er um áfangahækkun að ræða og svo vísitölu, þannig að segja má að það séu nær fullar vísitölu- bætur, sem komi 1. júní vegna þess að áfangahækkunin vegur skerðing- una upp. Okkur er ekki ljóst með hvaða hætti eigi að lifa við það eftir mánaðamótin, því að eins og ástatt er í fiskiðnaðinum þá er ljóst að óhjákvæmilegur fylgifiskur launa- breytinga 1. júní er fiskverðsbreyt- ing, sem hefur minnst tvöfalda vigt til útgjaldaauka í fiskiðnaðinum miðað við launabreytinguna. Er það vegna þess að hráefniskostnaðurinn er hærra hlutfall af kostnaði heldur en laun. Þegar þetta er haft í huga, teijum við óráð að fara að hækka laun umfram þetta." „Hitt er annað mál,“ sagði Kristján Ragnarsson, „að við höfum viljað leita leiða, ef þess væri einhver kostur að bæta fremur en gert er þeim tekjulágu miðað við að það séu dagvinnulaun, sem er og hefur verið krafa verkalýðs- hreyfingarinnar. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að verkalýðs- hreyfingin leggur megináherzlu á álögur og aðra þætti, sem spinna dagvinnukaupið upp. Við viljum taka þátt í að kanna hvort einhver leið sé til, sem gæti gert þetta mögulegt, án þess að mæta þeim útgjaldaauka, sem yrði óbærilegur. Við málið var skilið með góðum huga beggja aðila að hugsa málið út frá því að þau grundvallaratriði, sem nú eru uppi hjá báðum aðilum, virðast ekki samrýmanleg." Snorri Jónsson, varaforseti Alþýðusambands Islands kvað í raun ekki mikið um stöðu samninganna að segja. Málið væri flókið. Hann kvað grundvallarsjónarmið aðila stangast á. „Annars vegar er það uppbæturn- ar, sem boðið er upp á heildarlaun, en hins vegar erum við á því að hækkunin komi á kauptaxtana. Þessi lausn, sem vinnuveitendur bjóða upp á, gæti að vísu hentað í þeim atvinnugreinum, þar sem engin yfirvinna er, en þetta kemur hins vegar afskaplega illa við stærsta hópinn innan Alþýðusambandsins, sem er fólkið sem vinnur við sjávarsíðuna og bjargar sjávaraflan- um hvernig sem á stendur með því að leggja nótt við dag. Þetta yrði stórkostleg skerðing á þeirra kjör- um. Gerir þetta okkur erfitt með að ganga inn á þessa lausn. Því yrði að koma til einhver önnur leið, ef þetta ætti að leysast. Hún yrði að vera sanngjarnari og myndum við þá að sjálfsögðu líta á hana. Nú er verið að íhuga þetta fram til næsta fundar á miðvikudag og málin tekin á dagskrá aftur. Ég vil undirstrika að málin eru engan veginn auðveld viðureign- ar.“ — Skólahúsnæði Framhald af bls. 32. (kennsluálma C, þrjár hæðir). Þar eru stofur fyrir bóklega kennslu og bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla- stjórn og kennara, samtals 8.600 rúmmetrar. — Fossvogsskóli — Annar áfangi húsnæði fyrir skóla- stjórn og kennara, kennslurými og iþróttasalur með búningsklefum og öðru fylgihúsnæði, samtals 6.305 rúmmetrar. — Ilagaskóli — Iþróttahús með skiptanlegum sal ásamt búningsklefum og öðru fylgi- húsnæði og áhorfendarými fyrir ca. 600 manns. Ennfremur er í húsinu rými fyrir- félagsstarfsemi samtals 10.028 rúmmetrar. — Hólabrekkuskóli — Neðri hæð I. áfanga. Kennslurými er samsvar- andi 8 stofum og kennslusalur, samtals 3.000 rúmmetar. — Vogaskóli — V. áfangi. Húsnæði fyrir skólastjórn og kennara, 5 kennslustofur og bókasafn, ásamt lesstofu, samtals 3.300 rúmmetrar. — Ölduselsskóli — Skólinn tók til starfa í 6 færanlegum stofum, er verið híffðu í notkun við aðra skóla. — Öskjuhlíðarskóli — 1. áfangi, húsnæði fyrir skólastjórn og kenn- ara, alm. kennslu og sérgreinar, er samsvarar 8 stofum auk hópher- bergja o.fl., samtals 5.521 rúmmetrar. I skólanum verður m.a. starfsemi sú sem verið hefur í Höfðaskóla við Sigtún. Samið hefur verið við ríkið um yfirtöku Öskjuhlíðarskóla. Tekið í notkun 1976t — Brciðholtsskóli — Útisundlaug (16.7 x 8 m) með búningsaðstöðu. — Fjölbrautaskóli í Breiðholti — Skólasmiðja 5.922 rúmmetrar. Innisundlaug (12.5 x 7.5 m) ásamt búningsklefum og anddyri. — Langholtsskóli — III. áfangi reistur og 4 kennslustofur á efri hæð hans teknar í notkun; 3.967 rúmmetrar. — Vogaskóli — Lokið við V. áfanga og samkomusalur tekinn í notkun. — Færanlegar kennslustofur — Smíðaðar 10 stofur (v. Fossvogsskóla, Hóla- brekkuskóla og Fjölbrautaskólans). Tekið í notkun 1977. — Fjölbrautaskóli í Breiðholti — Ein hæð (1106 fm) í húsi D (sem nú er í smíðum) tekin til afnota. — Langholtsskóli — Sérgreinastofur á neðri hæð III. áfanga teknar í notkun. — Ölduselsskóli — I. áfangi tekinn í notkun. Þar eru 16 kennslu- stofur, 2 kennslusalir og húsnæði til bráðabirgða fyrir skólastjóra og kennara, samtals 6.900 rúmmetrar. — Færanlegar kennslustofur — Fjórar stofur smíðaðar (v. Árbæjar- og Hlíðaskóla). Ilagaskóli. íþróttahús með skipt- anlegum sal ásamt búningsklefum og öðru fvlgihúsnæði og áhorfenda- rými fyrir ca. 600 manns. Ennfremur er í húsinu rými fyrir félagsstarf- semi samtals 10.028 rúmm. Ilólabrekkuskóli. Neðri hæð I. áfanga. Kennslurými er samsvar- andi 8 stofum og kennslusalur, — Verðum að vona . . . - Framhald af bls. 32. inni sé sterk tilhneiging til að láta undan þrýstingnum, sem óskinni fylgir," sagði Gunnar Flóvenz, for- stjóri síldarútvegsnefndar, er Mbl. ræddi við hann í gær. I nýlegu hefti „Fiskets gang“, sem er tímarit norsku fiskimálastjórnar- innar birtist frétt um það að síldveiðar við Island væru stórpóli- tískt mál og að ríkisstjórnin gengi í berhögg við vilja fiskifræðinga varðandi síldveiðarnar. Gunnar Flóvenz skrifaði tímaritinu bréf. „Ég mótmæliti nú í fyrsta lagi þessum þvættingi um að síldveiðarnar væru pólitískt mál og að stjórnvöld gengju gegn vilja fiskifræðinga um veiðarn- ar,“ sagði Gunnar. „Ég benti á að þvert á móti væri algjör samstaða sjávarútvegsráðuneytisins, Haf- rannsóknastofnunar, hagsmunasam- taka sjómanna og útvegsmanna, síldarútvegsnefndar og fiskifélags- ins um takmörkun síldveiðanna við 35.000 tonn í haust. Óneitanlega læðist að manni grunur um að þessi ranga frétt í tímariti norsku fiskimálastjórnar- innar sé birt til að afsaka þá afstöðu norskra stjórnvalda að hunza tillög- ur norskra, íslenzkra og sovézkra fiskifræðinga um nauðsynlegar verndunaraðgerðir vegna norsk-ís- lenzka síldarstofnsins. Sú skoðun virðist ríkja hjá ýmsum aðilum í Noregi, að æskilegt sé að veiða það mikið af norsk-íslenzka stofninum við Noregsstrendur, að hann nái ekki þeirri stærð aftur að síldin taki stefnuna norðvestur í haf að hrygningu lokinni eins og jafnan gerðist áður en hrunið mikla hófst. Niðurlag fréttarinnar í „Fiskets gang“ styður óneitanlega þennan grun okkar. Ég tel mjög áríðandi að íslenzk stjórnvöld og íslenzkir fiskifræðing- ar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hafa áhrif á aðgerðir Norðmanna í máli þessu, enda er hér um gífurlegt hagsmunamál fyrir íslendinga að ræða. Mér er kunnugt um að sjávarút- vegsráðherra hefur reynt að beita áhrifum sínum í sambandi við þetta mál, en óneitanlega finnst mér það undarlegt, hversu lítið íslenzkir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta stórmál. Menn ættu að gera sér það Ijóst, að fjárhagsvandamál Islendinga myndu gjörbreytast til hins betra, ef norsk-íslenzki síldarstofninn kæmi á ný í verulegu magni á miðin fyrir Norður- og Austurlandi. En ef svo færi, þyrfti að standa skynsamlegar að veiðunum og nýtingu síldarinnar en gert var á síðustu síldarárunum," sagði Gunnar Flóvenz. — Leiguhus- næðið Framhald af bls. 2 komið á daginn og menn eygðu hann ekki þá. Það er eindregið mín skoðun að þarna hafi verið skynsamlega að farið og að þessi ráðstöfun hafi flýtt því að Breið- holtsbúar fá nú sína heilsugæzlu- stöð.“ — Þeir höfnuðu Framhald af bls. 2 fulltrúar S-listans væru farnir úr húsinu, þeir hefðu alfarið hafnað öllum tilraunum til viðræðna, einnig að þeir væru og hefðu verið áður en þeir komu tii fundarins ákveðnir í að bjóða fram eigin lista. Um ofangreint vitum við, að Sigurður Hafstein getur vitnað. Við vonum svo, að S-listafólk reyni eftirleiðis að hafa sannleikann betur í heiðri. Marktækni prófkjörs. S-listafólk heldur mikið á lofti, að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafi verið marktækt, eins og þeir vilja orða það. Vegna þessa er rétt að taka fram eftirfarandi. Þátttaka í prófkjörinu var meiri en 'h af kjörfylgi flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 1974, en aðeins einn maður, efsti maður D-listans, hlaut bindandi kosningu skv. reglum prófkjörsins, aðrir ekki. Bindingin er fólgin í þeirri reglu, að þá er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðs skv. því, lengra nær hún ekki. Ef gerður er samanburður um hlutfall kjörfylgis manna í prófkjör- inu miðað við síðustu bæjarstjórnar- kosningar í Kópavogi og í einhverju nágrannasveitarfélaganna, þá hlaut t.d. þriðji maður að atkvæðafjölda í prófkjörinu í Kópavogi, Guðni Stefánsson, sama prósentuhlutfall og t.d. 13. maður í prófkjörinu í Hafnarfirði. Allar breytingar, sem gerðar voru á skipan D-listans í Kópavogi frá niðurstöðum prófkjörs voru gerðar innan ramma þeirra reglna um prófkjörið, sem að sjálfsögðu voru samþykktar einróma í fulltrúaráði flokksins, líka af S-lista-mönnum, sem þar eiga sæti, löngu fyrir prófkjörið. — Iran Framhald af bls. 1. hann sjálfur að sér yfirstjórn hermannanna sem voru sendir á vettvang. Þúsundir manna tóku þátt í þessum mótmælaaðgerðum í Teheran, skammt frá helzta markaðssvæði borgarinnar. Fóru reiðir andófsmenn um götur, köstuðu grjóti i glugga og höfðu uppi hróp gegn keisaranum og kröfðust þess að hann yrði látinn víkja. Hermennirnir fengu fyrir- mæli um að skjóta á mannfjöld- ann eftir að hópur hafði neitað að hlýða fyrirskipunum um að hætta við að fara í mótmælagöngu. Áreiðanlegar heimildir AP-frétta- stofunnar sögðu að keisarinn reyndi eftir föngum að forðast blóðsúthellingar. Ekki hefur verið sagt frá því hvort einhverjir hafa beðið bana, en vitað er að síðan á þriðjudag hafa níu manns látizt í svipuðum óeirðum hér og hvar í landinu. Kann tala látinna þó að vera hærri. Áður en til aðallátakanna í Bazaarhverfinu í Teheran kom í gær hafði verið haldinn fjölda- fundur í hverfinu þar sem ræðu- menn hvöttu til að menn risu upp gegn stjórninni. — Jakobsen Framhald af bls. 1. króna láns með hagstæðum vöxtum og skyldi því varið til að aðstoða eigendur fiskibáta í fjárhagserfiðleikum þeirra og sömuieiðis 25 milljóna danskra króna til að greiða kostnað sem því fyigdi að fiskiskipi yrði lagt að minnsta kosti um þriggja mánaða tímabil. Ríkisstjórnin kom fram með þessar tillögur eftir að sjómenn höfðu tvívegis lokað dönskum höfnum með því að leggja bátum fyrir mynni þeirra. Var ætlan þeirra að vekja athygli á hversu alvarlegar afleiðingar minni veiðikvótar hefðu fyrir sjómenn. Jakobsen sagði að markmiðið væri að draga úr sókninni á meðan þetta kvótakerfi gilti en hann sagði, að það væri ekki ætlunin að borga sjómönnum fyrir fiskinn sem þeir hefðu ekki veitt. Hann tilkynnti einnig að danska stjórnin hefði fengið fyrirheit um stuðning frá vest- ur-þýzku stjórninni, varðandi þá fyrirætlan að boða til sérstaks fundar fiskveiðinefnda Eystra- saltsríkja til að huga að því hvort auka mætti hlut Dana. Vest- ur-þýzkir sjómenn hafa einnig látið í ljós gremju vegna kvóta- kerfisins og höfðu í frammi mótmælaaðgerðir fyrir nokkrum dögum. Jakobsen sagði, að hann vonað- ist til að frumvarpið næði fram að ganga og það yrði samþykkt í þinginu áður en sumarleyfi hefst þann 2. júní. Fulltrúar sjómanna hafa ekki, þegar þetta er ritað, tjáð sig að marki um tillögurnar en gefa í skyn, að þær uppfylli ekki allar kröfur þeirra. Mikilvægt að okkur auðn ist að halda vinnufriðinn Framhald af bls. 17. nýrrar stefnu hefur þegar verið lagður með starfi ríkisstjórnarinnar. Ég nefni aftur og enn á ný gagngerar umbætur í ríkisfjármál- um, fjárfestingu og á lánamarkaði. Á öllum þessum sviðum er nauðsynlegt að gera enn frekari umbætur, þeim er vissulega ekki lokið, en mikilvægur árangur hefur náðst, sem skapar grundvöll fyrir hina nýju stefnu. Hagur lífeyrisÞega Hagur lífeyrisþega hefur verið bættur verulega bæði með mikilli hækkun ellilífeyris og tekjutryggingar almannatrygginga og með sarnkomulagi launþega og vinnuveitenda um lífcvrismál. Hagur lífeyrisþega í verkalýðs- hrcyfingunni hefur nú verið bættur svo að oinhleypur ellilífeyrisþegi sem nýtur bæði tekjutryggingar og greiðslna úr lífeyrissjóði í lífeyri á mánuði svipaða fjárhæð og meöul mánaðarlaun verkamanns í dagvinnu hjón sem svarar hálfum öðrum slíkum iaunum. Hér þarf þó að ganga lengra í réulætisátt. í fyrsta lagi með því að bæta hag jn irr lífeyrisþega sem ekki njóta verðtryggðs ufeyris eins og aldraðir félagar í stéttarfélög- um og er nú unnið að því að semja frumvarp um þetta. Og í öðru lagi með því að fella starfsemi lífeyrissjóða og almannatrygginga í samfcllt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Mikilvægar umbætur Þá hafa verið samþykkt vandlega undirbúin umbótalög um hlutafélög, tekju- og eignaskatt og verðlagsmál. Hér er um mjög mikilvæga löggjöf að ræða, sem skapar atvinnuvegunum og atvinnufyrirtækjunum í landinu starfsskil- yrði. Með þessum lögum verða starfsskilyrði íslenskra atvinnufyrirtækja sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Og í ýmsum þáttum þessara mála hefur átt sér stað gerbreyting sem vonandi verður til þess að íslensk atvinnufyrirtæki verði hér eftir betur vanda sínum vaxin en hingað til. Ég held, að þýðing þessarar löggjafar á þessum sviðum hvað snertir félagaform, hlutafélög, skattamál og verðlagsmál verði ekki ofmetin. En einkum og sér í lagi vil ég leggja á það áherslu að vitaskuld er ekki verið að setja lögin fyrir atvinnufyrirtækin sem slík eða eigendur þeirra. Heldur er löggjöfin til þess að atvinnuvegir landsmanna og atvinnufyrir- tækin í landinu séu betur fær um að sinna því hlutverki sínu að bæta lífskjör alls almenn- ings í landinu. Þessi löggjöf sem síðasta Alþingi hefur samþykkt er einmitt til þess fallin, að sameiginlega megi bæta kjör almennings í landinu með átaki atvinnufyrir- tækja og vinnuveitenda og launþega. Þá hafa verið sett ný lög um sáttasemjara ríkisins þótt ætlunin hafi verið að þau lög yrðu viðtækari og tækju yfir fleiri þætti samskipta aðila vinnumarkaðarins, tel ég mikinn ávinning af því að starf ríkissátta- semjara er gert að fullu starfi. Gert er ráð fyrir því, að hann starfi ekki eingöngu í kjaradeilum heldur og á milli kjaradeilna og hafi það starfslið sem nauðsynlegt er til þess að aðilum vinnumarkaðarins sé haldið að efninu. Ymis ágreiningsmál og sameiginleg hagsmunamál verður að leysa á samnings- tímabilinu. Ekki má safna öllum málum í einn hnút, sem leysa á þegar til vinnudeilna kemur við lok samningstímabils. Þá reynist gjarnan óvinnandi vegur að sinna svo öllum vandamál- um að viðunandi sé. Ymiskonar umbætur hafa verið gerðar eins og ,ég hef getið um í peningamálum og gjaldeyrismálum í frjálsræöisátt. Nú býst ég við að menn séu almennt mjög sammála um það, að tillögur verðbólgunefnd- arinnar svokölluðu, um umbætur í stjórn efnahagsmála eigi rétt á sér og samstaða geti skapast um það út af fyrir sig þótt erfiðara kunni að vera að skapa samstöðu um einstök úrræði þegar þar að kemur. En við skulum í fyrstu umferð einbeita okkur að því, að ná víðtækri samstöðu um slíkar umbætur í hagstjórn, í bættri hagstjórn. Ég hefi undanfarna daga og vikur ráðgast um það við ýmsa forystumenn verkalýðssam- taka og vinnuveitenda hvernig best er að koma á samstarfi þeirra þriggja aðila sem mestu ráða um efnahagsstefnuna og árangur hennar en það er forsenda skynsamlegra aðgerða til lengri tíma. Þetta verður verkefni næstu missera en þessa dagana er mikilvæg- ast að okkur auðnist að halda vinnufriðinn. Það væru grátleg örlög ef íslendingar leiddu sjálfir yfir sig harmkvæli atvinnubrests og framleiðslustöðvunar eftir að hafa sloppið klakklaust að kalla úr efnahagsumróti því, sem orðið hefur í heimsbúskapnum á undanförnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.