Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 27 Tilgangur Öryrkjabandalagsins var í upphafi þessi: Að koma fram fyrir hönd öryrkja gagnvart opinberum aðil- um. Að reka vinnumiðlunar- og upplýsingarskrifstofu fyrir ör- yrkja. Að koma á samstarfi við félaga- samtök er vinna á líkum grund- velli og hagnýta reynslu þeirra í þágu bandalagsins og loks að vinna að öðrum sameiginlegum málefnum öryrkja. Guðmundi varð fljótlega ljóst, að á verkefnaskrá Öryrkjabanda- lagsins vantaði veigamikið atriði, þar sem voru húsnæðismálin. Úr því var bætt nokkru eftir að bandalagið var stofnað, þá var myndaður hússjóður Öryrkja- bandalags íslands. Það hefur síðan verið verkefni þessa sjóðs að byggja leiguíbúðir fyrir öryrkja og þetta var gert vegna þess að af fyrri reynslu var ljóst, að hús- næðismál voru ein erfiðustu vandamál öryrkjanna. Húsnæðið var stærsti liðurinn í framfærsl- unni og mjög torleystur vandi hjá þeim sem vegna skertrar vinnu- getu höfðu takmörkuð fjárráð. Því var það að Öryrkjabandalagið fékk hagkvæma lóð hjá Reykjavíkur- borg, á henni voru teiknuð þrjú háhýsi með um 250 íbúðum og tengibygging milli þessara háhýsa, þar sem ýmis konar þjónusta skyldi veitt, meðal annars vinnu- aðstaða. Nú voru teikningar til- búnar, en fjármagnið vantaði. Með lagni, velvilja og dugnaði voru þó öll vandamál leyst, og í sept. 1966 var fyrsta skóflustungan tekin að fyrsta háhýsinu. Nú við fráfall Guðmundar standa háhýsin þrjú fullbúin í Hátúninu. Fyrsta húsið var tekið í notkun í mars 1969, annað 1971 og það þriðja 1974. Auk þess að eiga þarna 209 íbúðir fyrir ör- yrkja, þá eru þarna einnig í notkun 96 sjúkrapláss, sem ríkis- spítalarnir nota fyrir langlegu- sjúklinga. Lokaátök Öryrkja- bandalagsins í íbúðarbyggingum er svo 40 íbúða háhýsi í Kópavogi sem verður tekið í notkun innan skamms. Eftir er þá aðeins bygging þjónustuálmunnar, það er að segja tengibyggingarinnar á milli há- hýsanna. Byggingarframkvæmdir Öryrkjabandalagsins eru svo merkur þáttur í ævistarfi Guð- mundar Löve, að hans verður ekki minnst án þess að geta þeirra. Hann var ýmist frumkvöðull eða aðal framkvæmdaaðili að starfi bandalagsins öllu. Það má fullyrða að án hans mundu þessi hús ekki hafa risið. Þetta stórvirki, sem um langan aldur á eftir að verða öflug stoð öryrkjum okkar. Þeir, sem með Guðmundi unnu að þessum málum eru nú flestir slegnir. Hann hélt öllum þráðum í sinni styrku hendi, og því blasa nú við erfiðleikar, sem örugglega verður torvelt að leysa. Auk þeirra miklu starfa sem Guðmundur vann fyrir Öryrkja- bandalag íslands, þá gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir opinbera aðila og öryrkja- félög. Hann hafði alllengi verið for- maður endurhæfingarráðs, í stjórn SÍBS, í stjórn Reykjalund- ar, og einnig um langt árabil fulltrúi úthlutunarnefndar öryrkjabifreiða. Hann var og í stjórn íþróttafélags fatlaðra. Guðmundur var löngu þjóð- kunnur maður. Hans margþætta starf náði til allra landshluta og í öllum byggðarlögum landsins var fólk, sem einu sinni eða oftar hafði þurft að leita til hans með sín vandamál. Hæfni hans og vilji til þess að leysa hvers manns vanda var löngu landsþekktur. Guðmundi var veitt heiðurs- merki Rauða kross Islands fyrir nokkrum árum og var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1977. Hinn 10. maí 1941 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Rann- veigu. Börn þeirra tvö, Leó og Sigrún, eru bæði uppkomin. Fjölskyldan var samrýmd og samstillt. A meðan Guðmundur einbeitti kröftunum að lausn vandamála öryrkja, þá kenndi Rannveig málhöltum og fjölfötluð- um börnum. Söknuðurinn er sár, missirinn mikill. Við hjónin þökkum langa og góða viðkynningu og vottum þeim sem eiga um svo mjög sárt að binda innilega samúð. Þjóðin hefur misst óvenjulegan þegn, skarð hans verður vandfyllt. Við öll sem með honum höfum unnið þökkum það tímabil lær- dóms og ánægju og vonum að ferill hans megi verða öðrum hvatning til dáða. Oddur Ólafsson. Óvæg tíðindi bárust mér erlend- is að vinur og starfsfélagi, Guðmundur Löve, væri látinn. Löngu áður en hugtakið endur- hæfing varð til, endurhæfing sjúkra og slasaðra til starfhæfrar tilveru, hófst á íslandi starfsemi sem í reynd var endurhæfing af fágætustu gerð, hafandi mark- miðsorðin „Styðjum sjúka til sjálfbjargar". Guðmundur Löve var einn úr hópi góðra manna sem. hófu þessa framúrstefnandi starfsemi árið 1938 með stofnun Sambands ísl. berklasjúklinga. Síðan eru 40 ár og öldin önnur en þá. Upphaflegum markmiðum varðandi berklasjúkl- inga er að mestu náð en við hver áfangalok var hafist handa við önnur verkefni, hafnadi sömu markmiðsorð og sett voru í upp- hafi. Saga endurhæfingar berkla- sjúklinganna, saga umskiptanna síðustu tvo áratugi yfir í önnur endurhæfingarverkefni á breiðum grundvelli er starfssaga Guðmundar og raunar lífssaga hans. Ungur lauk Guðmundur námi fyrir áformað framtíðarstarf, kennslu. Val hans á þeim vett- vangi var dæmigert fyrir lífslangt viðhorf hans: Engan vissi ég ósparari Guðmundi á fræðslu, leiðbeiningu og leiðsögn án yfir- lætis, án þvingunar, jafnt fyrir unga og gamla, leika og lærða, ríka og fátæka. En jafnframt veiktist Guðmundur ungur hættulegum sjúkdómi og þá voru kreppuárin í fullum blóma. Ekki þarf að leiða getum að því að veikindin voru honum þungt áfall en mér hefur verið tjáð að hann hafi tekið þeim með karlmannlegri ró, þolinmæði og festu, viðbrögðum sem síðar urðu einkennandi meðal annarra eðliskosta hans. Heilsuna heimti Guðmundur aftur og galt fyrir sig með því að starfa til hinstu stundar á þeim vettvangi sem áður var nefndur, að styðja sjúka til sjálfbjargar. Enginn er til frásagnar hve marga Guðmundur aðstoðaði á + Alúöar þakkir fyrir samúö og hluttekningu viö andlát og útför, JÚLÍUSAR INGIMARSSONAR frá Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Olga Elíasdóttir, Ragnar Júlíuaaon. + Hjartans þakkir sendum viö öllum þeím, er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Meiataravöllum 15. Guöbjörg Kriatjánadóttir, Kriatófer Kriatóferason, Kristrún Kristófersdóttir, Oddrún Kristótersdóttir, Smári Krlstólersson, hóra Valentínusdóttír og barnabörn. + Beztu þakkir færum viö öllum þeim, sem auösýndu hlýju og vinarhug viö andlát systur okkar, SVANDÍSAR SIGURDARDÓTTUR, Grund. Sérstakar þakkir viljum viö færa Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, bæöi forráöamönnum og starfsfólki, fyrir frábæra umönnun, í hinni löngu dvöl hennar þar. Jóhannes Sigurósson, Anna Þ. Sigurðardóttir, fitefán Sigurösson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR LÖVE, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 16. maí kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hans er bent á Minnlngarsjóð Öryrkjabandalagsins. Rannveig Löve, Sigrún Löve, Leó E. Löve, Jóhann Ólafsson, Eygló Guömundsdóttir, Karl Löve Jóhannsson, Guömundur Löve, Elín Jóhannsdóttir, Yrsa Björt Löve, Ólafur Jóhannsson, Áskell Yngvi Löve. Eiginmaöur minn. + PÉTUR BJÖRNSSON, fyrrv. erindroki. Drápuhiió 40, lést 11. maí. Þóra Jónadóttir. Systir okkar. + LILJA HJARTARDÓTTIR, Njálagötu 83, lést 10. þ.m. Syatkinin. starfsferli sínum, hve marga hann endurreisti félagslega eftir veikindi og slys, hve mörgum halln kom til manns á ný menntunar- lega, atvinnulega, húsnæðislega og fjárhagslega. Hann var ekki þeirrar gerðar að tíunda framlög sín til skráningar. Guðmundur vissi af eigin raun að rétta leiðin til að nýta endurheimta heilsu, jafnvel þótt skert sé, er sú að tryggja persónulega reisn ein- staklingsins og vissi ltka að vísasta leiðin að því markmiði er fólgin í því að koma ofangreindum félagslegum atriðum og fleirum á eins góðan rekspöl og frekast er unnt í hverju tilviki. Guðmundur stundaði sem sé félagslega ráðgjöf á íslandi löngu áður en starfsgreinin (þ.e. félags- ráðgjöf) varð til, hafandi að bakhjarli eðliskosti og mann- þekkingu. Mannleg samskipti urðu sérgrein hans. Þolinmælði, þraut- seigja, rósemi og grundaða bjart- sýni átti hann í ríkari mæli en samferðamennirnir og tvinnuðust þessar eigindir óspart saman við óþrjótandi útsjónarsemi og næmi fyrir því hvað var raunhæft og Framhald á bls 28. HAGTALA HF. Tölvu- og götunarþjónusta Grensásvegi 13, Sfml 81706 Er það nema von. Það eru svo margar nýjar aðferðir, við bókhald, sem eru betri og hentugri. Okkar lausn tryggirt.d. þægilegri vinnubrögð, meiri hraða, auðveldar hvers konar sundurliðanir og eftirlit með gangi rekstrar og er í mörgum tilvikum ódýrari en gamla lausnin. Okkur væri mikil ánægja að heimsækja þig og sýna þér okkar lausnir á þínum bókhaldsmálum. Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbrófum: Verötryggö spariskírteini ríkissjóös: 1967 1. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100,- 2435.92 Yfirgengi miðað við innlausnarverö Seölabankans 51.6% 1967 i. flokkur 2419.62 31.0% 1968 1. flokkur 2107.81 15.9% 1968 2. flokkur * -IQ12.18 15.3% 1969 1. flokkur 1478.04 15.3% 1970 1. flokkur 1358.76 51.3 1970 2. flokkur 991.94 15.5% 1971 1. flokkur 934.35 50.0% 1972 1. flokkur 814.29 15.5% 1972 2. flokkur 697.00 49.9% 1973 1. flokkur A 535.80 1973 2. flokkur 495.22 1974 1. flokkur 343.96 1975 1. flokkur 281.22 1975 2. flokkur 214.61 1976 1. flokkur 203.15 1976 2. flokkur 164.97 1977 1. flokkur 153.21 1977 2. flokkur 128.34 1978 1. flokkur 100.00 VEÐSKULDABRÉF*: 1. ár Nafnvextir: 26% Kaupgengi pr. kr. 100- 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: H APPDRÆTTISSKULD ABRÉF RÍKISSJÓÐS: pr°'Uk9renioo, 1974—D 1974—E 1974— F 1975— G 348.10 (10%afföll) 246.31 (10% afföll) 246.31 (10% afföll) 171.57 (10% afföll) HLUTABRÉF: Flugleiöir hf Kauptilboð óskast ÞJÁRPEmncnRpÉiAG ínnnDf hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu) Simi 20580 Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.