Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 31 ÞAÐ hefur orðið að samkomu- lagi að undirritaður skrifi vikulegar greinar um knatt- spyrnu í Morgunblaðið í sumar. Reynt verður að bera sem víðast niður, og ræða það jafnan sem verður í brenni- depli hverju sinni. Jafnan verður 1. deildarkeppnin í sviðsljósinu. en annað sem gera má ráð fyrir að helst verði á döfinni verðun landsliðsmáj. málefni og skipulag K.S.Í. Þjálfaramál. ungiingaknatt- spyrna. fjármál knattspyrnu- félaga og sitthvað fleira. 1. deild 1978 Þegar 1. deildarkeppnin hefst er jafnan rætt um að knatt- spyrnu vertíðin hefjist fyrir alvöru. Áður en deildaskipting var upp tekin, var jafnan talað um Islandsmótið. Mér hefur alltaf fundist fallegra að tala um íslandsmótið og mun því jafnan nota það orð frekar en 1. deild. í dag hefst því Islands- mótið með tveimur leikjum. I Vestmannaeyjum leika heima- menn við Víking og í Kópavogi Breiðablik við nýliðana K.A. frá Akureyri. íslandsmeistararnir frá í fyrra hefja sína vörn n.k. þriðjudag gegn sigurvegurum 2. deildar s.l. ár, Þrótti. Sama dag fær Keflavík F.H. í heimsókn og fyrstu umferð lýkur síðan á miðvikudaginn með leik Vals og Fram. Síðan rekur hver leikur- inn annan, 89. leikurinn verður 27. ágúst eða á 104 dögum (furðuleg niðurröðun) en síðasti leikurinn verður 10. september milli Vals og Akraness. Spáð í framtíðina I upphafi Islandsmóts er mönnum hugleikið að spá um hver vinni Islandsmótið og hampar þá jafnan hver sinni hjörð sem mest. Ég spái því að í ár verði keppnin einhver sú jafnasta og mest spennandi sem þekkst hefur. Þessu til stuðnings legg ég til vorleiki þá sem fram hafa farið undanfarn- ar vikur. Flestir hafa þeir verið mjög jafnir, enginn skarað verulega framúr. AKRANES Árangur Akra- ness s.l. 4 ár undir stjórn þjálfara síns Kirby er frábær. Þrír íslandsmeistaratitlar og tvisvar Bikarúrslit. Lið Skaga- manna hefur leikið opinn, hraðan og hvassan sóknarleik þar sem eiginleikar vissra ein- staklinga, t.d. Péturs Pétursson- ar og Karls Þórðarsonar, ásamt ágætum tengiliðum hafa notið sín vel. Helsta veikleikann hefur veriö aö finna í varnarleik en hafa verður það jafnan í huga þegar leikinn er jafn opinn sóknarleikur og Akranes gerir verður einhverju að fórna í staðinrt. Það sem af er árinu hefur Akranesliðið ekki tapað leik og þegar unnið eitt mót, auk þess að vera með nær óbreytt lið frá í fyrra og verður að telja þá líklega til að halda fast í Bikarinn. Akranes verður enn á ný í toppbaráttunni. VALUR. Valsliðið kemur ekki eins sterkt út í vor eins og s.l. ár. Óvenjumikil meiðsli hafa hrjáð leikmenn þess og slíkt getur haft afgerandi áhrif á vertíðina. Einnig hefur Valur skipt um þjálfara og ráðið Ungverjann Nemes í stað dr. Iouri sem verður landsliðsþjálf- ari. Ungversk knattspyrna hefur jafnan verið hátt skrifuð í heiminum og knattspyrnu- þjálfaraskólinn ungverski einn besti þjálfaraskóli sem þekkist, þetta ætti því að gefa góðar vonir um góðan fótbolta. VESTMANNEYINGAR. I.B.V. var það lið sem mest sótti sig á s.l. ári eftir heldur slaka byrjun. Liðið hefur verið skipað kraftmiklum og afar leikglöðum mönnum sem haft hafa mikla ánægju af að leika knattspyrnu.’ Vegna þess hvað liðið leikur fáa vorleiki er erfitt að ráða í getu þess í upphafi, en ef fram heldur sem horfði í fyrra, er liðið til alls líklegt. Leikir liðsins voru oft skemmtilegir á að horfa fyrir beittan sóknarleik en veikleikinn aðallega í varnar- leik. Þjálfari er sá sami og s.l. ár, Skinner. VÍKINGUR. Verður Víkingur efnilegt lið eitt árið enn, eða springur liðið út og sýnir það sem menn hafa vonast eftir mörg undanfarin ár og blandar sér loksins í toppbaráttuna? Þessari spurningu verður fram- tíðin að svara, því svo oft er búið að vonast eftir betri árangri hjá hinu ágæta Víkingsliði að ég veit ekkert hvað ég á að segja. Mörg undanfarin ár hafa Víkingar byrjað vel í upphafi en botninn jafnan dottið úr. Happa- og glappa-aðferðin hef- ur verið nokkuð áberandi, liðið þarf að leika yfirvegaðra og ákveðnara spil og minnka hlaup og kýlingar. Ungur leikmaður, Arnór Guðjohnsen, leikur nú með Víkingi í fyrsta skipti á þessu ári. Hér er á ferðinni eitt mesta knattspyrnumannsefni sem ég hefi lengi séð og verður fróðlegt að fylgjast með þessum unga manni, ef reglusemi og áhugi fara saman á þessi leikmaður glæsta framtíð. Ekki er ósennilegt að Víking- ur tefli fram fleiri nýliðum en önnur lið því 3. flokkur félagsins s.l. tvö ár var eitt skemmti- legasta unglingalið sem lengi hefur leikið í Reykjavík. Ég held að Víkingur blandi sér ekki í toppbaráttuna að þessu sinni. FRAM. Ekkert lið hefur undanfarin ár misst jafn marga leikmenn á stuttum tíma og Fram, ýmist í atvinnumennsku eða í önnur lið. All tíð þjálfara- skipti hafa verið hjá Fram undanfarið og að þessu sinni tekur Guðmundur Jónsson aftur við liðinu eftir 1 árs fjarveru. Þegar Guðmundur hefur þjálfað Fram hefur árangur jafnan verið góður og spái ég að svo verði nú. Fram hefur nær eitt liða í 1. deild alltaf haft íslenzka þjálfara, og hefur leikur liðsins jafnan borið þess nokkur merki. Brotthvarf markvarðar þeirra Árna Stefánssonar er mikill missir, en efnilegur unglinga- landsliðsmarkmaður mun þar fylla skarðið. Ég spái að Fram rísi úr þeim öldudal sem liðið var í í fyrra og verði til alls líklegt. KEFLAVÍK. Keflvíkingar nær endurnýjuðu liö sitt í fyrra. Margir skemmtilegir ungir menn komu inn í liðið og skiluðu betri árangri en menn þorðu að vona. Liðið hefur á að skipa jöfnum leikmönnum ásamt mjög góðum markverði, sem telja verður líklegan sem „kandidat" fyrir landslið (Þor- steinn Bjarnason). Á þessu surnri mun liðið mótast og sýna hvort hér er um framtíðarlið að ræða eða ekki. Þjálfari Kefla- víkur er fyrrum iandsliðsfyrir- liði Guðni Kjartansson. Ég spái að Keflavík sigli lygnan sjó á þessari vertíð BREIÐABLIK. Mjög skiptar skoðanir virðast menn hafa um árangur Breiðabliks að þessu sinni. Margir álíta liðið eitt mesta framtíðarlið deildarinn- ar, aðrir neðan miðju og jafnvel í fallbaráttu. Mér finnst liðið hafa leikið of einhliða knatt- spyrnu og ekki getað skipt um „tempó“ þegar á hefur þurft aö halda og því nær hjakkað í sama fari, ekki leikið illa og ekki vel. Höfuðverkur liðsins hefur stundum verið að vantað hefur góðan markvörð, en góður markvörður getur verið gulli betri á stundum. Breiðablik hefur ráðið tékkneskan þjálfara, sem komið hefur fram í blaða- viðtölum með athyglisverðar tillögur varðandi þjálfun og verður því fróðlegt að fylgjast með þjálfun liðsins. Liðið hefur verið skipað jöfnum leikmönn- um, en sóknarleikurinn jafnan betri helmingur liðsins. Ég spái að Breiðablik eigi í nokkru basli með sæti sitt í 1. deild. ÞRÓTTUR. Þróttur leikur að nýju í 1. deild eftir 1. árs setu í 2. deild. Þróttur hefur lengi verið nokkurs konar „jó-jó“-lið milli deilda, en ég spái að því sé lokið í bili og Þróttur haldi sínu sæti þetta ár. Liðið er skipað ungum leikmönnum sem nær allir hafa haldið hópinn í gegnum yngri flokka félagsins, og jafnan verið í fremstu röð unglingaliða mörg undanfarin ár. Liðsmenn eru stórir og kraftmiklir, en leika kannski að sama skapi ekki ýkja fallega knattspyrnu, knattspyrnu þó sem oft gefur mörk. Sérstaklega vil ég vekja athvgli á markakóngi 2. deildar s.l. ár, Páli Ólafssyni, en þar er mikið efni á ferðinni, og ekki ólíklegt að hann eigi eftir að hrella margan markvörðinn í sumar, auk þess sem landsliðs- sæti ætti ekki að vera langt undan. Þó þarf þessi ungi leikmaður að temja sér prúðari leik en hingað til, og hafa í huga leikbann það sem Evrópusam- bandið dæmdi hann í í leik unglingalandsliðsins s.l. haust en það leikbann er þyngsti dómur sem íslenskur knatt- spyrnumaður hefur fengið, nokkuð sem ekki bara Páll Ólafsson þarf að hugsa um, heldur stjórnendur unglinga- landsliða í sumar. Erfitt verður að ætla Þrótti ákveðið sæti en ég spái að þeir haldi sínum hlut. Þjálfari Þróttar er Þorsteinn Friðþjófsson fyrrum leikmaður Vals og fyrrum þjálfari Breiöa- bliks. F.II. Hafnarfjarðarliðið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og jafnan verið í aftari hluta liða í deildinni. Leikur liðsins s.l. ár var mjög misjafn. Þó lék liðið oft einhvern skemmtileg- Valur og ÍA berjast um titilinn asta fótbolta sem boðið var uppá s.l. ár, fyrir hvað þeir léku opinn bolta og voru ekki rígbundnir við leikkerfi. Einstaklingar liðs- ins fengu því stundum að sýna listir sínar sem gáfu möguleika á fjölbreyttari leik. Liðið leikur yfirleitt léttan, fljótandi bolta. Leikir liðsins í vor gefa ekki miklar vonir um bata frá fyrra ári og því verður að ætla að liðið eigi í erfiðleikum með tilveru sína i deildinni áfram. Þjálfari F.H. er sami og í fyrra, Þórir Jónsson. K.A. Á s.l. ári tryggði K.A. sér í fyrsta sinni í sögu félagsins sæti í 1. deild. Frami félagsins í knattspyrnu hefur verið skjót- ur, var í 3. deild 1975. Róður þeirra að þessu sinni verður erfiður. Byrjunin mun þó verða einna þvngst því vegna búsetu þeirra á Akureyri, verða þeir að leika 4 fyrstu leiki sína á útivöllum og getur því árangur í þeim leikjum haft varanleg áhrif á framhaldið. Liðið verður nokkuð óskrifað blað og því afar erfitt að skipa því á bás í lokin. Dyggir áhorfendur þeirra á Akureyri og nærsveitum munu hafa góð áhrif á liðið í heimaleikjum, og mun sá hópur sem jafnan sækir knattspyrnuleiki á Akureyri, setja skemmtilegan blæ á 1. deildarkeppnina fyrir norðan, og íslandsmótið í heild. Að leikslokum Hér að framan hefur verið rætt vitt og breitt um Islands- mótið í sumar. Niðurstað^n verður sú að ég spái að enn verði það Akranes og Valur sem berjast muni um sigur í íslands- mótinu. Fram, Keflavík og Vestmannaeyingar koma mikið við sögu og hafa jafnvel loka- áhrif á hverjir verði íslands- meistarar. Víkingur og Þróttur niunu verða miðskips en Breiða- blik, F.H. og K.A. berjast fyrir sæti sínu næsta ár. Ég trúi því að þetta íslandsmót verði jafnt og spennandi og það lið sem verður aðeins heppnara en annað og missir fæsta leikmenn frá vegna meiðsla verði sigur- vegari. Ég spái því einnig að nokkrir nýir leikmenn (ungir) setji meiri svip á þetta íslandsmót i*n undanfarin ár, og nokkrir þeirra eigi eftir að marka djúp spor í sögu íslenzkrar knattspyrnu. Svo vel hefur víða verið unnið málefnum knattspyrnunnar að kornið er senn fullþro Öllum leikmönnum, þjálfuru:",, dómurum forráðamönnum laga og vallarstarfsmönnum óska ég gæfu og gengis á komandi „knattspyrnuvertíð", áhorfendur býð ég velkomna á völlinn í von um góða skemmt- un. HM í K N A T T S P Y R N U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.