Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
13
UNGT FÓLK í FRAMBOÐI
„Góðarviðtökur
á hverfafundum”
Sigurður J. Siguðrsson
ávann sér sæti í bæjarstjórn
Akureyrar í síðustu kosning-
um og skipar nú 2. sæti á
framboðslista sjálfstæðis-
manna í væntanlegum bæjar-
stjórnarkostningum. Að auki
veitir hann Olíufél. Skeljungi
h.f. á Akureyri forstöðu svo
ekki kvartar hann yfir að-
gerðaleysi.
„A Akureyri hefur atvinnu-
ástand verið gott að undan-
förnu. Hitaveitan hefur að
sjálfsögðu verið stærsta málið
hjá okkur samfara gífurlegu
átaki í gatnagerðarmálum.
Þessi verkefni hafa eðlilega
farið nokkuð saman. Það eru
einkum þrír málaflokkar, sem
við sjálfstæðismenn leggjum
áherslu á og teljum brýnust á
næsta kjörtímabili.
Endurskoða þarf okkar
aðalskipulag og marka
heildarstefnu í ljósi breyttra
forsendna. Fylgjast þarf náið
með íbúaþróuninni, horfum í
iðnaðar- og atvinnumálum og
öðrum grundvallarþáttum
bæjarlífsins. Þétta er í raun
og veru forsendan fyrir því að
við getum búið okkur til
raunhæfa framkvæmda-
áætlun fyrir framtíðina.
Bundið slitlag á götur
bæjarins er eðlilegt markmið
í framhaldi af hitaveitufram-
kvæmdunum, sem fyrirhugað
er að ganga frá á næsta
kjörtímabili.
Aukinn stuðningur við
íþróttahreyfinguna og annað
félagsstarf. Dæmi um það má
nefna byggingu svæðisíþrótta-
hússins. Við viljum einnig
vinna að því, að íþróttafélög-
unum takist að ganga frá
völlum sínum og annarri
aðstöðu og síðast en ekki síst
áframhaldandi uppbyggingu
skíðamiðstöðvarinnar.
Málefnin eru að sjálfsögðu
miklu fleiri og á þeim hverfa-
fundum, sem við höfum haldið
að undanförnu, hafa ýmsar
markverðar og velþegnar
ábendingar komið fram, sem
við munum taka til umfjöllun-
ar. Þær góðu viðtökur, sem við
hlutum á fundum þessum,
gefa okkur einnig góðar vonir
um gott gengi í kosningunum."
„Starfs míns vegna
eru áhugamálin
tengd skipulaginu”
Jóhann G. Bergþórsson verk-
fræðingur skipar 6. sæti á
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði í næst-
komandi bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum. Hann er
fæddur og uppalinn í Firðin-
um og hefur á undanförnum
árum unnið að margs konar
skipulags- og hönnunarverk-
efnum fyrir bæinn og þekkir
því til mála í heimabyggð
sinni.
„Vegna starfs míns eru mín
áhugamál eðlilega tengd
skipulagningu. Ég vann að
gerð Hvamma-skipulagsins og að
enduruppbyggingu gatna-
kerfisins hér í bænum og tel
mig með vinnu minni hafa
öðlast nokkra innsýn í bæjar-
málin. Staðfesting á legu
Reykjanesbrautar austan
megin byggðar á höfuðborgar-
svæðinu er í mínum huga
okkur Hafnfirðingum eins og
hinum sveitarfélögunum
mikið hagsmuna og öryggis-
mál og satt að segja skil ég
ekki hvað dvelur þessa aug-
ljóslega bráðnauðsynlegu
framkvæmd. Ég hef og einnig
áhuga á að auka fræðslu og
upplýsingamiðlun um skipu-
lagsmálin fyrir almenning og
tel að það mundi stuðla að
auknu aðhaldi, skipulegri og
markvissari vinnu við stjórn-
un bæjar- og sveitafélaga.
Að vinna með framsýni að
leiðarljósi eftir vel unnum
áætlunum mun verða mitt
kosningaloforð og er enginn
málaflokkur bæjarins undan-
þegin í þeim efnum.
„Reddingaraðferðin“ við
stjórnun er því miður allt of
algeng hér á landi, kannski
vegna fámennis og kunnings-
skapar. Menn eru þó hin síðari
ár að gera sér grein fyrir, að
þannig búskapur gengur ekki
til lengdar a.m.k. hef ég fundið
fyrir því hér í Hafnarfirði.
Auðvitað væri hægt að nefna
hér fleiri áhugamál eins og
umhverfis- og félagsmál,
húsnæðismál ungs fólks,
framgang og uppbyggingu
íþróttastarfs o.fl. en ég læt
það liggja milli hluta — þetta
er allt spurning um fram-
kvæmdaröð, sem verður að
byggja á lýðræðislegri og vel
gerðri verkáætlun og svo er
það auðvitað fjármagnið, sem
ákveður hraðann.
Styrk stjórn fjármála hér í
Hafnarfirði á kjörtímabilinu
ber vott um markvissa stjórn
og ég veit að Hafnfirðingar sjá
það og kunna vel að meta. Ég
efast því ekki um að þeir muni
veita okkur sjálfstæðismönn-
um gott brautargengi í
komandi kosningum."
Richard Björgvins-
son skrifar:
X-D
í Kópavogi
Það voru tímamót í Kópa-
vogi, þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn tók við stjórn bæjarins (í
samstarfi við Framsóknar-
flokkinn) árið 1970. Lögð var
að kröfu sjálfstæðismanna
áherzla á vöxt atvinnulífsins,
og gróska hljóp í það. Til
marks um það eru nokkrar
staðreyndir:
• Árið 1970 var iðnaðar-
húsnæði 52 þús. rúmm. en á
árunum 1970—1978 voru 411
þús. rúmm smíaðir til viðbótar.
• Árið 1970 voru atvinnu-
tækifærin í Kópavogi um 800,
en árið 1978 eru þau um 3000.
• Kópavogur hefur á
síðustu átta árum breytzt úr
svefnbæ í iðnaðarbæ. Sjálf-
stæðisflokkurinn í Kópavogi
stefnir að fullu atvinnuöryggi
Kópavogsbúa, en það er
einungis hægt, ef vel er búið að
atvinnulífinu. Það er öllum í
hag, að það blómgist og dafni.
Og fyrirtækin létta auk þess
greiðslubyrði af einstaklingun-
um, tekjur bæjarfélagsins af
þeim auka ráðstöfunartekjur
þess, svo að það getur veitt
betri þjónustu. Þeir, sem kjósa
Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
í næstu bæjarstjórnarkosning-
um, kjósa áframhaldandi
grósku atvinnulífsins, léttari
greiðslubyrði einstaklinganna
og fleiri atvinnutækifæri í
Kópavogi. Þess vegna segja
flestir Kópavogsbúar: X-D.
Nemendur söfnuðu
fyrir myndvarpa
handa skólanum
Stykkishólmi, 17. maí.
GRlÍNNSKÓLA Stykkishólms var
slitið föstudaginn 12. maí í Félags-
heimilinu. Lúðvíg Halldórssön
skólastjóri ræddi við viðstadda og
skýrði árangur. Skólinn starfaði í
14 bekkjardeildum og voru nem-
endur um 280. Á grunnskólaprófi
var hæstur Birgir Sævar Jóhanns-
son, í framhaldsdeild á bóknáms-
braut Eygló Bjarnadóttir en
heilsugæslubraut Sif Haraldsdótt-
ir. Þá tóku 5 nem. próf í sjóvinnu
og luku 30 tonna prófi. Af þeim
voru tvær stúlkur. Tíu ára nem-
endur beittu sér í vetur fyrir
fjáröflun til að kaupa myndvarpa
fyrir skólann og gáfu í því tilefni
út blað sem selt var í bænum og
var þannig aflað tekna til kaupa á
myndvarpanum. Var skólanum
afhentur hann við skólaslitin.
Heilsufar var gott í skólanum í
vetur.
... Þá vakti það athygli að
Krabbameinsfélag íslands verð-
launaði 12 ára bekk fyrir baráttu
hans gegn reykingum meðal barna
og var sá bekkur algerlega „reyk-
laus“ í vetur. Hefir farið í vöxt
undanfarin ár að unglingar í
skólanum og barnastúkunni berð-
ust gegn tóbaksnautn og það með
góðum árangri. Fréttaritari
áTá Timburverzlunin
’K Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Ertu
að byggja!
Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa
í huga er að tryggja sér gott timbur.
1 meir en 70 ár höfum við verslað með timbur.
Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum
okkar til góða. Við getum m.a. boðið:
Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og
sperrurnár. Smíðatimbur og þurrkað timbur í
innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin.
Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar
og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina.
Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af
krossvið og spónaplötum, svo og harðtex,
olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cyþress
í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði.
Efni í glugga og sólbekki.
Onduline þakplötur á þökin.
Þá útvegum við limtrésbita og ramma i ýmiss
konar mannvirki.