Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Frá aðalfundi Hjálpartækjabanka Rauða kross íslands og Sjálfsbjargar Adalfundur Hjálpartækjabankans: Þriggja milljón króna tap á rekstrinum í fyrra RÚMLEGA þriggja milljón króna tap varð á rekstri Hjálpar tækjahanka Rauða kross Islands og Sjálfshjargar á liðnu ári að því er fram kemur í ársskýrslu Hjálpartækjahankans er lögð var fram á aðalfundi hans á föstudag. í skýrslunni segir einnig að 1134 hjálpartæki hafi verið lánuð eða leigð út á árinu 1977. Þá kemur fram að fyrirhugað er að halda tvö námskeið í meðferð hjálpar- tækja á þessu ári. Tap bankans má að nokkru leyti rekja til lágra leigugjalda á hjálpartækjum þeim er hann leigir út. en gjöldin voru hækkuð nokkuð í nóvember síðastliðnum. Er leigan nú nokkuð mismunandi eftir tækjum. en sem dæmi má nefna að tveggja vikna leigugjald íyrir hækju er aðcins 750 krónur, en leiguþegi verður að borga 250 krónur fyrir hverja viku upp frá því. Árið 1977 fóru 15.690.444 krónur í rekstrarvörukaup og annar kostnaður við Hjálpartækjabank- ann nam rúmum sjö milljónum — „Eins og vika Framhald af bls. 47. hefðu fallhlífahermennirnir ekki komið,“ sagði 25 ára belgísk kona. Hún sagði að lítill drengur hefði horft upp á foreldra sína og bróður skotin. Þá hefðu uppreisnarmenn- irnir skipað snáðanum að hirða seðlaveski föður síns og afhenda þeim. Postorino, miðaldra ítali, sagði uppreisnarmenn hefðu skot- ið á fólk inn um glugga á heimilum þess. króna. Tekjur voru hins vegar aðeins tæpar 20 milljónir og var langmestur hluti þeirra, eða um 17.6 milljónir, vörusala. Leigutekj- ur námu alls 991.534 krónum, en áætlaðar leigutekjur á þessu ári eru um 3,3 milljónir. Af hjálpartækjum var langmest leigt út af hækjum eða 1300, en auk þess voru leigðir út hjólastól- ar, göngugrindur, æfingahjól, hjólaborð, lesgrindur, baðsæti og æfingapokar. Þá voru sjúkrarúm lánuö út. Það sem af er þessu ári hafa verið leigð út 789 hjálpartæki og er það öllu meira en á sama tíma i fyrra. I marzmánuði í fyrra hélt Hjálpartækjabankinn námskeið í meðferð hjálpartækja og var það haldið í samráði við vestur-þýzka fyrirtækið Ortopedia, sem Hjálpartækjabankinn hefur um- boð fyrir. I sumar verða hins vegar haldin tvö námskeið og verður annað þeirra haidið í Reykjavík, hitt á Akureyri. Námskeiðið í fyrra var vel sótt og þótti heppn- ast vel og er ekki að efa að svo mun einnig verða í sumar. Um þessar mundir er það ofarlega á baugi hjá Hjálpar- tækjabankanum að bæta þjónustu við landsbyggðina og er stefnt að því að hjálpartæki berist leiguþeg- um úti á landi tveimur dögum eftir að beiðni berst um þau. Þá má geta þess að Hjálpar- tækjabankinn hóf fyrir skömmu sölu á sjúkrakössum í bifreiðar og fyrir heimili. Eru sjúkrakassarnir vestur-þýzkir, en í því landi er skylda að hafa sjúkrakassa í öllum bifreiðum. Eru forráðamenn bank- ans mjög bjartsýnir að að vel gangi að selja kassana, enda þótt sala þeirra hafi hingað til verið fremur dræm. Schmidt vill sjón- varpsfrí Hamborg, 22. maí. Reuter. IIELMUT Schmidt. kanslari V-Þýzkalands, hefur látið í Ijós þá skoðun. að landsmenn ættu að losa sig við sjónvarp einn dag í viku til þess að fá ráðrúm til samræðna. „Við tölum ekki nógu mikið saman,“ sagði kanslarinn, „og gildir þá einu hvort um er að ræða hjón, foreldra og börn, eða vini og kunningja. Það er staðreynd að við verðum sífellt þegjandalegri, og þetta veldur mér áhyggjum. Hefðu Þjóðverjar sjónvarpstækin lokuð einn dag í viku gæfist tækifæri til að ræða vandamál varðandi hjóna- band, fjölskyldu og barnauppeldi." Kanslarinn bætti því við að sjónvarpið hefði marga góða kosti, en það væri gjarnt á að bregðá upp villandi mynd af raunveruleikan- um og daglegu lífi manna, auk þess sem það fjallaði um ofbeldi sem ofur eðlilegt og sjálfsagt mál. í framhaldi af þessu er þá ekki úr vegi að spyrja hvort íslendingar séu ræðnari en aðrar þjóðir og hvort þeir eigi síður við persónuleg vandamál að stríða. „Sjö stelpur” á Patreksfirði Patreksfirði, 22. maí. LEIKFÉLAG Patreksfjarðar frumsýnir á miðvikudagskvöld í Skjaldborg leikritið „Sjö stelpur" í þýðingu Sigmundar Árnar Arn- grímssonar. Aðalleikarar eru: Aldís Bald- vinsdóttir, Anna Stefanía Einars- dóttir, Guðjón J. Guðjónsson og Þorkell Árnason. Leikstjóri er Gunnar Pétursson. Nú er 10. starfsár Leikfélags Patreksfjarðar og er þetta 10. stóra verkefni félagsins, sem hefur auk þeirra staðið að ótal mörgum minni verkum. Fréttaritari. — Belgísku hermennirnir Framhald af bls. 1 öllum fulltrúum Zaire erlendis að forðast allt samneyti við hann. Hann sagði að Simonet yrði hundsaður jafnvel þótt það leiddi til þess að stjórnmálasamband við Belgíu rofnaði. I Brussel neitaði sendiráð Zaire fréttum um að liðsafli Mobutus forseta hefði tekið þátt í fjölda- morðum á hvítum mönnum í Kolwezi. Fréttirnar virðast byggð- ar á staðhæfingu belgísks flótta- manns þess efnis að brynvagnar hafi skotið á 40 hvíta menn. Lík þeirra fundust í hrúgu í húsi einu og þetta var einn hryllilegasti atburður innrásarinnar. Sendiráðið sagði að uppreisnar- menn hefðu lagt hald á hergögn Zairehers og beitt þeim í bardög- unum. Hver flugvélin á fætur annarri kom til Brussel í dag með flótta- menn sem höfðu hræðilegar sögur að segja frá Kolwezi. Einn sagði frá því að faðir hefði verið skotinn af því sonur hans hefði verið að leika sér með leikfangabyssu, annar að eiginmaður hefði verið hálshöggvinn fyrir framan konu sína... Sumir sögðu að afrískir unglingar hefðu tekið þátt í morðunum þegar þeir höfðu tæmt whisky sem þeir hefðu rænt (sjá nánar lýsingar flóttamanna á bls. 46-47). I Lusaka sögðust vestrænir diplómatar hafa heyrt útvarps- fréttir um að uppreisnarmenn hefðu skotið 200 blökkumenn til dauða með vélbyssu í námu. En samkvæmt heimildunum hafa fréttirnar ekki verið staðfestar opinberlega. í París sagði Bongo forseti Gabon að Mobutu forseti kæmi þangað á morgun til að sækja lokafund ráðstefnu æðstu manna frönskumælandi Afríkuþjóða um öryggi Afríku. Ráðstefnuna sitja leiðtogar tuttugu fyrrverandi ný- lendna Frakka í Áfríku og eitt aðalumræðuefnið eru ráðstafanir til varnar gegn árásum uppreisn- armanna. — Kolmunna- veiðar Framhald af bls. 2. dæla vatni í aflann til að auðvelda löndun hefðu ekki gengið vel. Viðar sagði, að Víkingur myndi fara eina ferð ennþá á kolmunnaveiðar við Færeyjar, en siglingin heim tekur 6 dagá með löndunarstoppi, og veiði- tíminn er um fimm vikur frá 1. maí. „Ég reikna með að við byrjum á kolmunnaveiðum hér heima í kring um 1. júlí,“ sagði Viðar, þegar Mbl. spurði hvað tæki við af veiðunum við Fær- eyjar. Um aflaverðmæti kolmunn- ans, sem veiddur er við Færeyj- ar, sagði Viðar: „Við fáum 10,80 krónur á kílóið." — Seðlabankinn Framhald af bls. 48 þegar náðst verulegur árangur í þeirri viðleitni að stuðla að jafnvægi á lánsfjármarkaðnum og vinna gegn óhagstæðum áhrifum verðbólgunnar á ávöxtun spari- fjár.“ Vextir við innlánsstofnanir hafa frá 1. ágúst 1977 verið samsettir af tveimur þáttum, grunnvöxtum og verðbótaþætti vaxta. „Þegar þetta vaxtakerfi var tekið upp, var frá því skýrt, að Seðlabankinn mundi endurskoða verðbótaþátt vaxta að jafnaði á þriggja mánaða fresti með tilliti til almennrar verðlags- þróunar. Jafnframt var tekið fram, að höfð yrði hliðsjón af verðlagsbreytingum samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar, en þó yrði um að ræða sérstaka vaxtaákvörðun Seðlabankans hverju sinni og verðbótaþátturinn því ekki fast bundinn við auglýsta vísitölu samkvæmt ákveðnum reiknireglum." — Brzezinski veltekið Framhald af bls. 1 í viðræðunum nú en tiltölulega kuldalegum viðræðum sem Cyrus Vance utanríkisráðherra átti við kínverska leiðtoga í Peking fyrir tíu mánuðum. Samkvæmt heimild- unum lagði Brezezinski áherzlu á það sem Bandaríkjamenn og Kín- verjar gætu verið sammála um. Brezezinski sagði að Banda- ríkjamenn legðu áherzlu á þrennt í stefnu sinni gagnvart Kína: að vinátta og eðlileg samskipti væru mikilvæg og gagnleg friði í heim- inum, að það væri í þágu Banda- ríkjanna að Kína væri voldugt ríki sem byggi við öryggi og að það væri í þágu Kínverja að Bandarík- in væru voldugt ríki. Samkvæmt heimildum í Peking kom fram gagnrýni á Víetnam í viðræðunum frá Kínverjum sem þykjast ekki lengur vera hlutlausir í deilum Víetnama og Kambódíu- manna. — Rabbað við Elínu Framhald af bls. 16 Þykkvabæjarklaustri en eftir því sem þeir supu meira á sýrunni og grynnkaði í kerinu, heyrðist kerling tauta: — Nú bólar á Barða og er þaðan komið orðtakið sem ýmsir kannast við. En þegar lík smalamannsins kom alveg í ljós hljóp kerling í burtu og kastaði sér í Kötlugjá en fjallið vildi hana ekki og spjó henni upp aftur. Var þetta víst eitt fyrsta Kötlugosið sem sögur fara af.“ — Þú hefur kannski stundum tekið að þér matseldina í svaðilferðum þínum með vísindamönnum á gosstöðum og í jökla- ferðum? “Ég hef hitað mér leið í gegnum mörg verkefnin, sem gert hefur það að verkum að ég hef verið tekin með sem ein af hópnum en ekki blaðamaður, sem menn þyrftu að vara sig á. Ég er líka reiðubúin að hita kaffi hvenær sem er og hvar sem er, en þó ekki sem einhver sérstök kvennadeild.“ — En þú ert einnig sæmilega víðförul erlendis. Veiztu hvað þú hefur sótt mörg lönd heim? “Nei, því get ég ekki svarað með neinni vissu. Ég hef reyndar komið í allar heimsálfur. Hins vegar spurði ungur drengur mig þessa sama nú um páskana og komst að þeirri niðurstöðu að löndin væru yfir 40 eftir að hafa yfirheyrt mig. En ég svaraði honum því, að það væru ótal margir staðir sem ég hefði ekki komið til en mig langaði að heimsækja, því að heimurinn stækkar eftir því sem maður fer víðar í öllum skilningi. En ég nýt þess að ferðast og skemmti- legasta landið þykir mér ætíð það sem ég sótti síðast heim, því að það er auðvitað ferskast í minningunni. Hins .vegar er heimurinn orðinn svo skipulagður með tilliti til ferðamanna, að maður verður alls staðar að gæta þess og eiga þess kost að opna dyr til að kynnast öðru fólki en því sem vinnur að þjónustu við feíða- menn í hverju landi, því að öðrum kosti kemst maður ekki í tengsl við viðkomandi þjóð. Af einskærri heppni hefur mér alltaf tekizt að ramba á skemmtilegt heimafólk í þeim löndum sem ég hef gist. Og eins hef ég orðið vísari af kynnum mínum við aðrar þjóðir: Málin eru aldrei eins einföld og þau líta út í fljótu bragði í fréttum. í fjarlægum löndum má maður nefnilega gæta þess að láta af öllum þessum Norðurlanda rétttrúnaði um hina einu réttu lífshætti." — Þú hefur jafnan verið eindregin jafnréttiskona — og það löngu áður en þau mál komust á dagskrá fyrir alvöru. Það er í það minnsta reynsla okkar samstarfsmanna þinna. „Jú, en án þess þó að gera mér sérstaklega grein fyrir því. í sveitinni var ég til dæmis alltaf notuð sem eins konar snúningastrákur og hestasveinn fremur en til innanhússstarfa. Þegar ég var svo ráðin á Morgunblaðið á sínum tíma setti ég aðeins tvö skilyrði — að ég lækkaði ekki í launum og að ég yrði látin ganga í öll venjuleg blaðamannsstörf, en ekki eins og urðu nú oftast örlög kvenna í blaðamennsku, að þær sátu við þýðingar allan daginn. Vegna þessa þurfti ég að sjálfsögðu að gæta þess að láta aldrei standa upp á mig og fyrir kom að maður þurfti að hlaupa í strand á háhæluðum skóm. Ég hef kannski gengið svolítið fram í þessu þarna í byrjun, en núna er hinn gamli hugsunarháttur löngu úr sögunni á Morgunblaðinu og konur ganga þar í öll blaðamannsstörf sem karlar. Hitt er annað mál að ég var ekki sérstaklega að berjast fyrir jafnréttis- málum — nema þá kannski sem fordæmi, — því að á þessum árum hafði maður enga lausa stund til að vera í neinni slíkri félagsstarfsemi." — Það hefur aldrei hvarflað að þér að hætta í blaðamennsku? „Jú, jú, mér hefur oft dottið það í hug. Þetta er mjög þreytandi starf og maður getur sjaldnast ráðstafað tíma sínum fyrirfram. En svo koma þessar dásamlegu stundir, þegar stóratburðir verða eða maður kemst í kynni við stórmerkilegt fólk sem alveg eins oft er venjulegt óbreytt alþýðufólk sem þekkt fólk. Þessu hefði ég ekki vilja missa af fyrir nokkurn mun, og ekkert annað starf þekki ég, sem þarna gæti komið í staðinn, svo lifandi sem það er og í beinni snertingu við það sem er að gerast í kringum mann.“ - B.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.