Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 37 Um 1000 manns sóttu kosningahátíð ungra sjálfstæðismanna í Sigtúni sl. sunnudagskvöld. Ljósm. Mbl. Kr. ól. Birgir ísleifur Gunnarsson Hljómsveitin Brimkló lék fyrir dansi. BIRGIR ÍSLEIFUR LÉK MEÐ BRIMKLÓ UM 1000 MANNS sóttu kosningahátíð ungra sjálfstæðismanna í Sig- túni sl. sunnudags- kvöld. Auk ávarpa þeirra Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra og Davíðs Odds- sonar voru flutt fjöl- breytt skemmtiatriði. Einna mesta athygli vakti leikur Birgis ís- leifs Gunnarssonar með hljómsveitinni Brimkló, en þeir léku undir fjöldasöng, sem þau Bessí Jóhannsdótt- ir, Björgvin Björgvins- son, og Davíð Oddsson stjórnuðu. Þessi hátíð var önnur í röðinni, sem ungir sjálfstæðismenn halda fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar 28. maí n.k. en mánudag í fyrri viku var haldin fjölmenn kosningahátíð á Hótel Sögu. Með hátíðum þessum vildu ungir sjálfstæðismenn Davíð Oddsson stuðla að kynnum milli frambjóðenda D-listans til borgarstjórnar og ungra kjósenda. Sem fyrr sagði voru á hátíðinni í Sigtúni flutt fjölbreytt skemmti- atriði og má þar nefna að módelsamtökin sýndu fatnað frá Karnabæ, Halli og Laddi skemmtu og hljómsveitin Brimkló lék fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.