Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ W78
5
í lok borgarstjórnarfundar s.l.
fimmtudag, Sem jafnframt var
síðasti fundur borgarstjórnar á
því kjörtímabili, sem nú er að
ljúka, kvaddi Birgir ísl.
Gunnarsson borgarstjóri sér
hljóðs og þakkaði þeim borgar-
fulltrúum, sem kveðja borgar-
stjórn. Af núverandi borgarfull-
trúum verða þó allir í framboði
við kosningarnar n.k. sunnudag,
nema Alfreð Þorsteinsson, ann-
ar af borgarfulltrúum Fram-
sóknarflokksins.
Mbl. sneri sér til Alfreðs og
spurði hann um helztu mál, sem
hann hefði beitt sér fyrir á þeim
tæpu tveimur kjörtímabilum,
sem hann hefur setið í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
sérstaks aðhalds, ekki aðeins til
að tryggja borginni sem hag-
kvæmast verð, heldur verður og
að gæta þess, að allir bjóðendur
vöru og verksölu sitji við sama
borð.
— Viltu nefna eitthvert eitt
mál, sem þér er minnisstæðara
en annað, á þessu tímabili, sem
þú hefur setið í borgarstjórn?
— Ef átt er við mál, sem ég
hef sjálfur beitt mér fyrir, þá
væri hægt að nefna ýmislegt. Þó
dettur mér í hug tillaga, sem ég
flutti um breytingu á Aðal-
skipulagi varðandi svæðið norð-
an Grafarvogs. Samkvæmt
gamla Aðalskipulaginu var ein-
ungis gert ráð fyrir iðnaðar- og
athafnahverfi á þessu svæði,
arinnar. Að sjálfsögðu gildir
þetta ekki um óraunhæfar til-
lögur, sem stundum eru fluttar
af einstökum minnihlutaflokk-
um eða fulltrúum þeirra, enda
er núverandi borgarstjórnar-
meirihluti blessunarlega laus
vuð alla ævintýramennsku í
fjármálum. Fyrir það má hæla
Sjálfstæðisflokknum, þó að ég
sé ekki gjarn á að hæla honum.
— Myndi þá skapast fjár-
málalegt öngþveiti, ef núverandi
minnihlutaflokkar næðu meiri-
hluta í borgarstjórn?
• — Það þarf ekki endilega að
verða. Það er alltaf miklu
þægilegra að vera í stjórnarand-
stöðu og reynslan er oftast sú,
að menn verða miklu ábyrgari.
TQ efs að samstarf minnihluta-
flokka í mdrihluta undir ftrystu
Aliýðubandalaæ niundi Uessast
— segir Alfreð Þorsteinsson sem nú lætur af störfum í borgarstjóm
— Á svo löngu bímabili, sem
tvö kjörtímabil spanna yfir, eru
það auðvitað mörg málin, sem
ég hef haft afskipti af. Fyrst af
öllu vil ég nefna það, að ég hef
beitt mér mjög fyrir bættum
starfsskilyrðum íþróttafélag-
anna í borginni. Eg tel, að sú
barátta mín hafi skilað tölu-
verðum árangri, þó að ég hefði
gjarnan kosið, að enn meira
tillit hefði verið tekið til tillagna
minna, t.d. með afnámi húsa-
leigu á íþróttasölum borgarinn-
ar. Þessi húsaleiga er mikill
baggi á íþróttafélögunum, en
skipti borgina sáralitlu máli
sem útgjaldaliður.
Þá vil ég nefna það, að ég hef
beitt mér sérstaklega fyrir
málefnum Breiðholtshverfa,
sem ekki er óeðlilegt í sjálfu sér,
þar sem ég hef búið þar s.l. 6 ár
og þekki því vel til aðstæðna. Ég
tel, að málefnum Breiðholts-
hverfa hafi þokað nokkuð áleið-
is, þó að þar sé margt ógert enn
þá, sérstaklega í samgöngumál-
um. Meirihlutinn í borgarstjórn
hefur sér til afsökunar, að
fólksfjölgun í Breiðholtinu hef-
ur orðið miklu örari en gert var
ráð fyrir í Aðalskipulaginu og
því ekki óeðlilegt, að sitt hvað
hafi gengið hægar fyrir sig en
æskilegt væri. í þessu sambandi
er oft deilt um forgangsverkefni
og í þeim efnum hef ég verið
ósammála Sjálfstæðisflokknum
í mörgu.
Ég get einnig nefnt, að ég hef
látið til mín taka í sambandi við
innkaupamál borgarinnar, en ég
hef átt sæti í stjórn Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar
s.l. fjögur ár. Þessi málaflokkur
er miklu stærri og þýðingar-
meiri en margir hyggja. Árlega
gerir Reykjavíkurborg innkaup
og samninga við verktaka fyrir
hundruð milljóna króna. I
þessum málum þarf að gæta
sem þó hefur upp á að bjóða
eitthvert fegursta útsýni, sem
fyrirfinnst í borginni, því að
þarna er gott útsýni til sunda og
eyja. Ég gerði að tillögu minni,
að þarna risi íbúðahverfi jafn-
hliða. Þegar Aðalskipulagið var
endurskoðað og samþykkt sem
slíkt hafði þetta sjónarmið verið
tekið til greina og var það mér
fagnaðarefni.
— Hafa borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna áhrif á
stjórn borgarinnar?
— Alveg tvímælalaust. Að
mínu mati er ekki við lýði alger
einsflokks stjórn á Reykjavíkur-
borg, þrátt fyrir traustan meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins.
Þvert á móti hefur vérið tekið
töluvert tillit til tillagna minni-
hlutans í ýmsum málum. Þá á ég
ekki aðeins við tillögur fluttar í
borgarstjórn heldur einnig til-
lögur, sem fluttar eru í hinum
ýmsu ráðum og nefndum borg-
er þeir taka við stjórn sjálfir.
En ég vil þó ekki leyna því, að
mér litist illa á, ef Alþýðu-
bandalagið ætti að hafa forystu
í fjármálastjórn borgarinnar.
Borgarfulltrúar þess eru oft á
tíðum í sáralitlum tengslum við
raunveruleikann. Persónulega
hef ég ekkert á móti borgarfull-
trúum Alþýðubandalagsins
frekar en öðrum borgarfulltrú-
um, þetta er prýðisfólk í dag-
legri umgengni, en sú tilhneig-
ing Alþýðubandalagsmanna að
vilja koma öllum einstaklingum
frá vöggu til grafar á einhverjar
stofnanir, myndi fljótlega gera
Reykjavíkurborg gjaldþrota.
Mér er til efs, að samstarf
núverandi minnihlutaflokka í
hugsanlegum meirihluta undir
stjórn Alþýðubandalagsins,
myndi blessast. Þá ályktun dreg
ég af því, að samstarf þessara
flokka á kjörtímabilinu, sem nú
er að ljúka, hefur verið miklu
skrikkjóttari undir forystu
Framhald á bls. 31
Athugasemd
frá Þorbimi
Broddasyni
Ritstjórar gódir.
Mér er ljóst að það er til
allmikils mælst að æskja rýmis í
Morgunblaðinu í slíkri viku, en
málsbætur eru nokkrar og því
treysti ég ykkur til að birta þetta
bréfkorn í næsta tölublaði.
Þið birtið í dag frétt á baksíðu
sem fjallar um tillögu um aukið
lýðræði í stjórn borgarinnar og ég
flutti á fundi borgarstjórnar s.l.
fimmtudag. Einn liður tillögunnar
fjallaði um að komið skyldi í veg
fyrir að ákvarðanir sem varða
almenning miklu yrðu teknar fyrir
lokuðum tjöldum. Hugmyndin um
bann við lokuðum meirihlutafund-
um byggir á bandarískri lagahefð
sem að sögn vinnur sér æ meira
fylgi vestra („open meetings
laws“). Meirihlutafundur getur
tekið endanlega bindandi ákvörð-
un, minnihlutafundur getur það
alls ekki. Þess vegna eru lokaðir
meirihlutafundir hættulegir lýð-
ræðislegum starfsháttum í miklu
ríkari mæli en sambærilegir fund-
ir minnihluta.
I tillögu minni var hvergi vikið
að Sjálfstæðisflokknum, enda var
hún almenns eðlis. Á hinn bóginn
blandaðist núverandi meirihluti
borgarstjórnar óhjákvæmilega inn
í umræðurnar. Tillagan fjallaði
heldur ekki um starfshætti Al-
þingis, enda þótt svo mætti ætla
við lestur Morgunblaðsins í dag.
Jafnvel þótt hún væri heimfærð
upp á Alþingi þá gæti hún ekki
tekið til funda þingflokkanna þar
sem enginn einn þingflokkur hefur
meirihlutaaðstöðu á Alþingi. Þetta
tók ég rækilega fram við umræð-
urnar í borgarstjórn að gefnu
tilefni frá Davíð Oddssyni. Blaða-
maður Morgunblaðsins, sem er
prýðilega athugull, fylgdist með
þessum umræðum.
Með vinsemd og virðingu,
Þorbjörn Broddason.
Sunnuferd78áÉ
75 ARA
75 ÁRA er í dag á Sauðárkróki, frú
Ólína Björnsdóttir Aðalgötu 5,
eiginkona Guðjói\s Sigurðssonar
bakarameistara þar í bæ.
GKIKKLAND
AÞENUSTRENDUR
RHODOS
SKEMMTISIGLING
Dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumarleyfis-
staður fslendinga. Yfir 1000 farþegar fóru þangað á
síðasta ári þegar Sunna hóf fyrsta íslenska farþegaflugið
til Grikklands og hafa margir þeirra pantað í ár. Þér
getið valið um dvöl í frægasta tískubaðstrandarbæjum
Gylfada í nágrenni Aþenu, þér gatið dvaliö þar á
íbúðarhótelinu Oasis, bestu íbúöum á öllum Aþenu-
svæðinu með hótelgarði og tveimur sundlaugum, rétt við
lúxusvillu Onassis-fjölskyldunnar, góðum hótelum, eða
rólegu grísku umhverfi, Vouliagmeni, 26 km frá Aþenu.
Einnig glæsileg hótel og íbúðir á eyjunum fögru, Rhodos
og Korfu að ógleymdri ævintýrasiglingu með 17. þús.
lesta skemmtiferðaskipi til eyjanna Rhodos, Krítar og
Korfu, auk viðkomu i Júgóslavíu og Feneyjum.
Hægt er að skipta Grikklandsdvöl, og velja viku með
skemmtiferöaskipinu, og 1 eða 2 vikur á Aþenuströndum
eða eynni Rhodos. Reyndir íslenskir farastjórar Sunnu
og íslensk skrifstofa. Einnig Sunnuflug til:
MALLORCA dagflug á sunnudögum ;
COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum
COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum
ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum
K ANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum
PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum
SUNNA
s!
8 i
Z 5
<>
REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAENARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835
éf