Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 16
16 °TMORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Menn hafa löngum valið sér blaðamennskustarfið með tvenns konar hugarfari hér á landi. Annars vegar eru þeir sem fara í blaðamennskuna hennar sjálfrar vegna og hins vegar þeir sem nota blaðamennskuna sem stökkpall til pólitískra metorða. Þess vegna ruglar það öllu ríminu, þegar hinir fyrrnefndu — atvinnublaðamennirnir lenda í pólitíkinni. Atvinnublaðamennirnir þykjast hafa megnustu óbeit á pólitík, en geta þó alls ekki án hennar verið og lifa og hrærast í henni meira og minna. Og hvernig sem á því stendur verða æ fleiri blaðamenn úr þessum hópi pólitíkinni að bráð meðan hinir — þeir sem ætluðu að nota blaðamennskuna sem stökkpall — eiga mun erfiðara uppdráttar. Sennilega er það ekki á færi annarra en þjóðfélagsfræðinga að útskýra þverstæður af þessu tagi. Rabbað við Elínu Pálmadóttur blaða- mann, sem skipar 8. sætið á borg- arstjórnarlista Elín Pálmadóttir er einn at- vinnublaðamannanna sem lent hefur í pólitík. Hún' skipar 8. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins til borgar- stjórnar í Reykjavík — sætið sem þetta allt snýst nú eiginlega um. Við starfsfélagar hennar á Morgunblaðinu urðum aldrei varir við að Ella væri pólitísk í þrengsta skilningi þess orðs. Samt kom það okkur ekki á óvart, að hún skyldi vera beðin um að taka þátt í fyrsta prófkjörinu innan Sjálfstæðisflokksins, né heldur að hún skyldi verða þar svo ofarlega að hún var komin með annan fótinn inn í borgarstjórn. Þar kom til góð þekking hennar á hinum ólíkustu málefn- um eftir nær 2ja áratuga starf í blaðamennsku, ásamt því að Elín er hamhleypa til verka. Og enn heldur hún tryggð við blaðamennskuna þótt annríkið í borgarstjórn sé orðið meira en það var í upphafi. Elín er eiginlega miðbæingur. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hún í Skuggahverfinu — á Lindargötunni í grennd við mikið athafnasvæði með fiskverkun og öðru þar að lútandi, en síðar á unglingsárunum bjó hún í neðsta húsinu á Öldugötunni. Það er því ekki að undra að'miðbærinn skuli eiga sterk ítök í henni. Öll sumur var hún hins vegar í sveit á Bollastöðum, fremsta bæ í Blöndudal, og náði þar í anga af hinni gömlu góðu bændamenningu en síðar þegar hún eltist fór hún að vinna í síldarbænum á Hjalteyri á rannsókna- stofunni þar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og hóf þá fljótlega störf í utanríkisráðuneytinu jafnframt því sem hún stundaði málanám í háskólanum, en síðar starfaði hún hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og í íslenzka sendiráðinu í París. - 0 - „Eg hef aldrei ákveðið fyrirfram að ég ætlaði mér aö gera eitthvað, sett mér einhver markmið til að keppa að, en hins vegar held ég að ég hafi haft lag á að grípa tækifærin þegar þau hafa gefizt og þá hvergi hikað,“ sagði Elín í upphafi spjallsins. Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi, á morgungöngu ásamt föður sfnum, Pálma Jónssyni. mennskunnar, sem ég hef haft not af alla tíð síöan. Það var hins vegar fyrir tilstilli Sigurðar Bjarnasonar að ég réðst til Morgunblaðsins, en þá var Bjarni heitinn Benediktsson einnig ritstjóri hér, og Einar Asmundsson um skeið. Sjálfstæðis- flokkurinn var þá í stjórnarandstöðu og Bjarni Benediktsson á lausu. Kynni okkar höfðu reyndar'byrjað meðan ég vann hjá utanríkisráðuneytinu, því að Bjarni var þá utanríkisráðherra og sá sem veitti mér ársleyfið til að fara til Sameinuðu þjóðanna. Mér líkaði vel við Bjarna og þá sérstaklega við hreinskiptni hans. Ég var í innlendum fréttum og ég man alltaf eftir því, að þegar maður fékk í hendur fréttir sem urðu að teljast óþægilegar fyrir flokkinn í stjórnarandstöðu, vildi maður hafa vaðið fyrir neðan sig og bera þær undir hann. Bjarni leit þá á mig svolítið brúnaþungur og sagði: — Nú, ef það er svona, þá er ekkert við því að gera, en þér verðið að vera alveg vissar um að þetta sé rétt. Það er ákaflega mikils virði þegar maður veit að skoðanir stjórnenda eru afdráttarlausar en Bjarni tók líka rökum. Maður hafði kannski upp á sitt eindæmi afgreitt einhverjar fréttir á kvöldvöktum og þær komu síðan til umræðu morgun- inn eftir og Bjarni vildi vita hvers vegna tiltekin frétt hefði hlotið tiltekna afgreiðslu. En þegar það hafði verið útskýrt fyrir honum, sagði hann: — Það eru rök líka, en í framtíðinni vil ég hafa hinn háttinn á.“ — Þú hefur gjarnan haft lag á því að tengja saman áhugamálin og starfið? „Ég hef aldrei kært mig um að aðgreina líf mitt í afmarkaða þætti eins og frístundir og vinnu. Ég gæti í það minnsta kki hugsað mér að eyða svo miklum tíma í vinnu, sem ég geri, ef ég hefði ekki jafnframt áhuga á því sem ég er að fást við. Lífið er alltof stutt og vinnan of fyrirferðarmikill þáttur, til að maður reyni ekki að njóta hennar líka og að sjálfsögðu um leið að reyna að hafa gagn af lífinu og verða einhvers vísari. Ahugamálin eru mörg og það er rétt — þau eru mörg hver tengd starfi mínu, bæði í blaðamennsku og í borgarstjórn, kannski vegna þess að þar hef ég fengizt við mál sem ég hef haft áhuga á frá fornu fari eða þá öfugt — að við það að kynnast málunum hafa augu manns opnast og áhuginn vaknað. Allt sem ég hef tekið mér fyrir hendúr um ævina — til dæmis ferðalögin innanlands og utan, hafa komið mér að gagni síðar með einhverj- um hætti. Ekkert atvik er svo smávægi- legt að það komi ekki að gagni — ýmist til eftirbreytni eða sem víti til varnaðar." — Er það ekki rétt munað að áhugi þinn á ferðalögum hér innanlands, á íslenzkri náttúru og umhverfismálum almennt síðar meir vaknaði fyrir tilstilli blaðamennskunnar? „Eiginlega bæði og. Ég var farin að ferðast og hafa gaman af landinu áður, en við það að komast í kast við eldgos og „Stundum þurfti að hlaupa á strandstaó á hahæluðum skóm“ „Þannig var það eiginlega fyrir tilvilj- un að ég lenti í blaðamennsku og á sama hátt að ég var komin á kaf í borgarstjórn- armál áður en ég vissi af. En þó að þessi störf séu að mínum dómi ólík, held ég að þau hafi verið eðlileg framvinda hvert af öðru hvað mig sjálfa snertir. Að duga í blaðamennsku hefur að mínum dómi aldrei verið að skrifa endilega vandaðar greinar eða velskrifaðar heldur fremur að vinna fréttir og upplýsingar eins hratt og mögulegt er með eins fáum villum eða skekkjum og unnt er. Maður er ekki að sanna lesendum skoðanir sínar heldur flytja þeim sannan fróðleik, svo að þeir geti dregið eigin ályktanir. Hitt er síðan annað mál, að þegar maður fer að kafa ofan í málin, fer maður ósjálfrátt að mynda sér skoðanir á þeim og reyna að gera sér grein fyrir hvað gera þurfi og hvernig megi úr bæta. Þá fer maður að skrifa greinar, líkt og ég byrjaði t.d. á með því að skrifa Gárur, þar sem kemur í ljós hvaða heildarskoðanir maður hefur á ýmsum málefnum. Það sýndi sig síðan að þær féllu að skoðunum nógu margra borgarbúa, þannig að í fyrsta prófkjörinu 1970 varð ég efsta konan, þó svo að ég væri þá sjálf stödd í Japan og hefði farið út í þetta af hreinu bríaríi, getum við sagt. Ég var síðan varaborgarfulltrúi það kjörtímabil, en fór þá að vinna að ýmsum málum, sem maður hefur síðan viljað fylgja eftir, eins og gefur að skilja. Og til þess varð ég borgarfulltrúi 1974. — En segðu mér nánar frá því hvernig það æxlaðist að þú lagðir fyrir þig blaðamennsku eftir að vera kominn inn á gafl í utanríkisráðuneytinu, sem eflaust einhve>-jir hefðu talið fullnægjandi starfsvettvang. „Það var fyrir tilviljun, eins og ég sagði áðan. Ég hafði aldrei hugsað mér að festast hjá Sameinuðu þjóðunum heldur fékk ég ársfrí hjá utanríkisráðuneytinu til að vinna þar og að þeim tíma loknum var ég send til Parísar í tvö ár. Kannski væri ég þar enn, ef ekki hefði staðið þannig á að móðir mín varð veik, var að lamast. Ég kom þá heim, en ekki endilega fyrir fullt og allt. Ég fór þá að vinna við þýðingar, en áður en ég vissi af var ég komin á kaf í blaðamennskuna. Ég byrjaði hjá Vikunni en þannig stóð á að Jón Guðmundsson ritstjóri var á spítala þaðan sem hann átti reyndar ekki afturkvæmt í blaðamennskuna og mágur hans, Erlingur Halldórsson, sem nú er kunnastur sem leikritaskáld, hafði tekið við blaðinu til bráðabirgða, og stóð næstum því á bryggjunni til að biðja mig að koma og vera með sér á blaðinu, aðallega við þýðingar. Síðan varð Gísli Astþórsson ritstjóri og hann fór að kenna mér ýmis tæknileg atriði blaða- jöklaferðir og þá með þeim mönnum, sem mesta þekkingu höfðu á þessum sviðum, þá var áhuginn vakinn fyrir alvöru. Kannski varð þetta meira en áhugi — árátta ef til vill, enda var farið að kalla mig elda- og ísapíu Morgunblaðsins og mun sú nafngift runnin frá Birgi Kjaran. Ég get stært mig af því að hafa verið fyrst á staðinn með vísindamönnum í fjórum eldgosum. Enginn verður samur maður eftir að hafa horft á jörðina ummyndast í þvílíkum hrikaleik. Sigurður Þórarinsson sagði einhvern tíma: „Elín er eina konan sem hefur haft afskipti af eldgosum síðan Katla leið. Ég vona bara að ekki fari eins fyrir mér.“ — Nú, hvað áttu við? „Jú, sjáðu til. Katla þessi var svarkur mikill og drekkti smalamanninum Barða í sýrukeri og geymdi hann þar. Hún var þá matráðskona hjá munkunum í Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.