Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐURMEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 104. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brzezinski vel tekið í Peking Peking, 22. maí. AP. Reuter. RÁÐUNAUTUR Carters forseta í þjóðaröryggismálum Zbigniew Brzezinski sagði að loknum viðræðum við kínverska leiðtoga í dag að þær hefðu verið gagnlegar, mikilvægar og jákvæðar. Hann sagði að þær hefðu verið gagnlegar vegna þess að báðir aðilar hefðu gert hreinskilnislega grein fyrir afstöðu sinni í alþjóðamálum, mikilvægar vegna þess að athugun hefði leitt í Ijós að báðir aðilar hefðu svipaða afstöðu í flestum heiztu málum og jákvæðar vegna þess að þær mundu auðvelda þá viðleitni að færa sambúð landanna í eðlilegt horf í samræmi við Shanghai-yfirlýsinguna. Brzezinski kvaðst mundu tfl- kynna Carter forseta að niður- staða sín væri sú að fyrir Banda- ríkjamönnum og Kínverjum ætti eftir að liggja að nálgast hvor aðra báðum þjóðunum til gagns og mannkyninu til blessunar. Kínverjar hafa sagt að viðræð- urnar hafi verið báðum aðilum til góðs. Síðan Brzezinski kom til Peking í gær hefur hann rætt við Hua Kuo-feng forsætisráðherra, Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra og Huang Hua utanríkisráð- herra. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum var jákvæðara andrúmsloft Framhald á bls. 30. Sadat fékk 98% í þjóðaratkvæði Kaíró, 22. maí. Reuter. FYRIRÆTLANIR Anwars Sad- ats forseta um að kveða niður gagnrýni hægri- og vinstrisinn- aðra andstæðinga egypzku stjórn- arinnar, banna þátttöku komm- únista 1 opinberu lífi og auka eftirlit með skrifum blaða voru samþykktar með 98,29% atkvæða i þjóðaratkvæðagreiðslu. Nabawi Ismail innanríkisráð- herra sagði þegar hann tilkynnti úrslitin að egypzk alþýða hefði lýst yfir stuðningi við „ábyrgt frelsi, heilbrigt lýðræði og heiðar- lega stjórnarandstöðu". Hann sagði að kjósendur hefðu tryggt lýðræði gegn rógi og efasemdum, hafnað stéttaátökum og vísað á bug áskorunum um „frávik arðrán og lénsskipulag". Sadat hefur jafnan fengið yfir- gnæfandi meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslum. Stjórnarand- stæðingar höfðu nánast engin tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þjóðaratkvæðagreiðslan fylgir í kjölfar harðrar gagnrýni í blöðum stjórnarandstæðinga á stefnu stjórnar Sadats sem hefur verið sökuð um spillingu og harðar deilur á þingi. Samkvæmt tillögum Sadats sem fara nú fyrir þingið verður hert á reglum um starfsemi stjórnmála- flokka og skrif dagblaða og óæskileg gagnrýni verður bönnuð, Stefnt er að því að hreinsa kommúnista í helzta flokki vinstrimanna og gamla félaga í nýja Wafd-flokknum sem voru í þeim gamla fyrir byltinguna 1952. Gagnrýnin á Sadat hefur aðallega komið frá þessum flokkum. Belgískir og f ranskir fallhlífahermenn eru nú á verði í Kolwezi sem þeir hafa náð á sitt vald. Sonur Sáms ærðist New York, 22. maí. Reuter. MORÐINGINN David Berkowitz, „sonur Sáms", gekk berserks- gang í dómhúsi í Brooklyn f dag svo að fresta varð að dæma hann fyrir sex morð sem skelfingu ollu í New York í heilt ár. Berkowitz gekk um dómsalinn og hrópaðit „Stacy var hóra Stacy var hóra." Hann átti við Stacy Moskowitz, síðasta fórnarlamb sitt. Síðan benti Berkowitz á frú Neysa Moskowitz móður Stacys og sagði> „Þetta er hún, þetta er hún." Frú Moskowitz svaraðii „Skepnan þín, skepnan þín." Sex lögreglumenn leiddu þá Berkowitz út úr dómsalnum og hann hrópaði: „Ég drap þau öll, ég drap þau öll." Robert Violante sem var með Stacy Moskowitz kvöldið þegar hún var myrt stóð á fætur og hrópaði: „Það ætti að drepa þig kvikindið þitt." Berkowitz reyndi að stökkva út um glugga á sjöundu hæð þegar hann yar leiddur burt úr dómsaln- um. Ákveðið var að dómur yrði kveðinn upp í máli Berkowitz 12. júní og dómarinn fyrirskipaði nýja rannsókn á geðheilsu hans. Belgísku hermennirnir fara heim frá Kolwezi D' ? Sjá sjónarvottalýsingar á bls. 46 og 47. -D -D Kinshasa, 22. maí. Ruter. BELGÍSKIR fallhlífahermenn voru í dag fluttir flugleiðis frá Koiwezi þar sem hermenn úr frönsku Útlendingahersveitinni eiga enn í höggi við uppreisnarmenn í úthverfum bæjarins þar sem tugir hvítra manna voru myrtir. Forsætisráðherra Belgfu, Leo Tindemans, sagði í Briissel að fallhlffahermennirnir hefðu lokið því hlutverki sfnu að bjarga rúmlega 2.000 hvítum mönnum sem komust lífs af þegar uppreisnarmenn réðust inn í Shaba-hérað. En hann sagði að um 600 fallhlífahermenn yrðu um kyrt í Kamina-flugstöðinni fyrir norðan Kolwezi þar til núverandi „óvissuástandi" lyki. Eftir brottflutning um 1700 belgískra hermanna frá Kolwezi verða eftir í bænum um 1.000 hermenn úr Útlendingahersveit- inni og 600 Zaire-hermenn og þeir munu reyna að verja bæinn gegn Var Savimbi tekinn tíl fanga? Briissel. 22. maí. Reuter. *—w BELGÍSKUR flóttamaður hélt því fram í dag að uppreisnarmenn sem réðust inn f Zaire fyrir viku hefðu tekið til fanga leiðtoga Unitahreyfingarinnar í Angola, Jonas Savimbi, en talsmaður hreyfingarinnar í Lissabon vísaði fréttinni á bug. Flóttamaðurinn sem vill haida nafni sínu leyndu kveðst hafa upplýsingar sínar samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Zaire og segir að Savimbi hafi verið tekinn til fanga skömmu eftir innrásina. Unita-menn í Briissel telja að verið geti að Savimbi hafi verið á svæðinu sem uppreisnarmenn- irnir réðust á þegar árásin var gerð. Þeir segja að Savimbi hafi beðið Mobutu forseta í desember að fá að setjast að í Zaire og koma upp bækistöðvum þar fyrir hreyfingu sína. En talsmaður Unita í Lissa- bon sagði að staðhæfing belg- íska flóttamannsins væri tilbún- ingur. „Leiðtogi okkar er heill á húfi. Eg get ekki sagt ykkur hvar hann er en hann er ekki á valdi uppreisnarmanna," Jonas Savimbi uppreisnarmönnum ef þeir skyldu gera nýjar árásir. Landvarnaráðuneytið í París segir að franskir hermenn mæti mótspyrnu uppreisnarmanna um 10 km frá Kolwezi. Uppreisnar- menn eru taldir hafa 12-15 hvíta menn í gíslingu á undanhaldinu. Samkvæmt vestrænum heimildum má vera að hermenn Útlendinga- hersveitarinnar verði á bardaga- svæðinu í eina til fjórar vikur í viðbót. Fréttaritarar sem hafa komið til Kolwezi hafa fundið fleiri um- merki grimmilegra morða upp- reisnarmanna þá átta daga sem þeir höfðu bæinn á sínu valdi. Tólf lík lágu á vegi sem liggur út úr bænum. Lík lágu enn á víð og dreif á yfirgefnum götum í sjálfum bænum. Phillipe Erulin ofursti, yfirmað- ur hermanna Útlendingahersveit- arinnar, sem stukku úr fallhlífum niður í bæinn til þess að hrekja uppreisnarmenn burt á föstudag- inn, sagði að staðfest hefði verið að uppreisnarmenn hefðu drepið 70 hvíta menn. Áður höfðu vest- rænir fréttaritarar og heimildar- menn þeirra áætlað að milli 100 og 130 hefðu týnt lífi. Erulin ofursti sagði að 300 uppreisnarmenn hefðu verið felldir í aðgerðunum á föstudaginn en tveir hefðu fallið og níu særzt úr liði Frakka. Jafnframt sætti belgíska stjórn- in harðri gagnrýni Mobutu Sese Seko forseta í dag. Hann sakaði Henri Simonet utanríkisráðherra um að hafa dregið að svara beiðni Zaire um aðstoð vegna innrásar- innar í Shaba-héraði og skipaði Framhald á bls. 30. Glistrup- úrskurði hnekkt Kaupmannahöfn, 22. maf. Reuter. HÆSTIRÉTTUR hnekkti í dag úrskurði undirréttar um eigna- upptöku fimm húsa Mogens Glistr- ups leiðtoga Framfaraílokksins. Glistrup var einnig dæmdur í sekt að upphæð 1,5 milljónir danskra króna og hæstiréttur stað- festi þann dóm. Hæstiréttur taldi of veikar for- sendur fyrir eignaupptöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.