Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 1
48 SÍÐURMEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 104. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brzezinski vel tekið í Peking Peking, 22. maí. AP. Reuter. RÁÐUNAUTUR Carters íorseta í þjóðaröryggismálum Zbigniew Brzezinski sagði að loknum viðræðum við kínverska ieiðtoga í dag að þær hefðu verið gagnlegar, mikilvægar og jákvæðar. Hann sagði að þær hefðu verið gagnlegar vegna þess að báðir aðilar hefðu gert hreinskilnislega grein fyrir afstöðu sinni í alþjóðamálum, mikilvægar vegna þess að athugun hefði leitt í ljós að báðir aðilar hefðu svipaða afstöðu í flestum helztu málum og jákvæðar vegna þess að þær mundu auðvelda þá viðleitni að færa sambúð landanna í eðlilegt horf í samræmi við Shanghai yfirlýsinguna. Brzezinski kvaðst mundu tfi- kynna Carter forseta að niður- staða sín væri sú að fyrir Banda- ríkjamönnum og Kínverjum ætti eftir að liggja að nálgast hvor aðra báðum þjóðunum til gagns og mannkyninu til blessunar. Kínverjar hafa sagt að viðræð- urnar hafi verið báðum aðilum til góðs. Síðan Brzezinski kom til Peking í gær hefur hann rætt við Hua Kuo-feng forsætisráðherra, Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra og Huang Hua utanríkisráð- herra. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum var jákvæðara andrúmsloft Framhald á bls. 30. Sadat fékk 98% í þjóðaratkvæði Kaíró, 22. maí. Reuter. FYRIRÆTLANIR Anwars Sad- ats forseta um að kveða niður gagnrýni hægri- og vinstrisinn- aðra andstæðinga egypzku stjórn- arinnar, banna þátttöku komm- únista í opinbefu b'fi og auka eftirlit með skrifum blaða voru samþykktar með 98,29% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nabawi Ismail innanríkisráð- herra sagði þegar hann tilkynnti úrslitin að egypzk alþýða hefði lýst yfir stuðningi við „ábyrgt frelsi, heilbrigt lýðræði og heiðar- lega stjórnarandstöðu“. Ilann sagði að kjósendur hefðu tryggt lýðræði gegn rógi og efasemdum, hafnað stéttaátökum og vísað á bug áskorunum um „frávik arðrán og iénsskipulag“. Sadat hefur jafnan fengið yfir- gnæfandi meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslum. Stjórnarand- stæðingar höfðu nánast engin tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þjóðaratkvæðagreiðslan fylgir í kjölfar harðrar gagnrýni í blöðum stjórnarandstæðinga á stefnu stjórnar Sadats sem hefur verið sökuð um spillingu og harðar deilur á þingi. Samkvæmt tillögutn Sadats sem fata nú fyrir þingið verður hert á reglum um starfsemi stjórnmála- flokka og skrif dagblaða og óæskileg gagnrýni verður bönnuð, Stefnt er að því að hreinsa kommúnista í helzta flokki vinstrimanna og gamla félaga í nýja Wafd-flokknum sem voru í þeim gamla fyrir byltinguna 1952. Gagnrýnin á Sadat hefur aðallega komið frá þessum flokkum. Belgískir og franskir fallhlífahermenn eru nú á verði í Kolwezi sem þeir hafa náð á sitt vald. Sonur Sáms ærðist New York, 22. maí. Reuter. MORÐINGINN David Berkowitz, „sonur Sáms“, gekk berserks- gang í dómhúsi í Brooklyn í dag svo að fresta varð að dæma hann fyrir sex morð sem skelfingu ollu í New York í heilt ár. Bcrkowitz gekk um dómsalinn og hrópaðii „Stacy var hóra Stacy var hóra.“ Hann átti við Stacy Moskowitz, síðasta fórnarlamb sitt. Síðan benti Berkowitz á frú Neysa Moskowitz móður Stacys og sagðii „betta er hún. þetta er hún.“ Frú Moskowitz svaraðii „Skepnan þín. skepnan þín." Sex lögreglumenn leiddu þá Berkowitz út úr dómsalnum og hann hrópaði: „Ég drap þau öll, ég drap þau öll.“ Robert Violante sem var með Stacy Moskowitz kvöldið þegar hún var myrt stóð á fætur og hrópaði: „Það ætti að drepa þig kvikindið þitt.“ Berkowitz reyndi að stökkva út um glugga á sjöundu hæð þegar hann var leiddur burt úr dómsaln- um. Ákveðið var að dómur yrði kveðinn upp í máli Berkowitz 12. júní og dómarinn fyrirskipaði nýja rannsókn á geðheilsu hans. Belgísku hermennimir fara heim frá Kolwezi Sjá sjónarvottalýsingar á bls. 46 og 47. Kinshasa, 22. maí. Ruter. BELGÍSKIR fallhlífahermenn voru í dag fluttir flugleiðis frá Kolwezi þar sem hermenn úr frönsku tltlendingahersveitinni eiga enn í höggi við uppreisnarmenn í úthverfum bæjarins þar sem tugir hvftra manna voru myrtir. Forsætisráðherra Belgíu, Leo Tindemans, sagði í Briissel að fallhlífahermennirnir hefðu lokið því hlutverki sfnu að bjarga rúmlega 2.000 hvítum mönnum sem komust lífs af þegar uppreisnarmenn réðust inn í Shaba-hérað. En hann sagði að um 600 fallhlífahermenn yrðu um kyrt f Kamina flugstöðinni fyrir norðan Kolwezi þar til núverandi „óvissuástandi“ lyki. Eftir brottflutning um 1700 belgískra hermanna frá Kolwezi verða eftir í bænum um 1.000 hermenn úr Utlendingahersveit- inni og 600 Zaire-hermenn og þeir munu reyna að verja bæinn gegn Var Savimbi tekinn til fanga? Brússel. 22. maí. Reuter. ^ * BELGÍSKUR flóttamaður hélt því fram í dag að uppreisnarmenn sem réðust inn í Zaire fyrir viku hefðu tekið til fanga leiðtoga Unitahreyfingarinnar í Angola, Jonas Savimbi, en talsmaður hreyfingarinnar í Lissabon vfsaði fréttinni á bug. Flóttamaðurinn sem vill halda nafni sfnu leyndu kveðst hafa upplýsingar sfnar samkvæmt áreiðanlegum heimildum f Zaire og segir að Savimbi hafi verið tekinn til fanga skömmu eftir innrásina. Unita-menn í Brússel telja að verið geti að Savimbi hafi verið á svæðinu sem uppreisnarmenn- irnir réðust á þegar árásin var gerð. Þeir segja að Savimbi hafi beðið Mobutu forseta í desember að fá að setjast að í Zaire og koma upp bækistöðvum þar fyrir hreyfingu sína. En talsmaður Unita í Lissa- bon sagði að staðhæfing belg- íska flóttamannsins væri tilbún- ingur. „Leiðtogi okkar er heill á húfi. Eg get ekki sagt ykkur hvar hann er en hann er ekki á valdi uppreisnarmanna," Jonas Savimbi uppreisnarmönnum ef þeir skyldu gera nýjar árásir. Landvarnaráðuneytið í París segir að franskir hermenn mæti mótspyrnu uppreisnarmanna um 10 km frá Kolwezi. Uppreisnar- menn eru taldir hafa 12-15 hvíta menn í gíslingu á undanhaldinu. Samkvæmt vestrænum heimildum má vera að hermenn Útlendinga- hersveitarinnar verði á bardaga- svæðinu í eina til fjórar vikur í viðbót. Fréttaritarar sem hafa komið til Kolwezi hafa fundið fleiri um- merki grimmilegra morða upp- reisnarmanna þá átta daga sem þeir höfðu bæinn á sínu valdi. Tólf lík lágu á vegi sem liggur út úr bænum. Lík lágu enn á víð og dreif á yfirgefnum götum í sjálfum bænum. Phillipe Erulin ofursti, yfirmað- ur hermanna Útlendingahersveit- arinnar, sem stukku úr fallhlífum niður í bæinn til þess að hrekja uppreisnarmenn burt á föstudag- inn, sagði að staðfest hefði verið að uppreisnarmenn hefðu drepið 70 hvíta menn. Áður höfðu vest- rænir fréttaritarar og heimildar- menn þeirra áætlað að milli 100 og 130 hefðu týnt lífi. Erulin ofursti sagði að 300 uppreisnarmenn hefðu verið felldir í aðgerðunum á föstudaginn en tveir hefðu fallið og níu særzt úr liði Frakka. Jafnframt sætti belgíska stjórn- in harðri gagnrýni Mobutu Sese Seko forseta í dag. Hann sakaði Henri Simonet utanríkisráðherra um að hafa dregið að svara beiðni Zaire um aðstoð vegna innrásar- innar í Shaba-héraði og skipaði Framhald á bls. 30. Glistrup- úrskurði hnekkt Kaupmannahöfn, 22. maí. Rcuter. HÆSTIRÉTTUR hnekkti í dag úrskurði undirréttar um eigna- upptöku fimm húsa Mogens Glistr- ups leiðtoga Framfaraflokksins. Glistrup var einnig dæmdur í sekt að upphæð 1,5 milljónir danskra króna og hæstiréttur stað- festi þann dóm. Hæstiréttur taldi of veikar for- sendur fyrir eignaupptöku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.