Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 46
46
Brussel, 22. maí. AP:
„INNRÁSARMENNIRNIR skáru
vin minn Simon á háls, drógu
síðan konu hans að líkinu og
nauðguðu henni þar,“ sagði einn
flóttamannanna frá Kolwesi í
Shaba-héraði Jaques Chevalier
þegar hann kom til Brussel í dag.
Kona hans sagði innrásarher-
mennina hafa ráðist á heimili
þeirra hjóna og hótað að nauðga
tíu ára dóttur þeirra ef þau létu
ekki allt handbært fé af hendi.
Breskur maður, kvæntur ítalskri
konu og starfsmaður í kolanámu í
Kolwesi sagðist hafa séð illa
útleikið lík rétt hjá heimili sínu og
þar nálægt fjögur lík sem hundar
hefðu nartað í.
Meir en helmingur flóttafólks-
ins frá bardagasvæðinu í
Shaba-héraði í Zaire kom til
Brússel nú um helgina. Vonir
stóðu til að hægt væri að flytja þá
tvö þúsund sem eftir voru á
bardagasvæðinu til Belgíu í dag.
Rúmlega hundrað Evrópumenn
hafa látið lífið af hendi uppreisn-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Miðaldra kona, sem leitaði
skjóls á veitingastað nálægt bæki-
stöð Zaire-hers, sagði hermennina
þaðan hafa komið undir því
yfirskyni að þeir ætluðu að verja
flóttafólkið en þeir hefðu fljótt
skipað því að láta allt fé af hendi,
hrifsað til sín handtöskur og
seðlaveski.
SKUTU Á ALLT
Margt flóttafólksins lauk lofs-
orði á trúmennsku innfæddu
þjónanna sinna. Belgískur skrif-
stofumaður sagði þjón sinn, sem
væri sjálfur af ættflokki Lúnda,
hafa logið því að hann væri farinn
þegar Lúndamenn bar að garði og
þar með bjargað lífi sínu. Aðrir
sögðust hafa fengið viðvaranir við
innrásinni frá þjónum sínum,
m.a.s hálfum mánuði áður én
innrásin hofst. Að sögn flótta-
fólksins var skotgleði innrásar-
manna með eindæmum; hefðu þeir
nánast skotið á hvað sem var og
í allar áttir.
I afríska hverfinu í Kolwesi var
Lík tveggja hvítra í Kolwezi.
„Eins og vika í helvíti”
segir fólkið frá Kolwezi
armanna eða fallið í bardögum
frönsku og belgísku hersveitanna
við innrásarliðið.
Á flugvellinum í Brússel hafa
ættingjar flóttamanna beðið í
ofvæni en von var á sex vélum í
dag. Meðal þeirra sem komu í
morgun voru nokkrir trúboðar,
sem óku þrjú hundruð kílómetra
vegalengd frá bækistöðvum sínum
til norðurhluta Shaba-héraðs, þar
sem belgíska björgunarsveitin
hefur búið um sig á Kaminaflug-
velli.
„LÍKAST
HELVÍTI“
Frásagnir flóttafólksins eftir
þessar viku hörmungar frá því
innrásin hófst eru flestar á þann
veg að grimmd innrásarhermann-
anna hafi verið óskapleg og
ástandið í þennan vikutíma hafi
verið líkast helvíti. Námuverk-
fræðingur nokkur líkti upphafi
innrásarinnar hinn 13. maí við
„upphaf veiðitímans í Kolwesi".
Fjórir nágranna hans gægðust í
grandaleysi út um dyrnar heima
hjá sér og fengu kúlnahríð beint í
andlitið.
Menn af ættflokki Lúnda réðust
algerlega óvænt inn í Kolwesi um
það leyti er margir voru á leið til
vinnu. Þá voru fjórir farþegar í
Renault-bifreið stöðvaðir með
vélbyssuskothríð á einni aðalgöt-
unni. Þrír létu lífið samstundis, en
sá fjórði komst helsærður í skjól
undir bílinn, þar sem hann lá til
myrkurs. Skreiddist hann þá til
heimilis síns, sem var skammt frá.
Við komuna til Brússel töluðu
margir flóttamannanna um van-
mátt Zaire-hers og sögðu her-
mennina hafa farið um Kolwesi
ruplandi og rænandi.
tilkynnt í hátölurum að allir er
stæðu fyrir ránum yrðu skotnir
samstundis. Engu að síður hlupu
innfæddir, tötrum klæddir ungl-
ingar um með skotvopn og skutu
fólk niður ef það afhenti ekki alllt
handbært. Innrásarhermennirnir
létu þetta meira að segja ekki gott
heita heldur heimtuðu toll af
ránsfengnum að sögn sjónarvotta.
Þá sagði flóttafólkið að innrás-
armennirnir hefðu verið komnir
Flugstöðin á Narita-flugvelli séð úr lofti.
2ja daga allsherj-
arverkfall í Perú
Lima, 22. maí. AP.
TVEGGJA daga allsherjarverk-
fall hófst í Perú í dag og var til
þess efnt til að mótmæla háu
verðlagi á nauðsynjavöru, svo og
herforingjastjórninni. Síðan
stjórnin tilkynnti verulegar
hækkanir á bensíni, fargjöldum
og matvöru fyrir viku hefur verið
róstusamt mjög í landinu. í
átökum milli mótmælafólks og
lögreglu hafa að minnsta kosti 18
manns Itið lífið og yfir 50 særzt,
og þegar verkfallið hófst í morg-
un komu æstir unglingar upp
vegatálmunum og fóru með grjót-
kasti að bifreiðum í Lima.
Herforingjastjórnin lýsti yfir
herlögum í landinu á föstudaginn
var, og var lögreglu þar með
heimilað að gera húsleit án
undangengins úrskurðar, stöðva
útgáfu blaða og aflýsa opinberum
fundum.
Á undanförnu ári hefur fram-
færslukostnaður í Perú hækkað
um 43 af hundraði. Þátttaka í
verkfallinu er almenn, og í Lima
eru einungis nokkrar verzlanir í
miðborginni opnar. Biðraðir eru
við þær fáu matarbúðir, sem opnar
eru í borginni, en umferð hefur
verið í lágmarki, enda ganga
almenningsvagnar ekki.
Mountain View, Kaliforníu, 22. maí.
AP. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn
skutu á laugardag á loft geimfar-
inu Pioncer-Venus I, sem ætlað er
að kanna veðurfar á reikistjörn-
unni Venusi. Skotið tókst vel, og er
flaugin á leið til Venusar á um 17
þúsund kílómetra hraða á klukku-
stund. Reiknað er með að geimfar-
ið komist á braut um Venus 4.
desember.
Það er bandaríska geimrann-
sóknastofnunin NASA, sem hefur
Flug hafið
frá Narita
Narita, Japan, 22. maí. Reuter.
FARÞEGAFLUG hófat í dag frá
Narita flugvellinum umdeilda við
Tókíó eftir ítrekaðar tilraunir öfga-
sinnaöra vinstrimanna til að koma
í veg fyrir að völlurinn yrði tekinn
í notkun.
Um sjö þúsund manna lögregluliö
gætir vallarins, og í dag varö
lögreglan aö draga niöur loftbelg,
sem öfgasinnarnir höföu komið fyrir
yfir einni fiugbrautinni. Á laugardag
reyndu öfgasinnarnir enn að koma í
veg fyrir opnun flugvallarins, og er
talið aö þá hafi þeir mætt meö um
20 þúsund manna lið. Lögreglunni
tókst aö bægja þeim frá, og í dag
voru þar aöeins nokkur hundruð
manna. Þessir öfgasinnar hafa þó
ekki lagt upp laupana, heldur heitiö
því aö halda áfram skæruhernaöi
gegn flugvellinum í von um aö honum
veröi lokaö á ný.
Narita-flugvöllurinn kemur í staö
alþjóða flugvallarins í Haneda. Upp-
haflega átti hann aö komast í gagnið
árið 1971, en opnunin hefur tafizt af
ýmsum sökum. Öfgasinnarnir hafa
aðallega barizt gegn opnun vallarins
til þess aö sýna stuöning við þá
bændur, er misstu jaröir sínar undir
flugvallarsvæöiö. Aö minnsta kosti
fimm manns hafa látizt í átökum um
völlinn, og rúmlega átta þúsund
hlotið sár.
yfirumsjón með þessum rannsókn-
um, og er þeim stjórnað frá
Ames-rannsóknastöðinni í Kali-
forniu. Forstöðumaður stöðvarinn-
ar, Robert Hofstetter, segir að
vísindamenn voni að upplýsingar
frá Venusi geti auðveldað og aukið
skilning á veðurfari á jörðunni.
Öðru geimfari, Pioneer-Venus II,
verður skotið á loft í ágúst. í því
geimfari eru fimm smærri hnettir,
sem skiljast frá flauginni þegar hún
er um 13 milljón kílómetra frá
Venusi, og fara hver á sína braut.
Á leið til Venusar
John Daniel Christian á leið inn í lögreglustöðina í Austin.
Skaut kennarann
Austin, Texas. John Daniel skaut þremur skot-
ÞRETTAN ára skólapiltur í um. Grayson var 29 ára.
Texas skaut kennara sinn til
bana fyrir helgina. og segja
skólafélagar hans hann hafa
gert það vegna gagnrýni í
skólanum. falleinkunnar hjá
kennaranum. og vegna þess að
hlegið var að honum í tíma.
Piltur þessi heitir John Daniel
Christian, en faðir hans, George
Christian, var um skeið blaða-
fulltrúi Lyndons Johnsons, þá-
verandi forseta" Bandaríkjanna.
Skólafélagar drengsins segja
svo frá að John Daniel hafi
komið of seint í enskutíma hjá
kennaranum, Wilbur Grayson,
og haldið á riffli undir hand-
leggnum, hlaupvídd 22. Grayson
sat við púltið, og var kennsla
þegar hafin. Miðaði John Daniel
þá á kennarann, sem virtist ekki
taka piltinn alvarlega. Ætlaði
Grayson að segja eitthvað þegar