Morgunblaðið - 17.06.1978, Side 16

Morgunblaðið - 17.06.1978, Side 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Franska hugmyndin að flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Sú hugmynd byggir á spá sem var gerð áður en olíukreppan skall á og miðar við h eru möguleikar til að stækka í framtíðinni. Ðygging nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli Meðfylgjandi myndir sýna hugmyndir að nýju flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. en þessar hugmyndir eru lagðar fram frá frönskum og dönskum aðilum sem voru fengnir til að gera úttekt á þörf og mögulcikum í flugsamgöngum um Keflavíkurflugvöll. Byggist niðurstöður þeirra á víðtækri spá um flug til og frá Islandi og flugumferð með viðkomu á íslandi. Frumathuganir í þessum efnum hafa verið unnar annars vegar af franskri stofnun sem sér um byggingu flugvalla í Frakklandi og víðar um heim og hins vegar danskri stofnun sem hefur teiknað marga ilþjóðlega flugvelli og t.d. Kastrup í Kaupmannahöfn. Doðrantar þessara stofnana með athugunum og upplýsingum varðandi uppbyggingu flugstöðvar á Keflavikurflugvelli fylla margar bækur, en samkvæmt samkomulagi við Varnarliðið frá 1974 er gert ráð fyrir aðskilnaði á svæði Varnarliðsins og almennri flugstarfscmi samkvæmt upplýsingum Páls Ásgeirs Tryggvasonar ráðuneytisstjóra í Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt þessu samkomulagi taka Bandarfkjamenn á sig kostnaðinn við að skapa sömu aðstöðu á nýja staðnum. en ekki liggur fyrir ennþá hvernig skintingu kostnaðar við byggingu sjálfrar flugstöðvarinnar verður skipt. Bandaríkjamenn hafa hins vegar fallist á að taka mjög verulegan þátt í byggingunni fjárhagslega. Engar lokaákvarðanir hafa verið teknar um stærð flugstöðvarinnar en þær teikningar sem liggja fyrir gera ráð fyrir breytilegum stærðarmöguleikum og byggingu í áföngum. Með vaxandi flugþróun þarf margs konar breytingar í afgreiðslu flugumferðar og nóg pláss til athafna og frekari uppbyggingar fyrir framtíðina. Það nýja svæði sem samþykkt hefur verið undir almcnna flugstöð á Keflavíkurflugvelli stendur alveg sér á flugvallarstæðinu miðsvæðis miðað við framtíðarmöguleika í uppbyggingu flugvallarins, en þó um leið miðsvæðis á núverandi flugumferðarsvæði. Kostnaður við byggingu flugstöðvar skiptir milljörðum króna, en samkvæmt upplýsingum Páls Ásgeirs má reikna með að frá því að fjárhagsgrundvöllur verði tryggður taki um 5 ár að byggja flugstöðvarmannvirkin. Reiknað er með að öll teiknivinna geti tekið 114—2 ár, um 'A ár að bjóða verkið út og 2 ár að byggja mannvirkin. Grunnmynd að flugstöðvarbyggingu frönsku hugmyndarinnar og afgreiðslusvæði, en þar er um að ræða þriggja hæða byggingu með margvíslegum þjónustumöguleikum. /// / /// // /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.