Morgunblaðið - 28.06.1978, Side 2

Morgunblaðið - 28.06.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 Fundahöld hjá flokkum Stjórnmálaflokkarnir halda þessa danana fundi til að ræða þau viðhorf, sem nú hafa skapast í íslenskum stjórnmál- um í kjölfar alþingiskosning- anna á sunnudag. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og hinn nýi þingflokkur koma saman til f-undar í dag og hefst fundurinn kl. 14 í Valhöll við Háaleitisbraut. Þingflokkur Alþýðuflokksins kemur ssman f Alþingishúsinu í dag kl. 17 og klukkan tvö í dag verður fundur í þingflokki Fram- sóknarflokksins en sá fundur verður einnig í Alþingishúsinu. Alþýðuhandalagið hefur boðað framkvæmdastjórn og þing- flokk flokksins saman til fundar á mánudag en f gær var haldinn óformlegur fundur þingfiokksins og framkvæmda- stjórnarinnar með þeim þing- mönnum, sem staddir voru í Reykjavík. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður kemur til fundar framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðubandalagsins í gær en Ólafur er formaður framkvæmdastjórnarinnar. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Greiðsluerfið- leikar hjá RARIK Óleystur vandi nú 400 milljónir Norsk-íslenzki síldarstofninn: Norðmenn heimila veiði á 7500 lestum NORSK stjórnviild hafa nú heimilað veiði á 7500 lestum af norsk íslenzka sfldarstofninum í haust. A s.l. ári heimiluðu stjórnvöld vciði á 10 þús. lestum. en reyndin varð sú að miklu meira var veitt. Af þessu magni verður leyft að veiða 3000 tonn í reknet og 1500 tonn í hringnót. Norskir sjómenn og útgerðarmenn höfðu farið fram á að fá að veiða miklu meira, en norskir fiski- fræðingar höfðu áður lagt til að ekki yrði leyft að veiða síld af þessum stofni við Noreg á þessu ári, og eins höfðu ísienzk stjórn- völd farið fram á að ekki yrði neitt veitt af norsk-íslenzka síldarstofn- inum nú. Jakob Jakobsson fiskifræðingur og formaður nefndar þeirrar sem fjallar um uppsjávarfiska í N-Atlantshafi á vegum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að tillögur norsku fiskifræðinganna hefðu einkum byggst á því, að veiðiheimildir hefðu verið marg- brotnar á s.l. ári og því vissi enginn með vissu hve mikið hefði verið veitt af síld af þessum stofni. INNLENT Þá hefðu fiskifræðingarnir búizt við tiltölulega stórum árgangi inn til hrygningar á sl. ári, en síldin hefði ekki reynzt haldið hefði verið hrygnt. þroskuð og og því lítið Skipaðir yfirmenn við nýju verðlagsstofnunina VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur skipað Georg Ólafsson verðlags- stjóra og Gunnar G. borsteinsson varaverðlagsstjóra en umsóknar- frestur um stöðurnar er nýlega runninn út. Báðir þessir menn hafa starfað við Verðlagsskrif- stofuna undanfarin ár, Georg sem verðlagsstjóri en Gunnar sem skrifstofustjóri. Með tilkomu nýrra laga um verðlag og sam- keppni er gert ráð fyrir því að ný stofnun. Verðlagsstofnun. taki til starfa í haust og mun httn hafa víðara starfssvið en núverandi Verðlagsskrifstofa. Vegna nýju laganna voru fyrrnefndar stöður auglýstar lausar til umsóknar. Georg Ólafsson er 32 ára gamall Reykvíkingur. Hann varð stúdent frá MR 1965 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1970. Hann hefur síðan stundað framhaldsnám í fjármála- fræði í Kaupmannahöfn. Georg hóf störf hjá Seðlabankanum 1970 Georg Ólafsson Gunnar G. Þorsteinsson. og starfaði þar til ársins 1974 er hann tók við starfi verðlagsstjóra. Georg er kvæntur Soffíu Stefáns- Framhald á bls. 18 EF EKKI á illa að fara verður að leysa fjárhagsvanda Rafmagns- veitna rikisins fyrir 1. ágúst n.k., en þá verður að vera búið að leysa það efni út, sem ætlunin er að nota í sumar. sagði Gylfi bórðar- son fjármálastjóri Rafmagns- veitna rikisins þegar Morgun- blaðið ræddi við hann f gær. Gylfi sagði að óleystur væri 400 millj. kr. fjárhagsvandi Raf- magnsveitnanna, en fyrr á þessu ári hefði stór hluti af vanda stofnunarinnar verið leystur með Reykjavík; D-listaskemmt- anir í Sigtúni Á fimmtudag verður efnt til skemmtunar fyrir þá sem störfuðu fyrir D-listann í Reykjavík á kjördag. Skemmtunin verður í Sigtúni við Suðurlandsbraut fimmtudag 29. júní og hefst kl. 21. Hljómsveitin Galdrakarlar leik- ur fyrir dansi til kl. 1 e.m., þá verður einnig haldin skemmtun fyrir það fólk, sem starfaði fyrir D-listann á kjördag og ekki hefur náð 18 ára aldri, í Sigtúni mánudág 3. júlí kl. 20—24. Miðar verða afhentir á miðviku- dag og fimmtudag kl. 9—17 á skrifstofu Fulltrúaráðssins í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Reykjaneskjördæmi: D-listaskemmt- un í Átthagasal Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í reykjaneskjördæmi efnir til D-lista skemmtunar fyrir þá sem störfuðu við alþingis- og sýeitarstjórnarkosningarnar í Átt- hagasal Hótel Sögu í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst skemmtunin kl. 21.00. Miðar eru afgreiddir á skrifstof- um Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- neskjördæmi. því að breyta greiðsluáætlunum, en ennþá vantaði 1150 millj. kr. upp á að endar næðu saman. Byggingarvísitala hækkar um 13% HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta júní 1978 og reyndist hún vera 217,45 stig, sem lækkar í 217 stig (október 1975 = 100). Gildir þessi vísitala á tíma- bilinu júlí-september 1978. Sam- svarandi visitala miðuð við eldri grunn er 4318 stig og gildir hún einnig á tímabilinu júlí-september 1978, þ.e. til viðmiðunar við vísitölur á eldra grunni (1. okt. 1955 = 100). Samsvarandi vísitölur reiknaðar eftir verðlagi í fyrri hluta mars 1978 og með gildistíma apríl-júní 1978 voru 192 stig og 3822 stig. Hækkun frá mars til júní 1978 er '13,0% Pilturinn sem lézt Myndin er af Ómari Hilmarssyni, sem lést í bílslysi við Laxá í Dölum á sunnudag, Ómar var fæddur 27. apríl 1961 og átti heima að Kolbeinsá í Hrútafirði. Aftenposten segir Alþýðuflokkinn hafa þegið 27,7 milljónir — Þessi fjárhæð er víðsfjarri, segir Benedikt Gröndal form. Alþýðuflokks NORSKA hlaðið Aftenposten skrifar fyrir nokkrum diigum um fjárhagsmál Alþýðuflokksins og þá fjárstyrki, sem alþýðuflokks- menn hafa notið frá bræðra- flokkunum á Norðurlöndum. Segir blaðið að það hafi upplýsingar um að fjárstyrkur inn, sem veittur hafi verið Alþýðuflokknum hafi numið um 575.000 norskum krónum, sem er jafnvirði 27,7 milljóna íslenzkra króna. í greininni kemur fram að blöð norska Verkamannaflokks- ins hafi styrkt pappírskaup alþýðuflokksmanna með 50.000 króna framlagi, sem cr um 2,4 milljónir króna og sömu upphæð- ir hafi komið frá Verkamanna- flokknum sjálfum og norska alþýðusambandinu eða samtals 150.000 krónur, sem í íslenzkri mynt er 7,2 milljónir íslenzkr? króna. Morgunblaðið spurði Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokks- ins um þessi mál. Benedikt kvað hóp af norskum blaðamönnum hafa komið hingað til lands nýlega eða í vikunni fyrir kosningar. Fjórir eða fimm þeirra töluðu m.a. við Benedikt. Spurðu þeir m.a. um þessa norrænu aðstoð til Alþýðu- flokksins og Alþýðublaðsins. „Ég gaf þeim svör við þeim spurning- um á sama hátt og við höfum skýrt frá þessu hér heima áður,“ sagði Benedikt. „Þeir hafa verið að skrifa fréttir um þetta, en af minni hálfu var ekki um að ræða neitt, sem ekki hafði áður birzt hér. Ég man sérstaklega eftir þessum manni frá Aftenposten, en man ekki, hvort hann nefndi þessar 575 þúsund norsku krónur, en hún er víðs fjarri sanni og mér er algjör ráðgáta, hvaðan hún geti verið komin.“ Þessi fjárstyrkur er norrænt mál og ekki bara norskt," sagði Benedikt, „og hefur í raun og veru verið gert allt of mikið úr hluta Noregs. En ég sagði blaðamönnun- um eins og er, að þetta mál væri tvíþætt. Annars vegar hefðum við fyrir tæplega tveimur árum átt kost á einhverri aðstoð til flokks- starfs okkar og við tókum ákvörðun í framkvæmdastjórninni um að þiggja þetta. Var sú ákvörðun birt í Alþýðublaðinu daginn eftir. Þessu skýrði ég þeim frá og ennfremur frá því að að þessu loknu hefðum við myndað hér hjá okkur — til þess að halda þessu aðskildu — norrænan fræðslusjóð. Var opnaður reikn- ingur í Landsbankanum í nafni Alþýðuflokksins og norræna fræðslusjóðsins. Um þann Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.