Morgunblaðið - 28.06.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.06.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 19 >> Madurinn og hafid „Kvædið um kópakonuna’ í fyrsta sinn í Vestmanna- eyjum á föstudagskvöld FÆREYSKI leikflokkur- ingardagskrár þeirrar, inn Gríma er kominn hing- sem Menningar- og að til lands í boði menn- fræðslustofnun alþýðu Borgfirskar konur vilja þriggja mánaða fæðingar- orlof til allra kvenna SAMBAND borjífirskra kvenna var með 47. aðalfund sinn í Varmalandi í Borgarfirði 10. —11. júní s.l. Fundinn sátu um 45 konur. Gesfir fundarins voru frú SÍKríður Thorlacíus formaður Kvenfélasasambands Islands og tveir fulltrúar frá Kvennadeild Borsfirðingafélagsins í Reykja- vík. Steinunn Ingimundardóttir, skólastjóri, flutti erindi á fundin- um um húsmæðrafræðsluna í landinu. Húsmæðraskólinn á Varmalandi verður nú í vetur eini húsmæðraskólinn á landinu, sem starfræktur er með hefðbundnum hætti. I sambandi borgfirskra kvenna eru nú 934 konur í 17 aðildarfélög- um, sem starfa af miklum þrótti. Elsta félagið, Kvenfélag Borgar- hrepps, verður 60 ára á næsta ári, en elstu stofnfélög S.B.K. eru Kvenfélag Akraness og Kvenfélag Borgarness, sem varð 50 ára á síðasta ári. A fundinum var Magdalena Ingimundardóttir, Akranesi, kjörin formaður sam- bandsins. Sambandið starfar mikið og í mörgum nefndum. Það er eignar- aðili að Minningarsjóði Ingibjarg- ar og Guðmundar Böðvarssonar, bónda og skálds að Kirkjubóli í Hvítársíðu. Sjóðnum bárust á síðasta ári gjafir úr tékkasjóði Seðlabankans og frá Stéttarsam- bandi bænda. Á aðalfundinum voru margar tillögur og áskoranir samþykktar. Meðal annars skorar sambandið á Alþingi að samþykkja frumvarp um þriggja mánaða fæðingarorlof til allra íslenzkra kvenna. Sam- þykkt var á fundinum að kanna áhuga fólks í sveitunum fyrir smáiðnaði hvers konar sem stuðla myndi að fjölbreyttara atvinnulífi. — Rússar stefna fréttamönnum Framhald af bls. 1 fréttaritara var lögð niður 1961 en fréttamenn sæta oft áreitni í starfi einkum þegar þeir fylgjast með starfsemi andófsmanna. Crawford kaupsýslumaður var handtekinn 13. júní og bandarískir embættismenn telja að það hafi verið gert í hefndarskyni við málshöfðina gegn hinum rúss- nesku starfsmönnum SÞ. Hann var hafður í haldi í Lefor- tovo-fangelsi öryggislögreglunnar KGB og starfsmenn KGB óku honum til hótels í miðhluta Moskvu þótt bandarískir embætt- ismenn færu til fangelsisins til að sækja hann. Hann sagði frétta- mönnum að hann væri við góða heilsu og að ekkert amaði að honum. Á hótelinu hitti hann unnustu sína Virginia Olbrish sem starfar í bandaríska sendiráðinu. Sovézk yfirvöld létu síðast til skarar skríða gegn vestrænum fréttamanni þegar Robert Toth fréttaritar Los Angeles Time var yfirheyrður í júní í fyrra og sakaður um að hafa tekið við ríkisleyndarmálum af andófs- mönnum. Hann fékk að fara úr landi án þess að mál yæri höfðað gegn honum þótt sovézk blöð héldu seinna fram að hann hefði verið á mála hjá leyniþjónustunni CIA. Chris Wren frá New York Times sem fór frá Moskvu í fyrra var einnig sakaður um það í blöðum að vinna fvrir CIA. Stjórnarmálgagnið Izvestia réðst nýlega á Whitney vegna greinar sem hann skrifaði um afskipti Rússa og Kúbumanna. í Afríku. David Shipler annar fréttamaður New York Times í Moskvu hefur nokkrum sinnum sætt árásum sovézkra blaða fyrir greinar sem hann hefur ritað. — Hótar Mondale Framhald af bls. 1 stjórn hans hefði ekki einhliða vísað á bug nýjustu tillögum Egypta og virðist Begin með þessu draga nokkuð í land, því að á sunnudag hafði hann kallað tillögur Sadats óað- gengilegar með öllu. Ezrer Weizman varnarmála- ráðherra Israels hvatti í dag til að Egyptar og Israelar kæmu sér saman svo að viðræður á ráðherrastigi gætu hafist mill- um þeirra á næstunni. gengst fyrir um þessar mundir undir nafninu „Maðurinn og hafið“. Gríma sýnir hér leikritið „Kvæðið um kópakonuna“, sem byggist á gamalli færeyskri sögn, em Eydun Ilohannessen hefur fært hana í leikbúning auk þess sem hann hefur á hendi leikstjórn og fer með eitt hlutverkanna í leiknum „Kvæðið um kópakonuna" fjall- ar um samskipti manna og sela, og söguþráðurinn er hádramatískur. Svo ber við á þrettándakvöld að selir safnast saman á ströndinni við Mikladal, kasta hamnum og í mannsmynd dansa þeir og kætast þar til birtir af degi. Að þessu sinni fylgist óboðinn laumugestur með gleðinni, ungur bóndasonur, og hann hrífst svo af einni Atriði úr „Kópakonunni" „kópakonunni" að hann neytir færis og felur selshaminn, þannig að henni er nauðugur einn kostur að ílengjast í mannheimi. Svo fer að hún þýðist bóndasoninn unga, giftist honum og elur börn, en um síðir nær hún hamnum á ný og bíður þá ekki boðanna en hverfur aftur til síns heima. Hér lýkur ævintýrinu gamla annars staðar en í Færeyjum, en þar fyllist bóndi heift og hefndarþorsta þegar kópakonan hans er á bak og burt. Hann gerigur berserksgang í sela- látrum, brytjar þar niður hvað sem fyrir verður. Það sama kvöld birtist kópakonan í nornalíki og leggur svo á mannfólkið í byggðar- laginu að bölvun skuli fylgja því fram í tuttugasta ættlið. Fjórir leikendur eru í „Kópakon- unni“, auk Eyduns Johannessens, Brita Mohr, Rosa á Rógvu Joensen, Egi Dam og Kári Öster. Fyrsta sýningin verður í Vestmannaeyj- um, n.k. fimmtudagskvöld, en síðan verða sýningar í Kópavogi mánudaginn 3. júlí, á Akureyri miðvikudaginn 5. júlí og á Nes- kaupstað föstudaginn 7. júlí. — I geimferð með gítar Framhald af bl.s. 1 það að óskum og þegar síðast fréttíst var allt með sóma um borð í geimfarinu. Fyrir eru nú í Saylutgeimstöð- inni þeir Vladimir Kovalenok og Alexander Ivanchekov. Fyrir fá- einum mánuðum fór Tékki í geimferð fyrir Sovétmann og í fréttum ,í dag sagði að Austur Þjóðverji yrði látinn spreyta sig fyrir árslok. Búizt er við að Soyuzinn nýi, sem er sá 30. muni verða kominn að geimstööinni annað kvöld og fari tenging þá fram. Klimuk, sem er í forsvari i Soyuzi 30., hefur tvívegis áður farið í geimferðir. Sagt var í fréttum að þeir félagar myndu líklega hafa meðferðist gítar til að gleðja Alexander Ivanchenko sem er í geimstöðinni. Ekki hefur verið tilkynnt hversu langa dvöl þeir muni hafa i Salyut en búizt við að Ivanchenko muni reyna að slá dvalarmet í geimnum, sem næsta áhöfn Salyutstöðvarinnar á undan setti, en það voru 96 dagar. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið ámarkaðnum. Þúsundir barna um víða verold hafa um árabil .verið báttakendur í visindalegri Colgate-prófun og hefur hun ótvirætt sannaö að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannarmá við hverja burstun, þannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast síður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. 1, Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir hann 2. Þess vegna verður glerungurinn sterkari Og börnunum líkar bragðiö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.