Morgunblaðið - 28.06.1978, Side 25

Morgunblaðið - 28.06.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1978 25 fclk f fréttum hL + í V-Þýzkalandi hefur hin 36 ára gamla Renate Lutze verið ákærð fyrir njósnir í þágu Austur-Þýzkalands. Hér sést hún færð til réttar í Diisseldorf í Vestur-Þýzkalandi. Mál þetta hefur valdið miklu fjaðrafoki og sagði Georg Leber, fyrrum varnarmálaráðherra, af sér á síðasta ári vegna máls þessa. + Þessi litli drengur, sem hér hjúfrar sig upp að hundinum. á honum líf sitt að launa og komust þeir á fréttasíður blaðanna um heim allan. bað gerðist vestur í Michiganfylki fyrir skömmu að litli drengurinn, 3ja ára hafði óséður komizt frá heimiii sínu. Hans var þó brátt saknað og leit hafin. Eftir nokkra stund tókst að finna drenginn. Hann hafði fallið niður f þriggja m. djúpan brunn og var hundurinn með drenginn og hélt honum upp úr vatninu. bess er getið í myndatexta að hvorki drengur né hundur hafi áður hitzt. Hundurinn er kaliaður Rommel. + Fyrir allmörgum árum var þessi virðulega kona sendiherra Dara hér á landi, frú Bodil Begtrup. Hér eignaðist hún margt vina. Á myndinni er sendi* hcrrann að ræða við fyrrum út- varpsstjóra danska útvarpsins og stjórnmálamann- inn Hans Sölvhöj. Hann er nú hirð- marskálkur við dönsku hirðina. + Forseti Botswana, Sir Sereste Khama, hefur verið sæmdur Nansen-orðunni vegna starfs síns við flótta- mannahjálp. Botswana hefur á síðustu tveimur árum tekið við um 40.000 flóttamönnum aðal- lega frá Rhódesíu og Suður- Afrfku. Nú er talið að um 10000 flóttamenn búi í Botswana. — Á meðfylgjandi myndum sjáum við forsetann góða og orðuna er kennd er við Friðþjóf Nansen. + Leikkonan Melina Mercouri, sem á sæti á gríska þinginu, hefur komið með þá kröfu að áheyrendapallar í þing- inu verði jafnt opnir konum sem körlum en nú eru þessar áheyrenda- stúkur aðgreindar þannig að konum eru ætlaðir sérstakir bekkir og körl- um sérstakar áheyrenda- stúkur. Hafði Melina ver- ið spaugsöm og orðhepp- in mjög í ræðu sinni er hún skoraði á þingheim að leyfa sameiginlega áheyrendastúku fyrir konur og karla. ARKITEKTAR — VERKFRÆÐINGAR Tréullarplötur Eigum fyrirliggjandi tréullarplötur frá Belgíu í stæröunum 200x50x2,5 cm. denaclite: tréull og sement. Verd kr. 1734- denatherm: tréull, sement og polysteryn einangrun. Verd kr. 1980.- per m* Helstu kostir: Léttar hljóödeyfandi, einangrandi, og samsettar úr fínum viöartrefjum. Sendum yöur sýnishorn og bæklinga ef óskaö er. cSb Nýborg Ármúla 23 — Sími 86755 H Lee Cooper mótar tiskuna - alþjóðlegur tískufatnaður sniðinn eftir þínum smekk, þínu máli og þínum gæðakrofum. Lee Cooper skyrtur í miklu úrvali LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.