Morgunblaðið - 02.07.1978, Side 12

Morgunblaðið - 02.07.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 ff Ólafur V á Austurvelli með Ásgeiri Asgeirssyni, forseta, 1961. Ólafur konungur á svölum Ráöherrabústaöarins í júní 1974, meö forseta /s- lands Kristjáni Eldjárn. Ólafur Noregskon- ungur er 75 ára í dag. Hann hefur verið konungur í 21 ár, eða frá 21. desember 1957, er faðir hans Hákon VII lézt. ólafur er fæddur í Danmörku, 2. júlí 1903, og var skírður Alexand- er Játvarður Kristján Friðrik. Faðir hans var þá Karl, Danaprins, og móðir Maud Breta- prinsessa. Þegar norska Stórþingið lýsti því yfir 7. júní 1905 að sambandið við Svíþjóð væri rofið var talið að nauðsynlegt væri að hafa áfram konung yfir landinu vegna utan- ríkismála. Þá réðu konungsættir ríkjum í Evrópu og þótti nauðsyn- legt að halda góðu sambandi við þær. Um þessar mundir var Kristján IX kallaður „tengdafaðir Evrópu" og var sonur hans Karl, kjörinn konungur Noregs. Hann tók kosningu 18. nóvember 1905 og lýsti því þá yfir að hann tæki nafnið Hákon VII og nefndi son sinn Ólaf. Ein meðmælin með frambjóð- andanum til krúnunnar voru að yrði hann kjörinn eignaðist Noregur krónprins, sem var svo ungur að hann myndi alast upp frá blautu barnsbeini í sínu nýja heimalandi. Fyrstu kynni Ólafs af Noregi og norsku þjóðinni voru þegar hann fylgdi foreldrum sínum sem krónprins í langa ferð til og frá krýningu í dómkirkjunni í Þrándheimi þann 22. júní 1906. Síðan hefur Ólafur ferðast mikið um sitt eigið land og utan þess. Sagt hefur verið, að saman- borið við hann hafi norrænu víkingarnir verið hinir mestu landkrabbar. Ólafur hefur heim- sótt flest öll lönd Vestur- og Suður Evrópu, heimsótt Afríku og Asíu, og ferðast víða í Suður og Norður Ameríku. Island hefur Ólafur heimsótt þrisvar sinnum. Hann kom hér fyrst sem krónprins árið 1947 og var þá viðstaddur Reykholtshátíð. Síðan kom hann árin 1961 og 1974 í opinbera heímsókn sem Noregs- konungur. I júní 1974 sigldi hann í höfn í Reykjavík á Konungs- snekkjunni Norge. Veður var hið bezta við konungskomuna og sólin braut sér leið fram úr skýjunum þegar konungur steig í land. Hann ferðaðist til Þingvalla, Akureyrar og á heimleið kom hann við í Vestmannaeyjum. Þar tók báta- floti Vestmannaeyja á móti konungi og fylgdi honum síðar sama dag til hafs. Menntun og áhugamál Sem barn var Ólafur í einka- kennslu, en gekk síðan í gagh- fræða - og menntaskóla eins og aðrir unglingar. Hann tók Ólafur V Noregs konungur er 75ára í dag stúdentspróf á vísindasviði árið 1921 og gegndi síðan herskyldu í þrjú ár. Ólafur krónprins las stjórnmálafræði og hagfræði við Balliol College í Oxford, og lauk þaðan prófi 1926. Hann hefur látið þau orð falla að hann sé sérstak- lega þakklátur foreldrum sínum fyrir að skilja hversu mikilvægt það var fyrir allan þroska hans að vera leyft að ganga í sömu skóla og njóta sömu kennslu, og aðrir norskir drengir. Helztu áhugamál Ólafs hafa ávallt verið á sviði íþrótta. Vegna íþróttaiðkana sinna hefur hann kynnzt margvíslegu fólki. Hann segir að þannig hafi hann kynnzt Norðmönnum bezt og gert sér bezta grein fyrir því að örlög hans og framtíð eru þau sömu og hjá löndum hans. Hann hefur mikinn áhuga á skíðaíþróttinni, og stundar hana enn. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, þegar hann tók í fyrsta sinn þátt í Holmenkoll- en-skíðastökksmótinu og sveif glæsilega yfir brekkunni í fallegu og stílhreinu stökki. Síðar urðu kappsiglingar eftir- lætis íþrótt hans og voru afrek hans ekki síðri á því sviði. Hann hefur unnið mörg verðlaun í hinum ýmsu keppnum, m.a. á ólympíuleikum og í heimsmeist- arakeppnum. Verðlaunasægurinn er aðeins ein hlið á „Siglinga- konunginum". Hann er mjög vel að sér um allt sem viðkemur keppnis- reglum og skipulagningum móta. Hann hefur verið dómari á sumar- ólympíuleikum og formaður 29555 Viö Asparfeli 2ja herbergja á 7. hæð í fjölbýlishúsi. Góöar suður svalir. Góð teppi, góðir skápar. í húsinu er leikskóli og dagheimili. Verð 8—9 m. Útb. 6—7 m. Við Bólstaðarhlið 5 herbergja 2. hæð í fjölbýlishúsi. Góö teppi aö hluta. Ágæt innrétting í stofu, Góðir skápar. Bílskúr. Verð 16,5—17 m. Útb. 12,5—13 m. Við Leífsgötu 4—5 herbergja 2. hæð. Góðar suður svalir. Góö teppi. Góðir skápar. Búr inn af eldhúsi. Rúmgott eldhús. Bílskúr. Verð 16—18 m. Útb. 11 — 12 m. Við Miklubraut 4 herbergja 1. hæö. Suöur svalir. Rúmgott eldhús. Góöir skápar. Geymsla í kjallara. Útborgun mætti dreifast á allt aö 2 ár. Verö tilboö. Við Baldursgötu 3ja herbergja jarðhæð. Góð teppi. Rúmgott eldhús, góðir skápar. Þetta er ca. 90 fermetra hæð, eignarlóö. Verð 8—9 m. Útb. 5,5—6 m. Við Flúðasel 4 herbergi + 1 í kjallara. 1. hæö í nýju húsi. Sameiginleg snyrting í kjallara fylgir. Bílskúrsréttur. Útborgun má dreifast á 1,5 til 2 ár með löngum afhendingartíma. Verð tilboð. Við Mávahliö 4 herbergi á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Ný teppi. Borðkrókur í eldhúsi. Upphitaður rúmgóður bílskúr með heitu og köldu vatni. Geymsla í kjallara. Selst í skiptum fyrir einbýli, helzt í Smáíbúöahverfi, Garðabæ o.fl. staöir koma til greina. Við Hamraborg ca. 65 fm. 2 herbergi í fjölbýlishúsi, gott eldhús, hnota í huröum, góð teppi í stofu og holi. Mjög snotur íbúð. Bílskýli fylgir. Verð 9,5—10 m. Útb. 6,5—7 m. Við Reynimel 2ja herbergja 70 fm. jarðhæð í þríbýli, ný íbúð, selst í skiptum fyrir 3ja herbergja á hæð á Melunum eða í nágrenni. Verð tilboð. 3ja herbergja 90 fm fokheldar íbúðir á góöum staö á Seltjarnarnesi. Bílskúr getur fylgt. Góð greiðslukjör. Allar upplýsingar og teikningar á skrifstofunni. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 JL (o^St^TccÍÓ) Vu\ Sölum- ln9Ólfur Skúlason SIMI 29555 H og Lárus Helgason, 27750 v r-i N Ingólfsstræti 18 s. 27150 Viö Dvergabakka 4ra herb. íbúð 2. hæð Laus. Grímsnes — Rauöavatn Höfum kaupanda að I sumarhúsi. Snotur 2ja herb. kj. íbúð v/Háagerði. V. 5,5 | m. Viö Asparfell 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Einbýlish. m/bílskúr góð hús í Hafnarfiröi. Raöhús v. Háageröi ca. 140 fm. 4 svefnherb. Séreign v. Akurgeröi ca. 120 fm á tveim hæöum. 4 svefnh. Bílskúrsréttur. Benedikt Halldórsson sölustj. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.