Morgunblaðið - 02.07.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 02.07.1978, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JULI 1978 Úr æviminningum Anwar Sadats - síóasta grein f/eit að sjáifimínu... Hann segir: „Tveimur mánuöum áður en ég tókst á hendur friðarförina til Jerúsalem í nóvembermánuði á sl. ári, hafði ég spurnir af því frá egypzka sendiráðinu í Washing- ton, að á leiðinni til mín væri einkabréf frá Carter Bandaríkja- forseta — handskrifað og innsigl- að. — Var sérstakur sendiboði á leiðinni með það til mín. Carter er trúr sjálfum sér og kemur þannig fram gagnvart öðrum Sumt fólk gæti þar af leiðandi dregið þá ályktun að Carter forseti hafi beðið mig í þessu bréfi að hafa frumkvæði í friðarátt. Það gerði hann ekki. Efni bréfsins var hins vegar þannig sett upp að augljóst var að Carter skildi kjarna Mið- austurlandamálsins og þegar ég fann það svo glögglega snerist hugur minn í fyrsta sinn í áttina tii þess frumkvæðis sem ég gæti haft í þessu efni. Bandaríkjaforseti og ég höfðum haldið uppi bréfaskriftum með milligöngu sendiráða okkar, síðan ég fór í heimsókn til Washington Þegar Sadat kom til Jerúsalem Ferðin til Jerúsalem í apríl 1977. Við skiptumst reglu- lega á skoðunum, endurmátum stöðuna og fjölluðum um þær ráðstafanir sem við höfum hvor fyrir sig talið að gera þyrfti. Carter skynjaði til fullnustu þann mikla og óyfirstíganlega sálræna múr sem skildi að Araba og Israela. Hann hefur, að ég hygg, gert sér grein fyrir þessu atriði, þegar ég hitti hann í Washington og hann hlýtur að hafa dregið þá ályktun að þessi veggur kæmi í veg fyrir að hann sjálfur gæti krafizt frumkvæðis eða haft það sjálfur, frumkvæði er beindist í átt til friðar. Carter forseti er trúr og sam- kvæmur sjálfum sér og vegna þess að hann er heiðarlegur við sjálfan sig getur hann einnig verið það við aðra. Sú er og ástæðan fyrir því að ég hef ekki átt í nokkrum minnstu erfiðleikum í samskiptum við hann. Ég finn að ég á þar skipti við mann, sem skilur hvað ég vil, mann sem er knúinn áfram af trúarsannfæringu. Og hann er bóndi eins og ég. I bréfi hans var í meginatriðum gerð úttekt á stöðunni, en þó óbeint vakin upp hugmynd um nýja braut sem ég gæti gengið. Endurskoðaði Miðaustur- landamálið í nýju ljósi Eftir þetta hóf ég djúpa og algerlega ferska könnun á Mið- austurlandamálinu. Ég reyndi að varpa fyrir borð fyrri hugmyndum og skoða málið frá áður óþekktu sjónarhorni. Jafnvel mætti segja fáránlegu sjónarhorni. Ég hafði gert mér ljóst að við vorum í sama hörmulega vítahringnum og við höfðum verið meira og minna að hrærast í í þrjátíu ár. Og rótin að öllu var þessi sálræni veggur sem ég hef reynt að skýra. Vegna þessa ósýnilega veggjar höfðu ísraelar andmælt á fyrsta stigi friðarumræðna, alls konar formsatriðum, meira að segja gengu þeir svo langt að gera athugasemdir við kommusetning- ar og önnur greinamerki! — og umfram allt vildu Israelar koma upp plaggi fyrir Genfarráðstefn- una sem bæri öll einkenni þess að vera bandarískt-ísraelskt. Vegna þessa múrs andmæltum við, Arab- ar. Við gætum ekki fallizt á slíkt vinnuplagg. Við hengdum okkur sem sagt í ókjör af ómerkilegum formsatriðum og fjarlægðumst kjarna málsins. Ég ákvað sem sagt að líta málið frá annarri hlið en áður en til þess að svo gæti orðið varð ég líka að taka ótal mörg dæmi með í reikninginn, atriði, sem ég hafði aldrei hugað að. Það var við þessi heilabrot mín sem ég nánast ómeðvitað dró mér innri orku úr þeim styrk, sem ég hafði ræktað með mér í klefa 54. Skilningur minn á mannlegri náttúru og lífinu hafði kennt mér það meðan ég var í þessum lokaða klefa, að sá sem getur ekki breytt grundvallaratriðum í sjálfs sín þankagangi, getur aldrei breytt virkileikanum og mjakast þar af leiðandi aldrei úr stað. Að komast að kjarnanum — hvernig varanlegur friður skyldi tryggður Hvað gat orðið nýtt mat sem tæki til algerrar endurskoðunar alla fyrri afstöðu og sniðgengi öll flókin formsatriði? Og hvar skyldu Bandaríkin koma inn í málið? Ég hugsaði með mér að það væri ósanngjarnt að fara þess á leit við Carter að gera það sem augsýni- lega var ekki á hans valdi. Ég gat ekki krafizt þess að hann minnk- aði samskiptin við ísrael, þessi algjöru sérstöku tengsl sem hafa verið á milli Bandaríkjanna og ísrael. En ég gat þó beðið forset- ann að fylgja eftir stefnu sem í fyrsta lagi þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna og í öðru lagi fengi Bandaríkjunum sem stórveldi ábyrgð friðar. Því varð að breyta því hömlulausa samstarfi, sem gengið var út í allar öfgar, milli Bandaríkjanna og ísrael og hafði sérstaklega viðgengizt frá því í tíð Johnsonsstjórnarinnar — með öðrum orðum: hinn skilyrðislausi stuðningur við aðgerðir Israela, hverjar svo sem þær voru, varð að taka enda. Öllu þýðingarmeira þessu var þó ef til vill sú alþjóðlega vakning sem hafði orðið síðan í október- stríðinu: að Arabaþjóðirnar væru ekki lengur liðónýtar, heldur afl sem gat barizt og meira að segja unnið sigur. Ennfremur gátu Arabar beitt olíuvopninu með mikilsháttar árangri. Þessar staðreyndir setti ég upp fyrir mér eftir að ég hafði kynnt mér bréf Carters. Frumkvæðið, sem ég ætlaði að hafa, byrjaði að bærast innra með mér og með það í huga tók ég á móti sendimanni frá Assad Sýrlandsforseta. Hann bar mér þá skoðun Sýrlandsfor- seta að ísraelar kærðu sig kollótta um lausn og tefldu með tímann að vopni — og satt var það — en hann sagði einnig að Bandaríkin kærðu sig ekki um að málið yrði til lykta leitt, enda væru þeir þess ekki umkomnir að eiga nein heillarík afskipti af málinu. Ég féllst ekki á þessa skoðun og sagði sýrlenzka sendimanninum það og bætti því við að Carter vildi ekki bara lausn á málinu heldur væri hann líka bærilega til þess hæfur að leita hennar. Hugmyndir mínar voru smám saman að verða skírari og áþreif- anlegri. Sú bjargfasta sannfæring mín stóð óhögguð að engin breyt- ing geti orðið nema beitt sé nýjum hugmyndum. Væri ég þess megn- ugur að hlífa næstu kynslóð við hiuta þeirra þjáninga sem hafði orðið hlutskipti okkar, en jafn- framt gera hana hæfa til að takast á við ábyrgð og taka á sig ábyrgð, væri ég ekki að gjöra rangt. Á þetta stig var ég nú kominn — og um það bil tveir mánuðir áttu eftir að líða áður en ég kvað upp úr með ráðagerð mína og hugrenningar. Begin vill frið, sagði Ceausescu við mig Ég hafði ekki orðað þetta við neinn. Og nú var ég að fara í ferðalag til Rúmeníu, Iran og Saudi Arabíu. í Rúmeníu átti ég viðræður við Ceausescu og hann sagði mér frá löngum fundi sem hann hafði átt með Begin forsætis- ráðherra Israels. Ég spurði Ceausescu að hvaða niðurstöðu hann hefði komizt. Hann svaraði stutt og laggott: — Begin vill finna lausn á vandanum. Ég sagði honum að ég drægi í efa að Israelar vildu raunverulega FRIÐ. Ég kvaðst sjálfur vilja það og teldi mig hafa sannað þann vilja minn. Ég efaðist hins vegar um að ísraelska stjórnin, sérstak- lega stjórn hins ósveigjanlega Likudflokks með Begin í farar- broddi, vildi frið. Og gæti öfga- Carter og Sadat. / þessari þriðju og síöustu grein, sem er að sinni birt úr œviminningum Anwar Sadats Eggptalandsforseta, segir frá aödraganda Jerúsalemferðar hans og hvernig Sadat uppliföi síöan heimsóknina og dvölina í ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.