Morgunblaðið - 02.07.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 02.07.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 31 Táp og fjör - og LAUGARÁSBÍÓ: REYKUR OG BÓFI („Smokey and the Bandit“) ÁTJÁN hjóla Mack tryllitæki — trukkarn- ir sem setja talsverðan svip á bandarískt þjóð- líf og þeir harðsoðnu ökuþórar sem geysast á þeim um landið þvert og endilangt. Farstöðv- arnar (Citizens Band talstöðvar), sem tengja þá hver öðrum og gefa þeim einnig oft ómet- anlegar upplýsingar um erkióvininn — lög- regluna, frá almennum borgurum. En þar vestra eru þeir fjöl- margir sem haldnir eru hinu svokallaða „CB æði“, og hér birtist á gamansaman hátt. Tónlistin — hið nýja sveitarokk, sem á ein- mitt upptök sín á sögu- sviði myndarinnar. Hér eru söngvarar eins og Waylon Jennings og Willie Nelson, kóngar í ríki sínu. Þetta er bak- grunnur einnar vinsæl- ustu myndar síðari ára og verður ekki annað sagt en að hann falli vel að þessari hröðu og ærslafullu gaman- mynd. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að suður í Georgiu er næstum þjóðsagnakenndum trukkstjóra, „Bófa“ (Burt Reynolds), boðið stórfé í verðlaun ef honum tekst að sækja trukkfylli af kjarn- miklu Coors-öli vestur til Texarkana (smá- borgar á mörkum Ark- ansas og Texas) og flytja til baka á röskum sólarhring. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að slíkur flutningur er einnig ólöglegur. „Bófa“ tekst með fagurgala að tæla fyrrverandi félaga sinn, Cledus (Jerry Reed), til aðstoðar sem bílstjóra á þeim 18 hjóla, en sjálfur ekur hann glænýjum Pontiac Trans Am. Tryllitækið á að draga að sér athygli laganna varða og það tekst svo sannarlega með aðstoð ótrúlegrar hæfni bíls og bílstjóra, ómissandi kunnáttu á notagildi CB-stöðvanna og ann- arra ólíklegustu belli- bragða. Allt gengur vel á vesturleiðinni og trukk- urinn er hlaðinn af guðaveigunum. Á baka- leiðinni byrja vanda- málin og birtast eink- um í persónu einbeitts og þvermóðskufulls lögreglustjóra (Jackie Gleason). Upphaflega er hann, ásamt syni sínum í leit að brúði þess síðarnefnda — en hún stakk af á kirkju- gólfinu. Brúðurin (Sally Field) fær að sjálfsögðu far með „Bófanum", og ekki líð- ur á löngu uns Gleason er kominn á SDorið oer Stjörnur myndarinnar CB-talstöðin ómissandi. Burt Reynolds og Country-tónlist, en hér sýnir hann að hann getur lifað á hvoru- tveggja, Nashville og gamanleik. Leikstjórinn, Hal Needham, hefur ekki áður fengist við kvik- myndaleikstjórn í aðal- hlutverki, — en að baki á hann langan feril sem áðstoðar leikstj óri „action" mynda eins og FRENCH CON- NECTION II. LITTLE BIG MAN, THE LONGEST YARD og LUCKY LADY, og hef- ur notið mikillar virð- ingar sem slíkur. Enda er það hápunktur myndarinnar þegar þessir hæfileikar njóta sín. Fleiri orð eru óþörf um þessa bráð- skemmtilegu mynd sem ætti að geta kitlað hláturtaugar allra ald- ursflokka. Leikstjórinn, Hal Needham, á tali við nokkra leikara myndarinnar. Nu er sá tími gengmn í garð er kvikmyndahússtjórar fá gullvægt tækifæri til að endurheimta áhuga almennings á söluvöru þeirra. Sjónvarpið er komið sumarfrí. Þegar þessar línur eru skrifaðar bendir líka allt til þess að þeir ágætu menn ætli sér líka að hafa uppá veislu að bjóða þennan mánuð — Nýja Bíó og Laugarásbíó ríða á vaðið. Hér er Donald Sutherland í hlutverki Casanova í hinni umtöluðu mvnd meistara Fellini. gamanleik. Myndin er vel leikin í heild, eink- um er þó Jackie Glea- son óborganlegur í hlutverki sínu sem þverhausinn í lögreglu- búningnum. Sally Field er lítt kunn hérlendis, en nýtur mikilla vin- sælda víðast hvar ann- ars staðar í heiminum fyrir leik sinn í nokkr- um vinsælum sjón- varpsþáttum. Hún fer hér laglega með sitt (og rassinn er snotur). Jerry Reed er hvað kunnastur fyrir Þannig gengur myndin fyrir sig, grínið situr í fyrirrúmi, alvar- an víðsfjarri, og áhorf- endum er vinsamlegast ráðið frá því að ígrunda efnisþráðinn nákvæm- lega. Og útkoman verð- ur óvenjulega hressileg afþreyingarmynd, bæði viðburðarík og fyndin. Með aðalhlutverkið fer hjartaknúsarinn Burt Reynolds og er það klæðskerasniðið fyrir hæfileika hans; karlmannsbrag og næma tilfinningu fyrir trukkstjórar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.