Morgunblaðið - 12.07.1978, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978
Portúgalir vilja að Islendingar gangi frá skipasamningum:
Neita þeir að taka við
4000 lestum af saltfiski?
Myndin var tekin á Kirkju-
sandi í gær en þar var verið
að flokka og pakka salt-
fiski. Portúgalir íhuga nú
að neita að taka við um
4000 lestum af saltfiski
sem átti að afgreiða í næsta
mánuði nema því aðeins að
íslendingar gangi frá
samningi um smíði fiski-
skipa í Portúgal.
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað eftir áreiðanlegum heimildum að
Portúgalir íhugi nú að neita að taka við 4000 lestum af saltfiski sem
áttu að afgreiðast þangað í næsta mánuði. nema því aðeins að
íslendingar gangi frá samningi á a.m.k. einu og helzt þremur
fiskiskipum þar í landi. Ilalda Portúgalir því fram að fslenzk
stjórnvöld hafi verið búin að gefa jákvætt svar um. að frá
skipasamningunum yrði gengið fyrir miðjan þennan mánuð. Gróft
reiknað er verðmæti þessara 4000 lesta af saltfiski á hilinu 1350—1500
millj. kr.
Eins og frá var skýrt í Morgun-
blaðinu á sínum tíma tókust
samningar milli Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda og portúgalskra
kaupenda um sölu á 8000 lestum af
saltfiski til Portúgal. k’jögur
þúsund lestir áttu að afgreiðast
strax og er sá farmur farinn úr
landi með Eidvíkinni og Mávinum,
síðan áttu fjögur þúsund lestir að
Landsvirkj-
un samþykkir
35% hækkun
STJÓRN Landsvirkjunar hcfur
samþykkt að óska eftir 35%
hækkun á rafmagnsverði til
almenningsrafmagnsveitnanna,
en það þýðir um 14 — 17% hækkun
á raforkuverði til neytenda eftir
því hverjar rafmagnsveiturnar
eru. Kom þetta fram hjá Halldóri
Jónatanssyni, aðstoðarforstjóra
Landsvirkjunar, er hann var
spurður að því hvað liði þessum
málum 1 gær.
Að sögn Halldórs er miðað við
að hækkun þessi komi til fram-
kvæmda 1. ágúst n.k. en samþykkt
þessi hefur verið tilkynnt iðnaðar-
ráðherra með ósk um að ríkis-
stjórnin heimili hækkunina fyrir
sitt leyti, jafnframt því sem leitað
hefur verið umsagnar Þjóðhags-
stofnunar um hækkunina.
Halldór kvað hækkun þessa
nauðsynlega til að mæta hækkun
rekstrargjalda á árinu vegna
óhagstæðra verðlagsbreytinga, en
einnig kæmi hér til að fyrsta
rekstrarár nýrrar virkjunar — í
þessu tilfelli Sigölduvirkjunar,
væri ávallt fjárhagslega erfitt.
I'ramhald á bls. 18
afgreiðast í ágúst n.k. og það er sá
fiskur sem Portúgalir íhuga nú að
neita að taka á móti, nema gengið
verði að ofangreindum skilyrðum.
Portúgalir halda því einnig fram
að þrátt fyrir margendurtekin
loforð íslendinga um aukin kaup á
vörum frá þeirra landi, gangi
viðskiptaaukningin alltof hægt og
íslendingar séu enn með alltof
hagstæðan greiðslujöfnuð við
landið. Benda Portúgalir á, að
Norðmenn standi miklu betur að
vígi í þessum efnum, en engu að
síður eigi saltfiskverkun þeirra við
gífurlega erfiðleika að etja og að
Norðmenn þrýsti stöðugt á um að
Portúgalir kaupi saltfiskinn það-
an.
Þegar portúgalska viðskipta-
Framhald á bls. 18
Fjöldauppsagnir yfir-
vofandi í fataiðnaðinum
Fyrirtæki eiga við mikla erfiðleika að etja og stöðvun blasir við að óbreyttu ástandi
ÍSLENZKI fataiðnaðurinn á við
gifurlega erfiðleika að etja um
þessar mundir og samkvæmt upp-
lýsingum, sem Morgunblaðið hefur
aflað, mun koma til fjöldaupp-
sagna í þessari atvinnugrein á
næstu vikum ef ástandið breytist
ekki til batnaðar. í fataiðnaðinum
starfa nú um 2000 manns.
Fataframleiðendur áttu í gær
fund með stjórn Félags íslenzkra
iðnrekenda um hina erfiðu stöðu
fataiðnaðarins og verður fundinum
haldið áfram í dag.
Fyrir fundinum í gær lágu
ítarlegar upplýsingar um stöðu
íslenzks fataiðnaðar í dag. Tals-
menn iðnaðarins vildu í gær ekki
skýra frá innihaldi skýrslanna, sem
fyrir lágu en sögðu að blaðamönn-
um yrði gerð grein fyrir stöðunni í
dag.
Byggingariðnaðurinn:
Óttast erfitt atvinnu-
ástand næsta vetur
HORFUR eru á því að atvinnuástand innan byggingariðnaðarins geti orðið mjög
erfitt á vetri komanda, enda er þegar farið að gæta samdráttar t.d. í sölu sements,
eins og komið hefur fram, þó að full atvinna sé enn sem komið er.
Að því er bæði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna og
Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna tjáðu Mbl. í gær
er áberandi nú að mun minni eftirspurn er eftir vinnuafli innan byggingariðnaðar-
ins og ekki sú gífurlega þensla sem verið hefur.
Morgunblaðinu er þó kunnugt um
að í skýrslunum kemur fram að
fataiðnaðurinn á við margvíslega
erfiðleika að etja um þessar mund-
ir. Launakostnaður hefur stórlega
hækkað. Laun hafa hækkað um
185% á síðustu 30 mánuðum á sama
tíma og gengi Bandaríkjadollars
hefir hækkað um 52%. Verður
launakostnaðurinn sífellt stærri
liður í rekstrarkostnaði fyrirtækj-
anna. í júnímánuði einum hækkaði
kaup um 25% og fyrirsjáanleg er
10% hækkun í september. Vegna
kostnaðarhækkana hefur fataiðnað-
urinn orðið fyrir sífellt harðnandi
samkeppni innflutts fatnaðar. Þá
hefur hin mikla verðbólga kallað á
aukna rekstrarfjárþörf og fjár-
magnskostnaður hefur margfaldazt.
í skýrslunum kemur fram að við
óbreytt ástand verði ekki hjá því
komizt að fyrirtæki í fataiðnaði
neyðist til að stöðva starfsemi sína
og segja starfsfólki upp störfum í
stórum stíl.
Skattskrá-
in væntan-
leg í júlílok
SKATTSKRÁIN í Reykjavík
mun koma út fyrri hluta
sfðustu viku júlimánaðar eða
einhvern daganna 25.-27. júlí
samkvæmt upplýsingum Gests
Steinþórssonar skattstjóra, en
heildartala álagðra gjalda hjá
skattheimtunni liggur ekki
fyrir ennþá.
22% hækkun
á sterku víni
20% hækkun á tóbaki
Benedikt sagði þó, að ekkert
atvinnuleysi væri i greinum bygg-
ingarmanna en hann taldi líklegt
að það ástand ætti eftir að
breytast þegar liði fram á árið og
kvaðst óttast að næsti vetur gæti
orðið mjög erfiður.
Gunnar Björnsson tók í sama
streng. Næg atvinna væri almennt
innan byggingariðnaðarins en hins
vegar mun auðveldara að fá menn
í vinnu og greinilegt að margt
manna væri í ýmiss konar snatt-
vinnu. Hann taldi að óbreytt
ástand mundi haldast út þetta
sumar og fram á haustið en þegar
líða tæki á haustið og veturinn
taldi Gunnar að ástandið gæti
orðið mörgum erfitt. Það væri þó
ekki af því að verkefni skorti í
byggingariðnaðinum heldur væru
fyrirtæki í þessari grein farin að
verða tilfinnanlega vör við fjár-
skort.
ALLAR áfengisútsölur landsins
eru lokaðar í dag vegna hækkun-
ar á áfengi sem gengur í gildi á
morgun, en lokað er vegna þess
tíma sem fcr í verðbreytingar.
Sterkir drykkir hækka allir um
22%, cn borðvín, sherry og
portvín hækka um 18%. Þá
hækkar allt tóbak um 20%.