Morgunblaðið - 15.07.1978, Page 2

Morgunblaðið - 15.07.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 Alþýduflokksmenn ræda neitun Alþýðubandalagsins FlokksstWn og þinKÍlokkur Alþýðuflokksins í upphafi fundar í gær, þar sem rætt var um viðbrÖKð við ncitunarbréfi þingflokks Alþýðubandalagsins. Ljósm. Mbli ól.K.M. Spariskirteini ríkissjóðs: Prófmál um skattskyldu verð- tryggingar hjá ríkisskattstjóra KÆRUMÁL er nú til meðferð- ar hjá ríkisskattstjóraembætt- inu, þar sem ríkisskattstjóri hefur lagt skatt á verðtrygg- ingu spariskírteina ríkissjóðs. Eftir að úrskurður hefur verið felldur og skattþegn sættir sig ekki við hann á hann þess kost að áfrýja til ríkisskattanefndar og enn til dómstóla, falli honum ekki niðurstaða ríkisskattanefnd- ar. Mál þetta mun vera hið fyrsta sinnar tegundar, þar eð aðeins einu sinni áður hefur komið upp slíkt mál, en skattþegn skilaði ekki í því tilfelli greinargerð og var málinu því vísað frá. í þessu tilfelli mun vera um hlutafélag að ræða. Um skatt- skyldu spariskírteinanna segir í lögum að fara skuli með þau eins og sparifé. Þá má eigandi spari- Uppboð á hrossum á Landsmóti KINN liður í dagskrá Landsmóts fjárins ekkert skulda, nema fast- eignaveðlán í hæsta lagi þá hámarksfjárhæð, sem Húsnæðis- málastofnun ríkisins lánar og var það fjármagn 2,7 milljónir króna við síðasta skattframtal. Sé um hlutafélag að ræða er svo litið á, að hlutafé fyrirtækisins sé skuld þess við hluthafana og því getur það upphafið skattfríðindi bréf- anna. Hið sama er að segja um stofnfjárupphæð í sameignar- félögum. Ævar Isberg, vararíkisskatt- stjóri, sem nú gegnir störfum ríkisskattstjóra kvað þessi mál vera að skýrast um þessar mundir, þar sem innlausn elztu spari- skírteinanna er nú hafin. Þessi Doremi-kór- inn syngur í Lindarbæ DOREMI-kórinn frá Gautaborg heldur síðustu söngskemmtun sina hcr á landi í dag kl. 14 í Lindarbæ. en kórinn kom hingað til lands sl. laugardag og hefur verið hér á söngferðalagi og m.a. sungið á Akureyri og í Stykkishólmi. bréf voru ekki skráð á nafn og því var í fyrstu erfitt að hafa upp á eigendum þeirra. Hann kvað ýms- um vandkvæðum bundið að úr- skurða í þessum málum. Þar væri í fyrsta lagi spurningin um það hvort vísitölubæturnar væru skattskyldar eða ekki á sama hátt og eins og vextir og þá hvernig, því að málin geta borið að með mjög fjölbreyttum hætti. Morgunblaðið spurði Ævar ís- berg, hvort ekki mætti búast við því að eftirspurn eftir þessum bréfum minnkaði, eftir að ljóst yrði að verðbætur bréfanna væru skattskyldar. Hann kvað það ekki sennilegt, en í sjálfu sér hafi lagaákvæðin ávallt verið fyrir hendi. Hitt væri svo annað mál, að þegar Seðlabankinn hafi haft þessi bréf til sölu, hafi auglýsingarnar ekki verið alveg ljósar og jafnvel ýtt undir þá trú manna að þau væru skattfrjáls. Sagði Ævar að ríkisskattstjóraembættið hefði gert athugasemd við auglýsingu, sem ekki hafi þótt nógu góð og hefði orðalag auglýsinga eftir það lagast. Þessi misskilningur væri þó mjög algengur bæði gagnvart þessum bréfum og eins gagnvart innstæðum í bönkum — að allt sé skattfrjálst. Það geti verið það, en þurfi það þó ekki endilega. 2 menn hætt komnir er bát- ur þeirra sökk UM KL. fjögur aðfararnótt föstu- dags sigldi mh. Rán frá Akranesi fram á gúmbát með tveimur mönnum. Mennirnir tveir í gúm- bátnum voru áhöfn Gullfaxa SH 125 frá Grundaríirði. Gullfaxi hafði látið úr höfn í Hafnarfirði um ellefu leytið á fimmtudagskvöldið og ætlaði til Grundarfjarðar, en um hálf- þrjúleytið um nóttina urðu báts- verjar, bræðurnir Ólafur Arnberg og Kristinn A. Sigurðsson, varir við að báturinn var orðinn hálf- fullur af sjó. Sjósettu þeir þá gúmbátinn og 10 til 15 mínútum síðar sökk Gullfaxi. Ólafur og Kristinn reyndu að kalla á aðstoð en náðu ekki sambandi, hvorki með talstöð bátsins né neyðartal- stöð. Þegar þeir höfðu verið í gúm- bátnum í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund sigldi Rán fram á þá og flutti þá til Reykjavíkur. Gullfaxi var 36 lesta eikarbátur, smíðaður í Innri-Njarðvík árið 1946. Kristinn A. Sigurðsson og Ólafur Arnberg í Grindavfk í gær. Ný ljóðabók eftir Hannes Sierfússon MÁL OG menning hefur gefið út nýja IjóÖabók eftir Hannes Sigfússon, og nefn- ist hún Örvamælir. Fyrsta bók Hannesar, Dymbil- vika, kom út árið 1949. Hún var mikið notuð bæði til sóknar og varnar í deilum um nýja ljóðlist, svonefndan atómskáldskap. Síðan hefur Hannes bætt við þremur ljóðabókum, hin síðasta þeirra, Jarteikn, kom út 1966. Hannes hefur einnig samið eina skáldsögu og gefið út mikið safn þýðinga á norrænum ljóðum. Örvamælir er 80 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. hestamanna. sem nú fer fram í Skógarhólum í Þingvallasveit. er söluupphoð á hrossum. Verða hrossin boðin upp kl. 18 í dag. laugardag. en kl. 10 fyrir hádegi í dag verða hrossin kynnt. - Að sögn Gunnars Bjarnasonar, sem stjórnar markaði mótsins, verða þarna boðin upp milli 40 og 50 hross og er búið að ákveða tiltekið lágmarksverð á hvert hross. Með Gunnari stjórna þess- um hrossamarkaði þeir Gunnar Tryggvason, Eyjólfur Isólfsson, Sigurður Sæmundsson og Maja Loebell. Doremi-kórinn er blandaður kór, sem hefur starfað í þrjátíu ár og stendur framarlega í sænsku tónlistarlífi. Kórinn starfar á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu í Svíþjóð. Stjórnandi kórsins er Stig Ring og hefur hann verið stjórnandi hans um tíu ára skeið. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt og er þar m.a. að finna sænsk lög, flest þjóðlög, ýmis lög frá fimm- tándu og sextándu öld, eitt lag frá Haiti og nokkur íslensk lög, sem kórinn fiytur á íslensku. Síðasta loðnumjölið flutt frá Siglufirði Siglufirði, 14. júlí DANSKT flutningaskip er nú hér í dag að lesta 1,600 lestir af loðnumjöli, sem fara á til Mið-Austurlanda. Eru þetta síð- ustu mjölbirgðirnar, sem hér hafa verið og er þá allt klárt fyrir nýja loðnuveiði. Sigluvík landaði hér í fyrradag 115 lestum. Hér er nú vestankaldi fyrir utan og hefur það haft það í för með sér, að kapparnir í sjóralli Dagblaðsins komu hingað inn og eru hér nú. Dalborg hefur fengið 70 tonn af mjög góðri rækju, sem skipið hefur fengið djúpt úti. Er rkjan falleg og góð og mun ætlunin að skipið sigli frá Dalvík eftir nokkra daga. Þá hafa skip fengið góðan afla í flotvörpu hér fyrir norðan, allt upp í 30 tonn í hali. — m.j. Þjóðviljinn: Vinstristjórnarviðræður undir forystu Benedikts Gröndals nánast hlægilegar ÞJÓÐVILJINN gerir í gær að u talsefni likurnar á því hvað gerist þegar að því verður komið að reyna myndun vinstri stjórnar í ljósi þess að forseti hefur falið Benedikt Gröndal að freista þess að ná saman meirihlutastjórn og Alþýðu- bandalagið hefur hafnað fyrsta valkosti Benedikts. „Á Benedikt Gröndal að stjórna slíkum viðræðum og hafa forystu um myndun vinstri stjórnar?" spyr Þjóðviljinn á forsíðu. „Hver trúir á slík vinnubrögð þar sem fyrir liggur, að hann og Alþýðuflokkurinn eru á móti slíkri stjórn, eða telja hana neyðarkost." Síðan segir Þjóðviljijn: „Hitt hljóta allir að viðurkenna að vinstristjórnarviðræður undir forustu Benedikts Gröndals eru nánast hælgilegar og líklega mest til að sýnast. Viðræður um mynun vinstri stjórnar vérða að eiga sér stað af fullum heilind- um.“ LitnilÍ6UaÍÍif»» viftur-l J vinstristj6rnarv.6ræ»ur lorvstu Benedikts Grondalsl inast hlæg‘i*gar 1Ik,e8al tU ah sýn.st. Vihræftur J l«n vinstri stjörnar verha ah

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.