Morgunblaðið - 15.07.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
5
Sjö þúsund manns komnir
á Skógarhólamótið í gær
Eyjólfur ísólfsson á Hlyn frá Akureyri, sem stóð efstur af klárhestum
með tölti á landsmótinu í gær.
Skógarhólum, 14. júlí —
frá Tryggva Gunnarssyni
blaöamanni
HELDUR viðraöi illa til métshalds
í Skógarhólum í gær. Veöur var Þó
að mestu burrt, en ekki naut sólar
og blés heldur köldu. Forráða-
menn mótsins sögðu í gærkvöldi
að beir áætluðu, að nær 7 Þúsund
manns væru komnir á mótssvæð-
ið, en stöðugur straumur fólks var
á mótið, Þegar Þetta er skrifað.
í gær voru kynnt kynbótahross,
sem sýnd veröa á mótinu. Alhliöa
gæðingar voru dæmdir. Fram fór
unglingakeppni 10 til 12 ára og
undanrásir kappreiöa í 250 og 350
metra stökki og fyrri sprettur í 1.500
metra brokki. Þá var keppt í
gæðingaskeiði og dagskrá mótsins
í gær lauk meö kvöldvöku.
Ekki lágu í gær fyrir úrslit í flokki
alhliða gæöinga, en í B-flokki
klárhesta meö tölti sigraði Hlynur
frá Akureyri meö einkunnina 9,16.
Eigandi Hlyns er Reynir Björgvins-
son, Bringu, Eyjafiröi, en knapi á
honum Eyjólfur ísólfsson. Næstur
kom Brjánn frá Sleitustööum, eign
Harðar G. Albertssonar, knapi
Sigurbjörn Báröarson, með eink-
unnina 8.98, og þriðji var Náttfari frá
Fornustekkum, eign Guömundar
Jónssonar, Höfn, knapi Reynir
Aöalsteinsson, meö einkunnina
8.78.
Mótsgestir biöu spenntir eftir að
sjá hver yrðu úrslitin í undanrásum
í 250 og 350 metra stökkinu,
einkum hver af hlaupahryssunum
kunnu yröu hlutskörpust í 350
metrunum. í 250 metrunum náði
beztum tíma Kóngur úr Borgarfirði,
18,4 sek., og tveir hestar náöu sama
tíma, Reykur úr Reykjavík og
Stormur úr Hafnarfirði, 18,4 sek. Þá
kom Sátur úr Garöabæ á 18,6 og
þrír hestar voru meö tímann 18,86.
Hlaupahryssurnar frægu í 350
metrunum mættust ekki í gær,
heldur hlupu í sitt hvorum riðli,
nema hvaö Nös frá Urriöavatni og
Gjálp frá Laugarvatni hlupu í sama
riðli. Beztum tíma í 350 metrunum
náöi Nös, 24,56, Gjálp náði 24,76,
Loka úr Reykjavík náöi 24,96, Glóa
úr Reykjavík náöi 25,1 og Blesa frá
Hvítárholti náði 25,36. Þær þrjár
síöastnefndu voru í sérflokki í sínum
riðlum, en þessar hryssur mætast
allar f úrslitahlaupinu.
í 1.500 metra brokkinu, sem var
fyrri sprettur, setti Funi Marteins
Valdimarssonar, Búöardal, nýtt
íslandsmet, hljóp á 3.02.5, en eldra
metið átti Funi einnig, sem var
3.08.5 mínútur. Næstbeztum tíma
náði Blesi Valdimars K. Guðmunds-
sonar, Reykjavík, 3.06,5 mín., og 3.
varö Höttur Guöna í Skaröi á 3.13,2
mínútum. islandsmethafinn í 800
metra brokki, Faxi Eggerts Fanndal,
hljóp upp.
Úrslit í unglingakeppni 10 til 12
ára urðu þau aö Ester Harðardóttir,
Fáki, sigraöi, í 2. sæti varð Guö-
mundur Sigfússon, Smára, og 3.
Styrmir Snorrason, Fáki.
Mótinu verður fram haldiö í dag
og klukkan 10 fyrir hádegi veröa
hross á sölumarkaöi mótsins kynnt.
Eftir hádegið verður m.a. dómum
kynbótahrossa lýst og fram fara
kappreiöar, svo sem fyrri sprettur í
skeiði, þar sem mætast nær allir
beztu skeiöhestar landsins og
undanrásir í 800 metra stökki. í
kvöld klukkan 21 veröur kvöldvaka.
Á sunnudag hefst dagskrá mótsins
klukkan 11 meö helgistund í
Hvannagjá, þar sem herra Sigur-
björn Einarsson biskup predikar, en
eftir hádegi verða verðlaun í ein-
stökum greinum afhent.
Sörlasystkinin — Stóöhesturinn Sörli frá Sauðárkróki, lengst til vinstri, sem Sveinn
Guðmundsson á Sauðárkróki situr, keppir á mótinu til heiðursverölauna sem stóðhestur
með afkvæmum og vakti sýning hans veróskuldaða athygli á mótinu í gær.
250 metra stökk. Fremstur er Kóngur úr Borgarfirði, knapi Einar Karelsson og er hann
lengst til hægri á myndinni.
Ragnar Kjartansson for-
maður skipulagsnefnd-
ar Sjálfstæðisflokksins
Á FUNDI miðstjórnar Sjálf-
stæðisílokksins í fyrradag var
Rajínar Kjartansson kjörinn for-
maður skipulaKsnefndar Sjálf-
stæðisflokksins í stað Baldvins
TryKftvasonar sem baðst undan
endurkjöri. Kosningu að öðru
leyti var frestað.
„Ég tilkynnti bæði formanni
flokksins og framkvæmdastjóra í
vetur að ég myndi ekki gefa kost
á mér til endurkjörs í skipulags-
nefnd en skipulagsnefnd á að kjósa
að aíloknum þingkosningum",
sagði Baldvin Tryggvason í sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi. „Ástæður
þessa eru aðallega tvíþættar. I
fyrsta lagi hef ég tekið að mér
ýmis störf og vil því létta öðrum
af mér og einnig þótti mér bæði
heppilegt og eðlilegt að nýir menn
tækju við en ég er búinn að vera
í þessu í átta ár.
Það var svo að minni tillögu að
Ragnar Kjartansson var einróma
kjörinn formaður skipulagsnefnd-
ar“.
Vitni vantar
RANNSÓKNARDEILD lögregi-
unnar hefur beðið Mbl. að auglýsa
eftir vitnum að árekstri og
ákeyrslu í Reykjavík.
Á þriðjudaginn varð mjög harður
árekstur á gatnamótum Suðurlands-
brautar og Grensásvegar milli
Volkswagenbifreiðar og Ladabifreið-
ar. Ágreiningur er um stöðu um-
ferðarljósa og eru vitni beðin að gefa
•sig fram.
Þá er óskað eftir vitnum að
ákeyrslú við biðskýlið að Sogavegi 1.
Þar var ekið utan í græna Volvo
Amazon bifreið, óskráða, og vinstra
frambretti hennar stórskemmt.
Þetta gerðist á þriðjudagskvöld eða
fyrri hluta miðvikudagsins.
ÍBA-MBl
Eigum nú fjölbreytt úrval af bílmotfttm! G|rófjmUhstraö$ir c
fínmunstraöar, margar geröir.
og
Einnig sniömottur, sem auöveldlega ma sníöa í allar tegundir
bíla.
Bílmottur henta einnig sem venjulegar dyramottur. _____
Kynniö ykkur úrvaliö.
Fást á bensínstöövum og fjölda verslana. #\\
Heildsolubirgöir: Smávörudeild,
Laugavegi 180, sími 81722, Reykjavík
Olíufélagiö Skeljungur hf
i
ISlgiÍ | — - m
Bílmottur
sem halda þurru og hreinu