Morgunblaðið - 15.07.1978, Side 8

Morgunblaðið - 15.07.1978, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 Svoipstjarna BLÓM VIKUNNAR 163 UMSJON: AB. Sveipstjarna Astrantia major Einn þeirra stórvöxnu fjölæringa sem setja svip sinn á margan garðinn þegar halla tekur sumri er SVEIPSTJARNAN. Þessi sérkennilega jurt er sveip- juraættar og því skyld t.d. hvönninni og kúmeninu. Heimkynni hennar munu vera víðsvegar um Evrópu og Asíu, einkum í röku skóglendi. Það er athygl- isvert við þessa einkenni- legu jurt, að það sem í fljótu bragði virðist vera eitt blóm, er í rauninni samsett blómaskipan (sveipur) smárra ein- stakra blóma, en undir sveipnum er krans af grábleikum pappírs- kenndum reifarblöðum, einskonar „plat“ — krónublöð! Ekki er allt sem sýnist. En sveipstjarnan er blaðfögur og myndarleg garðjurt, getur orðið um metri á hæð og ber blóm- sveipi sína lengi og virðu- lega á stinnum traustum stönglum. Oft eru hin pappírskenndu „blóm“ tekin inn og hengd upp til þerris og notuð til skreyt- inga. Auk þess er sveip- stjarnan harðger í besta lagi, og skuggþolin er hún mörgum plöntum fremur. Auðvelt er að fjölga henni hvort heldur er með sán- ingu eða skiptingu. Eins og áður er nefnt þolir hún vel rakan jarðveg. Til eru einnig nokkrar harðgerar lágvaxnar teg- undir, sem reyna mætti hér — vafalaust með góðum árangri. Ó.B.G. Eiríkur áfram bæj- arstjóri í Grindavík ALLT er á huldu um meirihluta- samstarf í bæjarstjórn Grindavík- ur eftir aó upp úr slitnaði milli fulltrúa Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalaKS. Að því er Svavar Árnason, forseti bæjarstjórnar og annar fulltrúi Alþýðuflokksmanna, tjáði Mbl. náðist ekki samkomulag milli þeirra Alþýðuflokksmannanna um það hvernig staðið skyldi að ráðningu bæjarstjóra. Því Starfi hefur Eiríkur Alexandersson; éihn af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi við síðustu kosningar, gegnt að und- anförnu. Fulltrúi' Alþýðubanda- lagsmanna bar hins vegar fram á síðasta bæjarstjórnarfundi tillögu um að auglýst yrði eftir nýjum bæjarstjóra. Svavar kvaðst hafa stutt þessa tillögu Alþýðubanda- lagsins en hins vegar hafi félagi hans ekki getað fallizt á að embættið væri auglýst og það þýddi í raun að Eiríkur yrði áfram bæjarstjóri. ^við atkvæðagreiðslu kom hins vegar í ljós að meirihlutinn, þ.e. báðir fulltrúar Sjálfstæðismanna, fulltrúi Framsóknarfloksins og annar fulltrúi Alþýðuflokksins voru andvígir þessari tillögu og hún féll. Lýsti þá fulltrúi Alþýðu- bandalagsins því yfir að hann teldi samstarfsgrundvöllinn við Alþýðuflokkinn brostinn. Svavar var að því spurður hvað nú tækið við. „Ætli það verði ekki bara „þjóðstjórn" hjá okkur nema við bíðum eftir fordæmi varðandi ríkisstjórn í landinu," svaraði hann. tAof full stans i all produksjon av saltfisk M.AI IR.JAC OBSKN WjJ.., f h r s , B i .,1 Hnnm.rk Ita.bM. (.■raalnnslilullel í«r rksp..rlkrrdill %a lorsda, nri^«'N„íf, betvr forlsall full Mans i all produksion as tf /airr uitian krn Sori(r. Innlil landrl li millionrr kronrr rllrr drl nrdhrlalin||snrrfn.n.»r *r n o r s r n i insplullrl lil Kinnmark l)a|(blad. .. brlsr forisall full sians i all produksjon as .. (>n mrd nkonomisk krisr. borgrrkriit ok hardr Irrslriksjonrr pi dr «iklif(r markrdrnr Porlugal. ok Rrasil rr siluasjonrn i n>rblikkrl svarl for ".irkrrr as dr Iradisjonrllr produklrr lorrfisk rjuvrsians i rwppjisnensporten: Motfull stopp i jjR saltfisk bsÆÉN P.roduk- sjonen m *******'* i - "• ' -v,— - 'r' Noregur: Saltfiskframleiðsl- an hefur stöðvast NORSKIR saltfiskverkendur eiga í miklum erfiðleikum um þessar mundir og samkvæmt frásögnum 1 norskum blöðum cr hætta á að 400 verkunarstöðvar stöðvist að mestu eða þurfi alveg að hætta framleiðslu. Nú þegar hefur stór hiuti þessara 400 verkunarstöðva hætt saltfisk- framleiðslu samkvæmt_ beiðni Fiskarens Fellessalg. Astæðan fyrir hruni saltfiskframleiðslunn- ar í Noregi er margþætt, fyrst og fremst má nefna að Portúgalir hafa ekki sýnt áhuga á kaupum þaðan og sömu sögu er að segja um Spánverja, ítali og Grikki. Norðmönnum hefur heldur ekki tekizt að selja smáan fisk til Zaire sökum þess, að norsk stjórnvöld hafa hreinlega bannað að selja fisk þangað sökum skuldar landsins við Noreg, sem nemur hundruðum milljóna fsl. kr. Sivert Normann, framkvæmda- stjóri Fiskeprodusentens Felles- salg, sagði fyrir skömmu í samtali við Lofotposten, að Norðmönnum hefði tekizt að selja um 30 þús. tonn af saltfiski eftir áramótin. Búið væri að afgreiða það magn, og kaupendur sýndu engir áhuga á meira magni. Segir framkvæmda- stjórinn að nú séu á þriðja þús. lestir af saltfiski í Noregi, sem ekkert útlit sé fyrir að hjegt sé að selja. „Það er sama hvert litið er, Portúgalir vilja ekki kaupa, ekki Angólamenn og þýðingarlaust er að tala um Zaire,“ segir hann. Fiskeribladet segir í frétt fyrir nokkrum dögum, að það séu ekki aðeins vandkvæði á saltfiskfram- leiðslunni. Ekki sé ástandið betra hvað skreiðarframleiðsluna varð- ar. Nígeríumenn hafi verið búnir að gera samning um kaup á 75 þús. böllum af skreið og af þessu magni hafi 30 þús. ballar átt að afhendast í júní og júlí — hins vegar sé staðreyndin sú að engin banka- ábyrgð hafi verið opnuð enn. I Romsdalsposten má lesa, að hinir sérbyggðu norsku línubátar sem fram til þessa hafi verið á veiðum á fjarlægum miöum og saltað fiskinn um borð, geti nú komið heim. Það eina, sem hægt sé að gera við þessa báta, sé að leggja — 400 fyrirtœki í vandrœðum — Bátum lagt og þúsundir missa atvinnuna þeim við baujurnar og bíða eftir betri tíð. Óslóar-blaðið Verdens Gang segir þann 29. júní s.l., að 400 fyrirtæki, sem eigi allt sitt undir saltfiskframleiðslu, á svæðinu frá Mæri til Austur-Finnmarkar standi nú mjög höllum fæti sökum erfiðleikanna á saltfiskmörkuðun- um. Segir blaðið að hjá þessum fyrirtækjum vinni um 3000 manns, þar við Sætist að fjöldi sjómanna og útgerðarmanna viti nú naumast hvað þeir eigi að gera. Ufsavertíð- in sé framundan en óvíst sé hvort nokkuð verði af henni, þar sem ekki sé hægt að verka aflann á þá markaði sem fram til þessa hafa tekið við honum. Verdens Gang segir ennfremur, að engin lausn hafi fundist á vanda saltfiskframleiðenda og ekki sé ólíklegt að norska ríkis- stjórnin verði að styðja við bakið á þeim, á sama hátt og skreiðar- framleiðendum var hjálpað, þegar markaðurinn í Nígeríu lokaðist alveg. TIL SÖLU: 2ja herb. íbúöir Gott úrval m.a.: við Brávalla- götu, Krummahóla, Skipasund, Nökkvavog, í smíöum í Kópa- vogi og víöar. 3ja herb. íbúðir Kleppsvegur, Asparfell, Æsu- fell, Kópavogur, Maríubakki, (3ja—4ra herb.) Kóngsbakki, Kjarrhólmi, Hlíðarvegur, Kópa- vogi, Hamraborg, Ásbraut og víöar. Vekjum sérstaka athygli á einstaklega góöri tbúö viö Þverbrekku í Kópavogi. 4ra herb. íbúöir Álfhólsvegur, Ásbraut, Aspar- fell, Brávallagata, Drekavogur, Hlégeröi, Hófgeröi, Hraunbær, Kópavogsbraut, Langholtsveg- ur, Ljósheimar, Nýbýlavegur, Vesturberg og víðar. 5 herb. íbúöir Álfaskeið, Bræöraborgarstígur, Digranesvegur, Eskihlíö, Greni- Árni Einarsson lögfr. Ólafur Thóroddsen lögfr. grund, Krummahólar, Ránar- gata, Tjarnarbraut, Þingholts- braut og víðar. 6 herb. íbúðir og sérhæðir Ölduslóö í Hafnarfirði, Kóngs- bakki, íbúö í sérflokki. Kríuhól- ar, Skaftahlíö, Bræöraborgar- stígur og víðar. Raöhús Hraunbunga, Kjalarland, Langabrekka, Smyrlahraun, Stórihjalli og víöar. Einbýlishús Auöbrekka, Hlaöbrekka, Mos- fellssveit, (fokhelt), Hlíöarvegur, Meltröö, Nönnugata, Garöa- bær og víðar. Skrifstofuhúsnæöi Höfum til sölu skrifstofuhús- næöi viö Hverfisgötu og Lág- múla. Hvort tveggja 300 fm. Selst í einu lagi eða í minni einingum. Wil Opiö laugardag kl. 1—4 Opið sunnudag kl. 1—4 — ------------mm m LAUGAVEGI 178 (bolholtsmegini SÍMl 97om

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.