Morgunblaðið - 15.07.1978, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
Dr. Ágúst Valfells, verkfræðingur:
Hvers
virðier
orkan?
Inngangsorð
í allmörg ár, ef ekki áratugi,
hefur verið rætt um þau verðmæti,
er íslendingar eiga í ónytjaðri
orku, bæði fallvatna og hvera. Að
vísu höfum við bætt lífskjör okkar
í drjúgum mæli með hagnýtingu
hluta þessarar orku til að veita
landsmönnum ljós og hlýju í
híbýlum, en sá tími er ekki löngu
liðinn, að þessi lífsþægindi voru
Ennfremur nýtum við orkuna í
nokkrum mæli til iðnaðar, smáiðn-
aðar í eigu landsmanna, svo og
kísilgúrframleiðslu í samvinnu við
erlenda aðila. Auk þessa er
raforka seld til álframleiðslu er
íslendingar starfa við.
Þó er þessi nytjaða orka aðeins
brot af þeim orkuforða, sem til er
í landinu. Eins og allir vita, hefur
auðlegð fiskimiðanna umhverfis
landið verið burðarás góðra lífs-
kjara hér á landi. En nú er tvísýnt
um hvort fiskimiðin geta veitt
meira en 220 þúsund manns þau
lífskjör sem allir æskja. Þá er ekki
í annað hús að venda en að snúa
sér að því að nytja orkuna í fullri
alvöru, því aðrar sambærilegar
auðlindir fyrirfinnast ekki. Eink-
um hefur verðhækkun á olíu gert
fallvatnsorku og jarðhita hlut-
fallslega verðmætari en áður var.
Þar eð menn lifa ekki af ljósi og
yl einum saman, verður orkan bezt
hagnýtt í útflutningsiðnaði, sem
skapar fólki atvinnu, auk þess sem
orkan er seld til iðnaðarstarfsem-
innar. Hvort tveggja gerir þjóð-
inni kleift að flytja inn sinn
nauðsynjavarning, sem til þessa
hefur verið fluttur inn í skiptum
fyrir fisk. -
Val fram-
leiðslugreina
Eins og auðsætt er, kemur ekki
allur efnaiðnaður til greina við
hagnýtingu orkunnar. Suman
efnaiðnað er einungis hægt að-
hagnýta nálægt þeim stöðum þar
sem hráefnin er að finna. Annar
efnaiðnaður krefst lítillar orku eða
þá orku við allmiklu hærra hita-
stig en jarðgufan getur gefið.
Fyrsta skilyrðið fyrir vali á
framleiðslugrein í efnaiðnaði sem
yrði hagkvæm hér á landi, er að
orkuverð sé verulegur hluti af
lokaverðmæti framleiddu vörunn-
ar, þ.e.a.s. að framleiðslan noti
mikinn hita eða raforku á hverja
framleidda einingu. (Dæmi eru
þungt vatn, ál, magnesíum o.fl.).
Annað skilyrðið er, að annaðhvort
séu hráefnin til framleiðslunnar
innlend (t.d. vatn til þungavatns-
framleiðslu, fiskiúrgangur til
framleiðslu á ýmsum lífrænum
efnum), eða þá að flutningskostn-
aður á hráefni til landsins og
fullunninni vöru frá landinu éti
ekki upp þá hagkvæmni sem fæst
vegna ódýrrar orku. (Dæmi er
álframleiðsla). Þriðja skilyrðið og
frumskilyrðið er að markaður sé
fyrir hendi og verði í náinni
framtíð fyrir framleiðsluna. Tafla
1 sýnir nokkrar iðngreinar er
byggja á ódýrri orku. Sumar
iðngreinarnar er hægt að reka
sjálfstætt, aðrar einungis í sam-
einingu við aðra framleiðslu.
Fullnýting
orkunnar
Til þess að hagnýta orkuna sem
best, þarf að gernýta hana sem
mest má. Greinarhöfundur, sem
kennir við fylkisháskólann í Iowa,
lét nemendur sína vinna að
verkefni viðvíkjandi gernýtingu
hita og raforku frá stóru kjarn-
orkuveri. Kom þá í ljós að
hagkvæmast var að láta kjarn-
orkuverið framleiða 750 MW
(megavött) af rafmagni og 2250
MW af gufuvarma að auki. Þessi
orka gat staðið undir efnaiðnaði er
framleiddi brúttóverðmæti fyrir
meira en 300 milljónir dollara og
veitti 7000 manns atvinnu. Fyrir
hvern einstakling, sem starfar að
grundvallar framleiðslustörfum,
myndast önnur störf (rakarar,
bakarar, ráðherrar o.s.frv.). Að
meðtöldum mökum og börnum
allra aðila myndar grundvallar-
starfið lífsafkomu fyrir sex ein-
staklinga. Þannig verður endanleg
tala þeirra, sém af iðnaðinum lifa,
sjöföld tala þeirra sem við hann
Dr. Ágúst Valfells.
starfa, að þeim meðtöldum. Efna-
iðnaður sem veitir 7000 manns
atvinnu stendur þannig undir
tæplega 50.000 manna byggð.
Kjarnorkuverið, sem veitti orku
uppsetningu verksmiðjanna. Ork-
an, sem um ræðir, myndi duga til
að reka 15 stórar efnaverksmiðjur.
Heildarkostnaður efnaverksmiðj-
anna yrði nálægt 2.500 milljónum
dollara. Líklegt er, að vinnumark-
aðurinn leyfi ekki meira en að
tvær verksmiðjur séu samtímis í
smíðum, og ef til vill aðeins ein í
einu. Þar sem það tekur 3 ár að
reisa efnaverksmiðju, tæki 45 ár
að byggja þær allar ,15 með því
móti. Sé hinsvegar hægt að reisa
tvær samtímis, gæti smíðinni
verið lokið um næstu aldamót. Á
Mynd 1 er sýnd í grófum dráttum
afstaða orkuvera, iðnaðar og
byggðar.
Mengun og
náttúruvernd
Þar sem ekki er hægt að leiða
gufu langar leiðir yrðu þær
verksmiðjur sem notuðu mikla
gufu að vera á háhitasvæðunum.
Þær verksmiðjur sem fyrst og
fremst notuðu rafmagn, gætu
verið hvar sem væri, þar sem
Tramleiðsla
Gróðurhúsa-
afuröir
Hugsanlegt kerfi til gernýtingar á vatnsorku og jarðvarma.
Tafla 1.
Nokkrar hagkvæmar iðngreinar til hagnýtingu á ódýrri orku.
Góð lífskjör (þ.e.a.s. háar raun-
tekjur) byggjast á því, að sem
mest verðmæti séu framleidd á
hvern einstakling. Stóriðja á sviði
efnaiðnaðar er sú starfsemi sem
bezt hentar til þessa. (Að vísu
gildir það sama um ýmsan háþró-
aðan tækniiðnað, en þar gefur
ódýr orka ekkert forskot).
Tafla 2. Yfirlit yfir niðurstööur.
Framleiðsla
Þungt vatn
Á1
Kísilgúr
Magnesium
C-vítamín
Frostlögur
Mjólkursykur
Lithium-7
Natríum (ásamt klór og
olíuhreinsun)
Klór (ásamt olíuhreinsun)
Plast (ásamt olíuhreinsun
og klórframleiðslu)
Eldsneyti á kjarnaofna
Vetni
Hráefni
Vatn
Súrál (innflutt)
Botnfall, Mývatn
Sjór
Glúkósi (innflutt)
Olía (innflutt)
Mysa
Jarðsjór frá
sjóefnaverksmiðju
Salt
Salt
Olía (innflutt)
Uran (innflutt)
Vatn
Liður Virkjuð orka Virkjuð orka
1500 MW rafmagn + 4500 MW hiti 3000 MW rafmagn + 4500 MW hiti
Fjöldi stórra verk- smiðja 15 22
Heildar kostn- $ aður 2500 3600
Bygg- ingar- tími Ein verksmiðja í smíöum .í einu Tvær í smíðum Ein verksmiðja í smíðum í einu Tvær í smíöum
45 ar 2 2 ár 66 ár 3 3 ár
Heildar nettó tek jur t/á ári Án íslenzlcrcir eignaraðildar Með 20% eignaraðild Án íslenzlcrar eignaraðildar Með 20% eignaraðild
122 222 179 32 5
til þessa iðnaðar, sá jafnframt
þessum mannfjölda fyrir rafmagni
og hita. Þar sem efnaiðnaðurinn
notaði gufu en einungis heitt vatn
þarf til húshitunar, var varminn,
sem fæst við þéttingu gufunnar,
fyrst notaður í efnaverksmiðjum
og síðan var heita vatnið, er við
það fékkst, notað í hitaveitu handa
50.000 manna byggð. Úr bænum
kom vatnið 40OC heitt og var þá
notað til gróðurhúsahitunar og
kælt niður í 150C og að lokum
notað til fiskiræktar.
Vissulega þurfum við íslending-
ar ekki á kjarnorku að halda þar
sem við eigum ódýrari orku í
fallvötnum og jarðvarma. I þeirri
myné munum við eiga nálægt 3000
MW í óvirkjaðri vatnsorku og 9000
MW í jarðhita. Það hittist þannig
á að hlutföllin í raf- og hitaorku
eru nokkurn veginn þau sömu og
hagkvæmustu hlutföllin hjá
kjarnorkuveri. Má því segja að
þjóðin eigi orkulindir sem sam-
svari þremur stórum kjarnorku-
verum.
Til þess að forðast of mikla
bjartsýni, skulum við gera ráð
fyrir, að einungis sé hagkvæmt að
nýta helming þessarar orku, þ.e.
1500 MW af rafmagni og 4500 MW
af jarðvarma. Ef hún yrði nýtt á
svipaðan hátt og orkan frá kjarn-
orkuverinu, sem áður greinir frá,
myndi brúttóverðmæti framleiðsl-
unnar vera um það bil 400—500
milljónir dollara, og tíu þúsund og
fimm hundruð manns starfa við
framleiðsluna. Framleiðslan
myndi þá standa undir lífsafkomu
u.þ.b. 70.000 manns. Ótalinn er sá
fjöldi manna er starfa myndi við
önnur skilyrði væru uppfyllt.
Athuga ber að efnaiðnaður þarf
flutningsaðstöðu (hafnir eða vegi)
og kælivatn, auk orku. Þessar
kvaðir takmarka nokkuð staðarval
efnaverksmiðja. Því myndu þær
efnaverksmiðjur, sem þurfa gufu,
ekki vera jafnt dreifðar á háhita-
svæðin og öll hitaorkan ekki
nýtanleg af þeim sökum. Háhita-
svæðin þekja 150 km2 í 100.000 kmz
landi. Jafnvel þótt verksmiðjurnar
15 yrðu aðeins byggðar á hluta
háhitasvæðanna yrðu víðast hvar
fleiri ferkílómetrar á hverja verk-
smiðju. Á stöðum þar sem verk-
smiðjur þættu spilla náttúrufegr
urð yrði að sjálfsögðu að vega og
meta kosti og galla við staðarvalið.
Yfirleitt má segja að vel hönnuð
efnaverksmiðja og snyrtileg þurfi
ekki að lýta eða menga umhverfi
(nema í augum þeirra sem hafa
innbyggða óbeit á tækni og iðnaði
sem slíkum), en margar verk-
smiðjur á litlu svæði gera það.
Allténd ætti landrými að vera nóg
til þess að taka tillit til náttúru-
verndarsjónarmiða. Auk þess er
tiltölulega auðvelt að forðast
mengun frá verksmiðjum þegar
tekið er tillit til þess þegar í
upphafi. Við getum því forðazt
vandamál ýmissa eldri iðnaðar-
ríkja þar sem efnaiðnaður var
byggður upp án nokkurs tillits til
mengunar, unz menn vöknuðu upp
við vondan draum og sáu að
böggull fylgdi skammrifi.
Andvirði orkunnar.
I sérhverju tilfelli myndi það
söluverð, er fengist fyrir raf- eða