Morgunblaðið - 15.07.1978, Side 13

Morgunblaðið - 15.07.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 13 hitaorku til efnaiðnaðar, vera háð orkuverði í öðrum löndum, (sem ávallt yrði hærra), og þeim aukakostnaði sem staðsetning viðkomandi framleiðslu á Islandi hefði í för með sér vegna flutn- ingskostnaðar til og frá landinu. Sá kostnaður vægi að einhverju leyti upp á móti sparnaði vegna ódýrrar orku. Væntanlega yrði söluverðið ávallt allmiklu hærra en kostnaðarverðið. En til þess að gera okkur grein fyrir gjaldeyris- tekjum af hreinni orkusölu, skul- um við ganga út frá kostnaðar- verði sem lágmarks viðmiðun. Reikna má með 1,15 bandarísku centi á hverja kilowattsstund raforku og 65 centum á hvert tonn af gufu sem framleiðsluverði. Með 8000 klukkustunda starfrækslu á ári samsvara þessar tölur 138 milljónum dollara (fyrir 1500 MW notkun af rafmagni) og 40 milljón- um dollara (fyrir 4500 MW notkun af gufu = 61,2 milljón tonn árlega). Samtals fengjust 178 milljónir dollara árlega fyrir orkusölu, í það minnsta.,Hins vegar færu 60% af þessári upphæð í vexti og afborg- anir a^ erlendum lánum vegna orkuveranna, þannig að nettó gjaldeyristekjur af orkusölunni yrðu 71 milljón dollara árlega. Þó er aðeins hálfsögð sagan, því trúlegt er, að söluverð orkunnar yrði talsvert hærra en framleiðsluverð. Aðrar tekjur. Við stórar efnaverksmiðjur eru vinnulaun venjulegast u.þ.b. 8% af söluverðmæti framleiðslunnar. Þannig yrðu gjaldeyristekjur vegna vinnulauna 51 milljón doll- ara til viðbótar. Um það bil 20 prósent af stofnkostnaði verksmiðjanna er byggingarkostnaður og éru þau útgjöld að mestu í íslenzkum krónum. Af 2,500 milljón dollara heildarkostnaði verksmiðjanna jafngilti þetta 500 milljónum dollara eða 130 milljörðum króna eftir núverandi gengi. Núverandi þjóðarframleiðsla mun nálægt 520 milljörðum króna að andvirði, þannig að framlag íslendinga til fyrirtækjanna næmi einum fjórða af ársframleiðslu þjóðarbúsins. Ef þessu framlagi yrði dreift á þau 22 ár sem það tæki að reisa verk- smiðjurnar yrði fjárfestingin rúmt eitt prósent þjóðarteknanna á ári. (Sá hlutur færi reyndar minnk- andi eftir því sem þjóðartekjur ykjust). Stóriðja skilar venjulega um 20 prósentum af festu fé árlega áður en skattar eru lagðir á. Hvernig sem skattlagningu væri háttað myndu, þessi 20 prósent skila sér í þjóðarbúið sem skattar eða arður. Yrðu það endanlega 100 milljónir dollara til viðbótar. Samanlagðar tekjur Samkvæmt þeim tölum sem áður getur, myndu lágmarks nettógjaldeyristekjur af stóriðj- unni verða 122 milljónir dollara árlega án eignaraðildar íslendinga að verksmiðjunum og 222 milljónir með 20 prósent eignaraðild. Væri orkan seld hærra verði, eða væri eignaraðildin stærri fengjust að sjálfsögðu meiri gjaldeyristekjur. Ennfremur yrðu tekjurnar meiri þegar búið væri að afskrifa orkuvirkjanirnar. Tafla 2 sýnir þær tölur er um ræðir. Benda má á að núverandi verðmæti útflutnings landsmanna er um 400 milljónir dollara, því myndi hagnýting 1500 MW af rafmagni og 4500 MW af jarðgufu auka útflutningstekjur um rúm- lega 50 prósent Orkan hefur þríþætt gildi: 1) Virkjuð orka hefur söluverð- mæti. 2) Hún skapar aðstöðu til gjaldeyrisöflunar með vinnu við hagnýtingu orkunnar og 3) hún gefur íslendingum kost á að öðlast fyrir íslenzkan gjaldmiðil eignar- aðild að tækjum sem skila erlend- um gjaldeyri. Önnur atriði Hér að framan er rætt um hagnýtingu 1500 MW af raforku og 4500 MW af jarðvarma. Eins og áður er þetta miðað við 3000 MW og 9000 MW af virkjanlegri raf- og hitaorku. Ekki er víst að hægt sé að auka gufuvinnslu á háhitasvæð- um verulega fram yfir þetta án þess að eiga á hættu að kæla svæðin ískyggilega, e.t.v. á minna en 50 árum. Jafnvel með 4500 MW vinnslu getur verið að svæðin kólni á 50—100 árum. Að vísu ná þau sér aftur ef vinnslu er hætt, en það getur tekið aldir. Hins vegar er vel trúlegt, að hagkvæmt sé að virkja a.m.k. verulegan hluta raforku til viðbótar. Vera má, að hagkvæmt sé að virkja önnur 1500 MW og nota til raforkufreks iðnaðar. Ef sömu hlutföll og áður eru áætluð gilda milli orkuverðmætis og heildargjaldeyrisöflunar myndi þessi orka skila 57 milljónum dollara árlega án eignaraðildar að verksmiðjunum og 103 milljónum með 20% eignaraðild. Yrðu því samsvarandi heildartölur fyrir alla stóriðju (300 MW af rafmagni og 4500 MW af hita) 179 milljónir og 325 milljónir dala. Trúlegt er að þessi viðbótariðnaður (7 stórar verksmiðjur) gæti alls framfleytt 32.000 manns til viðbótar. Yfirlit yfir niðurstöður Óvirkjuð orka á íslandi verður bezt nýtt í stóriðju. Gæti orkan nægt handa 15—22 stórum verk- smiðjum. Flestar yrðu verk- smiðjurnar að vera á háhitasvæð- um. Með forsjá væri hægt að halda mengun og náttúruspjöllum vegna verksmiðjanna í lágmarki. Iðnað- urinn ætti að geta aukið út- flutningsverðmæti þjóðarinnar um 55—80 prósent og veitt alls 70.000—100.000 manns góða lífsaf- komu. Ólíklegt er að hægt væri að byggja verksmiðjurnar á minna en 20—30 árum. íslendingar ættu auðveldlega að geta átt a.m.k. 20 prósent í verksmiðjunum og það án verulegra gjaldeyrisútláta. Eignarhlutinn gæti verið stærri. En þá yrði að fjárfesta gjaldeyri, sem annaðhvort yrði aflað með öðrum útflutningi eða með frekari lánatökum. Lokaorð I kosningaumræðum undanfarn- ar vikur hefur verið rætt um hvernig skipta eigi þjóðartekjun- um en minna hefur borið á góma hvernig eigi að auka þær. Um aldamótin næstu verða íslendingar orðnir u.þ.b. 300.000. Flestir virðast sammála um, að hinn aukni fólksfjöldi verði í vaxandi mæli að byggja afkomu sína á iðnaði og takmarkað sé hvað fiskiðnaður getur séð miklum fjölda fyrir lifibrauði. Sá eini iðnaður annar, þar sem íslending- ar hafa forskot fram yfir aðrar þjóðir, er orkufrekur iðnaður. Sá iðnaður verður að byggjast á stóriðju. Þó æskilegt væri að íslendingar gætu átt þann iðnað allan sjálfir, er líklegt að þeir hafi ekki efni á fjárfestingum í öðru en orkuverum og ef til vill 20% eignaraðild að iðnaðarfyrirtækj- unum sjálfum. Mikið hefur einnig verið rætt um íslenzka atvinnustefnu og smáiðnað. Vissulega hæfir það fyrir innanlandsmarkað. En vilji þjóðin auka útflutingstekjur veru- lega, þýðir ekki að byggja á öðru en orkufrekum iðnaði, ef lífskjör landsmanna eiga að haldast góð. Þetta er vegna þess, að þar höfum við forskot. Eigi hinsvegar að byggja á t.d. rafeindaiðnaði í stórum stíl, eða fataframleiðslu, verðum við að keppa við aðrar þjóðir, svo sem Japani og Malasíu- menn á jöfnun grundvelli. Þeirra samkeppnisaðstaða byggist á ódýru vinnuafli. Yrðum við því að sætta okkur við sömu kjör, eða vera ósamkeppnishæf ella. Mynd 2 sýnir á hvern hátt lífskjör breytast með fólksfjölda í iðnaðarþjóðfélagi. Meðan auðlind- ir eru nógar, batna þau með vaxandi fólksfjölda m.a. vegna þess að sameiginlegur kostnaður (vegir, sími, þing og því um líkt) dreifist á fleiri íbúa, jafnframt því sem sameiginlegi kostnaðurinn vex ekki eins hratt og íbúafjöld- inn. Séu auðlindir hinsvegar full- nýttar, og fjölgi fólkinu úr því, deilast framleiðsluverðmætin á sífellt fleiri íbúa með auknum fólksfjölda, minna kemur í hvers hlut, og lífskjör rýrna ört. Það er skoðun greinarhöfundar, að miðað við núverandi nýtingu auðlinda vorra, einkum fisksins, sé fólksfjöldi á íslandi nærri há- marki. Fjölgi fólkinu verulega án þess að nýjar auðlindir (þ.e.a.s. orkan) og ný tæki komi til sögunnar, munu lífskjör hér á landi fara versnandi. Sú aukning, sem reiknað er mað að verði fram til aldamóta, ca. 80.000 manns, er einmitt sá fjöldi sem fullnýting orkunnar getur veitt góða afkomu. Hinsvegar tekur a.m.k. 20—30 ár að byggja nauðsynleg mannvirki og samsvarar það þeim tíma, sem er til stefnu. Er því ekki seinna vænna að við snúum okkur af fullri alvöru að því að hagnýta orkuna á skynsam- legan hátt. Þakkarorð Að lokum vill greinarhöfundur þakka Sveinbirni Björnssyni hjá Raunvísindastofnun Háskólans, Jakobi Björnssyni, Jóni Steinari Guðmundssyni og Karli Ragnars hjá Orkustofnun, Jóhanni Má Maríussyni og Halldóri Jónatans- syni hjá L.andsvirkjun, svo og Sigurgeiri Jónssyni hjá Seðla- bankanum fyrir veittar upplýsing- ar. FÓLKSFJÖLDI — Lauslega sýnt samband á milli lífskjara og fólksfjölda í tæknivaddu þjóðfélagi. Bragi Ásgeirsson: Stutt athugasemd skrá, svo sem vera ber en tvær áritanir gætu valdið misskilningi „Góðlátlegur" fiðringur í minn garð í þremur dagblaðanna í dag (13. júlí), en þó misvísandi, kemur fram hjá listrýnum þeirra er ritað hafa þar um sumarsýningu Nor- rænna hússins, sem nú stendur yfir. Myndir mínar þar, sem greindar eru sem „model" í sýn- ingarskrá hússins og ársettar á skránni, eru vissulega að hluta samtímaverk skólagöngu og þroskaskeiðs sýnanda, en þó á allan hátt sjálfsta'ð myndverk eigin kennda og tækni — og greina ávöxt hans og stöðu á listbrautinni. Hér er alls ekki um bundnar „skólastúdíur" að ræða og bera öll verkin glögg einkenni þess með frjálsum óháðum vinnubrögð- um. — Ártalsáritun á sjálfar myndirnar þótti mér ekki einhlít vegna síðari yfirferðar í lit og gerð var s.l. vetur—, og væri því raunverulega um tvær ársetningar að ræða sem til álita kemur að rita síðar á bakhlið myndverkanna ásamt skýringu. Greint er frá upprunalegri árgerð hverrar myndar á aukablaði í sýningar- á framhlið þar sem upprunalegri teikningu er í engu breytt. — Að sjálfsögðu er hvérjum og einum frjáls gagnrýni á list minni í sjálfri myndgerðinni, en hér hefur málum verið hlandað um upphaf og tilgang að gerð mvnd- anna. sem allar eru sjálfsta'ð myndverk mín. öðrum óháö og þannig ekki rissmyndir fyrir skóla. Bragi Ásgeirsson. Veðrinu stjórnað á næstu 20 árum Washington 13. júlí. AP. Á TVEIMUR næstu áratugum verður mönnum kleift að gera verulegar breytingar á veður fari og bandaríska stjórnin verður að tryggja að slíkt sé gert af fullri skynsemi og að allar afleiðingar verði teknar með í reikninginn. segir í skýrslu ráðgjafanefndar um veðurfarsbreytingar. Samkvæmt rannsókn, sem hefur staðið yfir í eitt ár, munu möguleikar stórum aukast á því að hægt verði að auka rigningar og snjókomu og draga úr skemmdum af völdum óveðurs. í skýrslu nefndarinnar segir að þetta „sé vísindalega mögulegt og í sjónmáli.“ Nefndin spáir því að á árun- um eftir 1980 muni vísindamenn geta stækkað jökla og aukið snjó til fjalla um 10—30 af hundraði. I lok áratugarins segir nefndin að hægt verði að auka rigningar á sléttum miðvesturríkja Bandaríkjanna um 10 til 30 af hundraði. Á árunum eftir 1990 segir nefndin að kleift verði að draga úr vindstyrk fellibylja um 10 til 20 af hundraði og minnka haglél um 50 af hundraði. Nefndin var skipuð sam- kvæmt lögum á sviði veðurfars- breytinga og þjóðþingið fól henni að marka stefnuna í þessum málum í Bandaríkjun- um. Nefndin segir að bezta leiðin sé á þessu stigi að hraða rannsóknum á þessu sviði og að hið opinbera setji nauðsynlegar lágmarksreglur. Þær breytingar sem eru gerð- ar um þessar mundir á veðurfari eru flestar bundnar við ákveðna staði og eru einkum fólgnar í því að koma fyrir efnum i skýjum til þess að hafa áhrif á úrkomu innan einhvers eins tiltekins fylkis segir i skýrslunni. Nefndin segir að stjórnin í Washington verði að setja reglugerð um þetta starf og veita leyfi til veðurfarsbreyt- inga á grundvelli hæfni um- sækjenda líkt því og þegar flugmenn fá atvinnuleyfi. -..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.