Morgunblaðið - 15.07.1978, Page 14

Morgunblaðið - 15.07.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 íslendingarnir Sveinbjörn Björnsson og Sveinn S. Einarsson, sero starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Honduras. (Ljósm. Kristinn.) Tolentinoi „Ekki vildi ég vera heilt ár á Islandi Cuellar< „E1 Salvador hcfur lært marKt af íslendingum". Ojiamboi „I>ið eisið í erfiðleikum við Kröflu“. Orkustofnun bauð blaðamönn- um til Laugarvatns að fundinum loknum og voru niðurstöður hans kynntar þeim. Þar gafst tækifæri til að tala við fundargesti og fræðast um starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna, kynnast stöðu jarðhitaframkvæmda í lönd- um erlendu gestanna og ræða um áætlaða þjálfunarstarfsemi hér á landi. Dr. Walther Manshard aðstoð- arrektor HSÞ skýrði frá starfsemi háskólans. Hann sagði að hug- myndin um háskóla á vegum SÞ hefði komið upp á árunum þegar U Thant var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ákveðið var að stofna ekki hefðbundinn há- skóla með aðsetur á einum stað heldur dreifa starfseminni milli landa og koma þannig upp neti stofnana sem stuðluðu að aukinni þekkingu og rannsóknum. Ekki eru neinir fastir nemendur við skólann heldur byggist menntunin meira á námskeiðum sem styrk- þegum er boðið að sækja. „Hingað til hefur kennslan að mestu farið fram í þróuðu löndun- um og nemendur frá vanþróaðri löndum farið þangað," sagði dr. Manshard. „Þetta hefur þýtt nær eingöngu ferðir frá suðri til norðurs. í framtíðinni viljum við leggja áherzlu á að þekking verði einnig sótt til landa sem liggja á sömu breiddargráðu og lönd styrk- þeganna. Vanþróuðu löndin eiga mörg við sömu vandamál að etja og geta lært mikið hvert af öðru.“ „Aðalaðsetur HSÞ er í Tokyo, mikið til vegna þess að Japanir hafa gefið mest resktrarféð til okkar starfsemi. Nú eigum við í sjóði 130 millj. dollara og þá mun öll starfsemin verða mun auðveld- ari. Framlag Islands til háskóla- starfseminnar er mjög mikilvægt og fellur vel að stefnu Sameinuðu þjóðanna að stuðla að þjálfun og fræðslu á alþjóðlegum vettvangi." Dr. Manshard sagði að starf- semi háskólans beindist nú inn á þrjár brautir. Haldin eru nám- skeið sem fjalla um hungursneyð í heiminum, stöðu mannsins í þjóðfélaginu og vinnslu og stjórn- un á náttúruauðlindum. Þjálfun- arnámskeiðin á íslandi munu falla undir það síðast nefnda. Auk þess að leggja áherzlu á könnun á jarðhitasvæðum hefur HSÞ beint athyglinni að nýtingu sólarorku og er með starfsemi í Nígeríu og íran á því sviði. Með tilkomu þjálfunarnám- skeiðanna hér mun Island verða eitt af fyrstu aðsetrum starfsemi HSÞ á sviði jarðhitamála. Háskól- inn styrkir námskeið í háskólum í Japan, Nýja Sjálandi og Ítalíu, en vinnsla jarðhitaorku er mjög þróuð í þessum löndum. „Hér verður fyllt upp í eyðu sem er í kennslu í jarðhitafræðum í heiminum í dag,“ sagði Ingvar Birgir Friðleifsson á Orkustofnun, en það féll í hans hlut að skýra fra væntanlegri starfsemi hér. „Þau námskeið sem haldin eru í faginu í dag eru mest megnis bókleg og lítið um verklega þjálfun. Hér verður haldið sérhæfðasta form- lega námskeiðið í jarðhitafræðum og hægt verður að líta á það sem eins konar framhaldsnám í fag- inu.“ „Það er í anda HSÞ að nemand- inn geti farið beint til síns heima að námskeiði loknu og tekið til við að starfa þar sjálfstætt og kynnt löndum sínum þær aðférðir sem hann hefur lært. Markmið nám- skeiðanna hér verður því að veita sem mesta verklega þjálfun og undirbúa menn undir sjálfstætt starf. Hér verður miðað við einstaklinginn — Hingað kemur lærlingur til meistara." „Tillögur okkar sem unnum að starfsáætlun fyrir starfsþjálfun- ina hér voru í stórum dráttum á þá leið að hingað komi um 5 styrkþegar í fyrstu, og dveljist hér í sex mánuði," sagði Ingvar. „Þeir munu verða frá þeim löndum sem eru að hefja nýtingu jarðhitaorku. I fyrstu verða þeir í almennum fyrirlestrum í Orkustofnun og Háskóla Islands, en síðan munu þeir velja sér sérhæfða námsbraut og vinna að rannsóknum með sérfræðingi í þeirri grein." „Ætlunin er að bjóða uppá átta námsbrautir og er nú unnið að undirbúningi þeirra. Meðal annars verður boðið upp á námsbrautir í jarðfræði- og jarðeðlisrannsókn- um á yfirborði og í borholum, og mat á afkastagetu og eiginleikum jarðhitakera. Styrkþeginn mun vinna verklegar rannsóknir og síðan skila skýrslu í samvinnu við leiðbeinanda sinn sem verður frá Orkustofnun eða háskólanum. Búast má við að þriðjungur tíma sérfræðinganna fari í vinnu með styrkþegunum, en til þess munu aðeins veljast menn með reynslu í kennslu og rannsóknum. Nemend- urnir munu fylgjast með raunhæf- um störfum þeirra og taka þátt í þeim.“ Undirbúningsstarfið, sem unnið var fyrir fundinn á Laugarvatni, féll í góðan farveg og tillögurnar voru samþykktar. Ojiambo, sem Island er Mekka jaröfræóinga Kins og fram hefur komið í fréttum var samþykkt á. fundi erlendra og íslenzkra séríræðinga á Laugarvatni fyrir helgina tilboð íslcnzku rfkisstjórnarinnar um að hér á landi yrðu haldin þjálfunarnámskeið í jarðhitafrœðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Háskóli Sameinuðu þjóðanna bauð til fundarins, en hann var haldinn í framhaldi af heimsókn dr. W alther Manshard, aðstoðarrektors HSt», og ráðu- nautar hans dr. J.M. Harrisson, fyrrum aðstoðarframkvæmdast jóra UNESCO, hingað í jónf í fyrra. Viðræður þeirra við ráðamenn hér leiddu til athugunar á umfangi og skipulajgi þjálfunarstarfsemi af þessu tagri. Vinnuhópur skipaður sérfra'ðingum á Orkustofnun og í Háskóla íslands vann að athuguninni og samdi drög að starfsáœtlun fyrir þjálfunina. Tillögur vinnuhópsins voru kynntar á fundinum á Laugarvatni og voru sam- þykktar þar. Nú bíður endanleg ákvörðun um starf semina samþykki íslenzkra stjórnvalda. Gísli Jónsson menntaskólakennari: Upprif jun að gefnu tilefni Forystugrein íslendings á Akureyri 12. maí 1977 bar yfir- skriftinga Árangur endurreisnar- stjórnar, og er hér tekinn upp fyrri hluti hennar og niðurlag. Fyrst sagði: „Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var aðkoman ekki glæsileg. Upplausn og óreiða var sá arfur, sem fráfarandi vinstri stjórn lét eftir sig þrátt fyrir gott bú, sem hún tók við, og síðan hagfelldar ytri aðstæður. Tíma- bært þykir nú að staldra við og hyggja að því, hvaða árangur hefur náðst eftir þiggja ára endurreisnarstjórn. 1. Tekist hefur að fá viðurkennd óskoruð ráð okkar yfir 200 mílna auðlindalögsögu og vinna þar með langþráðan lokasigur í illvígri og stórháskalegri deilu. 2. Óvissu í öryggismálum þjóðarinnar hefur verið bægt frá og hlýtt kalli fólks um varið land og vestræna samvinnu. 3. Full atvinna hefur haldist í landinu gagnstætt því sem víðast er í nálægum löndum. Þetta vill stundum gleymast þegar borin eru saman kjör launþega hér og í grannlöndunum, t.d. í Danmörku, þar sem atvinnuleysi er orðið landlægt þjóðarböl. I Noregi hefur atvinnuleysinu verið haldið í skefjum með stórkostlegum fjár- framlögum af opinberri hálfu. 4. Náðst hefur jöfnuður í við- skiptunum við útlönd eftir sukk vinstri stjórnarinnar • og þrátt fyrir verðfall á helstu útflutnings- vörum og þar með mjög versnandi viðskiptakjör á fyrri hluta stjórnartímabilsins. 5. Verðbólgan, sem fór yfir 50% á síðasta ári vinstri stjórnarinnar, hefur hjaðnað talsvert, enda þótt hún sé enn margfalt meiri en hættulaust getur talist til lengdar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og margt ótalið af ýmiss konar.umbótalöggjöf sem endur- reisnarstjórnin hefur beitt sér fyrir." Og síðar: „Fullkomin ástæða virðist vera til þess að gaumgæfa vandlega hvort ekki ætti fyrr en síðar að gefa þjóðinni kost á að dæma um það, hvað gert hefur verið og hver skuli vera framtíðarstefnan. Skýr þjóðarvilji er stjórnvöldum mikill styrkur hverju sinni, og þess ætti ekki að vera langt að bíða, eð þjóðin hefði öll skilyrði og fullar forsendur til þess að fella sinn dóm um gerðir eða aðgerðarleysi þeirra flokka, sem hún kvaddi til stjórnar með ríku umboði í síðustu alþingiskosningum, eða hvort hún vill heldur efla aðra flokka til forystunnar.“ Lokaorð þessarar greinar úr íslendingi sýna, hvert var þá viðhorf margra stjórnarsinna, a.m.k. innan Sjálfstæðisflokksins. Telja verður höfuðskyssu Endur- reisnarstjórnarinnar að láta ekki Gísli Jónsson. þingkosningar fara fram alllöngu áður en lyki kjörtímabili Alþingis sem kosið var 1974, t.d. haustið 1977. Fyrir utan þau málefnalegu rök, sem beint hnigu að slíku, var afstaðan til sveitarstjórnar- kosninganna. Vegna þingrofsins 1974 stóð svo á að þær bar svo að segja saman við alþingis- kosningarnar, og það sem var enn verra, þær voru á undan. Sveitarstjórnarmenn Sjálf- stæðisflokksins margbentu á þann ókost, sem að þessu væri að öllu leyti. Sveitarstjórnarkosningarnar féllu í skugga alþingiskosninganna og þetta væri vísasti vegurinn til þess að meirihluti Sjálfstæðis- manna í Reykjavík félli. Reynslan hefur nú kennt að þetta var rétt. Það er næstum óhugsandi að meiri hlutinn í borgarstjórn Reykjavík- ur hefði fallið, ef fyrst hefði verið kosið til alþingis. Ein afleiðingin af falli borgarstjórnarmeirihlut- ans í Reykjavík var sú, að ríkisstjórnin gekk eins og lík til alþingiskosninganna. Á hitt er svo að líta að sjálfstæði sveitarfélaganna er hætta búin ef kosningar til stjórnar þeirra lenda að kalla ofan í alþingiskosningarnar, að ekki sé talað um þá firru að hafa einn og sama kjördag til hvors tveggja. Því skal hér tekið sterklega undir með Birgi ísleifi Gunnarssyni í grein hans í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, þar sem hann sýnir fram á að breikka þurfi bilið milli margnefndra kosninga. Til viðbót- ar skal vitnað í leiðara Vísis s.l. mánudag, en þar segir: „í annan stað er eðlilegt að stefnt verði að því að kosningar til alþingis og sveitarstjórna beri ekki upp á sama ár. Sveitarstjórnarkosningar á ekki áð draga inn í landsmála- pólitíkina eins og gerðist núna og 1974 ...“ Allt ber þetta að einum brunni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í stjórnarmyndun á næstunni, verður hann að gera það að skilyrði, að bilið milli sveitar- stjórnarkosninga og alþingiskosn- inga verði breikkað. Tilefnið er nærtækt, sbr. fyrrgreindan leiðara Vísis. Stjórnarskrórbreyting er nauðsynleg fyrr en eftir fjögur ár. Að henni verður að vinna og knýja hana fram. Þá leysist þetta mál af sjálfu sér. G.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.