Morgunblaðið - 15.07.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.07.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 — Benedikt krefst svara Framhald aí bls. 36 því hvernig þetta er aö okkur lagt, hvort ég svara bréfinu sjálfur eða legg þaö fyrir þingflokkinn." Benedikt var að því spurður í gær hvort flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefði „breikkað" umboð hans til stjórnarmyndunarvið- ræðna sem einskorðað hefði verið við nýsköpunarstjórn. „Það var engin samþykkt gerð,“ sagði Bene- dikt. „Málin voru rædd mjög ítarlega og menn komu sér niður á það að við viljum frekari skýringar á þessari óvæntu af- stöðu Alþýðubandalagsins. Takist þeim að gefa viðunandi skýringu á henni mun Alþýðuflokkurinn ekki tefja málið lengi.“ „I sjálfu sér höfum við ekki útilokað neinn möguleika," sagði Benedikt er hann var spurður hvaða kostur væri nærtækastur fyrir Alþýðuflokkinn að nýsköpun- arstjórn frátaldri. „Það er í sjálfu sér fáheyrt að hafna svona viðræð- um og ég er enn þeirrar skoðunar að ef skynsemin fær að ráða en ekki pólitískar tilfinningar þá á að vera hægt að mynda þá sterku ríkisstjórn sem þjóðin þarfnast. En þessi neitun Alþýðubanda- lagsins hefur torveldað og tafið myndun meirihlutastjórnar. Það er sök Alþýðubandalagsins að stjórnarkreppan dregst nú á langinn þótt vandamálin hrúgist upp í atvinnuvegunum. Ég dreg í efa að allur þorri kjósenda Aiþýðubandalagsins sé þeim fylgjandi." — Carter Framhaid af bls. 1 öryggi sitt og jafnframt halda áfram leitinni að varanlegum friði.“ Forsetinn hrósaði Vestur-Þjóð- verjum fyrir velgengni þeirra eftir heimsstyrjöldina og sagði að þeir hefðu komið á laggirnar styrku og traustu lýðræðisríki í kjölfar stjórnar nazista og ósigurinn í síðari heimsstyrjöldinni. „Bonn- stjórnin er tákn um vilja og staðfestu frjálsra þjóða," sagði hann. „Það er uppörvandi að sjá þjóð sem hefur tekið jafn eftir- tektarverðum framförum — fram- förum sem eru öllum þjóðum til fyrirmyndar." Carter lagði á það mikla áherzlu við fréttamenn að samband hans og Helmut Schmidts kanzlara væri gott. Embættismenn sögðu að mikill ágreiningur hefði verið uppi með þeim lengi eftir að Carter kom til valda en samband þeirra hefði batnað. Fofsetinn sagði í dag að hann hefði aldrei hitt heims- leiðtoga sem hefði verið honum eins hjálplegur að komast til botns í flóknum efnahagsmálum og Schmidt. Forsetinn sagði að þeir hefðu að sumu leyti ólíkar skoðanir og gaf í skyn að þeir væru ekki sammála í efnahagsmálum. Ráöunautar forsetans segja að forsetinn og kanzlarinn séu þeirrar skoðunar að ný tillaga Rússum um fækkun herja í Evrópu sé skref í rétta átt. — Shcharansky Framhald af bls. 1 ingahaturs, meiðandi rógs og meinsæris". Chaim Landau, ráðherra án stjórnardeildar í ísraelsku stjórn- inni, skoraði á Bandaríkin og fleiri ríki að segja upp samningum um viðskipti og tækni við Sovétríkin til þess að leggja fast að stjórninni í Kreml að sleppa Shcharansky úr haldi. í Washington skoruðu öldunga- deildarmennirnir Jacob Javits og Patrick Moynihan á vestræn ríki að takmarka viðskipti við Rússa í hefndarskyni. Ýmsir bandarískir öldungadeildamenn hafa hvatt til þess að Bandaríkin hætti við þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu. Diplómatar í Washington segja að eiginkona Sheharanskys, Avital, sé á leið þangað til þess að hitta að máli Walter Mondale varaforseta á mánudaginn. Hún hefur þegar rætt við Cyrus Vance utanríkisráðherra í Genf. Aðrir ættingjar Shcharanskys hafa sent orðsendingu frá Toronto til Leonid Brezhnevs forseta og beðið hann um að ieyfa honum að koma til Kanada. „Hafðu samúð með þessum manni og fjölskyldu hans,“ sagði í orðsendingunni. I Bern lýsti svissneska stjórnin áhyggjum sínum vegna réttar- haldanna og bauðst til þess að veita hæli öllum baráttumönnum mannréttinda sem kæmu fyrir rétt í Sovétrjkjunum. Shcharansky var dæmdur fyrir landráð en hann fékk ekki hámarksrefsingu sem var dauða- dómur. I öðrum landráðaréttar- höldum í Moskvu var hins vegar rússneskur skrifstofumaður, Anatoly Filatov, dæmdur til dauða fyrir föðurlandssvik og samstarf við ónefnt erlent ríki. Filatov er ekki viðurkenndur andófsmaður en vestrænir diplómatar í Moskvu segja að réttarhöldin gegn honum hafi greinilega þjónað þeim til- gangi að tengja þau réttarhöldun- um gegn Shcharansky. — Korchnoi... Framhald af bls. 1 vissi bezt fengi fólk sem flyttist löglega frá Sovétríkjunum að hafa fjölskyldu sína með sér. Um Korchnoi gegndi einhverju öðru máli og fara yrði eftir sovézkum lögum. Baturinsky bætti því við að hann teldi skákina sjálfa mestu máli skipta í einvíginu og það væri viturlegast að blanda stjórnmálum í það. Hins vegar hefur pólitískt þóf mjög einkennt undirbúning ein- vígisins sem verður sett á mánudag og hefst á þriðjudag. Fulltrúar Korchnois og Karpovs hittast á morgun ásamt dr. Max Euwe forsta FIDE og öðrum embættismönnum til að ákveða hvaða fáni verði á borði Koreh- nois. Korchnois vill tefla undir svissneska fánanum en Rússar segja að hann geti ekki teflt undir þeim fána af því hann sé ekki svissneskur borgari. Korch- noi hefur svissneskt dvalarleyfi en ekki svissneskt vegabréf samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum. Korchnoi heldur því fram að í fylgd með Karpov sé 16 manna sendinefnd og í henni sé meðal annarra sovézki geimfarinn Vitaly Sebastianov en sjálfur hafi hann aðeins fimm aðstoðar- menn. Hann segir að Rússar hafi snúið persónulegu einvígi upp í flokkakeppni „Karpov er sniðugur náungi og honum hefur tekizt að fá alla til að þjóna sér. Skákgáfa hans er ekki frábær en hann eafnar að sér öllum hæfileikamönnum lands síns.“ Baturinsky svaraði því til að opinber sendinefnd Karpovs væri jafnfjölmenn sendinefnd Korchnois. — Dauðadómur Framhald aí bls. 1 og Shcharansky-málsins. í opinberum fréttum um réttar- höldin hefur ekkert verið minnzt á það erlenda ríki sem sagt er að Filatov hafi njósnað fyrir. Því er haldið fram að Filatov hafi verið ráðinn til njósnastarfa þegar hann fór til Aisírs í kaupsýsluerindum 1974. Lítill vafi er þó talinn leika á því að með hinu erlenda ríki sé átt við Bandaríkin. Ríkissaksóknarinn sagði við réttarhöldin að þau hefðu bæði afhjúpað glæpi Filatovs og sýnt fram á „glæpsamlega starf- semi afturhaldsafla heimsvalda- ríkja" gegn Sovétríkjunum. Þetta orðalag bendir til þess að átt sé við Bandaríkin. Saksóknarinn sagði að Filatov hefði beðið andlegt skipbrot með því að hlusta árum saman á andsovézkan áróður í erlendum útvarpsstöðvum. Hann hélt því fram að Fiiatov hefði valdið hernaðarmætti Sovétríkjanna, öryggi ríkisins og fullveldi lands- ins „töluverðu tjóni“ með starf- semi sinni en skýrði það ekki nánar. Því var haldið fram í réttarhöld- unum að lagðar hefðu verið fram sanhanir um vopnasmygl sem starfsmaður erlendrar leyniþjón- ustu hefði staðið fyrir í september í fyrra. Bandaríska sjónvarpsstöð- in ABC segir að bandarískur diplómat, Vincent Crockett, hefði verið handtekinn í Moskvu í fyrra ásamt konu hans.,______ — Young Framhald af bls. 17. og setja vopn í hendur þeirra og síðan vonast til þess að þeir aöhafis.t ekkert ljótt," sagði Young. Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, var stórhneykslaður á ummælum Youngs, og sagði að Young ætti að láta af störfum sem sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ. ef hann gæti ekki haldið sínum brjálæðis- legu skoðunum fyrir sjálfan sig. Kissinger sagði að Young ætti ekki að básúna persónulegar skoðanir sínar í allar áttir og sérstaklega þar sem þær væru brjálæðislegar. „Mér finnst að Young ætti að skiljast, að hann er sendiherra Bandaríkjanna... Hann ætti að læra hlýðni eða að öðrum kosti segja af sér,“ sagði Kissinger í viðtali við sjónvarpið á O’Hara-flugvelli í Chicago áður en hann hélt á ráðstefnu hjá öryggis- ráði S.Þ. s.l. fimmtudagskvöld. — Sama gamla hræðslan... Framhald af bls. 36 síðustu dagana," sagði Kristín Viðarsdóttir hjá Fönix. Taldi hún að fólk byggist augljóslega við gengisfellingu og keypti því hluti núna sem það ætlaði síðan ekki að nota fyrr en í haust. Björg Thorberg hjá Samband- inu sagði að einhver sérkippur hefði komið í sölu á heimilis- tækjum núna þessa dagana og taldi hún að það stafaði af því að fólk hræddist gengisfellingu á næstunni. Hjá Haraldi Guðbjartssyni í Orku fengum við þær upplýsing- ar að mikið hefði seist af heimilistækjum miðað við það sem eðlilegt mætti teljast og óvenju mikið væri um stað- greiðsluviðskipti. „Ætli það sé ekki sama gamla hræðslan við gengisfellingu sem veldur þessu,“ sagði Haraldur. — Görðu svo vel, fljúgðu Framhald af bls. 3. sendir bílar með dráttarvagna, því hverri svifflugu fylgir bíll með dráttarvagn. Þetta er 9. íslandsmótlð og hafa keppendur aldrei verið eins marg- ir. Keppnin byggist á fjarlægðar- flugi og hraðflugi. Farið er eftir mismunandi ferlum, t.d. markflug frá Hellu á staði þar sem fljúga má fram og til baka, þríhyrningsflug eða fjarlægöarflug á tilteknu svæöi með 4—7 punktum sem fljúga má á milli, en yfir hverjum punkt eða marki verður flugmaöurinn að taka Ijósmynd og er það sönnun hans á því að hafa farið leiðina. Það er því nóg að gera á kvöldin hjá strákunum aö framkalla filmurnar. Ott fer svitttugiö tram í 1600—2000 metra hæð ef hita- uppstreymi eöa hlíöauppstreymi er gott, en það er bæöi hægt aö svífa miklu hærra og miklu lægra, en eitt held ég að sé víst. Sá sem svífur einu sinni í svifflugu vill aftur takast á við himinhvolfið. — Fréttaskýring Framhald af bls. 18 fjármuni fólgna hjá innflutnings- aöilum og milliliöum, og þaö þurfi ekki annaö en sækja þessa fjármuni til að koma þjóðarskút- unni á réttan kjöl. Hvað vakir raunverulega fyrir ráðamönnum Alþýðubandalags- ins? Voru könnunarviðræðurnar við Alþýðuflokkinn aðeins sýnd- armennska til þess gerðar að villa krötunum og öllum almenn- ingi sýn? Alþýðuflokksmenn hafa sjálfir vaxandi grunsemdir um að þannig sé málinu varið. Vitað er að Alþýðubandalagsmenn sjá ofsjónum yfir því hversu stór Alþýðuflokkurinn er orðinn og þætti gott að geta knésett hann í upphafi leiks. Þá er einnig Ijóst af ummælum Lúðvíks Jóseps- sonar og viðbrögðum Þjóðviljans síöustu daga aö Alþýðubanda- lagsmenn eru stórlega móðgaðir yfir því að ekki skyldi fyrst leitaö til formanns þeirra með myndun meirihlutastjórnar í landinu, og kannski kann þaö að hafa haft einhver áhrif á stuttaralegt svar þeirra viö málaleitun Alþýðu- flokksins um viöræður. Hitt er víst, að vaxandi tortryggni milli forsvarsmanna Alþýöuflokks og Alþýöubandalags er ekki til þess fallin að greiða fyrir myndun meirihlutastjórnar í landinu og öll framvinda mála eykur líkur á aö til hreinnar stjórnarkreppu sé að koma í landi. — m.f. — fj. — bvs. — Franski sendiherrann Framhald af bls. 16 barist gegn Frökkum, og and- rúmsloftið var kannski dálítið stirt fyrstu tvær vikurnar, en þá var vinnan orðin svo mikil að menn gleymdu slíku. Úr því var samvinna góð. Og þegar ég fór þaðan, eftir fjögurra mánaða vinnu, skildi ég þar við góða vini, sem ég hitti svo aftur, þegar ég var síðar í Alsír sem fyrsti sendiráðuneytur við franska sendiráðið. Okkur fannst við hafa skapað eitthvað saman, sem væri einhvers virði. í mínum augum var þetta erfitt tímabil en mjög mikilvægt í mínu lífi. Það var eitt af þessum fremur sjaldgæfu tækifærum til að skapa eitthvað nýtt og mjög áhugavert. — En áður en þér komuð hingað voruð þér í Brússel, var það ekki, starfandi fyrir Luns? — Já, 1968 tók ég til starfa í stjórnmáladeild alþjóðaráðs Nató í Brússel. Ekki í sendi- nefnd Frakka, heldur í starfs- liðinu undir stjórn fram- kvæmdastjórans Luns. Ég þekki hann vel. Þegar hann kom hér vegna landhelgisdeilunnar, þá voru með honum félagar mínir frá þeim tíma, og Luns óskaði m.a. eftir að hitta mig og ráðgast við mig. Mér fannst mjög gaman að hitta hann aftur. Þetta er ákaflega sterk persóna, en samt hlýr og þægi- legur. — Ég kom raunar í fyrsta skipti til íslands áður en ég vissi að ég yrði hér sendiherra, meðan ég starfaði hjá Nató, hélt sendiherrann áfram. Þá var þing Atlantshafsbandalagsins haldið í Reykjavík í Háskóla íslands og var mjög skemmti- legt að koma. Við fórum til Þingvalla og víðar. Mér þótti ánægjulegt að vera skipaður sendiherra í Reykjavík fyrir 5 árum. ísland á mikilvægu hlut- verki að gegna í Nató, Efna- hagsstofnuninni o.fl. og er mikilvægt í samvinnu Vestur- landa. Þó afskipti mín í menningarmálum séu mest áberandi, þá hefi ég einnig reynt að verða að gagni á stjórnmála- sviðinu og haft góð sambönd við Islendinga. Ég hefi reynt að kynna minni stjórn viðhorf Islendinga, alla þætti þeirra. Og kynnast þeim frá sem flestum hliðum og haft gott samband við utahríkisráðuneyti Islendinga. Við höfum getað skipst á skoðunum og veitt upplýsingar á víxl. í fimm mánuði, meðan á þorskastríðinu stóð og stjórn- málasamband var rofið milli Islendinga og Breta, gætti franski sendiherrann hagsmuna Breta hér. — Þá var ég fulltrúi Weggja þjóða í senn, segir hann. Eg gat verið trúr hagsmunum Breta, og haldið góðum og vinsamlegum viðskiptum við Islendinga. Það var mjög áhuga- verður tími, þegar var verið að leita lausnar á þessu máli 1976. Að baki samninganna lágu margra vikna samningavið- ræður. Ég hafði fylgst vel með þeim gegnum utanríkisráðu- neytið og norska sendiherrann hér. Og það er alltaf mjög áhugavert fyrir okkur í utan- ríkisþjónustunni, þegar verið er að leysa deilur. Tónleikar og listsýningar Við víkjum aftur talinu að kynnum Islendinga af franskri tungu og menningu. Sendiherra- frúin, Luce de Latour Dejean, hefur tekið drjúgan þátt í þeim störfum Og hún hefur m.a. átt sinn þátt í sérstæðum frönskum klúbbi, sem starfað hefur í 10 ár í Reykjavík. Nokkur hópur kvenna heldur við og þjálfar frönskukunnáttu sína með því að hittast vikulega og lesa þá upp á víxl úr frönskum bók- menntum. Klúbburinn endur- nýjar sig, svo ekki eru það alltaf sömu konurnar. Þetta er mjög gagnlegt fyrir þær sem vilja kynnast frönskum bókmenntum og hafa tækifæri til að tala málið hér í Reykjavík. Sendiherrann vakti athygli á því, að þó franska og þýska séu „í teoretíunni" boðin jafnt sem þriðja mál í skólum, þá er það ekki alls staðar í raun. í menntaskólunum er hægt að velja um málin, en framhalds- deildir ýmsar hafa ekki frönsku- nám á boðstólum. Með nýjum framhaldsskólalögum þarf að sjá til þess að valið verði þar raunverulegt, sagði hann. Kennsla í frönsku er líka með nokkuð misjöfnum hætti. Sumir kennarar reyna að gera kennsluna lifandi með kvik- myndum, myndvörpum og tal- æfingum, en aðrir kenna hana enn að mestu á bókina og með málfræði. I upphafi viðtalsins ræddum við hið mikla framlag sendi- herrans til kynningar á franskri kvikmyndalist og bókmenntum. En slepptum veigamiklum þátt- um á sviði tónlistar og mynd- listar. De Latour Dejean hefur fengið hingað merkar sýningar af ýmsu tagi sem settar hafa verið upp í bókasafninu og verið vel sóttar, þar á meðal bæði málverk eftir franska nútíma- málara og svartlist. — Sú sýning sem mesta athygli vakti, segir hann, var sýning á verkum frönsku impressionistanna, þar sem myndir voru jafnframt sýndar á tjaldi með textum og samtímis til hiðar á tjaldinu hlutar úr verkunum. A öllum listaátíðum, síðan Jacques de Latour Dejean kom hér, hefur frönsk list verið vel kynnt. En fyrir hans atbeina var á Kjarvalsstöðum sýning á verkum Schneiders á listahátíð 1974, 1976 sýning í Bogasal á franskri svartlist og listvefnaði, og í sumar önnur sýning á vefnaði og grafík. Þessar sýningar hafa allar vakið mikla athygli. Ekki hefur tónlistin orðið útundan. 1974 átti sendi- herrann heiðurinn af því að hingað komu hljómfæraleikar- arnir Ars Antiqua og nú í sumar hinn frábæri píanóleikari France Clidat. Og fyrir beiðni sendiherrans gerði Kammer- hljómsveitin „La Grande Ecurie et la Chambre du Roi“ sér ferð 'ningaö. Hún ílytur eingöngu verk frá 17. öld undir stjórn Jeans Claudes Malcoire og með viðeigandi hljóðfærum. Það þótti góð nýjung hér, og hlaut verðskuldaða athygli, að því er sendiherrann sagði, tónlistin m.a. tekin upp og flutt í útvarpi og sjónvarpi. Áður en við kvöddum hafði Jacqiies de Latour sagt okkur að við ættum von á Ars Antiqua aftur í nóvember í haust. Hann hefði verið búinn að leggja drög að því að þeir kæmu hér við á leið sinni milli . Evrópu og Ameríku. Þannig munum við enn njóta verka hans, þó hann sé farinn til annarra starfa í París. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.