Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 Það var eitt þessara ójfleym- anlejfu kvölda. Éjf var á ferð frá Kaupmannahöf'n. norður Sjáland. móti lojíajíullnum himni. Hallir sólstafir léku sér í laufi beykitrjánna, tóku þau í lófa. Káfu þeim lit scm útkjálkabarnið hafði aldrei áður séð. — ha'jtur andvarinn vaggaði þeim ok þroskuðum stráum til svefns. Kyrrðin var seiðandi djúp. rofin af cinstaka unKfujíli sem æfði vænjí. Hvað þeir voru að sejíja veit ég ekki, kannski voru þeir aðcins að vekja athysli móður á, hve langt þeir höfðu náð í flujjlist- inni, — kannski voru þeir strenjfir sem urðu að ljóða þann föjínuð er brjóst þeirra Gunnar oj? Ljóska. sýndi hann mér sjálfbrynningu sem er þeirrar gerðar, að aldrei frýs í henni, — sjálfvirkt hitakerfi sér um það. Amerískt hugvit á danskri grund. Mér varð hugsað heim, heim á frerann, þar sem skjálfandi loðkroppar krafsa hjarnið til sinu og dropa. Það er ekki aðeins ágústsólin sem getur orðið rauð. Steinholt keypti Gunnar 1965, friðsælan stað fyrir fjölskylduna og hrossin hennar. Á danska vísu 12 tunnur, og ef ég man rétt 6 og Vi hektari á íslenzka. En hvað olli þessum brenn- andi áhuga? Tundrið bar að honum fyrst greifi frá Ung- verjalandi, flóttamaður, sem Draumur hestamannsins Gunnar Jónsson í Steinholti sóttur heim fyllti þetta kvöld. Veit það ekki. en mitt brjóst var svo undarlegt á þessari stundu. að jafnvel gargið í krákunni, scm var að stela maðki eða korni frá „Larsen" bónda, hljómaði í eyrum mér sem fegursta tón- list. Við hlið vinar míns og mágs leið mér svo vcl, að mér íannst ég kominn heim úr langri útlegð. Þessi staðhæfing vellíðunarinnar vakti mig af dvala. Heim? Hvernig gat það verið. hér var ekkert fja.ll. enginn lifsglaður lækur, eng- inn drynjandi íoss, ekkert jarm í hlíð eða hnegg í varpa. Nei, heima gat þetta ckki verið, — stundum taka gömul brjóst að þrugla. Og þó, — oft finna menn á sér það sem í vændum er. Við félagar vorum á ferð á fund Gunnars Jónssonar að Steinholti. Það eru mörg ár síðan ég heyrði hans fyrst getið, las í blaði að honum hefði verið falið að sjá um hryssurnar tvær sem íslenzka þjóðin gaf Margréti drottningu sem brúð- argjöf, og síðan hafði mig langað að hitta hann. Ég vissi um hann það meir, að hann er verkfræðingur og stjórnar stærstu verksmiðju þvottaefna pg tannkrems á Norðurlöndum. I huganum reyndi ég að fara yfir leiðarlýsinguna ... fyrst til hægri, síðan vinstri, þá beint fram að brú, þá til hægri... þetta er mjög auðvelt... var það til hægri? Ertu viss Kurt? Já, og það tókst. Allt í einu vorum við við afleggjarann að Steinholti. Vegvísirinn, hnar- reistur, töltandi fákur, bendir heim að þessum rammíslenzka stað á danskri grund. Á hlaði stóð Gunnar bóndi, einn þessara vörpulegu manna sem skapar- inn hefir dundað við að búa til, og við hlið hans fagnaði gestum hvutti frá Olafsvöllum. Islenzk- ara gat það ekki verið. Bærinn er gamall, virðurlegt setur með viðbyggðu útihúsi. Við mágar vorum leiddir til stofu. Allt hið innra vottar um hagleik þeirra handa sem hafa verið að breyta býlinu í vé síðustu árin. Hús- freyjan, Marit, var við skyldu- störf af bæ, en við arin sat öldruð kona, móðir Gunnars. Þau fögnuðu gestum saman þetta kvöld. íslenzkan hljómaði klár og hrein, en leitaði sonur- inn orða, þau skaut gamla konan þeim að honum. Kliðmjúkt mál hennar og orðavalið kallaði mig norður í Þingeyjarsýslu. Til þess að aðrir gætu dáðst að skarpleik mínum með mér, þá spurði ég umbúðalaust, hvort hún væri þaðan ættuð. Hún hló við: „Ég?“ svaraði hún, „nei, nei, ég er dönsk, heiti Ellen og er dóttir Jensens, sem var vegamálastjóri á Borgundarhólmi." Svo kom sagan. Hún var ein þessara dönsku kvenna sem fylgt hafa íslenzkum menntamönnum hingað heim, og gefið Islandi allt. Ung var hún bundin Jóni, lækni og tannlækni, syni séra Benedikts Kristjánssonar á Grenjaðarstað í Aðaldal. Bæði höfðu lokið námi frá Tann- læknaskólanum í Höfn og héldu bjartsýn hingað í norður, sett- ust að á Öldugötu 3, hér í Reykjavík, og fóru að „praktís- era“. Lífið laut til þeirra með gjafir sínar í tveimur mannvæn- legum sonum. En sorgin átti líka erindi við Ellen, Jón bóndi hennar var kvaddur á himins- lendur 24. júlí 1936, og eftir stóð hún ein með synina þeirra tvo. Ellen brá á það ráð að halda utan á ný, taldi sig frekar geta stutt synina í klifi í þroskans fjall innan þess skólakerfis er hún þekkti af eigin reynslu. Enginn efast um það nú, að það gerði hún dyggilega, báðir náðu tindum, og annar, ívar, státar af hæsta prófi verkfræðings frá Hafnarháskóla. Ellen rauf ekki tengslin við Island, hún hafði gefiö því hjarta sitt, og síðan ber hún mynd þess með sér stolt, hvar sem leið hennar liggur. Tal hennar um gömlu Reykjavík, tal hennar um ís- lenzk mál og íslenzka menn kölluðu fram í huga mér undrun og aðdáun. En hverfum nú til Gunnars á ný. I stofu hans báru margir hlutir þess vott, að meðal hestavina var dvalið. Myndir og bækur, stangir og ólar. Forvitn- um safnara var þetta mikið yndi, en nú bauð Gunnar til hesthúss. Að gömlum sið var innangengt úr búri húsfreyju að stöllum eftirlætishestanna. Og þarna stóðu þeir kumrandi í stíum. Ég þóttist sjá afkomanda Svips, ég sá von í fola frá Hindisvík, og þarna var stólpa- gripurinn Faxi frá Hvanneyri. Strokin gæludýr, sem fengu hjartað til þess að slá örar. Ég vék að þeim aðdáunarorðum, en stoltur sagði Gunnar: Komdu þá og sjáðu drottningu hópsins, hana Ljósku mína. Hún, það var hún sem gaf mér þetta sem allt hestelskt fólk er að sækjast eftir, en engin orð fá lýst. Frelsi, — fögnuður, — nei, reynum það ekki í orðum, — sumt verður að lifa til þess að fá notið. Og þarna var hún í túni býlisins með unghrossahópinn í kringum sig. Ljóska er frá Sólheimum í Mýrdal, föngulegt hross, sem hefir knúið erlenda grund til takts við íslenzka snilli. Gunnar benti mér á fætur og makka sona og dætra framtíðarinnar, stoltur yfir þeim fyrirheitum sem hrossarækt hans gefur. Hann þylur nöfn á stóðhestum, nefnir Stygg frá Álfhóli, Loga frá Bálkastöðum, Nökkva frá Steinholti, og ég finn og skil, að það er ekki aðeins áhuga- heldur kunnáttumaður sem stýrir ræktuninni á stofninum hér. I útjaðri hlaðsins sýndi bónd- inn mér hjarðhús, þar sem hross hans geta leitað skjóls og matar undan veðrum. Og eins og sönnum verkfræðingi sæmir, 1965 rak reiðskóla í Höfn. Gunnar varð hrifinn og hugsaði til nánari kynna við þessi stóru, stoltu dýr. En svo kom blástur- inn að neistanum. Gunnar Jóns- son varð ferðafélagi frænda síns Gunnars Bjarnasonar í bifreið heima á Fróni. Ráðunauturinn ræddi í 6 klukkustundir um yfirburði íslenzka hrossastofns- ins yfir öll önnur hrossakyn, — tilraun til samlíkingar er hrein móðgun við skaparann, — nei, íslenzkur hestur — hornfirskur hestur — „er skaparans meistaramynd." Síðan var boðið í hnakk norður í Skagafirði. Blærinn þaut í faxi, grundin söng, hiið að gleðiheimi, sem Gunnar þekkti ekki fyrr, lukust upp. Þennan dag varð Gunnar Jónsson eigandi tveggja hesta, og síðan hefir íslenzki hesturinn átt í honum aðdáanda og vin. Hann er einn stofnenda félags danskra eigenda 3500 íslenzkra hesta, — formaður félagsins í 6 ár, mótaði starf þess og vann íslenzka hestinn, á danskri grund frá bikkjuáliti til kjör- gripa. Nú er Gunnar ritari Evrópumóta eigenda íslenzkra hesta, nú og því skal heldur ekki gleymt, að ritstjóri er hann Tölts, fræðirits um íslenzka hestinn, hefir verið það í 8 ár, og kraft á hann til þess að gefa út 10 blöð á ári. Kannski finnur þú, lesandi góður, til samúðar með fjöl- skyldu Gunnars, konunni hans norsku og börnunum fjórum, hyggur þau hafa misst hann frá sér í hrossadelluna. Þá er mér einum um að kenna, ég hefi villt þig, gleymt að segja þér, að þau eru hreinlega öll á kafi í þessu, — þekkt hestafólk og knapar, sem sitja íslenzk hross til verðlauna og aðdáunar á hinni ungu íþrótt á vangi drynjandi vélaskrölts þéttbýlis erlendrar streitu. Á vegg sá ég verðlaun 15 ára dóttur, og í hiliu leit ég ritverk eftir frúna: Islandske Hestenavne, þar sem hún leið- beinir erlendum eigendum í vali nafna, — að íslenzkri venju — eftir geðslagi og lit. Stórmerki- legt framlag. Já, þegar íslenzkir knapar ríða hestum sínum undir erlendum nafnskrípum, sem þeir jafnvel skilja ekki sjálfir hvað þá hrossið, þá leggja danskir metnað sinn í, að íslenzkum hestum hæfi ekki annað en rammíslenzk nöfn, sótt í arf kynslóðanna sem hestarnir þjónuðu. Sólin var löngu gengin til náða, er við stóðum upp frá borðum fjölskyldunnar í Stein- holti, og héldum glaðir og þakklátir yfir ógleymanlegri stund til Hafnar á ný. Margir eiga drauma, — en fáir hafa kraft og auðnu til að breyta þeim í vökuævintýr, eins og hestamanninum Gunnari Jóns- syni hefir tekizt. Sig. Ilaukur. X Landgrædsluvél- in norðanlands STÓRA landgræðsluvélin er nú norðanlands með bækistöðvar á Húsavík, og er unnið að því að dreifa um 530 lestum af fræi og áburði í um 24 landgræðslugirð- ingar og einnig á beitilönd fyrir 5 sveitarfélög. Að sögn Stefáns Sigfússonar sem hefur yfirumsjón með dreif- ingunni er þegar búið að dreifa um 400 tonnum þarna nyrðra, en áður var flugvélin búin að dreifa alls 1232 lestum sunnan heiða frá Gunnarsholti. Alls er hins vegar gert ráð fyrir að dreifa um 2200 lestum í sumar. Byr jad ad dæla í nýju þróna h já Kísílíð junni Á MÁNUDAG var byrjað að dæla efni í hina nýju þró Kísiliðjunnar h.f. í Mývatns- sveit, en nýja þróin kemur í stað gömlu þrónna, sem eyðilögðust að mestu í jarð- hræringunum í fyrra. Nýja þróin, sem stendur nokkru vestar en gömlu þrærnar, er á svæði, þar sem engar sprungur er að finna og gera menn sér vonir um að hún standi allar jarðhræringar af sér. Tekur þróin 300 þús. rúmmetra af efni eða álíka og gömlu þrærnar tóku til sam- ans. Reiknað er með að um 50 daga taki að fylla þróna af efni. Myndina tók Kristján af nýju þrónni, þegar gerð hennar var nýlokið. Nýr brimvarnar- gardur í Ólafsvík Ólafsvík, 13. júlí. BYRJAÐ er að aka grjóti í nýjan brimvarnargarð við höfnina. Kemur sá garður utan á og út fyrir svokallaðan norðurgarð og á þessi fram- kvæmd að draga úr ókyrrð í höfninni. Síðar er áformað með dýpkun og öðrum fram- kvæmdum að bæta nýtingu innhafnarinnar. Unnið verður fyrir 100 milljónir króna við höfnina í sumar. Verkstjóri við þessar framkvæmdir er Bergsveinn Breiðfjörð. Þá er verið að steypa um 300 metra framhald við Ennisbraut. Einnig verða steyptir um tveir kílómetrar af gangstéttum í sumar. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.