Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 174. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kuo-feng í utanferð Peking, 14. ágúst. Reuter. FORMAÐUR kínverska kommúnistaflokksins. Hua Kuo-feng. lagði í dag upp í ferð til Rúmcníu. Júgóslavíu og íran að sögn fréttastofunn- ar Nýja Kína. Er þetta fyrsta utanferð flokksformanns í vesturátt síðan Mao formaður fór til Moskvu á sjötta ára- tugnum. Það kom á óvart að Hua skyldi ráðgera ferð til íran, en viðbúið var hins vegar að hann vitjaði hinna landanna beggja, sem kunn eru af sjáifstæðri stefnu sinni gagnvart Sovétríkjunum. Að- stoðarutann'kisráðherra landsins, Chi Teng kuei er með í förinni. Nobre da Costa (t.h.) ásamt Mario Soares. Da Costa segist óháður Soares Lissabon, 14. ágúst. Reuter. AP. IÐJUIIÖLDURINN Alfredo Nohre da Costa. sem Eanes Portúgalsforseti útnefndi til að hafa forgöngu um myndun ríkis- stjórnar. sagði í kvöld að hann myndi ljúka a'tlunarverki sínu með eða án þátttöku jafnaðar- manna. Jafnaðarmannaflokkur Búsetu frestad Jerúsalem, Kairó, 14. ágúst. AP. Reuter. Soaresar hefur stjórnað landinu síðastliðin tvö ár. Da Costa lét orð þessi falla eftir fund sinn með Eanes forseta. Andstaða jafnaðarmanna, sem þvertekið hafa fyrir aðild flokks- ins að stjórn da Costas, hefur verið talin helzta ljónið í vegi óflokks- bundinnar stjórnar. Leiðtogi mið- demókrata, do Amaral, sagðist í dag ekki eygja neina nærtæka lausn á stjórnarkreppunni. Jafn- aðarmenn gerðu í dag út sendi- nefnd á fund Nobre de Costas og sagði Campinos forntaður hennar eftir á að stuðningur jafnaðar- manna væri háður málefnasamn- ingi þeim, er stjórn da Costas myndi leggja fyrir þingið síðar. • • Oryggisvörður aukinn í Beirut Iti irill. 11. áKÚst. l!(LUtiLr. Al’. YFIRSTJÓRN hersvcita Palestínu- manna herti stórlega öryggiseftir- lit í Beirut daginn eftir að meira en 160 manns létu lífið f sprengingu til höfuðs róttækum skæruliðahópi. Sprengingin lagði átta hæða hús í rúst, þar sem aðsetur hafði yfir- stjórn Frelsishreyfingar Palestínu (PLF). Hreyfing þessi er vinveitt nágrannaríkinu írak og hefur átt í hatrömmum deilum við liðsveitir Yasser Arafats. Hersveitir, vopnaðar rifflum af Kalashnikovgerð, tóku sér stöðu við allar skrifstofur yfirmanna Frelsis- hreyfingarinnar. Persónuskilríkj a var krafizt af ókunnugum og gæzlu- sveitir sendar til hverfa Palestínu- manna. Palestínsku frelsissamtökin (PLO) settu í gær á stofn rannsókn- arnefnd til að kanna upptök og aðdraganda sprengingarinnar og er talið að bið kunni að verða á niðurstöðum. Engin ein herdeild hefur til þessa gengizt við verknaðinum, en Alþýðu- fylkingin til frelsis Palestínu, (PFLP) sem hlynnt er Sýrlendingum, hefur eindregið neitað að hafa átt minnstu aðild að. Talsmenn Frelsishreyfing- arinnar tilkynntu í gær aö þeir skelltu ekki skuldinni á neinn einstakan hóp Palestínumanna en efuðust ekki að um væri að ræða óvildarmenn palestínsku byltingar- innar. í viðtali, sem fréttastofan Associated Press átti við yfirmann herstjórnar Frelsishreyfingarinnar, Abul Abbas á sunnudag, gaf foring- inn hins vegar í skyn að Alþýðufylk- ingin kynni að eiga hlut að máli. Hann ítrekaði að hreyfing sín myndi aldrei grípa til vopna gegn „pale- stínskum bræðrum." „Við berjumst aðeins í sjálfsvörn" sagði hann. Utvarpsstöðin „Rödd Líbanons" end- urtók í gær viðvörun Yasser Arafats i þá veru að „sá suðandi rymtur, sem á kreiki væri um sökudólgana, væri til þess eins ætlaður að ala á sundrungu meðal byltingarsveita Palestínumanna." Þrátt fyrir að sprengingin yrði mörgum yfirmönnum Frelsishreyf- ingarinnar að fjörtjóni, voru flest fórnarlambanna óbreyttir borgarar, þar á meðal 22 börn, að því er síðast spurðist. ÍSRAELSMENN ákváðu í dag að fresta ráðagerð um fimm nýja bústaði Gyðinga á her- numdu svæði Jórdandals þar til eftir næsta stórfund þeirra með Sadat og Carter í Bandaríkjun- um í næsta mánuði. Ákvörðunin, sem snertir fimm landskika á vesturbakka Jórdan- ár, er ósigur fyrir Ariel Sharon, landbúnaðarráðherra landsins. Talið er að aðstoðarforsætisráð- herrann, Yigael Yadin, hafi átt verulegan þátt í hvernig fundi ríkisstþórnarinnar lyktaði. Símamynd AP Frá útfararguðsþjónustu Páls páfa á laugardag. Fyrirsvarsmaður kardínála, Carlo Confalonieri flytur ræðu yfir fábrotinni kistu páfa í basilíku Sankti Péturs. Sjá einnig bls. 34. Stærsta yísindaafrek mannkyns í burðarlið? Princeton, Washington, 14. ágúst. AP. Reuter. „ÞAÐ ERU ekki þáttaskil hcldur aðeins mikilvægt skref, sem stað- festir fyrri spár“ var haft eítir talsmanni bandaríska orkumála- ráðuneytisins. er spurðist að banda- rískum vísindamönnum við Prince- ton-háskóla hefði nýlega tekizt að hita vetni í 26 milljón stig á rannsóknastofu. Að sögn fréttastofu Reuters tókst vísindamönnunum að framleiða 60 milljón stiga hita, fjórfaldan þann hita, sem talinn er vera í kjarna sólar, en þetta hefur talsmaður rannsóknastofunnar ekki viljað stað- festa. Vísindamenn hafa nú um áratuga bil reynt að finna leið til að stjórna kjarasamruna og leysa þannig úr læðingi orku líkt og gerist í kjarna sólar eða þegar sprengd er vetnis- sprengja. Hefur löngum verið vitað að með þessum hætti má framleiða mun meiri orku en með kjarnaklofn- un. Vandamálið hefur hins vegar ætíð verið að finna leið til að hafa hemil á samrunanum. Stjórn kjarnasamruna _________eftir áratug__________ Anthony Demeo, talsmaður rann- sóknastofu í vökvaeðlisfræði við Princeton-háskóla, skýrði frá því um helgina að vísindamönnum þar hefði tekizt að hita vetni eins og áður segir um 26 milljón gráður sem hlýtur að teljast meiri háttar framför með tilliti til raforkuframleiðslu. Kom fram hjá honum að búast mætti við að vísindamönnum tækist að hafa stjórn á kjarnasamruna eftir áratug eða svo „vissulega við lok aldarinn- ar“. E.t.v. sagði hann „yrði það mesta vísindaafrek mannkyns, þar sem það myndi opna okkuCötæman- lega orkulind". Efni breytt í orku Við kjarnasamruna tengjast kjarnar tveggja atóma og mynda þriðja þyngra atóm. Atómin tvö eru hituð við gífurlegt hitastig, þar til árekstrar verða sem á endanum leiða til þess að þau falla sundur. Losnar við það hin mikla orka, sem áður hélt atómunum saman við það að atóm- efnið leysist upp í orku. Er það einmitt þessi tegund orku, sem vísindamenn hafa reynt að hafa stjórn á. Einkum eru það tveir þættir, sem örðugt hefur verið að stjórna, en það eru þéttleiki efnisins og tíminn, sem samruninn tekur. Spáði Demeo að vísindamönnum myndi takast að fullkomna stjórn á samrunanum í fulla sekúndu innan fjögurra ára í krafti útbúnaðar, sem nú er verið að framleiða. Upphaflega mun hafa verið hug- myndin að skýra frá niðurstöðunum á miðvikudag, en upplýsingar láku út um helgina, sem ollu því að starfs- menn rannsóknastofunnar urðu að leysa frá skjóðunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.