Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 vel á móti Kekkonen Norrænt vinabæja- mót í Keflavík V eðurguðirnir tóku í DAG hefst í Keflavík norrænt vinabæjamót og lýkur því á miðvikudag. Komu gestir mótsins til landsins síðdegis í gær, en þeir eru samtals 61 og var þeim komið fyrir til gistingar í heimahúsum. Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri sagði í samtali við Mbl. að þetta væri í annað sinn sem slíkt vinabæjamót væri haldið í Kefla- vík, hið fyrra hefði verið fyrir 10 árum, en jafnan væru mót þessi haldin á tveggja ára fresti, til skiptis á Norðurlöndunum. Vina- bæirnir eru: Terava í Finnlandi, Trollháttan í Svíþjóð, Kristian- sand í Noregi og Hjörring í Danmörku. Á dagskrá í dag er Keflavíkur- mynd, mynd sem gerð var í tilefni 20 ára afmælis kaupstaðarins fyrir tveimur árum. Síðan verður farin skoðunarferð um bæinn. Eftir hádegi verður haldið um Reykja- nes og m.a. skoðaðar hitaveitu- framkvæmdir við Svartsengi. Á miðvikudaginn verður haldið að Skálholti, Gullfossi og Geysi og síðan til Þingvalla þar sem nor- ræna félagið í Keflavík býður til kvöldverðar. Sr. Eiríkur J. Eiríks- son kynnir staðinn fyrir gestum. Á dagskrá norræna vinabæjamóts- ins á fimmtudag verður ferð til Vestmannaeyja, en flogið verður með vélum Flugleiða í tveimur hópum frá Keflavíkurflugvelli. Sagði Jóhann Einvarðsson að bæir þessir hefðu á sínum tíma gefið til Vestmannaeyjasöfnunarinnar og því vildu fulltrúar þeirra gjarna komast þangaö og að lokinni þeirri ferð verður lokahóf mótsins haldið í Keflavík. Á föstudag fara flestir fulltrúarnir á vinabæjamótinu heimleiðis nema Finnar, sem dvelja í nokkra daga í Reykjavík áður en þeir halda heim. Jóhann Einvarðsson sagði að 8 fulltrúar frá hverjum vinabæ sæktu mót þetta þar af 5 borgarfulltrúar, 1 embættismaður viðkomandi borg- ar og -2 fulltrúar frá norrænu félögunum, ásamt mökum. Jóhann Einvarðsson tekur á móti gestum á Keflavíkurflugveili. Átta skrýddir hemp- um á Hólahátíð Bæ, 14. ágúst. AÐ VENJU var Hólahátíð haldin í dásamlegu veðri 13. ágúst. Man ég ekki eftir að veðurblíða hafi brugðizt á Hólahátíð. 8 skrýddir prestar gengu í kirkju með vígslu- biskupi og fór athöfnin fram eftir áður auglýstri dagskrá. Hóladóm- kirkja var í þetta skipti fullskipuð kirkjugestum. Bæn í kórdyrum flutti séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. Prófastur Skagfirðinga, séra Gunnar Gíslason, flutti að venju ágæta ræðu og var grunn- tónn þar kraftaverk og bróðurhug- ur. Kom hann einnig inn á ríkjandi vandamál þjóðarinnar. Kirkjukór Sauðárkróks annaðist söng með ágætum undir stjórn Jóns Björns- sonar tónskálds. Kom þá bezt í ljós í síðari dagskrá Hólahátíðar hve við Skagfirðingar eigum marga góða söngfugla. Listafólkið frá Akureyri, Iða, Hjálmar, Sveinn og Rún vöktu óskipta athygli með hljóðfæraleik að ógleymdum Kristjáni frá Djúpalæk, sem hélt athyglisverða og snjalla ræðu. Þessi Hólahátíð var mér ógleym- anleg eins og alltaf áður, en áður en hún hófst var aðalfundur Hólafélagsins haldinn. Skipa þar nú stjórn séra Árni Sigurðsson á Blönduósi formaður, Margrét Árnason Hólum, séra Sigfús Árnason Sauðárkróki, séra Sig- hvatur Emilsson á Hólum og séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ. í Lýðháskólanefnd Hóla voru kjörnir séra Árni, séra Gunnar og Jóhann Salberg sýslumaður á Sauðárkróki. I byrjun Hólafélags- fundar var Snorra heitins Sigfús- sonar minnzt sem eins mesta unnanda Hólastaðar. Hátíð þessi bar sem áður vott um að Hólar og helgi staðarins eru ennþá grópaðir í huga fólksins. — Björn í Bæ. Um ellefuleytið á sunnudag lenti einkaílugvél Kekkoncns Finnlandsforseta á Reykjavík- urflugvelli í blíðskaparveðri, cn Kckkoncn er kominn hingað til laxveiða og mun dveljast ásamt fylgdarmönnum sfnum við veiðar f Víðidalsá næstu vikuna. Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra tók á móti Kekkonen og föruneyti á Reykjavíkurflug- velli og eftir að skipzt hafði verið á kveðjum héldu þeir til Bessastaða, þar sem snæddur var hádegisverður í boði forseta íslands, en Kekkonen hélt strax til veiða að honum loknum. I fylgd með Kekkonen eru ýmsir embættismenn finnskir og þeirra á meðal má nefna Erkki Huurtamo lands- höfðingja, þingmennina Kauko Rastas og Uhro Ruola og Pentti Halonen prófessor. Meðfylgjandi myndir sem ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. tók, sýna þá Einar Ágústsson og Kekkonen á Reykjavíkurflug- velli, og Kekkonen ásamt for- setahjónunum fyrir utan forsetabústaðinn á Bessastöð- F / A T sýningarsalur Sérstakt bílatilboð Mikiö úrval af notuöum nýlegum bílum. au<;lysin<;asiminn er: 22480 DAVH) SIGURÐSSON H.F Síðumúla 35. Sýningarsalur, sími 85571

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.