Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Á Selfossi stendur nú yfir landbúnaðarsýning ein mikil, sem margir eiga sjálfsagt eftir að sjá. Mbl. brá sér austur fyrir f jail í gær og ræddi við nokkra sýnendur og tók Rax meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Sölvfélay Gar&yrkjumanna sýnir fjölmaryar teyundir af yrænmeti, en 4frænmetiskarlinnu lenyst til hæyri d myndinni er settur saman úr ýmsum teyundum yrænmetis. Sgna 30 tegund- ir afgrœnmeti • Söhifólaií Garðyrkjumanna er með tvö sýningarsvæði á landbún- aðarsýningunni og er annað þeirra innandyra en hitt utan. Á innisvæðinu eru sýndar um 30 tegundir af grænmeti og var Iljalti Lúðvíksson, starfsmaður sölufélagsins, að leggja síðustu hönd á „grænmetiskarr, er við hittum hann að máli. Hjalti sagði Sölufélagið leggja höfuðáherzlu á grænmetisbylting- una, en að sögn hans er fólk farið að hugsa meira um grænmeti og grænmetisrétti en áður. Er Sölufé- lag Garðyrkjumanna með sérstaka verzlun á sýningunni, og er þar selt margs kyns grænmeti. Þá sýnir sölufélagið garðáhöld fyrir almenna garðyrkju, en sýn- ing sölufélagsins er þó ekki tæmandi. „Jurtalyf", áburður og fræ eru sýnd á sýningarsvæðinu, sem og slöngur, garðdælur og úðadælur. Þá eru sýndir pottar af öllum gerðum og stærðum, og sérstakir litlir pottar, sem hægt er að sá í. Hjalti kvað sýninguna vera miðaða við hinn almenna borgara er ætti lítinn garð, en auk þess verzlar Sölufélag Garðyrkju- manna með áhöld og tæki fyrir garðy rkj ubændur. Á útisvæði sölufélagsins er að finna sláttuvélar af ýmsum gerð- um, og einnig ýmiss konar önnur stór tæki, sem notuð eru við garðrækt. Landgrœðslan kynnt í máli og myndum • Á sýningarsvæði Landgræðsl- unnar hittum við Hafstein Heið- arsson að máli, en Hafsteinn er starfsmaður hennar. Hafsteinn tjáði okkur að reynt væri að gera grein fyrir starfsemi Landgræðsl- unnar í máli og myndum, auk þess, sem sýnt er hvernig landið er grætt upp. Fremst á sýningarsvæðinu eru þrjár grasrendur og hefur þar verið sáð þremur mismunandi tegundum af grasfræjum, vallar- sveiggrasi, vallarfoxgrasi og tún- vingli. Á að líta svo út, sem landgræðsluflugvélin TF-TÚN hafi dreift fræjunum, en vélin er til sýnis á svæðinu. Hefur nokkr- um áburðarpokum verið stillt upp fyrir framan vélina, en áburður þessi er sá hinn sami og notaður er við uppgræðsluna. Aftar á sýningarsvæðinu eru melhólar, en melur er mikið notaður til að binda foksand í hóla og stöðva sandfok. Hefur þessi aðferð gefið allgóða raun. Hafsteinn sagði ennfremur að rofabarð hefði verið myndað aft- ast á svæðinu og er búið að stinga rofabarðið niður. Síðar er fræjum og áburði dreift yfir rofabörð sem þetta úr flugvél. Að sögn Haf- steins eru þrjár tegundir af áburði einkum notaðar, 26-14, 26-149 og 23-23. Þá eru á svæðinu skilti, sem á er að finna ýmsar upplýsingar um landgræðsluna og myndir af starf- seminni. Að lokum má geta þess að síðastliðinn sunnudag flaug land- græðsluflugvélin Páll Sveinsson yfir landbúnaðarsýnínguna og dreifði svokölluðum lukkumiðum yfir sýningarsvæðið. Vinningar voru alls 32 og veitti Búnaðarfé- lagið þá, en í bígerð er að endurtaka þetta atriði næsta sunnudag, ef veður leyfir. Frá sýningarsvæði Landgræðslunnar. Landgrœöslufluyvélin er fremst d myndinni, en fjær sést í melhólana oy rofabardið. Hlustað með athyyli er skóvinnan er útskýrð. Heimilisiðnaðardeildin: Sgning á gömlum og nýjum vinnubrögðum • Samhand sunnlenzkra kvenna í Árnessýslu og Rangárvallasýslu og Samband vesturskaftfellskra kvenna hafa skipulagt og sett upp heimilisiðnaðardeild land- búnaðarsýningarinnar. Að sögn Höllu Aðalsteinsdóttur er deildin sýning margra þeirra hluta sem bezt hafa verið unnir á Suður- landi á siðustu árum og einnig á gömlum og nýjum vinnubrögðum. Á hverjum degi eru í gangi tóvinna, skógerð, vefnaður og hrosshársvinna en einnig eru fleiri vinnubrögð sýnd bæði gömul og ný en það er mismunandi frá degi til dags hvað til sýnís er af þeim. „Tóvinnan er lang vinsæiust meðal áhorfenda," sagði Halla, „þar eru sýnd vinnubrögð sem fólk er hætt að sjá, unglingar hafa t.d. aldrei séð spunnið á rokk.“ Heimilisiðnaðardeildin er einnig með sérstaka sýningu á undan tízkusýningunum sem haldnar eru á landbúnaðarsýningunni. Þar eru rakin gömlu vinnubrögðin á ull- inni frá því að hún er þvegin og þangað til hún er komin í band. Er blaðamenn komu í heimilis- iðnaðardeildina var þar verið, auk hinna daglegu verka sem áður var sagt frá, að vinna að postulínsmál- un, skermagerð og maður var að höggva listaverk í rekaviðarbúta. Einnig var að hefjast sýning á baldýringum og knipplingum og virtist fólk hafa mikinn áhuga á því að sjá það sem fram fór. Þróunardeildin: „Allar tölur sgndar á mgnd- rœnan hátt” • í þróunardeild landbúnaðarins á sýningunni á Selfossi er, eins og nafnið bendir til, leitazt við að sýna þá þróun sem átt hefur sér stað f íslenzkum landbúnaði á síðustu árum. Hjalti Gestsson fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands varð fyrir svörum er hlaðamenn komu í deildina. „Hér er þróunin sýnd á marga vegu t.d. hvað afurðir snertir í hinum ýmsu framleiðslugreinum. Það hefur orðið geysileg þróun í íslenzkum landbúnaði á þessari öld. Hér eru margar tölur sem varpa ljósi á þá staðreynd. Sum þróunin er mjög óæskileg en önnur aftur eðlileg. Það er margt sem vekur athygli sýningargesta. Til dæmis er hér tafla sem sýnir hvert peningarnir fara sem fólk borgar fyrir eitt kíló af dilkakjöti. í hlut bóndans fer þriðjungur, slátur og heildsölukostn- aður er næsti liður og síðan er þetta rakið hvað af hverju á töflunni." Allar tölurnar í þróunardeildinni eru sýndar á myndrænan hátt og verður það til þess að fólk horfir frekar á þær að sögn Hjalta. Flestum tölunum safnaði Guð- mundur Jónsson fyrrum skólastjóri á Hvanneyri en töflurnar sem þessum tölum er komið fyrir á hannaði Jón Kristinsson úr Lambey. Meðal þess, sem sjá má á þessum töflum, er dúntekja, framtaldir laxar, fjöldi fjár, nauta og hrossa og gróðurhúsastærð. Auk taflanna er í þróunardeildinni útisvæði þar sem sýnt er gamla engjatjaldið og það sem því fylgir, það er að segja stemmningin við heyskapinn eins og hann tíðkaðist áður fyrr. Emil Ásgeirsson í Gröf gerði tjaldið en Jón Kristinsson sá um umhverfið. Hjalti Gestsson við yamla enyjatjaldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.