Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 15.08.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 15 Gylfi Kristinsson (4. fr. hægri) og Hannes Eyvindsson við hlið spranga um Hólmsvöll á Leiru á laugardaginn. Rigningin angrar þá ekki hót, enda eru þeir varðir af regnhlífum. Aðstoðarmenn þeirra gætu verið að biðja um að fá að stinga sér undir regnhlífarnar, enda virðast þeir vera orðnir nokkuð votir. Sjá nánar um golfmótið og óvæntan sigur Hannesar í opnu blaðsins. (Ljósm. Friðþjófur) ÞANNIG ER KNATTSPYRNAN LIÐUM FYRSTU deildar gengur misjafnlega sem endranær, hjá sumum gengur ekkert upp en hjá öðrum gengur allt, þó að þau eigi kannske ekki öll stigin skilin sem þau hala inn. FH-ingar voru í markastuöi gegn Fram um helgina og skoruðu fjögur mörk, en fram að því hafði liðið tapað 4 leikjum í röð án þess að skora eitt einasta mark. Þróttarar eru nú í bráðri fallhættu, þó að sæmilega hafi gengið framan af, en liðið hefur nú tapað 5 leikjum í röð og önnur deildin blasir við verði ekki breyting á. Næstu helgina leika þeir gegn FH í Kaplakrikavelli og er þar auðvitað um hálfgerðan úrslitaleik að ræða þó að enn geti margt gerst. Það er athyglisvert að fjórir af fimm tapleikjum Þróttar hafa tapast með aðeins einu marki. Þessu er þveröfugt farið með ÍBK, sem hefur nú unnið 3 leiki í röð eftir að hafa gengið afleitlega í byrjun keppnistímabilsins. Akurnesingar hafa nú leikið 5 leiki í röð án þess að fá á sig mark. Þeir hafa á hinn bóginn skorað 17 mörk, þar af Pétur Pétursson 8 stk. og hann hefur nú jafnað markamet Hermanns Gunnars- sonar eins og fram hefur komið. Lið KA er hreinlega sér kapituli. Úrslit í síðustu 6 leikjum þeirra hafa litið þannig út: 0—3, 1—0, 0—5, 3-0, 0—1, 0—5! -gg. PÉTUR JAFNAÐI METHER- MANNS PÉTUR Pétursson, sá skemmti- legi knattspyrnumaður frá Akranesi, skoraði tvö mörk í leik ÍA og Víkings á laugardag- inn. Þar með hefur Pétur skorað 17 mörk í 1. deildinni og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hann verði marka- kóngur 1. dcildar í ár eins og í fyrra. Með síðara marki sínu í ieiknum við Víking jafnaði Pétur markamet Hermanns Gunnarssonar fréttamanns, cn það met setti Hermann árið 1973. Þess má geta að Ingvar Elíasson átti metið áður en Hermann sló honum við, en það hefur verið nokkuð á reiki hve mörg mörk Ingvar skoraði mest á einu keppnistímabili. Ingvar er íöðurbróðir Péturs Péturssonar, þannig að það virðist liggja í ættinni að vera snjall við þessa iðju. — áij. LOKSINS KOMÞAÐ! LOKSINS kom að því, að Sigurður Haraidsson Vals- markvörður fcngi á sig mark. Þessi fátíði atburður átti sér stað. er Valsmenn og Þróttarar léku í fyrstu deildinni um __________ helgina.Og á 78 mín. skoraði miðvörður Þróttar, Jóhann Hreiðarsson eina mark Þróttar í lciknum sem þeir töpuðu 1 — 3. Þá hafði Sigurður Haraldsson staðið í markinu f 8 deildaleiki plús 20 mínútur, auk þriggja bikarleikja án þess að fá á sig mark, eða samtals 1095 mínútur sem er afrek sem fáir markverðir hafa leikið og munu varla leika oft í fram- tiðinni. — gg. KVADDI HVORKI KÓNG NÉ KLERK VÍKINGAR standa nú uppi þjálfaralausir. Billy Haydock, sem verið hefur með Víkingslið- ið þrjú undanfarin ár, hélt af Iandi brott á föstudagsmorgun án þess að kveðja kóng eða klerk. í leik Víkings og ÍA á laugardaginn stjórnuðu þeir Pétur Bjarnason og Hafsteinn Tómasson Víkingsliðinu, en óvíst er hver verður með liðið það sem eftir er keppnistíma- bilsins. Að öllum líkindum munu Víkingar fá einhvern innanfélagsmann til að sjá um þjálfun liðsins fram á haustið. Víkingsliðið kom saman til fundar á föstudagskvöldið til að leggja síðustu hönd á undirbúning leiksins við Akra- nes. Er leikmenn höfðu beðið í góða stund án þess að þjálfar- inn birtist fóru þeir heim til hans til að athuga hvað dveldi. Þar komu þeir að tómum kofanum í þess orðs fyllstu merkingu. Er síðan var haft samband við Flugleiðir kom í ljós að Haydock hafði farið til Glasgow þá um morguninn og haft allar sínar pjönkur með. - áij Leikið í Eyjum í vikunni Keflvíkingar halda til Eyja í kvöld og leika gegn heimamönnum í fyrstu deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu. Leik þessum var frestað fyrr í sumar vegna veðurs. A fimmtudaginn skjótast síðan Þróttarar til Eyja og ljúka af sínum frest- aða leik. Báðir leikirnir hef jast klukkan 19.00. Eyjamenn gegn Glen- toran 5. september NÚ HEFUR verið gengið frá því, að Vestmanneyingar leika heimaleik sinn gegn Glentoran á Kópavogsvellinum þann 5. september.Eyjamen ætluðu sér að reyna að fá leikinn út í Eyjar, en aðstæður þar féllu ekki UEFA-mönnum í geð og urðu Eyjantenn því að sætta sig við Kópavogsvöllinn. Leikur IBV og Glentoran frá Norður írlandi, sem hefst klukkan 18.00, er fyrsti Evrópuleikurinn sem fram fer á grasvellinum í Kópavogi. Síðari leikur liðanna verður í Belfast fimmtudaginn 14. sept. „HÖFUM STEFNT AÐ ÞESSU MARKI ÍALLT SUMAR" Sjá bls. 20 og 21. •--------------------------• AÐ LOKNUM úrslitaleiknum í 5. flokki hittum við að máli fyrirliða Vals, Atla Björn Bragason. og spjölluðum stutt- lega við hann. Atli Björn var þreyttur en mjög ánægður með meistaratitilinn og sigurinn yfir Keflvíkingum. „Við höfum stefnt að þessu marki í allt sumar og vorum staðráðnir í því að hefna ófara okkar frá því í úrslitaleikjunum í fyrra þcgar við töpuðum fyrir Akra- nesi eftir fjóra úrslitaleiki. Við erum því himinlifandi ánægðir með sigurinn í dag. Okkur hefur gengið mjög vel í mótinu í sumar. unnum alla leikina í riðlinum og unnum svo alla leiki okkar hér í úrslitakeppn- inni. Keflavík er erfiðasti mótherjinn sem við höfum fengið í sumar en KRingar voru erfiðir í riðlinum. Atli Björn sagðist hafa byrj- að að æfa með Val þegar hann var 9 ára gamall og sagðist ákveðinn í því að halda áfram í knattspyrnunni hjá Val. Spurn- ingunni um það, hverju hann þakkaði góðan árangur liðsins í sumar svaraði fyrirliðinni „Við höfum haft mjög góðan þjálfara. Inga Björn Alberts- son, æfingarnar hjá honum hafa bæði verið góðar og skemmtilegar. Þá hefur verið mjög góðu félagsandi hjá strákunum í liðinu**. Atli Björn spáði því aðspurð- ur að Valur myndi sigra hæði í íslandsmótinu í Bikarkeppn- inni í ár. Uppáhaldsleikmenn Atla eru Ingi Björn Albertsson hér heima og Jóhannes Eðvaldsson á erlendri grund. Atli Björn sagðist fylgjast mjög náið með ensku knatt- spyrnunni og uppáhaldslið sitt væri Liverpool. „Ég vil svo þakka Vestmann- eyingum fyrir góða fram- kvæmd á þessari úrslitakeppni. þetta var mjög gott mót að vel staðið að öllu“, sagði hinn viðkunnanlegi fyrirliði Vals, Atli Björn Bragason. að lokum. — hkj. • Atli Björn Bragason fyrir- liði Vals hampar bikarnum eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér sigur í úrslitakeppni 5. flokks. (Ljósm. Guðlaugur Sigurgeirs- s.) • Einar Einarsson fyrirliði Víkinga tekur við íslandsmeistara- bikarnum úr hendi Jens Sumarliðasonar, að loknum leik Víkings og KR. (Ljósm. gg.) „Auðvitað er ég himinlifandi" „MÉR FANNST þetta nokkuð jafn leikur. en við áttum sigurinn skilið og ég er auðvitað himinlifandi með hann“. sagði Einar Einarsson fyrirliði Víkinga, nýbakaðra íslandsmeistara í 4. flokki, í stuttu spjalli við Mbl. eftir leikinn á sunnudaginn. Einar, sem auk þess að vera stórefnilegur fótboltamaður, er með þeim efnilegri í borðtennis og hefur unnið til verðlauna í unglingaflokkunum. tjáði Mbl. að æfingasókn hefði verið mjög góð í sumar hjá Víkingi og töluverður fjöídi frambærilegra stráka sótt æfingar reglulega. Að lokum viðurkenndi Einar þó. að leikurinn við KR hefði verið erfiðasti leikurinn sem Víkingar léku í keppninni. — gg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.