Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 176. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Loftbelgs- ferðin tókst Shannon. Írlandi. 16. áKÚst. Rrutor. BANDARÍKJAMENNIRNIR þrír sem hafa verið á leiðinni yfir Atlantshafið í loftbelg voru í kvöld — um það bil sem Mbl. fór í prentun — að lenda heilu og höldnu og urðu þar með fyrstir manna til þess að fljúga í slíkum farkosti yfir Atlantsála. Fyrr í dag höfðu þeir sett úthaldsmet. Voru þejr í kvöld við strönd N írlands. Loftbelgsfararnir þrír voru í sólskinsskapi er þeir höfðu samband við Shannon á ír- iandi. og sögðu að kampavínið væri tilhúið. Þeir fögnuðu að þeim hefði tekizt það sem margir hafa reynt áður og sumir fórnað fyrir lffinu. Tékkóslóvakía: Sex þúsund handteknir MUnchen, 16. ág. AP. TÉKKNESKUR útlagahópur lýsti því yfir í dag að vitað væri að sex þúsund manns hefðu verið hand- teknir í Tékkóslóvakíu af pólitískum ástæðum síðan Varsjárbandalags- ríkin undir forystu Sovétríkjanna gerðu innrásina í landið fyrir tíu árum. í skýrslu sem kölluð er „Tíu ára sovézk ógnarstjórn" segir enn fremur að 280 þúsund Tékkóslóvakar hafi misst atvinnu sína frá 1. janúar 1970—31. des. 1973 vegna andstöðu við stjórnina. Sovét: Hua Kuo Feng formaður kín- verska kommúnistaflokksins sést hér annar frá vinstri stíga rúmenskan dans „hora“ ásamt Ceausescu flokksleiðtoga sem er annar frá hægri. og nokkr- um rúmenskum listamönnum. Þetta var á Sigurtorginu í Búkarest í gær skömmu eftir komu Hua til Rúmeniu hvar honum var forkunnarvel fagn- að. AP-símamynd. Rúmenía: Heimsókn Hua markar þáttaskil” 99 Geðlæknir staðfestir frásögn andófsmanna Moskvu. 16. áir. Reuter. AP. DR. ALEXANDER Voloshano- vich geðlæknir í Moskvu, lét í dag í ljós stuðning við andófs- mannahópinn sem hcfur verið að kanna refsingar fyrir pólitíska fanga. Sagði Voloshanovich að það hefði mjög oft komið fyrir að fólk sem væri að öllu leyti heilt á geði væri sett á geðveikraspítala ef það þætti erfitt og ósveigjanlegt og óhlýðið við „kerfið." Hann sagðist ekki hafa getað þagað lengur um þá vitneskju sem hann byggi yfir enda þótt aðgerðir gegn andmæl- endum stjórnarfarsins í Sovétríkj- unum færu stöðugt harðnandi. Hann sagði að margir starfs- bræðra sinna væru sér fjarska vel meðvitandi um þetta en staða þeirra væri ekki ósvipuð og lækna í Þýzkalandi Hitlers á sínum tíma. Búkarrst. 16. á(fúst. Reuter. HUA Kuo Feng leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins fékk glæsilegar móttökur við komu sína til Rúmeníu í gær. Yfir 200.000 Rúmenar, margir hverjir klæddir rúmenskum þjóðbúningum fögnuðu leiðtoganum ákaft við komuna til Búkarest og fylgdu þeim Ceausescu eftir til borgarinnar, þar sem borgarstjóri Búkarestar afhenti Hua borgarlyklana. Að því búnu var efnt til sýningar til heiðurs Hua, þar sem sýndir voru rúmenskir þjóðdansar. Koma Hua Kuo Feng til Rúmeníu er sem kunnugt upphafið að heimsókn hans til þriggja landa, en hann mun síðan sækja heim Júgóslavíu og íran. Þessi för Hua er jafnframt sú fyrsta frá því að Mao tse Tung fór til Moskvu 1957. Þá fimm daga, sem Hua dvelst í Rúmeníu, mun hann eiga viðræð- ur við Ceausescu og fara auk þess í skoðunarferðir. Talið er að viðræður kommúnistaleiðtoganna tveggja muni einkum snúast um landamæradeilur Rússa og Kín- verja, deilur Vietnams og Kína, stríð Kambódíu og Víetnams, auk þess sem þeir muni ræða málefni Mið-Austurlanda og Afríku. Til marks um viðtökur þær, er Hua fékk við komuna til Rúmeníu má nefna, að opinber dagblöð í Rúmeníu tileinkuðu forsíður blaða sinna komu Hua, þar sem henni er NATO: Þögn í aðalstöðvunum um tilraunir Lúðvíks m.a. lýst sem sögulega mikilvæg- um þætti í að treysta tengsl þjóðanna. Opinbert málgagn rúm- enska kommúnistaflokksins sagði, að heimsóknin undirstrikaði á sinn hátt vilja beggja landanna til að viðhalda og efla óháða utan- ríkisstefnu þeirra. Málgagnið sagði einnig, að heimsóknin sýndi, svo að ekki yrði um villzt, vilja þjóðanna til að berjast gegn hvers konar yfirdrottnun eins eða ann- ars ríkis. Ýmsir diplómatar austan tjalds og vestan svo og fréttaskýrendur eru sammála um, að báðir leiðtog- arnir hafi með heimsókn þessari leikið snjallan leik gegn Sovét- stjórninni. Ekki leiki vafi á að heimsókn Hua til Rúmeníu og Júgóslavíu auki mjög á reiði Sovétstjórnarinnar í garð beggja ríkjanna og sérstaklega þó Kín- verja. Hún komi beint í kjölfar undirritunar vináttusamnings Japana og Kínverja. Tími sá, sem valinn hafi verið til heimsóknar- innar; réttum tíu árum eftir innrás Sovétmanna í Tékkó- slóvakíu, sé ekki nein tilviljun. Sýni þetta einbeittan vilja Rúmeníu og Júgóslavíu til að halda fram utanríkisstefnu sinni óháð vilja stjórnvalda í Kreml og einnig hug Kínverja á að efla tengsl sín við ríki, sem eru í handarjaðri Sovétríkjanna. Briissel, 16. ágúst. AP. EMBÆTTISMENN í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel vildu engar formlegar yíirlýsingar senda frá sér í tilefni af þeirri hugsanlegu stöðu sem upp kæmi, ef forsætisráðherra íslands, sem væri hernaðarlega mikilvæg aðildarþjóð að NATO, yrði úr Alþýðubandalaginu, sem væri kommúnistiskur flokkur. Gefið var í skyn að Atlantshafs- bandalagið myndi ekki láta í sér heyra um málið fyrr en hugsan- lega kæmi að myndun nýrrar stjórnar á íslandi og útlit væri fyrir að stjórnarmyndun tæki enn nokkrar vikur. Aðrar heim- ildir sem eru í tengslum við Atlantshafsbandalagið sögðust efast um að Alþýðubandalagið — sem er á móti aðild íslands að bandalaginu og gegn herstöðinni í Keflavík — fengi að fram- kvæma áferm sín gegn NATO því að hinir flokkarnir myndu snúast gegn slíkum áætlunum jafnvel þó svo að Alþýðubandalagið kæmist tii valda. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í janúar sl. að það væri mjög alvarlegt mál ef „raunverulegir kommúnistar" kæmust í valdaað- stöðu í NATO-ríki og Alexander Haig, yfirmaður NATO í Evrópu, hefur látið í ljós áhyggjur vegna hugsanlegrar aðildar kommúnista í stjórn í Vestur-Evrópulandi. I fréttinni er og tekið fram að Islendingar hafi engan her og engan varnarmálaráðherra en framlag þeirra til Atlantshafs- bandalagsins sé að leyfa herstöð- inni að vera í Keflavík, þar sem 3 þús. Bandaríkjamenn séu að störf- um og fylgist meðal annars með ferðum flugvéla og kafbáta á N-Atlantshafi. Þá er getið um að kommúnistar hafi verið í minniháttar ráðherra- stöðum 1956—58 og 1971—74 og NATO-embættismenn hafi viður- kennt að mikilvægum'upplýsing- um háfi þá verið haldið frá Islendingum á sama hátt og Portúgölum hafi ekki vérið greint frá ákveðnum atriðum 1974—75 meðan kommúnistar voru þar allsráðandi. Jafntefli í 12. skák Baguio. 16. ágúst. — Reuter. JAFNTEFLI reyndist úrslit 12. einvígisskákar Karpovs og Korchnois í gær, eins og flestir höfðu reyndar talið líklegast. Skákmeistararnir tveir sömdu um jafntefli án þess að þreyta taflið frekar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.