Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 29 fclk í fréttum + Á mánudaginn var hafði skólabjallan kallað þessa litlu hnátu í fyrsta skipti til náms. í Skandinavíu er sumarleyfum í skólunum lokið og fimm ára krakkar mættu í fyrsta skipti f skólann. Litla telpan er Noregs- prinsessan Martha Louise, dótt- ir Sonju o(i Haraldar Noregs- prins. Telpan fer í sama skóla og faðir hennar fór í er hann hyrjaði barnaskólanám. Smcstadskóla. í bekknum henn- ar eu 24 börn. bá verða sömu öryKKÍsráðstafanir gerðar vegna telpunnar og hafðar voru er pabbi hennar var í skólanum. að lögregluvörður verður í fylgd með henni. + Nokkru áður en Karl Bretaprins kom hingaö til lands til laxveiða í llofsá. hafði hann tekið þátt í árlejfri íþróttakeppni við strendur Isle of Wij+ht. Farkosturinn er sýndur á stórsejflinu oK er eij+inlejía engu við batandi. í lýsinj+unni. bessi íþrótt er að ná allverulejíri útbreiðslu því hún þykir æsispennandi. Trudeau og drottningin + Hór heilsast Elizabeth Englandsdrottning og Elliot Trudeau forsætis- ráðherra Kanada. er drottningin kom til borgarinnar Edmonton, til að vera þar viðstödd brezku „Samveldisleik- ana“, sem fram fóru þar í tilefni af komu drottningarinnar til landsins. +_Fyrrum foringi brezka íhaldsflokksins og forsætisráðherra Edward Heath, er einn þeirra framámanna í Vesturlöndum. sem ekki láta DÓlitíkina kæfa allt. Ilann er tónlistarunnandi oj{ jfetur átt það til að taka tónsprota í hönd sér oj; stjórna. — bessi mynd var tekin er hann var á æfinj+u með /Esku- lýðshljómsveit Efnahaj+sbanda- laj+sþjóðanna. Hún hélt tón- leika fyrir nokkru í Albert Hall í London. Eru hinir unj;u hljóðfæraleikarar fráöllum níu löndum bandalagsins. beir höfðu tekið stjórnandanum af miklum innileik. er hann birt- ist. Sungu allir einum hálsi ..Oðinn til gleðinnar" — Evrópuþjóðsönginn. eftir Beet- hoven. Fremst á myndinni má sjá íslensku sturtuvagnana frá Víkurvögnum en gegnt þeim er nýr heyhleðsluvagn frá Ursus verksmiðjunum, sem Vélaborg h/f sýnir. Ljósm. RAX. Draumurinn er að smíða fleiri tœki fyrir land- búnaðinn hér heima „FYRST og fremst kynnum víð hér þær dráttarvélar, sem við flytjum inn frá Ursus verksmiðj- unum og hafa sl. 3 ár verið næst mest seldu dráttarvélarnar á markaðnum og einnig ýmis önn- ur landbúnaöartæki frá bessum sömu verksmiðjum. Síðast en ekki síst sýnir systurfyrirtæki okkar, Víkurvagnar í Vík í Mýrdal, hér sturtuvagna og gripaflutn- ingakerrur," sagði Þorsteinn Baldursson framkvæmdastjóri hjá Vélaborg h/f. „Frá Ursus verksmiðjunum eru meöal annars kynntir jarötætarar og heyhleösluvagnar en þeir eru nú í fyrsta skipti fluttir inn frá verksmiðjunum. Eitt tæki hefur vakið verulega athygli hjá okkur en það er votheysskeri enda eru margir farnir að heyja í auknum mæli í vothey. Þessi skeri er notaður á ámoksturstæki á drátt- arvél. Við erum líka með mjög hentuga gerö af bogaskemmum, sem nota má sem vélageymslu," sagði Þorsteinn Aðspurður um hvernig honum félli að sinna viðskiptum viö landbúnaðinn, sagði Þorsteinn, að það væri á margan hátt mjög skemmtilegt og víst væri að ekki væri til áreiðanlegra fólk í viðskipt- um en bændur og þeirra fólk. Á annað ár hefur systurfyrirtæki Vélaborgar h/f, Víkurvagnar í Vík í Mýrdal, framleitt sturtuvagna og gripaflutningakerrur og starfa hjá fyrirtækinu 4 menn. „Þessir menn hafa náö mjög góöum árangri í þessari smíöi og þaö er kannski táknrænt að á þessari sýningu er ekki sýndur einn einasti erlendur sturtuvagn og þaö sýnir aö við þurfum ekki aö leita út fyrir landsteinana meö kaup á öllum vélum til landbúnaöar. Draumurinn er auövitaö aö halda þessu áfram og smíöa fleiri tæki fyrir landbún- aðinn,“ sagði Þorsteinn. Tekur allt að helmingi meira en venjulegar vot- heysgeymslur „ÞETTA er nú frekar pað að ég vil kynna bændum pessa aðferð, heldur en aö ég sé hér í einhverri sölumennsku," sagði Einar Guð- jónsson, sem á sýningunni kynnir grasverkun meö svonefndri sog- Þrýstiaðferð en Einar er kunnur fyrir starfrækslu sína á Vélsmiðj- unni Bjargi á sínum tima. Á Landbúnaðarsýningunni kynnir Einar eins og fyrr sagði gras- verkunaraðferö, grasgeymi og aöferö til losunar og flutnings á verkuðu grasi en pessi aðferð hans er mjög í tíkingu við votheysverkun en tekur henni pó fram að sumu leyti að sögn Einars. Einar sagði að þessi gras- verkunaraöferð byggöist á því að megninu af loftinu í fersku grasi í afmarkaðri geymslu væri sogaö burt undan plastfilmu, sem felld væri þétt að efri brúnum gras- geymslunnar með sérstökum plastlás. Veldur þetta því að grasiö þjappast mun hraðar og betur en án loftsogsins. „Kostirnir við þessa aðferð umfram venjulega votheysverkun eru einkum þeir að með henni má stytta fyllingartíma geymslanna, meira gras kemst í hvern rúm- metra vegna meiri þjöppunar, loftið fer fyrr úr grasinu og minna loft verður eftir, grasið verður jafnara og betur verkað, spara má íblöndunarefni s.s. maurasýru og gefa má gras, sem verkað er með þessari aðferð, eingöngu. Það er reiknað með að spara megi um 6 til 8 milljónir króna á býli í tækjakaup, ef sogþrýstiaðferðin væri notuð í stað hefbundinnar vallþurrkunar á öllu grasi býlisins,“ sagði Einar. Aðspurður um hvort, þær gras- geymslur, sem hann hefði hannað hefðu verið settar upp víöa sagði Einar að enn sem komið væri, hefði þetta verið meira í tilrauna- skyni en geymsluturnar hans hefðu þó veriö settir upp á nokkrum bæjum og gefið góða raun. „Ég hef nú síðast einbeitt mér að því að finna leið til að auðvelda mönnum aö losa heyið úr turnun- um þegar það er gefið og kynni tæki til þess hér. Bygging á þeim geymslum, sem ég hef hannað ásamt fylgibúnaöi, á ekki aö kosta meira en bygging venjulegra vot- heysgeymsla en munurinn er sá að með þessari nýju aðferð taka geymslur allt að helmingi meira“. sagði Einar. Einar Guðjónsson kynnir á sýningunni nýja grasverkunaraðferð, yrasgeymi sem hann hefur hannað oy nýjar aðferðir til losunar oy flutninys á heyi úr geymslu við yjöf. Ljósm. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.