Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGUST 1978 3 Bram van Veldc er nú 82 ára <>K býr í París. Tvær myndanna sem Listasafni íslands voru færðar að Kjöf. ásamt Selmu Jónsdóttur forstöðumanni safnsins ok Jóhannesi Jóhannessyni. sem sæti á í safnráði. Mynd< Kristján. Heimsfrægur listamaður fær- ir Listasafni íslands stórgjöf „ÞETTA er heimsfrétt," sagði Jó- hannes Jóhannesson listmálari er skýrt var frá Dvi í húsakynnum Listasafns islands í gær, að franski listamaöurinn Bram van Velde hefði sent safninu að gjöf 51 grafíkmynd eftir sig. Listamaðurinn hefur skýrt frá pví í bréfi, að hann hyggist bæta viö gjöfina síðar. Bram van Velde er fæddur í Hollandi skömmu fyrir aldamót. Á þrítugsaldri var hann félagi í áhrifa- miklum hópi ungra manna í Þýzka- landi sem aöhylltust expressionisma, en síöan fluttist hann fyrst til Frakklands, síöan til Spánar en hraktist þaðan vegna borgarastyrjald- arinnar. Fyrsta einkasýning van Velde var hins vegar ekki haldin fyrr en 1946 er hann var rúmlega fimmtugur. aö tilstuölan vinar hans, en síöan hefur hver stórsýning á fætur annarri veriö haldin á verkum hans í mörgum merkustu listasöfnum heims. fvlargir heimsþekktir listamenn, rithöfundar og safnstjórar hafa skrifaö um van Velde og verk hans, þ.á m. Samuel Beckett, sem hefur m.a. sagt: „Bram van Velde er eini listamaðurinn sem skilyröislaust býöur byrginn hinu kvíöafulla lífsviöhorfi vorra tíma." Listamaöurinn er nú 82 ára og býr í París. „Þetta hefur auðvitaö mjög mikla þýöingu fyrir Listasafn Islands þegar svo frægur listamaður gefur safninu slíka stórgjöf," sagöi Selma Jóns- dóttir, forstööumaður safnsins. Hún gat enga skýringu gefið á gjöfinni, en gat sér þess til aö listamennirnir Asger Jorn og Bengt Lindström hefðu vakiö athygli hans á Listasafninu. Sænski listamaöurinn Bengt Lind- ström er vel kunnugur van Velde. en hann hefur kynnzt íslandi talsvert. Selma Jónsdóttir benti á þaö. hvílík meömæli þessi gjöf væri safninu. Sýning á öllum listaverkunum veröur haldin í safninu í júlí næsta ár. Þá hyggst listamaöurinn sjálfur koma hingaö til lands og vera viö opnun sýningarinnar. Hattur settur á sements- verksmiðjuna Akranosi. 15. ágúst 1978. NÝLEGA kom þvrla Landhcljjis- tta'slunnar hiintaú með eins konar hatt á Sementsverksmiðjureyk- háfinn. Ilún flauK með hann í klónum og setti harn snyrtilejja á toppinn eins o>? meðfyl>?jandi mynd sýnir. Hattur þessi þren>;ir opið, svo að reykurinn fer nieð nteiri hraða uppávið, en legjíur ekki niður með reykháfnum sem áður. Það ætti því að vera minni hætta á úrfelli frá Sementsverksmiðjunni hér á Akranesi. Júlíus. Flugleióir í harðnandi samkeppnl: FLEIRIFÉLÖG SÆKJAST EFTIR CHIC AGOFLU GI „ÞAÐ IIEFUR ekkert flugfélag bætzt við á Chicagoleiðinni undan- farin ár, en það eru svo margar beiðnir í gangi núna um alls konar flug milli Evrópu og borga í Bandarfkjunum að það kemur ekkert á óvart þótt einhverjar beiðnir um flug til Chicago séu þar á meðal", sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða er Mbl. hafði samband við hann í gær vegna upplýsinga f si'ðasta hefti vikurits- ins Time um það að Southwest-flug- félagið hefði lagt fram beiðni um áætlunarflug milli Evrópu og Chi- cago. Sigurður Helgason sagði að nú væru 7 Evrópuflugfélög auk Flug- leiða með áætlunarferðir til og frá Chicago, einnig bandarísku félögin Pan Am og TWA og Northwest væri í þann veginn að hefja áætlunarflug milli Skandinavíu og Chicago. Sigurður sagði að Chicago-flugið hefði reynzt Flugleiðum vel og út af fyrir sig væri ekkert um það að segja þótt samkeppnin á flugleiðinni harðnaði. „Það er þróunin núna að flugfélög leiti að heppilegum stöðum í Bandaríkjunum utan New York,“ sagði Sigurður, „og fjöldi umsókna bendir til að keppnin í þeirri leit sé talsvert hörð.“ Torgsins Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1. GLUGGATJALDAEFNI frá 340 kr. ONNUR METRAVARA Flónel Rifflað flauel Drengur lenti í drif- skafti dráttarvélar ÞAÐ slys vildi til á bæ cinum í Austur-Landeyjum um miðja síð- ustu viku að föt 13 ára drengs, sem þar var í sveit festust í drifskafti dráttarvélar, sem not- uð var til að knýja mykjusnigil við losun á haughúsi. Er talið að peysa drengsins hafi vafist um drifskaftið en engir sjónarvottar voru að slysinu. Lenti drengurinn í drifskaftinu og hlaut mikil hiifuðmeiðsli auk þess. sem hann marðist illa. Drengurinn var fluttur til Reykjavíkur og liggur nú mjög þungt haldinn á Gjör- gæsludeild Borgarspi'talans. Einar Hákonarson settur skóíastjóri STÓRES frá 450 kr. Denim-efni Léreft köflótl KVENFATNAÐUR HERRAFATNAÐUR Kjólar frá kr. 2990 Föt „ 17900 Pils 3500 Jakkar Blússur 1350 stakir n 9900 Peysur 1450 Skyrtur n 1500 ,ú ■ j Buxur 2900 Terelinebuxur „ n 4900 Gallabuxur 1990 Gallabuxur n 1990 Sokkabuxur Peysur n 3500 3 stk. í pk. 750 Hattar n 1200 \ Mlttisjakkar 2900 SKÓR BARNAFATNAÐUR Kvenskór „ 1900 Mittisblússur 2900 Karlmannaskór „ „ 1900 Peysur 1350 Barnaskór „ 1500 Gallabuxur 1750 Strigaskór • 395 Skyrtublússur „ 1250 Sfígvél n 950 Skyrtur „ 1250 Kuldaskór >• 1900 Sumarbolir „ 645 Þú finnur þaó sem þig vantar á útsölu Torgsins MENNTAMALARAÐHERRA setti í gær Einar Hákonarson skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands til eins árs. Umsækjendur um skóla- stjórastöðuna voru fjórir og fékk Einar Hákonarson list- málari flest atkvæði í Fræðslu- ráði Reykjavíkur eða 4, en tveir umsækjenda fengu 2 atkvæði hvor og fjórði um- sækjandinn fékk eitt atkvæði. Einar Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.