Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
35
• Vilhelm Fredriksen sækir að marki ísfirðinga í leiknum í gærkvöldi. (ljósm. RAX).
ÍBÍ SÝNDI LIT,
ENKRSKORAÐI
ÞAÐ var í rauninni fyrir löngu vitað að KR færi úr 2. deildinni í knattspyrnu og upp f þá fyrstu. Það
var þó ekki fyrr en í gærkvöldi. sem farseðillinn var endanlega öruggur. Þó að átta umferðir seu eftir
getur ekkert komið í veg fyrir að KR fari upp í 1. deild, þar sem liðið á svo sannarlega heima. í gærkvöldi
tóku KR-ingar ísfirðinga í karphúsið og unnu þá 5.1. KR-ingar hafa hlotið 24 stig í 14 leikjum og hafa
átta stigum meira en næsta lið. Markatala KR-inga er sérlega glæsileg, liðið hefur fengið á sig 4 mörk,
en svarað fyrir hvert þeirra m«ð 10 mörkum hjá andstæðingunum. 40.4.
Ísfirðingar komu til landsins í
fyrrakvöld eftir hálfs mánaðar
dvöl í sól og suðrænni blíðu í
Grikklandi. Þar æfðu ísfirðingar
tvisvar á dag allan tímann og léku
auk þess æfingaleik við grískt 1.
deildarlið, sem tapaðist 0:1. ísfirð-
ingar börðust vel framan af
leiknum í gær og þó að þeir væru
0:2 undir í leikhléi, áttu þeir tvö
dauðafæri í hálfleiknum, sem
hæglega hefðu átt að geta gefið
mörk. í seinni hálfleiknum dró
mjög af þeim og virtust þeir annað
hvort þreyttir eða úthaldslausir.
Hvað sem segja má um frammi-
stöðu Isafjarðarliðsins í þessum
leik, þá verður það ekki af þeim
tekið, að þeir sýndu lit í leiknum.
Bæði voru þeir ólíkt dekkri og
frísklegri að sjá en KR-ingarnir og
í annan stað börðust þeir meðan
þeim entist kraftur, sem þeir
höfðu ekki til jafns við KR-ingana.
Strax á 2. mínútu leiksins í
gærkvöldi skoraði Vilhelm Fredr-
iksen fyrir KR með skoti af stuttu
færi, eftir að Sverrir Herbertsson
hafði átt skalla í stöng. Á 33.
mínútu hálfleiksins prjónaði
Stefán Örn sig laglega í gegn
vinstra megin og gaf knöttinn
síðan út í teiginn á Börk Ingvason,
sem skoraði örugglega. Fleiri
mörk voru ekki skoruð í hálfleikn-
um, en Jón Oddsson komst tvívegis
innfyrir vörn KR, en Magnús
Guðmundsson varði frá honum í
bæði skiptin.
Omar Torfason lék nú að nýju
með ísfirðingum og hann skoraði
eina mark þeirra á 14. mínútu s.h.
Eftir nokkurn darraðardans í
vítateigi KR barst knötturinn til
Omars, sem skoraði með góðu
skoti alveg út við stöng. Um þetta
leyti átti Birgir Guðjónsson skot í
þverslá og um miðjan seinni
hálfleikinn var allur vindur úr
ísfirðingum.
Á 24'. mínútu s.h. skoraði Sverrir
Herbertsson með skalla eftir góða
fyrirgjöf Sigurðar Indriðasonar.
Skömmu síðar komst Sverrir einn
inn fyrir og innan vítateigs var
brotið á honum. Vítaspyrna var
dæmd, en Hreiðar Sigtryggsson
gerði sér lítið fyrir og varði.
Ljót varnarmistök ísfirðinga
gáfu KR-ingum fjórða markið á
86. mínútu. Guðmundur Jóhannes-
son, sem nú hefur náð sér af
meiðslum frá í vor, skoraði af
stuttu færi. Mínútu síðar skoraði
Birgir Guðjónsson fallegt mark
með góðu skoti í hliðarnetið af um
20 metra færi eftir undirbúning
Guðmundar og Sigurðar. Úrslitin
urðu því 5:1, e.t.v. of stór, en í
hæsta máta sanngjarn sigur.
KR-ingar leika mjög fast og í
leiknum í gærkvöldi óþarflega fast
á köflum. Það er þó ekki við þá að
sakast meðan dómarinn leyfir
slíkt og það gerði Óli Olsen í gær.
Isfirðingar létu afskiptaleysi hans
fara í taugar sínar í lok leiksins í
gær og ekki flautaði Oli heldur á
það. Beztu menn liðanna í gær
voru Magnús markvörður, Sverrir,
Sigurður Pétursson og Birgir hjá
KR, en hjá Isfirðingum voru þeir
beztir Þórður og Ómar Torfason.
En geta ísfirðingarnir ekki náð
enn lengra með agaðri og skipu-
legri leik?. — áij
„ÞYKIR VERST AÐ
SKULDA HONUM EKKI
MEIRIPENINGA"
- LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Youri Ilytchev hefur íallizt á að
aðstoða okkur til loka íslandsmótsins og erum við að sjálfsögðu mjög
ánægðir með þá skipan mála úr því sem komið er. sagðði Þór Símon
Ragnarsson. formaður Knattspyrnudeildar Víkings í samtali við
Morgunblaðið í gær. Eins og komið hefur fram í fréttum yfirgaf Billy
Uaydock. þjálfari Víkings síðastliðin þrjú ár. ísland síðastliðinn
föstudag og gerði hann engum grein fyrir íerðum sínum eða
fyrirætlunum áður en hann fór. Youri Ilytchev var með Víkingana
á sinni fyrstu æfingu í íyrrakvöld og voru báðir aðilar ánægðir með
æfinguna.
— KSÍ samþykkti fyrir sitt
leyti að Youri aðstoðaði okkur til
loka mótsins, syo fremi það rækist
ekki á störf hans fyrir KSÍ og
landsliðið í knattspyrnu. Landslið-
ið gengur að sjálfsögðu fyrir hjá
honurn, en eftir þvi sem við
komumst næst, þá á þetta að geta
gengið vel fyrir sig og verkefnin
ekki að rekast á, sagði Þór
Ragnarsson.
— Hvað með peningamál Vík-
ings og Billy Ha.vdocks?
— Þau mál höfðu nýlega verið
jöfnuð, en sennilega skuldum við
honum nokkrar krónur. Maður,
sem stingur af frá verkefni sínu og
samningi án þess að gera hreint
fyrir sínum dyrum, getur ekki
reiknað með að hinn aðilinn taki
því þegjandi og sendi lokauppgjör
á eftir honum. Okkur Víkingum
þykir verst að skulda honum ekki
meiri peninga, sagði Þór.
Víkingar leigðu íbúð fyrir Hay-
dock og sömuleiðis á félagið bíl,
sem Havdock hafði til afnota.
Kvlf ingar til
NM-æfinga
NORÐURLANDAMÓTIÐ í golfi
fer fram í Kalmar í Svíþjóð
dagana fi. til 10. september n.k.
Er það bæði keppni á milli
landsliða svo og einstaklings-
kcppni um Norðurlandamcistara-
titilinn 1978. Golfsamband ís-
lands hefur ákveðið að scnda lið
f mótið og hefur liðsstjóri GSÍ.
Kjartan L. Pálsson. valið tólí
kylfinga til æfinga fyrir það.
Síðar í mánuðinum mun hann svo
velja úr hópnum þá sex menn.
sem skipa munu íslenska liðið.
Þeir sem valdir hafa verið til
æfinga eru þessin
B)ön;vin Porstoinsson GA
Geir Svansson GR
Gylfi Kristinsson GS
llanncs Kyvindsson GR
Mattnús Biotisson GK
MaKnús Halldórsson GK
Óskar Sa-mundsson GR
RaKnar Ólafsson GR
SÍKuróur llafstcinsson GR
SÍKUrftur Thorarcnscn GK
Svcinn SÍKurbcrKsson GK
Þorbjörn Kja-rho GS
Úr þessum sama hópi mun
stjórn GSÍ einnig velja kvlfinga
til þáttöku í „World Cup“ keppn-
inni. sem fram fer í desember. en
þangað hefur GSÍ verið boðið að
senda tvo menn sambandinu að
kostnaðarlausu.
Einnig hefur GSÍ verið boðið að
senda fjóra keppendur í meistara-
mót Evrópu. sem háð er á vegum
FIAT í Torino á Ítalíu í lok
september. Eru það íslands-
meistarar karla og kvenna 1978.
svo og tveir aðrir sem síðar verða
valdir.
lÍTIMÖTIÐ
HEFSTÍDAG
Bifreiðin fannst í Keflavík á
laugardaginn og bíllyklarnir í
honum. Á mánudag barst Víking-
um síðan bréf frá Haydock, skrifað
frá Keflavík, þar sem Ha.vdock
m.a. kvartar yfir áhugaleysi leik-
manna Víkingsliðsins og biður um
að peningar þeir sem hann eigi hjá
félaginu verði sendir á eftir
honum. — áij.
íslandsmótið í handknattleik
utanhúss byrjar í dag og verða
þrfr lcikir f meistaraflokki karla
í kvöld. Fyrsti leikur mótsins
hefst klukkan 18.15 og mætast þá
HK og KR. síðan leika Fram —
Ármann og loks Víkingur —
Ilaukar klukkan 20.45.
IBV - Þróttur
Einn leikur fer fram f 1. deild
í knattspyrnu í kvöld. ÍBV leikur
gegn Þrótti í Vestmannaeyjum.
Ilefst leikurinn kl. 19.
FRI VELUR 4
Á EM í PRAG
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur valið fjóra frjálsíþrótta-
menn til keppni á Evrópumcistaramótinu í Prag í Tékkóslóvakíu. sem
fram fer dagana 29. ágúst til 3. september.
Ilreinn Halldórsson keppir f kúluvarpi. Óskar Jakobsson keppir f
kringlukasti. Vilmundur Vilhjálmsson f 100 m og 200 m hlaupum og
Jón Diðriksson í 800 og 1500 m hlaupum.
Þá er ekki útilokað að Erlendúr Halldórsson á t.d. fjórða besta
Valdimarsson verði valinn, en
hann vantar aðeins hálfan metra
upp á að ná að kasta 60 metra
lágmarkinu í kringlukasti. Hann
reynir við lágmarkið á alþjóða-
mótinu í kvöld í Laugardal. Sigurð
Sigurðsson úr Ármanni vantar
aðeins 1 sekúndubrot upp á
lágmarkið í 100 m hlaupinu, hefur
hlaupið á 10,3 sek en lágmarkið er
10,2 sek.
Vænta má góðs árangurs af
frjálsíþróttamönnum okkar á EM,
þar sem þeir eru ailir í mjög góðri
æfingu um þessar mundir. Hreinn
kúluvarpsafrek í heiminum í ár,
20,95 metra. Vilmundur hefur
nýverið sett gott met í 200 m
hlaupi 21,1 sek. Óskar Jakobsson
er í stöðugri framför, og náði sínu
lengsta kringlukasti í ár á Reykja-
víkurleikunum fyrir skömmu,
62,64 metra. Jón Diðriksson stefn-
ir að því á EM að bæta íslandsmet
sín sem hann hefur sett í sumar
í 800 m og 1500 m hlaupi.
Aðspurður kveðst hann aldrei hafa
verið í betri æfingu, og hyggur
hann gott til glóðarinnar á sínu
fvrsta stórmóti. — ÞR.