Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
90,000,000 ára
leifar fundnar
Princcton. New Jersey.
16. ágúst. AP.
JARÐFRÆÐINGAR við
Princeton háskólann í New
Jersey fundu fyrir skömmu í
Montana fylki f Bandarfkjunum
90 milljóna ára Kamlar leyfar af
beinaRrindum afkvæma sv<r
nefndra Duckhill risaeðla, að því
er skýrt var frá í gær.
Kínverskur
kardínáli
lézt
Natikaninu 16. ágúst. Keuter.
KÍNVERSKUR kardínáli, Paul
Yu Pin erkihiskup frá Nankini?.
lézt á sjúkrahúsi í Rómabors í
dat; ok fækkaði þá um einn af
þeim sem kjósa páfa nú á
næstunni. Kardinálinn kínverski
var 77 ára gamall. hann hafði
verið heilsuveill lengi. Við útför
páfa leið hann i ómeKÍn og nat
síðan með herkjum fylgzt með
athöfninni til enda með því að
sitja á stól oi; stutt var við hann.
Síðan var kardinálinn fluttur á
sjúkrahús.
Yu Pin hafði verið útnefndur
erkibiskup í Nanking árið 1946 en
var síðar rekinn frá Kína er
kommúnistar tóku við völdum.
Lengstum bjó hann á Formósu.
Hann var kardináli fyrir níu
árum.
Meðal þeirra sem kjósa páfa er
Joseph Marie Trin Nhu Khue
kardináli frá Hanoi, en embættis-
menn Vatíkansins segjast ekki
vita hvort honum verði leyft að
fara frá Víetnam til þess að taka
þátt í kjöri páfa.
Dönum bann-
aðar þorsk-
veiðar í
Norðursjó
Kaupmannahöfn. 16. ág. Reuter.
FISKIMÁLARÁÐIIERRA Dan-
merkur Svend Jakobsen fyrir-
skipaði í dag dönskum sjómönn-
um að hætta öllum þorskveiðum
í Norðursjó frá og með mánudegi
næst komandi. Talsmaður ráð-
herrans sagði að þessi skipun
fylgdi í kjölfar viðræðna Jakob-
sens og fulltrúa Danska sjó-
mannasambandsins eftir að ljóst
var að Danir höfðu þegar veitt
upp í þann kvóta sem þeir höfðu
leyfi til á þriðja fjórðungi ársins
og rösklega það. Kvótinn er 32
þús. tonn af þorski á ári.
Leifarnar sem taldar eru vera af
15—17 beinagrindum fundust í
Teton héraðinu í Montana. Aug-
ljóst þykir að eðlurnar hafi látizt
skömmu eftir fæðingu, því hver
beinagrind er aðeins um 75 senti-
metrar á lengd og 25 sentimetrar
á hæð. Engin egg fundust á
staðnum en í 100 metra fjarðlægð
frá fundarstað beinagrindanna
fannst höfuðkúpa fulloröinnar
eðlu og er talið líklegt að hún sé
af móðureðlunni.
Neto boð-
ið til Zaire
Kinshasa. 16. ágúnt. AP.
MOBUTU Sese Seko forseti
Zaire hefur boðið Agostin-
ho Neto, forseta Angóla að
koma í opinbera heimsókn
til Kinshasa til þess að
innsigla sættir milli þess-
ara tveggja Afríkuríkja að
því er talsmaður utanríkis-
ráðuneytis Zaire greindi
frá í dag. Sagði í opinberu
plaggi um málið að Mobutu
hefði ávarpað „bróður sinn
Neto“ og hvatt hann til að
koma í 48 stunda heimsókn
til Zaire er hæfist 19.
ágúst.
Neto mun hafa þegið boðið.
Ríkin tvö ákváðu að taka upp
stjórnmálasamband þann 29. júlí
sl. og hafa síðan verið lögð drög að
slíkri samvinnu en áður höfðu
miklar greinir verið með ríkjunum
tveimur eins og frá hefur verið
sagt, einkum þó í Angólastríðinu
þegar Zaire studdi samtök er
börðust gegn Neto og fylgismönn-
um hans. Þá hefur Zaire ásakað
Luandastjórnina fyrir að aðstoða
uppreisnarmenn sem réðust inn í
Shabahérað 1977 og í maí á þessu
ári.
Það var einkum fyrir meðal-
göngu forsvarsmanna lýðveldisins
Kongó að tókst að setja niður
deilur ríkjanna.
Ncto forseti Angóla.
„ ,"'\l
Enn rís dalurinn
London. Washington. París,
16. ágúst. AP — Reuter.
BANDARÍKJADALUR tók
stórt skref upp á við á
gjaideyrismörkuðum í Evr-
ópu síðdegis í dag. Talið er
að helzta orsök þess sé
tilkynning Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta um miðj-
an dag, að nauðsyn beri til
að kanna með hvaða hætti sé
hægt að takast á við
gjaídeyriskreppuna.
Verð dalsins var nokkuð flökt-
andi framan af degi, en um leið og
fréttir bárust af orðsendingu
Bandaríkjaforseta til fjármálaráð-
herrra og fjármálafrömuða lands
síns tók verðið kipp upp á við.
Ástand mála þykir mjög tvísýnt og
líkur fyrir einhverju róti á gjald-
eyrismörkuðunum á næstunni, að
sögn fjármálasérfræðinga.
Carter forseti sagðist í tilkynn-
ingu sinni hafa miklar áhyggjur af
hruni dalsins að undanförnu.
Hefur dalurinn fallið um 30%
gagnvart japanska yeninu á síð-
ustu 12 mánuðum, 33% gagnvart
svissneska frankanum og 15%
gagnvart vestur-þýzka markinu.
Þær fréttir spunnust út í París
í dag að aðstoðar-fjármálaráð-
herrar 10 fremstu iðnaðarþjóða
heims muni hittast í París 8.
september til að ræða stöðu
gjaldeyrismála í heiminum og
hrun Bandaríkjadals að undan-
förnu.
Aðdáendur Elvis Presleys votta hinum látna konungi rokksins virðingu sína. Myndin er tekin við
grafreitinn síðastliðinn laugardag.
Þúsundir söfnuðust
við gröf Presleys
Memphis. Tennessee. 16. ágúst. AP.
BÚIZT var við að að minnsta
kosti 12.000 manns mundu saín-
azt saman við leiði Elvis Presleys
í dag og votta hinum látna
konungi rokktónlistarinnar virð-
ingu sína. en hann lézt 16. ágúst
á síðasta ári. 42 ára að aldri.
Nokkur þúsund manns höfðu
safnazt saman við hlið landareign-
ar Presleys áður en hliðin voru
opnuð klukkan 8:25 áð morgni.
Mikið var um blómaskreytingar á
landareigninni í dag, meðal annars
skreyting úr rauðum rósum frá
Priscillu fyrrum eiginkonu Pres-
le.vs og Lisu Marie dóttur þeirra.
Yfirstandandi verkfall lögreglu
og slökkviliðsmanna í Memphis er
taiið munu draga verulega úr
heimsóknum fólks að leiði Pres-
leys í dag. Þá var og búizt við að
um 20.000 manns mundu koma að
leiðinu um helgina, en aðeins 4.000
komu, og er verkfallshótunin talin
eiga sína sök á því. Verkfallið
hófst í gær og hafa aðstandendur
Elvis Presleys veitzt að lögreglu-
vfirvöldum í Memphis fyrir tíma-
setningu verkfallsaðgerða þeirra.
X V /
J"
/ \ ” y
Veður
víða urn heim
Akureyri
Amsterdam
Apena
Berlín
Barcelona
BrUssel
Chicago
Kaupm.höfn
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóh.borg
Lissabon
London
L08 Angeles
Madrid
Malaga
Majorka
Miami
Montreal
Moskva
Parfs
Reykjavfk
San Francísco
Stokkhólmur
Sidney
Tel Aviv
Tókfó
Toronto
Vancouver
Vinarborg
9 alskýjaó
20 skýjaó
31 bjart
23 skýjað
25 skýjaó
23 skýjaó
31 bjart
23 skýjaó
29 bjart
21 rigning
17 sól
32 sól
27 sól
24 sól
27 sól
21 sól
28 skýjaó
34 sól
26 heiórikt
engar
uppl.
31 skýjaó
32 skýjaó
13 engar
uppl.
25 sól
12 lóttskýjaó
17 bjart
23 sól
17 bjart
29 heiórfkt
35 skýjaó
29 bjart
20 bjart
26 sól
Eittfómar-
lambanna
látið
liirminvhain. — 16. ágúst. — AP.
EINN þeirra fjögurra manna.
sem fengu alvarlega eitrun af því
að borða skemmdan niðursoðinn
lax í lok síðasta mánaðar. lézt á
sjúkrahúsi í Birmingham í dag.
Líbanir vilia fund
• • v
í Oryggisráðinu
Beirút, 16. áj<. Reuter.
í REUTER-fréttum frá Beirút
síðdegis í dag sagði að líbanska
stjórnin væri að íhuga að fara
fram á það við Öryggisráðið að
það ka“mi saman til fundar til að
ræða síðustu atburði í landinu
sem hafa gert að engu tilraunir
til að koma á friði f Suð-
ur-Lfbanon. Ileimildir sem nærri
stjórninni standa sögðu að her
landsins hefði hörfað frá þeim
störðvum scm komið var til hinn
31. júlf f suðurhluta landsins.
Framsókn liðsins var þá stöðvuð
í Kawkaba þegar hersveitir
ha>grisinnaðra kristinna
lfbanskra hersveita Saad Iladd-
ads majors sem er mjög hliðholl-
ur ísraelum. gerði skotárás á
liðið.
Eftir könnunarviðræður um
málið mun Sarkis Líbanonsforseti
nú vera að íhuga að hvetja til
fundar í Öryggisráðinu ef það
mætti verða til að viðræður
hæfust við kristna hægri menn í
S-Líbanon, en flestum sérfræðing-
um ber saman um að þeir séu
verulegur þrándur í götu þess að
friður komist á í S-Líbanon.
r
Iranir gramir
Palestínumönnum
Teheran, 16. ágÚHt. AP.
Upplýsingaráðherra írans Dary-
ush Ilomayun setti fram þær
skoðanir stjórnar sinnar í dag að
öfgasinnaðir hópar Palestínu-
manna hefðu veitt stuðning og
jafnvel fjárhagsaðstoð í nýliðnum
átökum víðs vegar í íran. Hann
nefndi þó ekki neinn sérstakan
Palestfnumannahóp sem ábyrg-
an. Hann sagði að hópur sá sem
berðist gegn stjórninni væri smár
og lítilvægur en með aðstoð utan
frá mætti alltaf magna upp
óánægju og ólgu.
Fólkið, sem hér um ræðir, voru
tvenn roskin hjón. Þrjú þeirra eru
á lífi enn, og hafa þau verið í
öndunarvél allan tímann. Læknar
þeirra segja þau alvarlega veik, en
líðan þeirra sé eftir atvikum
sæmileg.
Er tilfelli þetta kom upp voru
þúsundir dósa af niðursoðnum laxi
teknar til rannsóknar af brezkum
heilbrigðisyfirvöldum. Sú rann-
sókn hefur þó ekki leitt neitt í ljós
og er talið, að hér sé um einangrað
tilfelli að ræða.
Hann sagði að vænta mætti þess
að um 1.4 milljónum dollara hefði
verið varið daglega í áróður eða
öllu heldur óhróður, og þar í væri
kostnaður við að prenta alls kyns
bæklinga og bleðla þar sem fram
hefði komið andstaða við ríkis-
stjórnina. Eins og alkunnugt er
létust að minnsta kosti 12 manns
í blóðugum bardögum í nokkrum
borgum Irans og á þriðja hundrað
manns særðust. Að sögn voru
þessar deilur sprottnar af trú-
málaágreiningi sem er ákaflega
djúpstæður í íran. Múhameðs-
trúarmönnum lenti þar saman við
öryggisveitir. Múhameðstrúar-
mennirnir kröfðust þess að lög
trúarinnar væru í heiðri höfð og
töldu að mikill misbrestur væri á
því.
Þeir eru á móti áfengi,
kvikmyndum, sjónvarpi, afþrey-
ingarskemmtunum og jafnrétti
kvenna og karla eins og það er
fram sett í nýlegu frumvarpi
stjórnarinnar. Einnig mótmæltu
þeir umbótaáætlun stjórnarinnar í
landbúnaði.