Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGÚST 1978 27 bjölluhringing þessarar uppfinn- ingar séra Stefáns hrakti allar óvelkomnar rottur á brott úr þessum aldna akureyrska kastala löngu áður en við mættum sljóir og syfjaðir til leiks við sjálfa menntagyðjuna í baðstofuhita frá rafofninum. Allt skeði þetta fyrir tilstilli og fúngeringar hins gení- ala hugvits séra Stefáns. Um þetta leiti teiknaði ég mynd af séra Stefáni, sem varð all fræg í skóla á sínum tíma. Hún hét: Stefán vélræni og latínuvélin, (machina Latinae) og sýndi tækni- meistarann og prófastinn, sem síðar varð, snúa einskonar málvís- inda hakkavél, sem muldi gall- harða grammatíkina og gubbaði og spýtti úr sér erfiðum latneskum málbeygingum með rýthmískum takti án þess að hiksta: hik, hunc, huius, huic, hoc, haec, hanc, huius, huic, hac, hac, hoc, hoc o.s.f. Þetta var sannkallaður undanfari raf- magnsheila nútímans. Prófárang- ur okkar séra Stefáns var ekki beinlínis með glæsibrag í þetta skiptið eins og gefur að skilja þó að við værum báðir sízt vitlausari en obbinn úr bekknum. Stefán var gæddur skapandi hugarflugi, sem birtist í tali hans og skemmtileg- um uppátækjum og uppfinningum. Hann var alltaf nærgætinn, glaður og eðliskurteis, en aldrei meiðandi í orðum né óþægilegur. Hann var sannkallaður heiðursmaður í orðs- ins fyllstu merkingu hleypidóma- laus og umburðarlyndur. Af öllu því úrvalsfólki ólöstuðu, sem ég var með í bekk þá held ég að séra Stefán hafi haft einn albezta innri manninn að geyma. Hjartalagið var einlægt og ósvikið. Kannski gekk mér persónulega betur að kynnast honum og umgangast en marga aðra þar sem ég var þá feiminn og hálf sokkinn inn í sjálfan mig á köflum. Fólki leið vel með honum. Hann hressti og kætti með velviljuðu glensi og gamni. Fögru mannlífi góðs drengs er lokið um aldur fram. Ég votta ekkju hins látna og börnunum dýpstu samúð sem og systkinum hans. Einhverntíma fræddi séra Stefán mig á, að skírnarnafn hans væri grískt og Stefán þýddi blómsveigur á þeirri fornu menn- ingartungu. Þessu var ég næstum búinn að gleyma þar til nú, að því skaut óvænt upp í huganum þegar ég var að bagsa við að flétta þessi hálfgleymdu minningablóm saman í huglægan blómkrans á pappírn- um í kveðjuskyni við hinstu brottför þessa iátna bekkjarbróð- ur og gamla sambæings. Ég veit að allir, sem kynntust séra Stefáni eiga ekkert nema ljúfar og bjartar minningar um þennan gengna gæðadreng og glaða guðsþjón. Um frostnætur falla fegurstu blómin fyrst, svo er og í skrúðgarði bekksagnar okkar. Örlygur Sigurðsson. I fersku minr.i eru mér dagarnir 17. og 18. júní 1944, hinir stóru dagar lýðveldistökunnar. Lýðveld- ið var endurreist fyrri daginn á Þingvelli. Þá var einhuga þing og þjóð að fagna langþráðum sigri í sjálfstæðisbaráttunni. Seinni dag- inn, sunnudaginn 18. júní stóð hátíð í Reykjavík af því tilefni. Meðal þess sem þá gerðist var eftirminnileg prestsvígsla í dóm- kirkjunni, því að þá vígðust til þjónustu í kirkjunni 9 guðfræði- kandidatar. Ætla ég, að lengi megi leita í sögunni til að finna svo stóran hóp kandidata vígjast samtímis til prestsþjónustu á Islandi. Ég hefi oft hugsað um það síðan að þessir níu þjónar kirkjunnar voru fögur lýðveldisgjöf hinu endurborna lýðveldi. Nú ríkir sár söknuður í þeirra hópi. „Nú reikar harmur í húsum og hryKKÚ á þjóðarbrautum.“ Einn þeirra er horfinn, dáinn, séra Stefán Eggertsson sóknar- prestur og fyrrum prófastur á Þingeyri í Dýrafirði. Séra Stefán lézt í Landspítalanum í Reykjavík 10. ágúst kominn hátt á 59. aldursárið. Hann fæddist á Akureyri 16. sept. 1919 og hét fullu nafni Stefán Bertel Jóhannes. Foreldrar hans voru hjónin Eggert heildsali á Akureyri Stefánsson og Yrsa Jóhannesdóttir Hansens kaup- manns í Reykjavík. — Séra Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1940 og innritaðist í guðfræðideild Háskólans þá um haustið. Þá komu 5 aðrir norðan- stúdentar í deildina og það var meginástæðan til þess að hópurinn varð svo stór, sem tók vígslu við lýðveldistökuna. Séra Stefán tók kandidatspróf í guðfræði 25. maí 1944 og vígðist til Staðarhrauns- prestakalls. Honum var veitt Sandaprestakall í Dýrafirði 1950 og sat hann á Þingeyri. Prófastur var hann skipaður í Vestur-Isa- fjarðárprófstsdæmi 1966 oggegndi því til ársins 1971, er bæði Isafjarðarprófastadæmin voru sameinuð. Séra Stefán fór erlendis í framhaldsnám. Hann lagði stund á helgisiðafræði og kennimann- lega guðfræði við King’s College í Lundúnum og kynnti sér þar og í Cambridge, Kaupmannahöfn og Uppsölum byggingu og búnað kirkna. Hann var listrænn og lét sér mjög annt um að prýða kirkjur smekklega, látlaust og í samræmi við hefðbundin form og kirkjustíl. Séra Stefán gegndi mörgum trúnaðarstörfum, enda átti hann mörg áhugamál og víðtæka þekk- ingu. Hann var í stjórn Prestafé- lags Vestfjarða um eitt skeið, var formaður skólanefndar á Þingeyri, í sýslunefnd og fræðsluráði. Hann var formaður slysavarnardeildar- innar Vörn á Þingeyri frá 1950, og var það ekki sízt vegna sérþekk- ingar hans á hinni tæknilegu hlið öryggistækja og talstöðva og brennandi áhuga á slysavarnar- málum almennt. Við höfum oft fundið, hve tvístefnuakstur á blindhæðum í vegakerfinu er nauðsyniegur. Hann byrjaði á Vestfjörðum og heyrt hefi eg sagt, að séra Stefán hafi átt þátt í að sú nýjung í vegarlagningu hófst. Skógrækt var eitt af hans mörgu hugðarefnum, og átti hann sæti í stjórn skógræktarfélagsins vestra. Eftirlifandi eiginkona séra Stef- áns er Guðrún Nanna Sigurðar- dóttir bónda í Vogi á Mýrum Einarssonar. Börn þeirra eru tvö, Sigrún meinatæknir gift Guðjóni Scheving Tryggvasyni verkfræð- ingi og Eggert loftskeytamaður. Leiðir okkar séra Stefáns lágu saman á menntaskólaárum, um tíma bekkjarbræður, og síðan samferða í.námi öll háskólaárin. — Er út í starfið kom fékk eg að kynnast honum, og það duldist engum að hann var brennandi í andanum. í menntaskóla vakti hann athygli sökum hinnar miklu þekkingar á tækni hvers konar og vélum. Og það hefði mátt búast við því, að hann legði út á langskóla- braut í þeirri grein vísindanna. Alla tíð var hann áhugamaður á þessum sviðum og gat þar orðið mörgum að liði í verkahring sínum. En hann fékk kallið að gerast þjónn kirkjunnar, læri- sveinn Krists. í Kólossubréfi kemst Páll postuli svo að orði: Gættu embættisins, sem þú hefur tekið að þér í drottni, að þú rækir það vel. Prestsstarfið var séra Stefáni heilög köllun og hann rækti það starf af sérstakri alúð og árvekni og til þess átti hann náðargáfur. Þegar eg hugsa um hæfileika hans til starfsins kemur margt í huga minn, lifandi og vakandi trú, einlægni hreinskilni og einurð. Séra Stefán verður okkur minnis- stæður frá samfundum stéttar- bræðranna. Fáa hefi eg heyrt tala af jafn hrífandi mlsku, sannfær- ingu og krafti. Málstað sínum var hann trúr, hvað sem það kostaði. Samvizkan réði ferðinni, gaf honum orð á tungu og studdi hann til dáða. Mér detta í hug orð Lúters: Hér stend eg, eg get ekki annað. Séra Stefán átti einlægt, hlýtt og opið hjartalag. Hann lét sér ekki neitt óviðkomandi hvort sem var í 'smáu eða stóru. Hann átti skipulagsgáfu og var mikið snyrti- menni. Hreinn og bjartur var svipur hans og yfirbragð, hlý og trygg hönd hans og vinátta. Um nokkurra ára skeið hafði séra Stefán átti við heilsuleysi að stríða, og aldrei var hann heilsu- sterkur, en skapgerð hans var heilsteypt og sterk, svo að hann lét aldrei bugast. Þegar eg sá hann síðast í sjúkrahúsinu nokkrum dögum áður en hann dó, sagðist hann engan veginn ætla strax að kveðja, og það lék sigurbros um varir hans þrátt fyrir sjúkleikann. — Hann snéri sér að Guðrúnu eiginkonu sinni, sem þar var rétt hjá og sagði í viðkvæmum tón, að hann ætti styrka hönd að styðjast við. — í einlægri trú studdu þau hvort annað með von fyrirheit- anna að leiðarljósi. Séra Stefán er farinn, dáinn. Því verður ekki um þokað. Það syrtir við þá tilhugsun, en svo birtir fyrir eilífa trú. Þá trú fór hann með í hjarta sínu, sem lýsir honum til upprisunnar. — Við starfsbræður, og fjölskyldur okkar minnumst góðs vinar og vottum Guðrúnu, börnum þeirra og ástvinum ein- læga samúð. Þó að séra Stefán sé horfinn, verður gjöfin sem Guð gaf okkur, landi og lýð hin sama. Hvað er líf, hvað er starfsemi, er eigi hvort tveggja eilíft?" — var eitt sinn spurt. — Séra Stefán vissi svarið. Með það er hann farinn að starfa meira Guðs um geim. Guð fylgi þér. Pétur Sigurgeirsson. Sú fregn að séra Stefán Eggerts- son, prófastur á Þingeyri, væri látinn kom í sannleika sem reiðarslag yfir okkur vini hans. Við vissum að vísu, að hann átti við alvarleg veikindi að stríða, en okkur óraði ekki fyrir því, að kall dauðans væri svo skammt undan. Við andlát sr. Stefáns hefur enn verið höggvið skarð í hópinn, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1940. Þótt leiðir hafi skilið, hefur þessi hópur allar stundir verið tengdur saman óvenju traustum böndum vináttu og bræðralags. Fyrir því verðum við ávallt þungum harmi slegin, þegar vinur og bekkjarfélagi fellur í valinn fyrir aldur fram. Vináttutengsl okkar sex að norðan, sem innrituðumst í guð- fræðideild Háskólans haustið 1940 voru þó einkar náin, enda lágu leiðir okkar einatt saman á háskólaárunum við vinnu og nám sem og á gleði- og fagnaðarstund- um. Á morgni hins unga íslenzka lýðveldis, 18. júní 1944, vorum við vígðir til prestsþjónustu í Dóm- kirkjunni níu saman. Sá hópur dreifðist víða um land, vík varð milli vina, en þá sjaldan fundi bar saman voru vináttuböndin treyst og glaðzt við gamlar minningar. Ur hópi vígslubræðra verður sr. Stefán fyrstur til að kveðja. Sr. Stefán var á margan veg sérstæður og minnisstæður per- sónuleiki, Gáfur hans voru fjöl- þættar. Þótt hann helgaði sig af alhug því ævistarfi, er hann hafði valið sem áhugasamur prestur, kostgæfinn og skyldurækinn em- .bættismaður, hefði enda aflað sér frekari menntunar til undirbún- ings þessu starfi í Englandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, þá voru þó áhugamál hans og hugðar- efni mörg og margþætt. Einkum beindist hugur hans að hinu tæknilega sviði. Hafði hann náð ótrúlegri færni og tileinkað sér mikla kunnáttu á þessum vett- vangi. Allar tækninýjungar vildi hann kynna sér, brjóta til mergjar og færa þær bæði sér og öðrum í nyt, eftir því sem aðstæður leyfðu. Félagshyggjumaður var hann mik- ill og sérhverju góðu málefni vildi hann leggja lið, en einkum voru slysavarnamálin honum allar stundir hugleikin og hjartfólgin, enda vann hann mikið og gott starf á vegum Slysavarnafélags Islands. Hann var einkar vel máli farinn og átti auðvelt með að túlka hugsanir sínar í snjöllum, skýrum og rökföstum málflutningi. Orð hans hittu beint í mark, hvort heldur hann sótti eða varði þau mál, er honum lágu á hjarta. Á gleðifundum var hann gjarnan hrókur alls fagnaðar, hugmynda- ríkur og einkar sýnt um að færa þær hugmyndir í slíkan búning, að yndi var á að hlýða. Sr. Stefán var einstakt snyrti- menni. Kom sú snyrtimennska hans fram í öllum embættisverk1 um svo og í öðrum óskyldum störfum, sem hann innti af hönd- um. Síðast en ekki sízt bar heimili hans þessari snyrtimennsku vitni. En þar átti vissulega ekki síður hlut að máli hans ágæta eigin- kona, því að sr. Stefán varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast góða konu og tvö mannvænleg börn. Sem félagi var sr. Stefán ráðhollur, hugkvæmur og hjálp- samur vinur, sem vildi hvers manns vanda leysa. Slíkur maður gleymist ekki þeim, sem kynntust honum. Þessi fáu og fátæklegu minn- ingarorð eru ekki rituð til að gefa neina tæmandi lýsingu á þessum sérstæða mannkostamanni, sem í dag verður til hinztu hvíldar borinn. Miklu fremur eru þau kveðju- og þakkarorð til látins vinar nú þegar leiðir skilja. Við vinir hans þökkum tryggð hans og vináttu, sem til var stofnað þegar á skólaárunum og varðveitzt hefur æ síðan, svo og allar ógleymanleg- ar samverustundir. Ég veit að undir þau þakkarorð taka ekki aðeins við víglubræður hans, heldur og bekkjarsystkin öll, sem enn eiga á bak að sjá vini úr hópnum. Séra Stefán Eggertsson er lát- inn. En minningin um fágætan hæfileikamann og góðan dreng mun lifa. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum nánustu ástvin- um votta ég einlæga samúð. Veri Guð þeirra vörn og styrkur í söknuði og sorg, Guðm. Guðmundsson. Að morgni 10. ágúst barst okkur Þingeyrarhreppsbúum sú fregn, að þá um nóttina hefði andast á Landspítalanum í Reykjavík sóknarpre'stur okkar, séra Stefán Eggertsson. Stefán var fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur hjónanna Eggerts Stefánssonar heildsala og frú Yrsu Jóhannesdóttur. Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940 og guðfræði- prófi frá Háskóla íslands lauk hann 1944. Hélt hann þá utan til frekara náms í guðfræðum og lagði stund á helgisiðafræði og kennimannlega guðfræði. í Eng- landi og Danmörku og síðan hélt hann til Uppsala þar sem hann kynnti sér ýmislegt varðandi byggingu og búnað kirkna. Um tíma var Stefán settur sóknarprestur í Staðarhrauns- prestakalli á Mýrum, en árið 1950 var honum veitt Sandaprestakall í Dýrafirði með aðsetri á Þingeyri. Þegar eftir komuna til Þingeyr- ar hóf Stefán virka þátttöku í félagsstarfi. Sat hann í mörg ár þing og héraðsmálafundi Vest- ur-Isafjarðarsýslu, var í stjórn Prestafélags Vestfjarða, prófastur Vestur-Isafjarðarsýslu um skeið og nú hin síðustu ár prófastur í Vestfjarðarumdæmi. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið nefnd gegndi séra Stefán og fjölmörgum trúnaðarstörfum hér á Þingeyri. Má þar m.a. nefna setu hans í skólanefnd í um 25 ár og þá lengst af sem formaður, hann átti og sæti í barnaverndarnefnd, sýslunefnd og ýmsum öðrum nefndum og ráðum, í stjórn Kaupfélags Dýr- firðinga átti hann og sæti í mörg ár. En þrátt fyrir það, að Stefán gegndi þannig fjölmörgum störf- um samkvæmt borgaralegri skyldukvöð þá gafst honum samt tími til að vinna að sínum sérstöku áhugamálum, sem þó voru þess eðlis að þau snertu okkur íbúa þessa byggðalags mjög mikið. Er þar fyrst að nefna afskipti hans af björgunar- og slysavarnarmálum og síðan hið mikla og óeigingjarna starf varðandi það að tryggja á sem allra bestan hátt samgöngur við Þingeyri með flugvélum. Hætt er við að ekki nyti hér á Þingeyri nú 1100 metra langrar flugbraut- ar, ef Stefáns hefði ekki notið við, því það vita allir sem honum kynntust að þau verk sem hann tók að sér voru í öruggum höndum, og engin hætta á að hlaupið yrði frá þótt á móti blési. Að síðustu vil ég svo lítillega drepa á starf Stefáns að loft- skeytamálum, en þau störf tengd- ust mjög áhuga hans á slysavarna- málum í gegnum hinar ýmsu talstöðvar og fjarskiptatæki sem hann hafði á heimili sínu. Fylgdist hann með vestfirska flotanum á hinum hættusömu miðum jafnt nótt sem dag og ég veit að ég mæli fyrir munn allra sjómanna á Vestfjörðum er ég færi honum þakkir fyrir þau störf. Að lokum vil ég svo fyrir hönd okkar sóknarbarna séra Stefáns þakka honum hin fjölmörgu störf, sem hann vann fyrir byggðarlag okkar á þeim liðlega 27 árum sem hann þjónaði hér sem sóknar- prestur. Eftirlifandi konu hans Guðrúnu Sigurðardóttur frá Vogi á Mýrum og börnum hans, tengdasyni og barnabarni færi ég innilegar samúðarkveðjur mínar og okkar- allra sóknarbarna hans í Þingeyr- arsókn. Guð veri með þeim um ókomna tíma. Þórður Jónsson oddviti Múla. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför sonar okkar og bróöur HJARTAR ÞÓRS GUNNARSSONAR, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólkinu í Reykjadal og í Selbrekku 32, Kópavogi. Hadda Hálfdanardóttir, Gunnar Jóhannetson, Jóhannet Gunnartton, Gunnar Gunnartton. t INGIMAR INGIMARSSON, frá Hnífsdal, sem lést aö heimili sínu, Bakkatúni 22, Akranesi, þann níunda þessa mánaöar veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. ágúst. Jaröarförin fer fram kl. 3 síðdegis. Þóra Einarsdóttir, Bjarni Ingimarsson, Margrét Ingimarsdóttir, Rósamunda Ingimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.