Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
Margeir enn efstur og
hefur tryggt sér annan
áfanga alþjóðlegs titils
Landbúnaðarsýningin:
Ritgerðaverðlaun afhent í
gær - dagur æskunnar í dag
DAGUR æskunnar cr í daK á
Landhúnartarsýninuunni "78 á Sel-
fossi. I gær komu 5.691 gestir á
sýninguna og hafa þá alls röskleKa
98.000 manns komiÁ á sýnintfuna.
I gær voru sýndir minnsti og stærsti
hesturinn á iandinu og var mikil ös í
krinK um þá. Þá voru afhent verðlaun
vefjna ritfjerðarsamkeppni í skólum.
Kristín Fjóla Berffþórsdóttir fékk
verðlaun fyrir ritfíerð um „fyrirmynd-
ar sveitabú" ok sendi hún ein ritgerð
um það efni. Elín Gunnlaugsdóttir
Laugarási Biskupstungum fékk fyrstu
verðlaun fyrir ritgerð um „starfsdag
í sveit“ og Sigríður Jónsdóttir Gýgjar-
hóli Biskupstungum fékk fyrstu verð-
laun f.vrir ritgerð um „uppáhalds
húsdýrið mitt“.
í dag verða sýnd hross, sauðfé og
nautgripir og unglingar sýna listir á
hestum. I kvöld verður kvöldvaka þar
sem Jón Sigurbjörnsson leikari,
söngvari og bóndi syngur einsöng og
kór Gagnfræðaskóla Selfoss syngur
undir stjórn Jóns I. Sigurmundssonar.
Erlendur gjaldeyrir
hefur hækkað um 7,8%
— eftir að „Gengissigið” var afnumið
KAUPGENGI þeirra mynta, sem
Seðlabanki íslands birtir í dag-
legum gengisskráningum sfnum
hefur hækkað að meðaltali um
7.8% frá skráningu 30. júnf sl. til
skráningar síðasta þriðjudag, 15.
ágúst. Svissneski frankinn hefur
hækkað langmest, eða um 20% og
japanska yenið um 12.2% en
portúgalska myntin, escudos,
hefur hækkað minnst, eða um
3.2%. Ein mynt f gengisskrán-
ingu Seðlabankans hefur lækkað
á tímabilinu, en það er kanadfski
dollarinn, sem lækkaði um 1.5%.
„Þetta gengissig okkar orsakast
af fylgni við dollarann, en við
höfum haldið bandaríska dollaran-
um óbreyttum í verði frá því í júní
en síðan hefur hann lækkað
gagnvart öðrum erlendum mynt-
um og þær þannig hækkað gagn-
vart íslenzku króninni," sagði
Ólafur Tómasson hjá Seðlabanka
Islands er Mbl. spurði hann í gær
um hækkun á verði erlends
gjaldeyris. Ólafur sagði að
heildarhækkunin hefði verið lítil í
júií, en hins vegar hefðu orðið
nokkrar breytingar í þessum
mánuði.
Samkvæmt útreikningum Mbl.
hækkaði enska pundið um 7.5% á
framangreindu tímabili, danska
krónan um 5.8%, norska krónan
um 6.4%, hækkun sænsku krón-
unnar var 5.8, finnska marksins
6%, franska frankans 7.2%,
belgíska frankans 8.1%,
GENGISSKRÁNING
NR. 118 - 30. júní 1978.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 259.80 260.40
1 Starlingapund 483.20 484.40*
1 Kanadadollar 231.25 231.75*
100 Oanakar krónur 4611.10 4621.70*
100 Norakar krónur 4808.00 4819.10*
100 Sænakar krónur 5677.70 5690.80*
100 Finnsk mörk 6123.05 6137.15*
100 Franakir frankar 5787.20 5800.50*
100 Belg. frankar 794.75 795.55*
100 Sviaan. frankar 13979.00 14011.30*
100 Gyllini 11628.60 11655.40*
100 V.-Þýzk mörk 12512.95 12541.85*
100 Lírur 30.40 30.47*
100 Auaturr. Sch. 1738.40 1742.40*
100 Escudos 569.40 570.70*
100 Paaetar 330.00 330.80*
100 Yen 126.87 127.16*
* Breyting frá síöustu skráningu.
svissneska frankans 20%,
hollenzka gyllinið hækkaði um
7.1%, vestur-þýzkt márk um
8%, ítalska Hran um 5.4%, austur-
rískir schillingar um 7.9%,
escudos um 3.2% sem fyrr segir,
pæsetinn hækkaði um 6.3% og
yenið um 12.2%.
Á þessum tíma var kaupgengi
bandaríska dollarans óbreytt;
259,80 krónur.
GENGISSKRÁNING
NR. 149 - 15. águst 1978
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 259.80 260.40*
1 Sterlinapund 519.25 520.45*
1 Kanadadollar 227.70 228.30*
100 Danakar krónur 4877.70 4888.30*
100 Norskar krónur 5116.70 5128.50*
100 Sœnskar krónur 6005.20 6019.10*
100 Finnsk mörk 6493.40 6508.40*
100 Franakir frankar 6204.20 6218.50*
100 Belg. frankar 859.25 861.25*
100 Sviaan. frankar 16777.55 16816.25*
100 Gyllini 12461.60 12490.40*
100 V.-Þýzk mörk 13524.25 13555.45*
100 Lírur 32.03 32.11*
100 Auaturr. Sch. 1876.50 1880.80*
100 Escudos 587.75 589.15*
100 Peaetar 350.85 351.65*
100 Yen 142.34 142.67*
* Breyting fré aíóuatu akráningu.
Geir Ilallgrfmsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu sfna á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna f Reykjavík í gærkvöldi en fundurinn var haldinn f Súlnasal Hótels Sögu. Ljósm. Kristján.
Geir Hallgrímsson á f ulltrúaráðsfundinum í gærkvöldi:
Samningar aðila vinnu-
markaðaríns hefjist strax
„STEFNA okkar sjálfstæðis-
manna er að samningar milli
aðila vinnumarkaðarins hefjist
strax og í þessum viðræðum verði
ákveðið hvaða kaup eigi að gilda
1. september n.k. og einnig þyrfti
að semja um áhrif gengisfelling-
ar nú en áhrif hennar koma ekki
fram í vfsitölunni fyrr en í
nóvember. En slíkir samningar
aðila vinnumarkaðarins um áhrif
gengisfellingar yrðu einn þáttur
f alhliða endurskoðun vísitölu-
kerfisins. Mestu máli skiptir ekki
krónutala kaups heldur kaup-
máttur launanna.
Það er útilokað annað en taka
vísitöluna úr sambandi að hluta
eigi áhrif gengisfellingar ekki að
verða að engu og eigi þjóðinni að
takast að ná tökum á verðbólg-
unni. Spurningin er hvort launþeg-
ar vilja kaupa minnkun verðbólg-
unnar einhverju verði eða kalla
yfir sig 60% verðbólgu, sem leiddi
af því að kjarasamningarnir væru
að fullu settir í gildi," sagði Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, í ræðu á fundi
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík í gærkvöldi er hann
ræddi viðhorfin í stjórnmálunum
nú.
I ræðu sinni ræddi Geir gagn
þeirra stjórnarmyndunarvið-
ræðna, sem að undanförnu hafa
farið fram og gerði hann grein
fyrir höfuðatriðum þess vinnu-
plaggs um efnahagsmál, sem hann
og Gunnar Thoroddsen hefðu lagt
fram í viðræðum við Framsóknar-
flokkinn og Alþýðuflokkinn. Sagði
Geir að höfuðmarkmið þeirra
tillagna hefðu verið að draga úr
verðbólgunni á næstu 2 til 3 árum,
þannig að hún kæmist á sama stig
og í nágrannalöndunum, ná jöfn-
uði í viðskiptum við útlönd, stöðva
erlendar lántökur, atvinnuöryggi
yrði tryggt en þó þannig að dregið
yrði úr þeirri spennu, sem verið
hefði á vinnumarkaðnum með
samdrætti í opinberum fram-
kvæmdum, tryggja að kaupmáttur
fólks héldist eins hár og framan-
greind markmið leyfðu.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sýnt af sér ábyrga afstöðu í
stjórnmálabaráttunni. Við sögðum
fólki fyrir kosningar hvað þyrfti
að gera og stefna okkar eftir
kosningar hefur verið í samræmi
við það. Ég tel að með þessu hafi
Sjálfstæðisflokkurinn öðlast
traust og trú fólks nú, þegar það
sér æ betur hversu vandinn er stór
og hvað lítið verður úr stórum
orðum andstæðinga okkar frá því
fyrir kosningar," sagði Geir að
lokum.
MARGEIR Pétursson hefur nú
tryggt sér annan áfanga alþjóðlegs
meistaratitils, en í gær gerði
Margeir jafntefli við Schiissler frá
Svíþjóð í stuttri skák. Margeir er
enn efstur á alþjóðamótinu f
Gausdal f Noregi með 5* l/í vinning
eftir 7 umferðir, en með jafnmarga
vinninga eru Wibe frá Noregi og
Griinfeld frá ísrael.
Margeir hafði hvítt í skákinni við
Schlússler og í samtali við Morgun-
blaðið í gær, ságði hann, að Schlússl-
er hefði boðið sér jafntefli fljótlega
og hann hefði þegið það, þar sem
hann hefði ekki viljað taka neina
áhættu.
Það sem helzt kom á óvart í
sjöundu umferðinni var að Guð-
mundur Sigurjónsson tapaði fyrir
Grúnfeld. Þá tapaði Haukur Angan-
týsson fyrir Diller frá Noregi. Hins
vegar vann Jón L. Árnason
Christiansen frá Danmörku eftir
drottningarendatafl og Jóhann
Hjartarson vann Poulsen frá Noregi.
Staðan á mótinu er nú sú, að efstir
eru eins og fyrr segir Margeir, Wibe
og Grúnfeld með 514 vinning, í 4.-5.
sæti eru Schudoff og Schlússler með
5 vinninga, í 6.-9. sæti eru Guð-
mundur, Rambonen, DeFirmian og
Walhbom með 414 vinning.
Það vakti athygli í umferðinni í
gær að Norðmaðurinn Wibe vann
finnska stórmeistarann Westerinen
og er nú Westerinen með 4 vinninga.
Fyrsta banaslysið
í fallhlífarstökki
TUTTUGU og tveggja ára gamall
Akureyringur, Magnús Pétursson,
Langholti 10, lézt í gjörgæzludeild
Borgarspítalans í Reykjavfk í
fyrradag af völdum meiðsla er hann
hlaut þegar honum hlekktist á f
Magnús Pétursson
lendingu á Islandsmeistaramótinu f
fallhlffarstökki á Akureyri á
sunnudag. Þetta er fyrsta banaslys-
ið f þessari íþrótt hér á landi.
Skúli Jón Sigurðsson deildarstjóri
hjá Loftferðaeftirlitinu sagði Mbl. að
rannsókn á fallhlífinni hefði ekki
sýnt neinn galla á henni og að
aðstæður til stökks hefðu verið
ákjósanlegar, þegar slysið varð. Þá
hefði við þjálfun mannsins og
stökkið verið í öllu farið eftir
reglugerð um fallhlífarstökk og fleiri
reglum þar að lútandi.
Magnús var í sínu fyrsta stökki 1
keppni í svonefndri marklendingu
þegar slysið varð. Eiga keppendur að
lenda á ákveðnu marki og mun
Magnús hafa teygt fæturna um of til
marksins í lendingunni þannig að
hann kom sitjandi niður og skaddað-
ist við það alvarlega á hálsi.
Hann var strax eftir slysið fluttur
flugleiðis til Reykjavíkur og í
gjörgæzludeild Borgarspítalans þar
sem hann lézt á þriðjudag.
Magnús Pétursson var ókvæntur.