Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 13 Samkvæmt þessum lögum hefur verið unnið að byggingu heilsugæzlu- stöðva víðs vegar um landið. Og þrátt fyrir þessa fjárhagserfiðleika í byrjun þessa kjörtímabils hefur tekizt aö halda uppi allverulegum fram- kvæmdahraða við byggingu heilsu- gæzlustööva og sjúkrahúsa. Ég neita því ekki, að ég hef lagt mikla áherzlu á að hraða uppbyggingu heilsugæzlu- stöðva og sérstaklega í þeim héruð- um, þar sem engin eða fátækleg starfsemi í þessum efnum var fyrir. Þar hefur fyrst og fremst legið á, en jafnhliða eru í gangi stórar fram- kvæmdir og fjárfrekar við byggingu nýrra sjúkrahúsa og stækkun annarra og þá ekki sízt hér á höfuðborgar- svæðinu. í þessu sambandi vil ég einnig minna á, að á þessu kjörtíma- bili keypti ríkissjóður St. Jósepsspít- ala á Landakoti hér í Reykjavík, sem var nauðsynlegt að gera, því að St. Jósepssystur sem rekið hafa þetta sjúkrahús frá byrjun vildu hætta rekstri sjúkrahússins og sá kostur var valinn, að sjálfseignarstofnun rekur þetta sjúkrahús, en það er ekki tekið inn í ríkisspítalakerfið. þannig að aukning frá fyrra kjörtíma- bili til þess síöara hefur orðið 26,7% miðað við verðlag ársins í ár. Á þessu tímabili hafa framkvæmdir viö ríkissjúkrahús minnkað um u.þ.b. 371 millj. en framkvæmdir við sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar um allt land, að Reykjavík meðtalinni, hafa orðið á þessu síöara kjörtímabili um 1283 millj. hærri upphæð en á kjörtímabilinu 1971—74. í þessum tölum eru kaupin á Landakoti ekki talin með, svo að hér er um gífurlega aukningu aö ræöa á því kjörtímabili sem nú er nýliðið. Það er mikið talað um það, hversu mikið fjármagn fer til uppbyggingar heilbrigöismála í landinu. Þetta fjár- magn hefur verið mikiö á undanförn- um árum og verður að vera mikið næstu árin en þá verður líka búið að byggja upp heilsugæzlustöðvar um landið allt og ný sjúkrahús er ekki brýn þörf fyrir, því að það er fyrst og fremst lögð áherzla á það að koma á nýjungum á þessu sviöi, koma upp fyrirbyggjandi aðgerðum með heilsu- gæzlustöðvum og göngudeildum, sem hafa risið hver á fætur annarri og þau sjúkrahús og sjúkradeildir, sem Þetta kerfi þarf allt saman uppstokk- unar við, og ég tel að hið svokallaða daggjaldakerfi sem við höfum búið viö um langt árabil sé þegar orðið úrelt vegna þeirra margvíslegu breyt- inga, sem átt hafa sér stað á liönum árum og því veröi að gera þar tillögur um nýtt fyrirkomulag í sambandi við kostnaðargreiöslu sjúkrahúsanna. Mér er Ijóst, að það næst ekki teljandi árangur á þessu sviði nema með góðu samstarfi og samvinnu við alla þá, sem hér eiga hlut aö máli, en það hlýtur aö vera keppikefli allra ábyrgra manna í þjóðfélaginu að fara eins vel með fjármuni og hægt er, vera opnir fyrir breytingum á því sem talið er að miður fari og þó þær breytingar séu gerðar, þá er hvorki verið að ráðast á einn eða annan. Það er aðeins verið að framfylgja þeirri skyldu að þeim sem ráða þjóöfélaginu hverju sinni og þeim sem starfa við hinar ýmsu stofnanir, ber skylda til þess að sýna samfélaginu og skattborgurunum, aö það er allt gert til þess að minnka kostnaðinn án þess að draga úr þjónustu við þá, sem eru sjúkir og þurfa umönnunar við. Vel Þarf að búa að sjúkum og vanheilum. Sp.: Hvaö vilt pú segja í lokin um pessa málaflokka? Heilbrigðis- og tryggingamál eru mjög víðtækur málaflokkur. Það er að mörgu leyti heillandi og ánægju- legt að vinna að þessum málum og eftir því sem efni og ástæður leyfðu, fór ég allvíöa um landið, þar sem veriö var að undirbúa framkvæmdir í heilbrigðismálum, hef skoðaö þar sjúkrahús og nýjar framkvæmdir á flestum stöðum, kom viö á fjölmörg- um sjúkrahúsum og hælum. Þar hefur maður séö margt sem maður ekki vissi áður og lært mikið á þessum árum. Ég skil betur en áður þá mörgu, sem eiga bágt og þjást af heilsuleysi. Það er mjög lærdómsríkt að koma á stofnanir, þar sem fólk dvelur, sumt ævina á enda, fólk sem flest hvert fæðist í þennan heim og hefur skerta líkamskrafta eða er aö meira eða minna leyti ekki andlega heilbrigt. Þetta hefur opnaö augu mín fyrir því, að fleira er ógert í þessum efnum hjá okkur en maöur taldi og Landspítalinn í Reykjavík Framkvæmdir við heilbrigðisstofnanir Sp.: Framkvæmdir á sviöi heil- brigöisstofnana? Til þess að gefa nokkuð yfirlit yfir fjárveitingar til bygginga heilbrigðis- stofnana fyrst á árinu 1971—74 og síðan 1975—78, allt reiknað á verðlagi ársins 1978, mun láta nærri, að heildarframkvæmdirnar á fyrra tímabilinu hafi numið kr. 6.190.000, en á síðara tímabilinu kr. 7.845.000, nú eru í byggingu, verða búin á því kjörtímabili, sem nú er að byrja. Hins vegar verðum við, eins og allar aðrar þjóöir, að reyna að sýna í verki aukinn sparnað í rekstri þessara stofnana allra. Þar hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf í ráðuneytinu og tyrir atbeina ráðuneytisins. Nú er komið að því aö fela ákveðnum aðilum að vinna að tillögugerð, sem á aö leiða til aukins sparnaðar í sjúkrahúsarekstrinum bæði hvaö mannhald snertir og fjölda deilda. Á öðrum sviðum heilbrigðismála hefur verið unnið ítarlega og margvís- legar löggjafir hafa veriö settar á þessum 4 árum, m.a. á sviði lyfja- mála og um starfsréttindi fyrir einstakar heilbrigðisstéttir. Á síöasta þingi voru lögfest frumvörp um Heyrnar- og talmeinastöð íslands, matvælarannsóknir ríkisins, hlutverk þeirra og tilgang, ný lög um Manneld- isráð, lög um ónæmisaðgerðir og á þessu kjörtímabili voru sett lög um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir æskilegt er, að geta gert meira fyrir þetta fólk og sömuleiðis og ekki síður fyrir það fólk, sem oft er hægt meö kennslu og endurhæfingu og frábærri umönnun, að koma til þess þroska og heilsu, að það geti verið innan um þá, sem eru heilbrigðir í þjóðfélaginu og starfað viö hlið þeirra. Hér hefur verið gert þó nokkurt átak á undanförnum árum í þessum efnum, en þarna er í raun og veru mikið verkefni ennþá óunniö. Það hefur líka verið lærdómsríkt að koma á ýmis vistheimili og þá ekki síður fyrir þá, sem hafa oröið áfenginu að bráð. Þar hefur maöur séð fólk, sem hefur orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni, en líka séö fólk sem nær sér og kemst aftur til þeirrar heilsu aö geta unniö og starfað með öðrum. Að þessu fólki er sífellt betur búiö. í málefnum aldraðra hefur mikið verið gert og þá ekki síst af sjálfseignarstofnunum jafnframt því sem ríkið hefur verið að gera. Þar er þó fjölmargt ógert, sem nauðsynlegt er að bæta og byggja upp eins fljótt og kostur er á. Ég get ekki lokið svo þessu spjalli, að ég nefni ekki með örfáum orðum málefni fatlaöra. Við mannvirkjagerö gleymist það alltof oft að hreyfihömluðu fólki sé gert auðvelt að komast áfram, þó nokkuö hafi verið bætt úr á síðustu árum. Það er sannarlega kominn tími til að leiöa í lög að í öllum opinberum byggingum og þjónustustofnunum sem reistar verða sé svo um búið að þetta fólk | geti farið þar greiðlega um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.