Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
15
Ágúst H. Bjarnason, kennari:
Land-
græðsla
Heiðraði ritstjóri.
í blaði yðar 13. ágúst s.l. birtist
Reykjavíkurbréf, þar sem fjallað
er um heimsókn að Gunnarsholti
á Rangárvöllum og sagt frá
áburðadreifingu úr flugvélum.
Jafnframt er fjallað lítillega um
gróðureyðingu og sagt að undan-
haldi hafi verið snúið upp í sókn.
Þar sem ég hygg, að Reykjavíkur-
bréfin séu jafnan vel lesin og eftir
tekið, sem í þeim stendur, þykir
mér rétt að gera fáeinar athuga-
semdir við umrætt bréf. Svo vildi
til að sama dag og bréfið birtist í
Morgunblaðinu kom ég að Gunn-
arsholti eftir þriggja daga ferð um
Sprengisand og með mér í förinni
var sænskur plöntufræðingur,
Eyvind Rosén sem í rúm tíu ár
hefur fengizt við rannsóknir á
áhrifum beitar sauðfjár á gróður.
Skemmst er frá því að segja, að
viðbrögð hans voru nokkuð á aðra
lund en landa hans Per Olof
Sundmans, sem lýst er í bréfinu.
Það sýnir, að ekki er einhlitt að
höfða til umsagna útlendinga, sem
sækja okkur heim. Vil ég nú í
fáum orðum í allri vinsemd benda
á nokkur atriði, sem höfundi
Rvíkurbréfsins hefur láðst að
íhuga.
í reynd er það ekki ýkja
merkilegt, að unnt sé að rækta
gras á Islandi, ef tilbúnum áburði
er haugað á vellina. Við Sandbúðir
í um 800 m hæð yfir sjó er töluverð
grasspretta í tilraunareitum og
allvíða má sjá iðjagrænar breiður.
En um leið og áburðargjöf er hætt
koðnar grasið niður eins og ótal
mörg dæmi meðfram vegum og
innan gamalla sandgræðslugirð-
inga bera ljósan vott um.'Vilji
menn hafa þann hátt á er því
ekkert til fyrirstöðu að rækta upp
sanda með tilbúnum áburði og
dönskum túnvingli og dreifa hvoru
tvegga úr ílugvél. Er þá um
venjulega túnrækt að ræða. Gam-
an væri hins vegar að fá að vita,
hvað slík túnrækt kostar og hve
miklu sauðféð skilar í arð. — Til
þess að snúa vörn upp i sókn dugir
skammt að rækta aðeins auðnir
upp, heldur verður að stöðva fok
úr rofabörðum og hlífa þeim
gróðri, er á í vök að verjast vegna
ágangs foksands og mikillar beit-
ar.
Landgræðsla ríkisins hefur þar
beitt sömu aðferðum og við
sandræktun þ.e. að dreifa tilbún-
um áburði úr flugvél. Áburðar-
gjöfin hefur þau áhrif, að grasteg-
undir ná undirtökunum og ýmsar
hrístegundir s.s. bláberalyng,
fjalldrapi, krækilyng beitilyng o.fl.
hopa. Þetta hefur ýmislegt í för
með sér eins og að þar, sem 10—15
ólíkar tegundir sem áður gátu nýtt
sér mismunandi tíma sumarsins
frá árla vors til síðla hausts, vaxa
nú aðeins 3—6 grastegundir yfir
hásumartímann. M.ö.o. má orða
þetta svo, að við höfum stytt
sumarið með því að ryðja þeim
plöntum úr vegi, sem skiptust á
um að nýta sér það. Þetta verður
að teljast hæpin ráðstöfun í okkar
sumarkalda landi. Margt fleira má
til tína til þess að sýna fram á, hve
varhugaverð áburðardreifing get-
ur verið. Sauðféð sækir stíft á
þessi ábornu svæði, þannig að þau
eru verulega bitin og traðkið, sem
e.t.v. mestum usla veldur, er mjög
mikið. Af því leiðir að jarðvegi þar
er hætt við ofþornun, því að gras
verndar ekki jarðveginn á sama
hátt og náttúruleg gróðurlendi
með blönduðum tegundum. Það er
á engan hátt vitað, hvaða áhrif
tilbúinn áburður hefur á smáveru-
líf jarðvégs og í mörgum löndumm
hafa menn auknar áhyggjur af
mengun af völdum tilbúins áburð-
ar. Það skýtur því nokkuð skökku
við, að við skulum hefja stórátak
í áburðardreifingu, þegar aðrar
þjóðir reyna eins og kostur er að
draga úr herini. Vissulega getur
mjög hófleg áburðardreifing
hleypt auknum vexti af stað á
örfoka svæðum en er vart réttlæt-
anleg á náttúruleg gróðurlendi
nema því aðeins að þau séu þá
tekin í ræktun eins og hvert annað
tún. Ef framfylgja á þeirri stefnu
að rækta allt gróðurlendi íslands,
verður þess skammt að bíða að
þjóðartekjur hrökkvi hvergi nærri
fyrir áburðarkaupum. Til þess að
vörn verði snúið upp í sókn er
friðun helzta ráðið og reyna að
örva vöxt þeirra íslenzku tegunda,
sem lengst berjast í bökkum
rofabarða og á moldum.
Ég hef lengi vænzt þess, að
opinberir aðilar eins og Náttúru-
verndarráð létu þessi mál til sín
taka, en þeir virðast hugsa aðeins
um smáu málin eins og að banna
akstur eftir lítt grónum áreyrum
(nokkurs konar sýnishornavernd).
Ég vildi aðeins vekja athygli
yðar á því, að flest mál hafa
margar hliðar og vafasamt að líta
aðeins á eina eins og í þessu máli,
því að það er hægur vandi að fá
fagurgræn svæði hvarvetna hér
með nægum áburði, en hvort það
er nokkur varanleg lækning á
þeim sárum, sem myndast hafa í
gróðurþekju landsins má draga í
efa. Það skal tekið fram, að
rannsóknir eru nær engar enn á
þessu sviði, þar sem ótvíræð
niðurstaða liggur fyrir, en mér
býður í grun, að árlegri áburðar-
dreifingu megi líkja við, að hið
opinbera léti mála öll sín hús
fagurgræn á hverju vori með
vatnslitum fyrir kr. 200.000.000.
Með kveðju
SKYNDIMYNDIR
Vandaöar litmyndir
í öll skírteini.
bama&fjölsk/ldu-
ijfismyndir
/MJSTURSTRÆTI6 SÍMI12644
Stór
útsala
hefst i dag
Dömudeíld Herradeild
kjólaefni peysur N
metrarvara skyrtur
handklæöi karlmanna-
borödúkar og drengjaundirföt
Ótrúlega lágt verð.
Egill 3acobsen
Austurstræti 9
Bílmottur
sem halda þurru og hreinu
Eigum nu fjölbreytt úrval af bílmottum. Grófmunstraöar og
fínmunstraöar, margar geröir.
Einnig sniömottur, sem auöveldlega má sníöa í allar tegundir
bíla.
Bílmottur henta einnig sem venjulegar dyramottur.
Kynniö ykkur úrvaliö.
Fást á bensínstöövum og fjölda verslana. /\\ //\
Heildsolubirgðir: Smavörudeild,
Laugavegi 180, sími 81722, Reykjavík
Olíufélagið Skeljungur hf