Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 Séra Stefán Eggerts- son prófastur á Þingeyri — Minning Fæddur 16. september 1919. Dáinn 10. ágúst 1978. Með séra Stefáni á Þingeyri Eggertssyni er genginn lands- kunnur merkisklerkur, sem fyrir gáfna sakir og einbeitni brá stórum svip yfir umhverfi sitt, hvar sem hann fór. Er mikill skaði að missa slíkan mann fyrir aldur fram. Það hefur orðið héraðsbrest- ur á Vestfjörðum við fráfall hans. Séra Stefáns verður sárt saknað af þeim mörgu, sem höfðu þá hamingju að kynnast honum. Séra Stefán fæddist á Akureyri hinn 16. september 1919. Voru foreldrar hans Eggert heildsali á Akureyri Stefánsson, prests á Þóroddsstað Jónssonar prests Sveinssonar læknis Pálssonar í Vík í Mýrdal, og kona hans Yrsa Jóhannesdóttir Hansens kaup- manns í Reykjavík. Séra Stefán lauk stúdentsprófi á Akureyri 1940 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands vorið 1944. Var hann vígður til prests hinn 18. júní sama árs, á söguleg- ustu helgi íslandsbyggðar. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni og vígði biskup Islands, herra Sigurgeir Sigurðsson, hvorki meira né minna en níu kandidata þennan fagra morgun. Þetta var stærsti hópur, sem í einu hafði verið vígður til prestsþjónustu í lútersk- um sið. Þessir hlutu vígslu, auk séra Stefáns: Yngvi Þ. Árnason, Trausti Pétursson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigmar Torfason, Jón Árni Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Guð- mundsson og Róbert Jack. Héldu þessir prestar góðum vinskap æ síðan. Að loknu háskólanámi hér heima lagði séra Stefán stund á helgisiðafræði og kennimannlega guðfræði við King‘s College í Lundúnum. Hann var enda vel að sér í þessum greinum. Fáir prestar hafa rækt embætti sitt allt af meiri natni en séra Stefán og var hann smekkmaður mikill um sérhvað er laut að kirkjulegum athöfnum. í Lundúnum, Cambridge, Kaupmannahöfn og Uppsölum kynnti séra Stefán sér byggingu og búnað kirkna. Hann hafði næmt auga fyrir samræmi og fegurð í byggingastíl, og beitti sér fyrir því að Þingeyrarkirkja var máluð innan og utan eftir nákvæmri fyrirsögn hans. Þykir hún með fegurstu kirkjum lands- ins. Þá dvaldi séra Stefán við nám í Bandaríkjunum 1962 og kynnti sér kirkjulega samfélagsaðstoð. Hann var ákaflega vakandi fyrir því að söfnuðurinn, kirkjan, léti hvers konar þjóðþrifamál sterk- lega til sín taka, og skirrðist aldrei við að láta í ljósi álit sitt á því, sem honum þótti betur mega fara. Mun síst að taka ofdjúpt í árinni, þótt sagt sé, að hann hafi með skapstyrk sínum markað skýr spor á fjölmörgum sviðum. Vér hefðum þurft að njóta hans lengur. Árið 1966 hélt séra Stefán til Svíþjóðar, þar sem hann lagði m.a. stund á nám í enskukennslu. Séra Stefán var vígður til Staðarhraunsprestakalls. Þar þjónaði hann í sex ár og sat í Vogi. Hinn 29. maí gekk hann að eiga Guðrúnu Sigurðardóttur, dóttur Sigurðar bónda í Vogi Einarsson- ar. Eignuðust þau tvö börn, Sigrúnu, meinatækni í Reykjavík, gifta Guðjóni Scheving Tryggva- syni, verkfræðingi og Eggert, símritara á Isafirði. Reyndist frú Guðrún manni sínum sannkölluð stoð og stytta, og voru þau hjón svo samhent um alla hluti, að einsdæmi má telja. Fylgdi frú Guðrún manni sínum fast eftir í margvíslegum umsvifum hans og er ekki ofsagt, að það hafi verið séra Stefáni mikil hamingja að eiga slíka hægri hönd. Heimili þeirra ber vott miklum myndar- skap og snyrtimennsku. Þau komu að prestsetrinu á Þingeyri heldur lösnu, en unnu að því stöðugt þau 28 ár, sém séra Stefán sat á Þingeyri, að bæta húsið og fegra. Nú skartar þar fallegt hús í gróskumiklum og velgirtum garði, prýði Þingeyrar. Dýrafjörður hefur verið talinn prúðastur Vestfjarða. Þar verða sumarkvöld kyrr með stórum sólarlögum. Sjónfríð gleður augað inni í fjarðarbotni, þar sem jökulbungan forklárast í sérstakri birtu og stendur í gullbjarma með miklu geislamagni; út með firði stendur Mýrafell á höfði í rjóma- lygnunni. Hér undi séra Stefán hag sínum vel, en þótti vetur nokkuð þungir, þegar ár færðust yfir. Söfnuður hans á bak að sjá hollum velgerðarmanni og grunar mig, að hér eigi við hið forn- kveðna, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mig brestur þekkingu til þess að skrifa glöggt um afköst séra Stefáns á sviði skógræktar, slysa- varna, talstöðvarmála og flug- mála. En það munu þeir bera, sem gjörst mega vita, að afrek hans á hverju einu þessara sviða mættu nægja til þess að halda á lofti nafni hans um langan aldur. Hann bar ákaft fyrir brjósti landvernd alla og uppgræðslu og skógrækt. Honum sveið sárt sú gereyðing, sem virðist blasa við sums staðar á landinu innan fárra ára. Sýndist honum ekki leika á tveim tungum hlutur hins lagðsíða rofabarðsbúa í þeirri framvindu. Séra Stefán var lengst af formaður Skógræktarfé- lags Vestur-ísafjarðarsýslu. í slysavörnum lyfti séra Stefán grettistaki. Hann var foramður Slysavarnadeildarinnar Varnar á Þingeyri um árabil. Nú síðast réðist deildin í það stórvirki að flytja frá Mjólká og til Þingeyrar hús allmikið fyrir starfsemi sína. Má lesa um það mál allt í Árbókum Slysavarnarfélags ís- lands. Prófastshjónin á Þingeyri, þau séra Stefán og frú Guðrún, ráku lengi einstæða öryggisþjón- ustu við skip, báta, bíla og flugvélar um Þingeyri Radio. Fyrir þetta langa og fórnfúsa starf var séra Stefán gerður að heiðursfé- laga Slysavarnarfélags íslands á hátíðafundi þess 1978. Er mál allra, að fáir hafi fremur verð- skuldað slíkan heiður en séra Stefán. Margir kunna að segja frá því í þakklæti, hversu þau hjón reyndust þeim frábærilega vel á neyðarstund. Mætti í því sam- bandi nefna björgun skips við Færeyjar fyrir nokkrum árum, en þá varð séra Stefán fyrstur til þess að heyra neyðarkall þess um nótt. Og bifreiðarstjórar hugsa alla ævi sína hlýtt til prófastshjónanna á Þingeyri, er þeir minnast erfið- leika á heiðum uppi, og hversu hjálp barst fyrir árvekni þessara góðu hjóna. Munu engir vita hve snjóþungir fjallvegir geta orðið á Vestfjörðum, nema þeir sem reynt hafa. Þá er ótalið það afreksverk séra Stefáns, sem líklega má telja hvað glæsilegast, en það er bygg- ing flugvallarins í landi Sanda við Dýrafjörð. Þarna skartar nú 1100 metra löng flugbraut, þar sem aðbúnaður allur er til fyrirmyndar og mun þetta minnsti alvöruflug- völlur á norðurhveli heims. Hafa sérfræðingar í flugmálum lokið miklu lofsorði á þetta mannvirki, sem telja má verk séra Stefáns. Án árvekni hans, þrautseigju, þolin- mæði og málafylgju, væri sam- göngumálum Dýrfirðinga skemmra á veg komið. Nú fljúga Flugleiðir Fokker-Friendship-vél- um sínum tvisvar til þrisvar í viku á Þingeyri. Sagan af þessum máli öllu verður óefað síðar skráð. Hún er merkileg, ef ekki einstæð, og allt er þetta að þakka mjög sjaldgæfri einbeitni og fórnfýsi séra Stefáns prófasts á Þingeyri. Sjálfur bið ég forláts á því að ég skuli dirfast að drepa á þessa merku málaflokka af lítilli þekk- ingu. Get ég þó ekki látið það hjá líða, en vænti þess, að aðrir mér kunnugri muni segja gjör. Eg tel það lán mitt, að hafa byrjað prestskap í námunda við séra Stefán prófast Eggertsson. Hann var ákaflega ráðhollur yngri starfsbróður og gott til hans að leita í hvívetna. Eru mér minnis- stæð löng og innvirðuleg símtöl okkar á síðkvöldum, einnig tíðar komur okkar hjónanna til Þingeyrar á sumrum, þar sem við mættum einstakri gestrisni og hlýhug prófastshjónanna. Mér er því mikil eftirsjá að séra Stefáni og hefði viljað njóta samvista við hann miklu lengur. Hann var trúr sonur þeirrar kirkju, sem hann helgaði líf sitt, trúði fast á lífið eilífa í Kristi og beitti orku sinni óhikað í þágu málstaðar Guðs hins góða. Séra Stefán var maður ólyginn og opinspjallur, hreinn og beinn. Ræður hans í mannfagnaði voru margar afburðasnjallar, andríkið óvanalegt þegar best lét og fjörið líkt og í ólmum gæðingi. Þá ærsluðust spaugsyrðin eins og fjarðafok og flugeldar orðaleikja leiftruðu í öllum regnbogans litum; kátlegar hugdettur og orð í óvæntum samböndum komu flatt upp á áheyrandann og kveiktu þetta heilsusamlega fyrirbæri, sem vér köllum hlátur. Og stund- um var í senn leikið á strengi gamans og alvöru af miklum fimleik. Prófastur varð séra Stefán í Vestur-ísafjarðarsýslu árið 1966 og þangað til árið 1971, er bæði Isafjarðarprófastsdæmin voru sameinuð. Hann varð prófastur Isafjarðarprófastsdæmis árið 1977, er séra Sigurður Kristjáns- son á Isafirði lét af störfum. Aukaþjónustu gegndi hann í Hrafnseyrarprestakalli frá 1. september 1961 og allar götur síðan, svo og í Holtsprestakalli að hluta um eins árs skeið. Hann var sýslunefndarmaður Vestur-Isfirð- inga um árabil, í skólanefnd og fræðsluráði, svo og í stjórn Prestafélags Vestfjarða, nú síðast formaður. Eigum vér starfsbræður hans á bak að sjá sérstaklega svipmiklum félaga, sem kryddaði samverustundirnar á Presta- félagsfundum og héraðsfundum með ógleymanlegum persónuleika sínum. Það er mikið skarð fyrir skildi í fámennum. hópi vorum Vestfjarðapresta, og mun vand- fyllt. Einstæður merkismaður er kvaddur. Sterklegra verka hans sér víða stað á þeim reit, sem hann helgaði krafta sína. Hann var góð gjöf Guðs þeim til handa, sem fengu að njóta samvista við hann. Við hjónin sendum frú Guðrúnu og börnum hennar innilegar sam- úðarkveðjur og blessum minningu góðs drengs. Gunnar Bjiirnsson, Bolungarvík. Bekkjarbræðurnir hrynja niður hver af. öðrum og ekkjunum fjölgar að sama skapi með ári hverju. Mannfallið í þessari glaðværu sveit norðanstúdenta frá 1940 virðist með svipaðri tíðni og gerist í loftárásum á ófriðartím- um. Það lætur nærri, að fjórð- ungur árgangsins sé látinn um aldur fram. Maðurinn með ljáinn virðist leika þar lausum hala og sveifla orfinu án afláts í sama skárann. Hvað veldur? Skyldi orsakanna vera að leita í alltof snöggri lífsvenjubreytingu þeirra, sem þreyja langskólanám? Þjóðin er öll komin af harðgerum, rólynd- um og vanaföstum bændum og búaliði í ótal kynliði og stofninn margsíaður gegnum hörmungar aldanna. Það kann líka að ráða nokkru um að tilheyra fyrstu og annarri kynslóðinni, sem hazlar sér völl á mölinni eins og allflest bekkjarsystkini mín. Sá síðasti í okkar hóp, sém kvaddi þennan heim var valmennið séra Stefán Eggertsson pófastur á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann lézt 10. þessa mánaðar á Landspítalanum af völdum krabbameins og fer útför hans fram í dag frá Fossvogskap- ellu. ^ Séra Stefán var innfæddur Akureyringur. Hann skorti eitt ár og ’rúman mánuð í sextugt. For- eldrar hans voru Eggert heildsali Stefánsson og kona hans Irsa Hansen. Að föðurkyni var séra Stefán kominn af rammíslenzkum bænda- og sveitaprestsættum. Þá má og geta, að hann var einn af mörgum afspringum Skúla fógeta og þeirra læknanna og tengdafeðg- anna Bjarna landsfysikuss og Sveins Pálssonar. Sonur Sveins var séra Jón á Mælifelli, er átti séra Stefán á Þóroddsstað fyrir son, sem var afi séra Stefáns á Þingeyri, en langamma þess ný- látna var Hólmfríður dóttir séra Jóns Þorsteinssonar, ættföðurins mikla í Reykjahlíð. í móðurætt átti séra Stefán til dansk-reyk- vískra að telja. Þaðan mun þessum alúðlega og notalega klerki sjálf- sagt hafa komið glatt lundarfar, Kvcðja frá Slysavarnafélagi íslands. Einn mætasti liðsmaður slysavarnastarfsins á íslandi er horfinn úr röðum okkar — séra Stefán Eggertsson, prófastur á Þingeyri við Dýrafjörð, er látinn tæplega 59 ára gamall. Enginn vafi er á því, að ef séra Stefán hefði verið kominn á legg, þegar Slysavarnafélag Islands var stofnað fyrir rúm- lega hálfri öld, hefði hann verið meðal hvatamanna að stofnun þess og síðan meðal stofnenda — slíkur var áhugi hans á starfsemi þess. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að séra Stefán hafi litið á starf sitt í þágu svd. Varnar á Þingeyri og SVFÍ í heild sem köllun, sem gekk næst þeirri, sem hann helgaði sig, þegar hann gekk í þjónustu Þjóðkirkj- unnar fyrir 34 árum. Enda má á margan hátt líkja starfinu í þágu slysavarnanna við hlut- verk hirðisins og séra Stefán var sannarlega hinn góði hirðir. í nærfellt aldarfjórðung sótti séra Stefán hvert landsþing SVFI og hygg ég, að allir geti tekið undir það með mér, að rödd hans þar hafi alltaf verið rödd skynsemi og góðvildar. Hann vildi veg félagsins sem mestan til þess að það gæti þjónað sem best þeim, sem lentu í háska, og firrt þá voða, ef þess var kostur. Séra Stefán var líka sannar- lega vökumaður í þess orðs bestu merkingu, því að það vita allir, sem kunnugir eru sjósókn á Vestfjörðum — og raunar víðar — að þótt enginn annar gæti vakað við talstöðina, þá brást aldrei að séra Stefán heyrði til þeirra, sem koma þurftu einhverjum boðum til lands. Það mun gleggsta dæmið um þetta, þegar bv. Egill rauði strandaði við Færeyjar fyrir einum tveim tugum ára, því að þá var það séra Stefán, sem heyrði neyðarkallið fyrstur — á heimili sínu vestur við Dýra- fjörð. Það var því mjög að verðleik- um, að hann var heiðraður fyrir störf sín í þágu SVFÍ, og þar með landsmanna allra, á síðasta landsþingi félagsins. Þann litla þakklætisvott verðskuldaði hann margfaldlega. Þegar hann er nú kvaddur hinstu kveðju, vil ég færa honum þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu hugsjónar tugþús- unda Islendinga. Ég þakka honum einnig vinsemd og stuðn- ing við mig í starfi mínu í þágu SVFÍ. Það gerði hann á margan hátt léttara og gleðilegra með hugheilum áhuga sínum. Ást- vinum hans öllum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnar Friðriksson. sælkeraeðlið og hæfileikinn til að njóta góðrar máltíðar. Einhvernveginn fannst mér allt- af, að tæknin hlyti að vera þessum fróma guðsmanni hugleiknari en theológían og trúin. I menntaskóla mátti halda að Stefán færi í eitthvað allt annað en guðfræði. Þangað virtist jafn hjartahreinn og eðlisgóður maður og Stefán ekkert erindi eiga. Þar sýndist miklu fremur þörf fyrir þá, sem þurftu á mannbætandi endurhæf- ingu að halda, betrumbótum og göfgi til boðunar fagnaðarerindis- ins og siðvæðingar annarra. En þetta var í byrjun hildarleiksins mikla, heimsstyrjaldarinnar síð- ari, og fárra kosta völ hér heima til framhaldsnáms. Kannski var guðfræði séra Stefáni ættlæg og ekki efast ég um, að hann hafi verið góður hirðir. Aldrei sá ég séra Stefán við prestverk. Erfiðlega hefir mér gengið að hugsa mér hann sann- færðan, efalausan og grafalvarleg- an í svartri hempu fyrir altari. En þeim mun betur og skýrar get ég séð þennan vélvædda og tækni- elska klerk í huganum á skjanna- hvítum tilraunakirtli í einhverri nýtízkulegri raunvísindastofu- í óða önn að blása heilögum anda í tóman þrýstiloftskút og finna upp dreifingaraðferð til úðunar yfir syndumklyfjaða meðbræður. Þar leyfði meðfædd réttlætiskennd séra Stefáns engum að vera útundan, frekar en vitamálastjóri léti logann á fjarlægasta og afskekktasta vitanum á aumasta útskerinu slokkna vegna Kós- angasskorts, ljósvita, sem getur lýst vegvilltum sýn í gegnum myrkur og mæðu. Þannig hefir séra Stefán lýst leiðina með fleiru en boðun guðsorðsins. Hann hefir verið í fararbroddi og gegnt formennsku slysavarnadeildarinn- ar í sókn sinni, og lagt stund á fjarskipti með morslyklum og mögnuðum talstöðvum á prest- setrinu mörgum nauðstöddum til heilla og lífgjafar. Aldrei talaði séra Stefán við Guð sinn með aðstoð fjarskiptatækja, heldur beint. Sóknarbörnin fengu brátt áþreifanlega sönnun í verki fyrir góðleik og gagnsemi guðsmanns- ins, meira en orðin tóm, sem svo margir safnaðarhirðarnir ástunda einvörðungu. Þannig eignaðist séra Stefán brátt sitt „séra Guðmundarkyn" eða góðu hrútana prestsins hjá Laxness í líki viðgerða á útvarpstækjum þegar hann hann sat uppi á Mýrum. Slík veraldarnot af prestinum kunnu Múramenn að meta að verðleikum. sem og Dýrfirðingar ómetanlega öryggisþjónustu hans við farþega- flugið. Svo er Guði fyrir að þakka, að aldrei varð séra Stefán svo heilag- ur, að hann hætti að vera skemmtilegur. Hann átti til með að halda tvær til þrjár eldfjörugar ræður sama kvöldið á bekjarhóf- um án þess að missa dampinn og athygli viðstaddra. Honum datt oft margt óvænt og skemmtilegt í hug. Hann var flóðmælskur tæki- færis-ræðumaður. Hann jók jafn- an á gleði og fjör fagnaðarins án þess að ganga sjálfur á fljótandi eldsneyti Bakkusar. Þá var til siðs að syngja við raust fyrir og eftir þessar skemmtipredikanir séra Stefáns gamalt uppáhaldslag þessa prúða prófasts vesturkjálk- ans,: „Three blind mice were skating on the ice“. Við séra Stefán kynntumst sem smástrákar í æsku norður á Akureyri og lásum saman ein tvö fög undir stúdents- próf. Það voru skemmtilegar stundir með Stefáni eins og sjálft lesefnið var þurrt og hrútleiðin- legt. Tíminn fór að mestu í að lagfæra betrumbæta og stilla sigurverkið í gamalli vekjara- klukku, sem Stefán hafði tengt við rofa, er kveikti á rafmagnsofni tveim klukkustundum áður en við mættum til lesturs á morgnana. Föðurbróðir hans gamall ritstjóri, Jón Gjallarhorns, útibússtjóri áfengisverzlunarinnar hafði léð Stefáni vistarveruna til einbeit- ingar við lesturinn. Þessi andans aflstöð okkar Stefáns var í æva- gömlu verzlunarhúsi í miðbænum, og var kallað Rotterdam vegna stanzlauss rottugangs. Skerandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.