Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 19 Kekkonen með 16 laxa KEKKONEN Finnlandsforsoti fókk fjóra laxa úr Víðidalsá í fyrri veiðitímanum í gær ok hafði hann þá frngið lfi laxa í allt frá því hann hóf veiðar í ánni á sunnuda^. byngSitu laxarnir sem forsetinn hefur veitt eru 11 punda ok fékk hann tvo slíka í Ka“r. Fyrri veiðitíminn í Víðidalsá er frá klukkan 7—13 ok sá síðari frá lfi til 22. l>essar myndir tók Egill Gunnlaugsson í ga'rmorKun og sýna þa‘r Finnlandsforseta setja í einn laxanna og landa honum með aðstoð vina sinna. Viðbrögð stjórnmálaleiðtoganna: / „Ihugunarver ð tímamót — við- horfin breytt” MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til formanna Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og leitaði álits þeirra á viðhorfunum nú eftir að Lúðvík Jósepssyni hefur verið falið að hafa forystu um stjórnarmyndunarviðræður. Afturganga „Þetta eru vissulega íhugun- arverð tímamót," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar Mbl. spurði hann álits á þessu atriði. „Þetta mun ekki aðeins vera í fyrsta skipi á Islandi að formað- ur flokks, sem saman stendur að vísu af mismunandi skoðana- hópum en þar sem áhrifaríkur kjarni er kommúnistar, hefur forystu um stjórnarmyndunar- viðræður heldur og í vestrænum ríkjum. Það er því full ástæða fyrir alla lýðræðissinna að fylgjast vel með framvindu mála. Hér er reyndar um aftur- göngu að ræða. Reynt er að endurtaka vinstristjórnarvið- ræður, sem lauk fyrir tveimur vikum með hatrömmum öpin- berum deilum, án þess að þessir flokkar hafi sý'nt fram á að þeir hafi sett niður deilur sínar.“ Geir var að því spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka þátt í stjórnarmyndunar- Við bíðum nú bara eftir því að fá formlegt boð og munum aö sjálfsögðu ganga til þessara viðræðna. Ég geri hins vegar ráð fyrir að þær ættu að verða þeim mun styttri í þetta sinn að við unnum mjög ítarlega að þessari tilraun í fyrra skiptið, héldum þá 7 fundi á fjórum dögum, og þá lágu fyrir bæði drög að heildarsáttmála og ýmislegt fleira, svo að maður vonar að þetta þurfi ekki að taka eins langan tíma eins og fyrri tilraunir." Morgunblaðið spurði Benedikt hvort Alþýðuflokkurinn mundi sætta sig við að Lúðvík Jóseps- son færi með forsætisráðherra- embættið í hugsanlegri ríkis- stjórn þessara flokka. „Við höfum ekki rætt það í okkar hópi né tekið neina ákvörðun þar um. Persónulega set ég engin skilyrði hvað snertir neitt ráðuneyti nema utanríkisráðu- neytið. Við munum aldrei sætta okkur við, að Alþýðubandalagið fái það ráðuneyti eða ráði stefnunni í því máli.“ tilraunum undir forystu AÍ- þýðubandalagsins ef til þess kæmi. „Það er ekkert tilefni til þess að svo stöddu að svara þeirri spurningu." Alþýðubandalagið fær ekki utan- ríkisráðuneytið „Það er helzt um þetta að segja, að fyrir mánuði síðan gerði ég tilraun til að mynda samstjórn þessara þriggja flokka, sem Lúðvík hefur nú í hyggju að fá til viðræðna, en við munum að sjálfsögðu taka þátt í annarri tilraun," sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins. „Það reynir nú á það hvort sá tími sem liðið hefur og þær tilraunir til stjórnarmynd- unar sem síðan hafa farið fram kunna að hafa orðið til þess að menn hafi breytt viðhorfum sínum eitthvað og meiri mögu- leikar séu þannig á því að ná samkomulagi en var fyrir mán- uði. Það hefur komið fram í útvarpsviðtali við Lúðvík, að Alþýðubandalagið ætlar sér að viðurkenna að gengisfelling sé óhjákvæmileg, en það var nú nánast á því máli sem fyrri tilraunin sprakk og á ýmsu þar að lútandi. Ég skal ekkert uip það segja hvernig þessari tilraun lyktar nú en tíminn hefur liðið og vandamál þjóðarinnar eru svo hrikaleg og aðkallandi, að þessi stjórnarkreppa má ekki standa miklu lengur. Viðhorfin hljóta að vera breytt Olafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði að Lúðvík væri búinn að hafa samband við hann en þar hefði þó ekki verið um nein formleg tilmæli að ræða varðandi við- ræður heldur hefði Lúðvík reifað málið. Ólafur sagði þó, að Framsóknarflokkurinn myndi taka þátt í þessum viðræðum, og hann kvaðst eiga von á því að framsóknarmenn myndu nú eitthvað ræða í sínum hópi þá tillögugerð sem þeir mundu hafa uppi, sem yrði eitthvað svipuð því og hefði verið í fyrri viðræðum. Ólafur var spurður álits á ummælum Lúðvíks varðandi bre.vtta afstöðu til gengislækk- unar. „Ég vil skilja það að þeir mæta í viðræður aftur á þá lund, að viðhorf þessara tveggja flokka hafi breytzt eitthvað frá því sem var, en ég vil ekki og get ekki farið út í einstök atriði.“ Hann var þá spurður að því hvort ummæli Lúðvíks um að skilyrði fyrir því að Alþýðu- bandalagið féllist á gengisíækk- un væri að samningarnir væru í fullu gildi yrðu ekki erfiður biti fyrir framsóknarmenn að kyngja. „Hann orðaði það nú ekki með því slagorði, þó að kannski megi skilja hann þann- ig en eins og hann sagði það í útvárpinu getur þetta atriði nú verið eitthvað teygjanlegra," svaraði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.